Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 41 Jæja afi minn, þá er komið að kveðjustund. Eins erfitt og það er nú þá hugga ég mig við frábærar minningar sem eru tengdar þér. Sérstaklega hugsa ég núna mikið um það að þegar við settumst niður og spjölluðum þá endaði spjallið oftast á ráðlegging- um um lífið og ég get sko sagt þér það að þessar ráðleggingar geymi ég í hjarta mínu og þær eiga eftir að ganga yfir á mín börn. Sem barn þá var það skemmtilegasta sem ég gerði að heimsækja þig og ömmu upp í sumarbústað. Þar tókuð þið svo vel á móti okkur barnabörnunum og það var ósjaldan sem þú tókst þátt í hinum ýmsu leikjum okkar. Stoltur var ég, afi, þegar þú leyfðir mér að koma með þér í vinnuna á bensínstöðina. Ég ætlaði að springa úr stolti þegar þú leyfðir mér að af- greiða bíl aleinn. En ekki stóð ég mig alveg nógu vel því að ég var ekk- ert að rukka manninn sem auðvitað var fljótur að hverfa. Þegar ég svo fattaði að ég átti að koma með pen- ing tilbaka þá var lítill drengur enn minni og brast í grát og þá varst þú nú ekki lengi að taka mig í fangið og hugga. Þegar ég svo varð eldri og eignaðist mitt barn þá sá ég enn bet- ur hversu góður afi þú varst. Þessi umhyggja, ást, tillitssemi sem þú sýndir börnunum lýsir þér held ég best. Ég verð líka að minnast á ykk- ur ömmu saman. Fyrir mér var sambandið ykkar fullkomið, og það er svo sárt að ann- að ykkar sé farið en það máttu vita, afi minn, að amma er eins og klettur og ég veit að hún er ánægð með það að þú fékkst að fara á undan. Þó að söknuðurinn sé mikill og sár núna og erfiður tími fram undan þá er það huggun harmi gegn að minn- ing um merkan mann lifir. Elsku amma mín, mig langar að votta þér sérstaklega mína dýpstu samúð og það máttu vita að ég hrein- lega dáist að styrk þínum á þessum erfiða tíma. Að lokum vil ég fá að kveðja þig afi minn með þessum fallega texta úr lagi Nýdanskrar, Svefninn laðar. Svefninn laðar, líður hjá mér lífið sem ég lifað hef fólk og furðuverur hugann baðar, andann hvílir lokbrá mínum læsi, uns vakna endurnærður. Það er sumt, sem maður saknar vökumegin við leggst útaf, á mér slokknar svíf um önnur svið, í svefnrofanum finn ég sofa lengur vil, því ég veit að ef ég vakna finn ég aftur til. Svefninn langi laðar til sín lokakafla æfiskeiðs hinsta andardráttinn andinn yfirgefur húsið hefur sig til himna Við hliðið bíður drottinn. (Björn Jörundur/Daníel Ágúst.) Þinn nafni, Óli Stefán Flóventsson. Elsku afi minn. Nú er komið að kveðjustund. Þeg- ar ég kom heim til mömmu á föstu- daginn og hún sagði mér að þú værir sofnaður vildi ég ekki trúa því. Alltaf þegar þú hefur verið veikur hefurðu komist í gegnum það og komið okkur öllum á óvart. En þegar ég hef hugsað um þetta, þá get ég ekki verið annað en ánægð fyrir þína hönd. Að sjálfsögðu er þetta stór missir og ég sakna þín, en þú varst bara orðinn svo þreyttur afi minn. Enda ertu búinn að gera þitt og miklu meira en það í þessu lífi. Og ég er svo ánægð að við fengum að hafa þig svo lengi hérna hjá okkur. Þegar við bjuggum í Garðabænum gátum við alltaf komið til þín og ömmu og fengið hvítan fisk, eða mjólk og pönnsur. Þeir eru margir vinirnir sem hafa verið með heima hjá ykkur og alltaf hafið þið tekið öll- um opnum örmum. Það var stór og mikil ákvörðun að flytja til Danmerkur, því það var sárt að skilja ykkur eftir. Hefðum við fengið að ráða hefðum við tekið ykkur með. En eftir að hafa séð hversu vel bæði Gaui og Mæja hafa passað upp á ykkur hef ég ekki séð eftir því eina mínútu að hafa flutt. Það hefur gefið okkur svo mikið, og við erum svo ánægð í Danaveldi. Það allra besta var að fá þig og ömmu út til okkar. Guðjón var svo stoltur þeg- ar þið komuð í ferminguna hans. Þú hefur alltaf verið fyrirmyndin hans enda passað hann síðan hann var pínulítill strákur. Þú hefur gefið honum svo mikið sem hann getur tekið með sér út í lífið. Ein af minn- ingunum sem hann á um þig er litla vasaúrið þitt. Þetta er ein af minn- ingunum sem hann vill geyma og varðveita vel, og hver veit nema það fari áfram í fjölskyldunni til stráks- ins hans eða barnabarns? Eitt er víst að það fer til einhvers sem honum þykir rosalega vænt um og treystir vel. Þetta úr fer ekki hvert sem er, því að hann er bæði ánægður og stoltur af að hafa fengið að taka við því á sínum tíma. Það er yndislegt að við gátum ver- ið öll saman á 90 ára afmælinu þínu, þar komstu okkur á óvart eins og svo oft áður því við áttum aldrei von á að fá að njóta þín svo lengi. Þegar ég hugsa til baka um tím- ann eftir að við fluttum út þykir mér allra vænst um allar kasínurnar sem við spiluðum saman, bæði á Íslandi og í Danmörku. Elsku afi; hérna hefurðu skilið ömmu eftir hjá okkur og við erum ánægð með að hafa hana hérna. En ég veit að á einhverjum tímapunkti verðurðu að taka hana frá okkur, því þið hafið alltaf verið svo samheldin. En við lofum að passa vel upp á hana og hver veit nema við verðum svo heppin að fá hana út til okkar, bara einu sinni enn. En ég veit líka þó að þú sért sofnaður að þá verðurðu allt- af með okkur. Enda er kertaljósið þitt komið á eldhúsborðið heima hjá mömmu og pabba. Pabbi getur ekki verið viðstaddur kveðjustundina þína út af hjartanu sínu. En ég veit að hann verður með okkur í hug- anum og þú veitir honum styrk og passar hann á meðan. Elsku afi minn, takk í þetta skiptið, okkur þykir öllum vænt um þig. Hvíl í friði, þín Þórey. Óli S. Jónsson útgerðarmaður er fallinn frá. Hann var giftur Guð- laugu systur okkar Marteinsdóttur. Óli mágur var einstakur maður. Að öllum tengdasonum mömmu ólöst- uðum fannst henni áreiðanlega mest til hans koma. Kannski var það af því hann kom fyrstur og fékk elstu dótt- urina af þeim átta sem komust á legg. Það vantaði tilfinnanlega hand- laginn mann í fjölskylduna og það lék allt í höndunum á honum Óla. Þau voru svo einstaklega samhent hjónin, alveg frá fyrstu tíð. Á þeim árum bjuggum við öll enn heima í Neskaupstað, á Sjónarhóli. Þar voru þau Óli og Lauga hjá okkur með elstu dóttur sína Guðbjörgu. Hún var augasteinninn okkar allra en dó aðeins sjö ára gömul. Það var þeim óskaplega erfitt og sorgin hvíldi þungt á okkur öllum. En lífið hélt áfram og svo fór að Óli og Lauga systir byggðu stórt hús með Magn- úsi bróður okkar í túninu hans pabba. Þar bjuggu þau svo þangað til þau fluttu frá Neskaupstað árið 1950. Leiðin lá til Sandgerðis. Með í för var einkasonurinn, Guðjón, sem þá var ársgamall. Hann átti við mikil veikindi að stríða sín fyrstu ár. Í Sandgerði eignuðust þau tvær stúlk- ur, Maríu og Sigurlaugu. Þar bjuggu þau svo alveg þangað til Óli komst á þann aldur að honum þótti tímabært að draga sig í hlé. Hann hafði rekið útgerð af miklum myndarbrag eins og hans var von og vísa. Eftir langan og farsælan feril seldi hann útgerð- ina og flutti til Reykjavíkur og síðan í Garðabæ. Þau hjónin bjuggu á Brú- arflöt til margra ára. Þar var um árabil sannkölluð fjölskyldumiðstöð fyrir stórfjölskylduna. Óli hefur verið nokkuð hrjáður af veikindum síðustu árin. Alltaf þó sami hlýlegi öðlingurinn. Engin veikindi gátu breytt því. Fyrir rúm- um mánuði fluttu þau hjónin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Við bundum öll miklar vonir við veru þeirra þar en því miður varð dvöl Óla skamm- vinn. Þennan stutta tíma naut hann sérstaklega góðrar umönnunar starfsfólksins. Óli var sá allra þakklátasti maður sem hægt er að hugsa sér. Það var sama hversu lítið var gert fyrir hann, hann launaði vel fyrir sig og var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Við kveðjum nú þennan aldna höfðingja sem við áttum svo afskap- lega margt að þakka. Systur okkar og fjölskyldu biðjum við blessunar. Erna og Sigríður. Óli Sigurður Jónsson, eða Óli á Horni eins og hann var oftast kall- aður, er látinn. Saddur lífdaga, há- aldraður og skilur eftir sig minning- ar sem hlýja okkur sem eftir lifum og vorum honum tengd á einn eða annan hátt á lífsleiðinni um langan eða skamman veg. Ég er einn af þeim sem nú kveð vin og velgjörð- armann. Óli var Hornfirðingur að uppruna en flutti snemma á Norðfjörð. Hann mun hafa verið vélstjóri hjá Gísla Bergs, mági sínum. Síðan var hann með Marsinn fyrir Ármann á Tind- um. Ásamt fleirum eignaðist hann svo Óla sem var u.þ.b. 10 tn bátur og var skipstjóri á honum. Síðan hófst ævintýrið þegar hann, ásamt Magn- úsi mági sínum keypti Marsinn. Óli var farsæll skipstjóri og aflasæll svo af bar. Einkum lágu línuveiðar vel fyrir honum. Hægt væri að telja upp ótal aflamet sem hann setti á Mars- inum og síðar á Guðbjargirnar sínar í gegnum tíðina. Það hefur verið stutt í brosið þeg- ar hann kom til Hornafjarðar með 36 skippunda róður árið 1946 á Mars- inum, en Marsinn var mældur 21 eða 22 tonn. Og ekki trúi ég að illa hafi legið á karli eftir sömu vertíð en þá bar hann að landi 950 skippund af aðgerðum fiski eða fast að 600 tonn- um upp úr sjó. Í áhöfninni voru fjórir auk Óla. Ég man líka þau ár sem hann var uppá sitt besta í Sandgerði með Guðbjörgu á línu og síldarnet- um. Þá var árangur bátanna tíund- aður daglega í útvarpi. Oft var Guð- björgin undir stjórn Óla hæst allra. Ég átti því láni að fagna að vera í skipshöfn Óla um tíma. Hann var kappsamur og ósérhlífinn og lagði sig ævinlega allan fram. Kannski er hann mér minnisstæðastur vegna þess hve hann var hlýr. Hann var kvikur í hreyfingum brosmildur og jákvæður. Augun ljómuðu oftast og reyndar andlitið allt. Samt hafði þessi maður, allt sitt líf beitt sig hörku til að sjá fjölskyldunni far- borða, sinna fyrirtæki, sem var um tíma stórt og glímdi sí og æ við Ægi konung. Hann reri allan sinn skipstjórn- arferil frá tveimur hættulegustu og erfiðustu höfnum landsins, Horna- firði og Sandgerði. Ekki trúi ég að hann hafi alltaf brosað þegar hann var kominn inn fyrir sker og nálg- aðist Hornafjarðarósinn í sunnan þræsingi. Grunnbrotin eins og reidd- ur hnefi. Oft hefur þá soðið hressi- lega á Hleininni við bakborðskinn- unginn og brimið lamið Austur- fjörutangann á óvæginn hátt á stjórnborða. En Óla tókst alltaf að sneiða hjá áföllum og uppúr stendur að þegar hann naustaði sinn knörr og lét sjó- mennskuna að baki var ekki að sjá á honum að hann hefði háð svo djarfa glímu við Ægi konung. Ævinlega ljómuðu augun og reyndar andlitið allt. Norðfirskir sjómenn sáu líka ástæðu til að heiðra Óla á sjómanna- dag fyrir allmörgum árum. Mér veittist sú ánægja að mæla nokkur orð við þá athöfn og að næla í hann heiðursmerki af því tilefni. Það var gleðistund. Elsku Lauga frænka. Nú er hann Óli okkar horfinn á braut. Við horf- umst í augu við þann veruleika. Aldrei mun ég gleyma hlýju ykkar og stuðningi við mig seint og snemma. Mikil lifandi skelfing og ósköp var alltaf gott að eiga ykkur að. Að leiðarlokum vil ég votta þér og þínum einlæga samúð okkar hjónanna og biðjum við þess að hann Óli taki land hinum megin með glampa í augum og bros á vör eins og ég man hann best. Magni Kristjánsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Geithálsi í Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja föstu- daginn 3. október. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 11. október næstkomandi kl. 14.00. Ragnheiður Einarsdóttir, Guðjón R. Rögnvaldsson, Aðalheiður Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir, amma og langamma, SOFFÍA S. JÓHANNESDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðju- daginn 30. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar. Guð blessi ykkur öll. Valdís Jóhanna Sveinbjörnsdóttir Hálfdán Sv. Kristinsson, Margrét Ó. Geirsdóttir, Jóhannes A. Kristinsson, Andrea Hálfdánardóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÓLI VALDIMARSSON, áður til heimilis á Vífilsgötu 1, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 8. október. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. október kl. 13.30. Alda Óladóttir Bredehorst, Manfred Bredehorst, Atli Þór Ólason, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Elfar Ólason, Eygló Rut Óladóttir, systir og afabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞÓREY RÓSA STEFÁNSDÓTTIR, Fornhaga 17, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu- daginn 9. október. Útförin auglýst síðar. Maríus Guðmundsson, Ingibjörg S. Maríusdóttir, Haraldur Benediktsson, Guðmundur St. Maríusson, Guðný Pétursdóttir, Guðrún Rós Maríusdóttir, Helgi Leifur Þrastarson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, BJÖRG ÓLÖF HELGADÓTTIR, Mýrargötu 18, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugar- daginn 11. október kl. 14.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Helga Soffía Aðalsteinsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Jenný Aðalsteinsdóttir, Jón Hlífar Aðalsteinsson, Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir, Kristján Aðalsteinsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.