Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAUTJÁN sjöttubekkingar á Pat- reksfirði geta ekki haft rangt fyrir sér. Körfubolti hlýtur einfaldlega að vera frábær úr því að heill bekk- ur heldur því fram. Körfubolti er málið. Bekkurinn var í tíma hjá Lilju Ingimundardóttur á þriðju- dagsmorgun og leyfði hún blaða- mönnum að trufla kennsluna í nokkrar mínútur. Strákarnir eru í miklum minnihluta í bekknum, að- eins sex, en stelpurnar ellefu. Strákarnir kunna þessu ágætlega og líta greinilega á þetta sem ofur- eðlilegan hlut. Stelpurnar líka. Þegar farið er í fótbolta í frímín- útum er skipt í lið og strákar og stelpur spila saman. Fyrir utan skólann er búið að grafa fyrir nýju íþróttahúsi og þar verður sko farið í körfu, það er á hreinu. Annað árið með íþróttafélaginu Herði Katrín Ylfa Barðadóttir situr á fremsta borði í kennslustofunni og æfir að sjálfsögðu körfubolta með íþróttafélaginu Herði. „Þetta er annað árið sem ég æfi körfu,“ segir hún, en auk þess æfir hún frjálsar íþróttir á sumrin. Varðandi náms- efnið virðist henni ekki efst í huga að gera upp á milli námsgreina, hugsar sig um þegar hún er spurð um uppáhaldsgreinina og kveður síðan upp úrskurð: „Uppáhalds- greinin mín er eiginlega íslenska,“ segir hún. Eins og flestir, hlakkar hún til að sjá nýja íþróttahúsið rísa og telur að það verði betra að spila körfu þegar það verður tilbúið. Íþróttahúsið er mikið rætt í bænum og bekkurinn hefur aldeilis ekki verið hafður út undan í þeirri um- ræðu. „Við fórum til bæjarstjórans og skoðuðum teikningar,“ segir einn úr bekknum. Það var í síðustu viku, sem bæjarstjórinn bauð krökkunum á sérstakan fund og þeim leist mjög vel á fyrirætlanir bæjaryfirvalda. Hressir sjöttubekkingar í Patreksskóla fagna framkvæmdum við íþróttahús Hlakka til að fá nýja íþróttahúsið Morgunblaðið/Árni Torfason Sjötti bekkur Patreksskóla lítur björtum íþróttaaugum fram á veginn. „ÞETTA er mikilvægt innlegg og þetta eru stór og metnaðarfull verkefni, en samt eru þarna ákveðnir vankantar,“ segir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Land- verndar, um drög umhverfisráð- herra að náttúruverndaráætlun 2004 til 2008, sem voru kynnt í fyrradag. Tryggvi segir það mjög metnað- arfullt að ætla að stækka tvo þjóð- garða og stofna nýjan. Það sé líka metnaðarfullt að friðlýsa nefnd svæði, ekki síst fjörurnar á höfuð- borgarsvæðinu. „Við munum ekki gera lítið úr því,“ segir hann, en bætir við að ýmis atriði þurfi að fara yfir. Í því sambandi nefnir hann að það þurfi til dæmis að styrkja verndunina í Þjórsárverum. „Í öðru lagi þá er ekkert í þessari áætlun um landslag,“ segir hann og leggur áherslu á að taka þurfi á landslagi. Drögin séu mest á forsendum gróð- urs og fugla og síðan á forsendum jarðminja en auk þess megi nefna áhugaverða og merkilega verndun á einum birkiskógi. „Í Þjórsárverum fer saman landslag, fuglar og gróð- ur og það hefði verið ástæða til að styrkja verndunina þar, færa mörk friðlandsins út fyrir reglustrikun og nota náttúruleg mörk.“ Yfirlýsing samtaka Fuglaverndarfélag Íslands og Náttúruverndarsamtök Íslands sendu frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu vegna draga náttúruverndar- áætlunarinnar. „Undirrituð samtök fagna fram komnum drögum að Náttúruvernd- aráætlun sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Áætlunin einkennist af vistfræðilegri nálgun og með henni gætu ræst áratuga gamlir draumar um stækkun þjóðgarðanna í Jökuls- árgljúfrum og Skaftafelli. Þau drög að fyrstu náttúruverndaráætlun- inni sem er unnin samkvæmt lögum um náttúruvernd frá 1999 og ráð- herra kynnti í gær eru hins vegar ekki síður merkileg fyrir það sem þar er ekki að finna. Af drögunum má ætla að umhverfisráðherra hafi ekki enn áttað sig á því að lausn deilna undanfarinna ára um land- nýtingu á miðhálendi Íslands felst ekki bara í byggingu uppistöðulóna og virkjana. Ráðherrann er úti á þekju hvað þetta varðar. Umhverfisráðherra hefði verið í lófa lagið að taka stækkun frið- landsins í Þjórsárverum með í drög að Náttúruverndaráætlun enda var tillaga þar að lútandi í þeim tillög- um sem Umhverfisstofnun vann fyrir umhverfisráðuneytið. Slík að- gerð gæti samræmst þeirri lausn með lóni í 566 metra hæð sem sett- ur umhverfisráðherra, Jón Krist- jánsson, kynnti með úrskurði sínum um Norðlingaölduveitu í upphafi þessa árs og lýst var sem sátt í deilunni um Þjórsárver (sjá http://www.natturuverndarsam- tok.is/email2.asp). Ennfremur hefði ráðherra auðveldlega getað lýst því yfir að stefnt væri að verndun Eyja- bakka samkvæmt Ramsarsáttmál- anum um verndun votlendis. Það er kaldhæðnislegt að for- stjóra Landsvirkjunar, Friðriki Sophussyni, skuli boðið að tjá sig um þessi drög að Náttúruverndar- áætlun á umhverfisþingi í næstu viku en fyrirtæki hans hafi í raun engra hagsmuna að gæta. Öll svæði sem tengjast virkjunarhagsmunum eru lögð til hliðar og iðnaðarsvæði á Reykjanesi tekin út fyrir sviga í til- lögum að verndun þess svæðis (Reykjanes – Eldvörp).“ Náttúruverndarsam- tök um náttúruverndar- áætlun 2004 til 2008 Metnaðar- full verk- efni en ákveðnir vankantar ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í húsnæði í eigu Reykjavíkurhafnar í Daníelsslipp við Mýrargötu. Til- kynning barst um að svartan reyk legði undan þaki í húsnæði við slippinn og virtist aukast töluvert. Húsið var aldelda þegar slökkvilið kom á vettvang, en slökkvistarf gekk vel og tók rúman hálftíma að ráða niðurlögum eldsins. Húsið var vaktað til klukkan 10.30 til að fylgj- ast með glæðum. Að sögn varð- stjóra var um að ræða mikinn bruna og skemmdir voru sömuleiðis miklar. Rannsókn á tildrögum eldsvoð- ans er í höndum lögreglunnar í Reykjavík. Eldsupptök eru ókunn. Morgunblaðið/Júlíus Rúman hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins en skemmdir eru miklar. Mikill bruni í Daníelsslipp SAMKVÆMT niðurstöðum við- horfskönnunar á húsnæðismarkaðn- um virðast líkur á því að þensluáhrif af 90% húsnæðislánum verði í það minnsta ekki meiri en menn hafa spáð, og ekkert sem bendi til þess að fólk taki ákvörðun um að flytja sem það hefði ekki gert ef lánshlutfallið héldist óbreytt, að sögn félagsmála- ráðherra. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra kynnti í gær niðurstöður við- horfskönnunar sem Gallup vann fyrir félagsmálaráðuneytið og Íbúðarlána- sjóð. Þar voru viðhorf almennings til húsnæðismála könnuð ýtarlega og verða niðurstöðurnar nú nýttar til að vinna áfram að því að kanna hvernig best sé að efna loforð stjórnarinnar um 90% lán til húsnæðiskaupa. Aðspurður hvort á grundvelli þessarar skýrslu væri hægt að segja til um þensluáhrif 90% lána sagði Árni: „Það er óskaplega erfitt að spá fyrir um það en ég skal viðurkenna það að miðað við þær niðurstöður sem koma fram í þessari skýrslu hef ég ekki meiri áhyggjur eftir heldur en áður. Um leið og fólk lýsir yfir stuðningi við þessar hugmyndir þá virðist það að koma þeim í fram- kvæmd ekki hafa í för með sér ein- hverja krossvendingu á markaði, hvorki hvað varðar áform fólks til að skipta um húsnæði né heldur lán- tökumál.“ Í niðurstöðum könnunarinnar sögðust 65% aðspurðra telja ólíklegt að þeir skipti um húsnæði á næstu fjórum til sex árum, en þrír af hverj- um fjórum segja að það myndi engin áhrif hafa á þá varðandi kaup á hús- næði hvort 90% lán eru í boði eða ekki. „Þetta finnst mér [...] segja svolítið um hættuna á því að þessar tillögur, þegar þær komast í framkvæmd, valdi mikilli ofþenslu á húsnæðis- markaði. Það virðist vera að minnst- ur hluti þeirra sem spurðir eru telja að þetta mundi hafa nokkur áhrif á hvenær þeir koma til með að skipta um húsnæði.“ Tveir af þremur hlynntir 90% láni Árni sagði stuðning almennings við hugmyndina um 90% húsnæðis- lán mikla: „Meðal þess sem kemur fram er það að tveir af hverjum þremur eru hlynnt hugmyndum um 90% húsnæðislán en 25% eru andvíg. Þeir sem búa í leiguhúsnæði eða for- eldrahúsum eru hlynntari hugmynd- inni en viðmiðunarhópar.“ Þessi könnun er liður í upplýsinga- öflun til að móta tillögur ráðgjafar- hóps þriggja sérfræðinga frá ráðu- neytum félagsmála, fjármála og viðskipta, segir Árni: „Hópurinn hef- ur verið að vinna að undirbúningi til- lagna um það með hvaða hætti skyn- samlegast verði að koma þessum fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar í framkvæmd. Þeirri vinnu miðar ágætlega.“ Ráðherra segir að tillög- ur vegna málsins eigi að koma fram ekki seinna en í lok ársins. Könnun félagsmálaráðuneytis á húsnæðismarkaðnum á Íslandi Þensluáhrif hugsanlega ofmetin Morgunblaðið/Jim Smart Hallur Magnússon verkefnisstjóri, Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður ráðherra, kynntu niðurstöður könn- unarinnar á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.