Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÍU manns létu lífið í sjálfsmorðs- árás nálægt lögreglustöð í hverfi sjía-múslíma í Bagdad í gær þegar hálft ár var liðið frá því að banda- rískar hersveitir réðust inn í borgina og steyptu stjórn Saddams Husseins af stóli. Spænskur sendiráðs- og leyniþjónustumaður var einnig myrtur í Bagdad og bandarískur hermaður beið bana í sprengjuárás norðaustan við höfuðborgina. Óþekktur karlmaður ók bíl, fullum af sprengiefni, í átt að lögreglustöð- inni í Sadr-borg, sem áður var kennd við Saddam, í Bagdad. Þegar varð- maður stöðvaði bílinn og réðst inn í hann sprengdi tilræðismaðurinn bif- reiðina í loft upp. Þeir létust sam- stundis auk tveggja lögregluþjóna og fimm vegfarenda. Árásin var gerð þegar lögreglumenn söfnuðust sam- an við lögreglustöðina til að taka við launum sínum. Að sögn lækna særðust um 38 manns, þar af átta alvarlega. Tilræð- ið vakti mikla reiði í írösku höfuð- borginni og reiðir Írakar réðust á fréttamenn og ljósmyndara á nálæg- um útimarkaði. Þriggja metra breiður og eins metra djúpur gígur myndaðist í sprengingunni sem var svo öflug að nokkur líkanna feyktust upp á lög- reglustöðina. Bandaríska hernámsliðið kvaðst í gær hafa handtekið „einn af helstu foringjum andspyrnuhreyfingarinn- ar“ í Írak. Hann er grunaður um að hafa rekið sprengjuverksmiðju í grennd við borgina Tikrit og er sagð- ur tengjast fjölskyldu Saddams. Ekki var greint frá nafni hans. Sendiráðinu ekki lokað Um sama leyti og sprengingin varð í Bagdad var 34 ára spænskur sendiráðsmaður, Jose Antonio Bern- al Gomez, myrtur á heimili sínu í borginni þegar hann opnaði dyrnar fyrir þremur mönnum sem voru vopnaðir byssum. Bernal var her- málafulltrúi spænska sendiráðsins og starfaði jafnframt fyrir leyniþjón- ustuna. Ramon Gil-Casares, aðstoðarut- anríkisráðherra Spánar, sagði í gær, að Bernal hefði verið sérfræðingur í öryggismálum og því vekti það nokkra furðu, að hann skyldi hafa opnað dyrnar án þess að gá betur að sér. Bernal var kvæntur og átti eina dóttur. Spánverjar taka þátt í her- námi Íraks og hafa sent þangað um 1.250 hermenn. Að sögn sjónarvotta voru árásar- mennirnir á bíl með erlendu númeri og töluðu með suður-íröskum hreim. Ríkisstjórn Spánar og stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Sósíalistaflokkurinn, fordæmdu morðið og lýstu því sem hryðjuverki. „Sendiráði okkar verður ekki lok- að og við köllum ekki embættismenn okkar heim, sem er einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja,“ sagði Ramon Gil-Casares. Bernal er annar spænski sendi- ráðsmaðurinn sem lætur lífið í árás í Írak frá 1. maí þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að öllum meiri háttar átökum í land- inu væri lokið. Sprengjuárásir á hermenn Bandarískur hermaður beið bana fyrr um morguninn í sprengjuárás í bænum Baquba, 66 km norðaustan við Bagdad, að sögn Bandaríkjahers. Bandarískir herbílar urðu einnig fyrir tveimur sprengjuárásum í Fall- uja, um 50 km vestan við höfuðborg- ina, og að minnsta kosti einn her- maður særðist. Alls hafa 93 bandarískir hermenn fallið í Írak frá 1. maí en þá sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti að mestu átökunum væri lokið.        ! !"#$"%%$                  !" "" #   $ $  %&'      ."* ()*     %+,, ."* %+,, -!   ! . ".12.!3#- !.11.1.* "  ./   )+#.,4.5 *. . "#.3 0!   6 .*.,!-., ..%2.! 7# .!.* " 1 " 23    .*.3 ..%2.! 7' 11 $ $4 1 5!3    .12.!3#-.  &3#.5 - %2.! 7' 2#%-# )  '/.3.!.11.1 8#-./  1&'       .9,&22#., .,#- , . ".:#'./ *. .2#%-#*# Níu láta lífið í árás í Bagdad Spænskur sendiráðsmaður og her- málafulltrúi myrtur á heimili sínu Bagdad. AFP. Bandarískur hermaður á varðbergi við lögreglustöð í Bagdad þar sem bíll var sprengdur í loft upp í gær. MIKLAR hræringar eru á norskum matvörumarkaði og fyrstu merkin um yfirvofandi verðstríð eru veru- leg lækkun á öli. Hún er þó aðeins forsmekkurinn af því, sem koma skal, segja þeir sem til þekkja. Ástæðan er sú að ýmsar lágvöru- verðskeðjur á meginlandinu eru að hasla sér völl á Norðurlöndum og þar með í Noregi. Hjá stóru, norsku brugghús- unum, Hansa Borg og Ringnes, kostar nú ódýrasta ölið um eða inn- an við 100 ísl. kr. flaskan og er það meðal annars svar þeirra við vænt- anlegri komu þýsku lágvöruverðs- keðjunnar Lidl inn á norska mark- aðinn. Hóf hún starfsemi í Svíþjóð fyrir rúmri viku en það er ekki síst með ódýru öli, sem hún reynir að laða til sín viðskiptavini. Þegar hún var opnuð í Finnlandi kostaði öl- flaskan hjá henni 21% minna en ódýrasta ölið þar í landi, eða sem svarar til um 75 kr. ísl. Raunar var það koma Kiwi- keðjunnar til Noregs í sumar, sem fyrst neyddi Hansa Borg til að lækka ölverðið, og síðan hafa Remi, Rimi og fleiri fylgt í kjölfarið. Kom þetta fram í Aftenposten í gær. Hallar á innlendu fyrirtækin Þeir, sem þekkja vel til á norska markaðnum, segja, að þetta sé að- eins forsmekkurinn. Lágvöruverðs- verslanir eins og Lidl, Aldi, Netto og Fakta eigi eftir að setja allan smásölumarkaðinn á annan end- ann. Þær séu ekki aðeins í matvör- unni, heldur í alls konar annarri vöru og hlaupi á hverja smugu, sem opnist. „Noregur og Norðurlönd eru á leið inn í verðstríð, sem mun enda með ósigri hjá stórum hluta inn- lendu smásölufyrirtækjanna. Lág- vöruverðskeðjurnar munu gefa neytendum nýjan skilning á því hvað varan eigi að kosta,“ segir Bruno Christensen, fram- kvæmdastjóri Retail Institute Scandinavia, fyrirtækis, sem fæst við rannsóknir og ráðgjöf fyrir smásölumarkaðinn. Á ráðstefnu í Ósló í síðasta mán- uði lýsti Christensen baráttuaðferð- um lágvöruverðskeðjanna og sagði, að sóknin væri í sex þrepum og end- aði yfirleitt alltaf með sigri þeirra. Þá væri það líka að verða almenn skoðun, að fólk ætti að skipta við þá, sem byðu lægsta verðið. „Sem dæmi má nefna, að í Þýska- landi er mikið um auglýsingar þar sem leikarar, stjórnmálamenn og kunnir íþróttamenn hvetja fólk til að skipta við lágvöruverðskeðj- urnar. Tilhneigingin er, að það sé beinlínis svalt að kaupa ódýrt,“ sagði Christensen. Samstarf um innkaup Norsku smásölukeðjurnar reyna að bregðast við vaxandi samkeppni með ýmsum ráðum og til dæmis með því að taka upp samstarf við erlendar keðjur um innkaup. Ein sú stærsta, NorgesGruppen, hefur nú samið um það við franska matvöru- risann Carrefour og mun þá njóta sömu kjara og hann við innkaup á alþjóðlegri merkjavöru. Vekur það enga ánægju hjá framleiðendum og umboðsmönnum þeirra enda er vit- að, að verðlagningu á þessari vöru er oft hagað eftir því hver kaup- mátturinn er í hverju landi. Mikið verðstríð í uppsiglingu í Noregi Innrás lágvöruverðskeðja frá meginlandinu sögð munu setja smásölumarkaðinn á annan endann Úr stórverslun í Noregi. Því er spáð, að margar innlendar verslanakeðjur muni ekki lifa af væntanlegt verðstríð. ’ Munu gefa neyt-endum nýjan skiln- ing á því hvað varan eigi að kosta. ‘ IAIN Duncan Smith, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, sendi í gær flokks- mönnum sínum tóninn og sagði þeim að hætta að grafa undan forystu flokksins en hefja í staðinn undir- búning að því verkefni að velta Tony Blair forsætisráðherra og Verka- mannaflokki hans úr sessi í næstu þingkosningum. „Verið liðshollir eða hafið ykkur á brott,“ sagði Duncan Smith í ræðu sinni á flokksþingi íhaldsmanna en hún hlaut góðar undirtektir viðstaddra. „Ég segi við alla sem hér eru í dag: þú ert annaðhvort á mínu bandi eða þú ert stuðningsmaður Tonys Blairs,“ sagði Duncan Smith. „Það er ekki um neinn milliveg að ræða.“ Duncan Smith hefur átt erfitt upp- dráttar undanfarin misseri. Í ávarpi sínu í gær gerði hann hins vegar til- raun til að þagga niður í þeim innan Íhaldsflokksins, sem hvað harðast hafa gagnrýnt hann, um leið og hann reyndi að stappa stálinu í almenna flokksmenn í aðdraganda næstu þingkosninga, sem líklega verða snemma árs 2005. Kallaði Blair „raðlygara“ Vinsældir Blairs hafa dalað veru- lega á þessu ári, einkum vegna stuðnings hans við hernað Banda- ríkjamanna í Írak, en Duncan Smith hefur þó ekki tekist að nýta sér sókn- arfærin. Skýrir það vangaveltur um að ýmsir í Íhaldsflokknum vildu skipta um leiðtoga. Duncan Smith, sem á flokksþingi íhaldsmanna í fyrra lýsti sjálfum sér sem „hæglát- um manni“, var hins vegar í vígahug í gær og sakaði Blair m.a. um að vera „raðlygara“. „Sex árum eftir að Tony Blair tók við völdum í Downing-stræti trúir fólk honum ekki lengur,“ sagði hann. Sagði Duncan Smith m.a. að íhaldsmenn myndu tryggja að Blair neyddist til að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrána sem gert er ráð fyrir að Evrópusambandið taki upp. „Ég mun berjast og berj- ast, berjast eins og ljón til að bjarga landinu sem ég ann,“ sagði Duncan Smith í ræðu sinni. Sendi flokks- fólkinu tóninn Duncan Smith vill samstöðu um að vinna sigur í næstu kosningum Blackpool. AFP. Reuters Iain Duncan Smith var mikið niðri fyrir þegar hann flutti ræðu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.