Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 37 KÆRU landar. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdag- inn. Í dag langar mig að skrifa um eitt af þeim úrræðum sem til eru fyrir okkur sem haldin eru geð- rænum veikindum. Þegar ég veiktist fyrir um tíu árum lá leið mín fyrst inn á geðdeild árið 1996, þar sem engin lyf virkuðu á mig. Þá fór ég í mína fyrstu raf- meðferð, eða eins og Bubbi söng svo skemmtilega um að „stórir strákar fá raflost“. Ekki virkaði það sem skyldi. Til að gera langa sögu stutta var ég viðloðandi spít- alann næstu fimm árin. Var í iðju- þjálfun, hópmeðferð á Hvítaband- inu og bjó á sambýli, í burtu frá fjölskyldu minni. Ekkert gekk og ég var smám saman að verða hluti af spítalanum. Þá gerðist það vorið 2001 að læknirinn minn spurði mig hvort ég væri ekki til í að skoða Klúbb- inn Geysi. Ég hafði heyrt á hann minnst en aldrei þorað að kynna mér hann nánar. En að frumkvæði læknisins ákvað ég að fara. Ég var mjög kvíðinn þegar ég mætti í klúbbinn, en kvíðinn var fljótur að hverfa því það var tekið svo vel á móti mér. Brátt vandi ég komur mínar þangað og áður en ég vissi af var ég farinn að mæta á hverj- um degi, hætti að lokum í hóp- meðferðinni á Hvítabandinu og sneri mér alfarið að klúbbnum Geysi. Hvað gerðist? Einfaldlega það að ég fann að þetta var staður fyrir mig. Ég hafði verið einangr- aður lengi, allir vinir horfnir og samband mitt við fjölskylduna var Það er alltaf von! Eftir Óðin Einisson Höfundur er félagi í klúbbnum Geysi. takmarkað, en ég er giftur og á fjögur börn. Þarna eignaðist ég vini og fékk að takast á við ný verkefni. Þegar ég byrjaði í klúbbnum voru allir á fullu við að undirbúa fyrstu norrænu ráð- stefnu Fountain House, sem haldin var að Geysi í Haukadal. Hvað er klúbburinn Geysir? Geysir er hluti af alþjóðlegum samtökum klúbbhúsa sem kennd eru við Fountain House. Klúbb- urinn var formlega stofnaður haustið 1999. Þetta byrjaði allt árið 1944 þeg- ar hópur fólks tók sig saman og stofnaði félagsskap sem kallaður var WANA (we are not alone). Þetta var fólk sem átti eða hafði átt við geðræn veikindi að stríða. Fyrsta húsið sem þau fengu undir starfsemi sína var með brunni í garðinum og þaðan er Fountain House nafnið komið. Í dag teygja þessi samtök anga sína víða um heim. Við vinnum eftir ákveðnum viðmiðunarreglum klúbbhúsa. Tak- markið er að opna leið fyrir félaga aftur út í lífið. Þetta er stökkpallur frá spítalaumhverfi og yfir í það að verða aftur virkur í þjóðfélaginu. Hér eru allir jafnir, félagar og starfsfólk og klúbburinn útvegar félögum vinnu úti í samfélaginu með stuðningi. Þeir sem ekki eru tilbúnir í slíkt geta unnið við ýmis störf í klúbbnum t.d. í eldhúsi, á skrifstofunni eða í viðhaldsdeild. Hver og einn ræður hvenær eða hvort hann mætir og hversu lengi hann er í klúbbnum á hverjum degi. Öll störf eru unnin í sjálf- boðavinnu, sem þýðir að þín er vænst og þín er þörf. Félagar geta látið hringja í sig og við heimsækj- um þá sem þurfa að leggjast inn á spítala ef þeir vilja. Ég fór á ráðstefnuna í Hauka- dal, en var aðallega áhorfandi að því sem þar fór fram. En þetta var stórt skref fyrir mig. Nokkrum mánuðum seinna gerði ég alvarlega tilraun til sjálfsmorðs. Eftir þá tilraun var ég sendur inn á geðdeild og þaðan á sambýli á vegum Landspítalans. Á meðan ég lá inni fékk ég heimsókn frá starfs- manni klúbbsins og það var hringt í mig reglulega. Þetta, ásamt stuðningi fjölskyldu minnar, veitti mér trú á lífið aftur, því þarna úti var fólk sem þótti vænt um mig og ég var einhvers virði. Vorið 2002 var ákveðið að senda þrjá félaga og tvo starfsmenn á Evrópuráðstefnu Fountain House til Edinborgar í Skotlandi. Ég var nýbyrjaður að mæta í klúbbinn aftur og ákvað að skrá mig. Ég var svo einn af þeim sem voru valdir til fararinnar. Ferðin var frábær og þar kynntist ég fyrst samheldni klúbbhúsanna, enda eru allir að vinna að sömu markmiðum. Eftir þessa ferð hefur sjálfs- traust mitt aukist til muna og í dag leigi ég íbúð hjá Öryrkjabandalag- inu, bý einn, þ.e. í fjarbúð og er betur í stakk búinn að hugsa um börnin mín. Til að kóróna þetta allt var ég að koma frá Massachusetts í Bandaríkjunum þar sem ég var í þjálfun á vegum klúbbsins. Í klúbbnum eru mínir vinir og hann er mitt annað heimili. Því segi ég við ykkur sem hafið verið úrskurðuð með geðræn veik- indi að lífið er ekki búið. Það er rétt að byrja og það er alltaf von. Þess vegna vil ég í tilefni dagsins benda ykkur á klúbbinn Geysi. Það kostar ekkert að skoða og kynna sér aðstæður. Það sem hann hefur gert fyrir mig, getur hann vonandi gert fyrir ykkur líka. Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Húsgögn Ljós Gjafavara SKEMMUVEGI 36 Sími 557 2000 BLIKKÁS – ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Stráskreytingar Laugavegi 63 • sími 551 2040 Í AMSTRI dagsins er mikilvægt að minna sig á þá hluti sem láta okkur líða vel. Við leiðum hugann of sjaldan að því sem stuðlar að góðri geðheilsu. Öll höfum við þörf fyrir að vera í góðum félagsskap, láta gott af okkur leiða, fá hvatningu og hafa reglu á lífs- venjum okkar. Með þessari grein vilj- um við vekja athygli lesenda á Klúbbnum Geysi og þeirri uppbyggj- andi starfsemi sem þar er að finna. Klúbburinn Geysir er fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða og starfar eftir alþjóðlegri hugmyndafræði Fountainhouse. Í klúbbnum gefst félögum tækifæri á að byggja upp þrek sitt og hæfileika. Hver og einn getur fundið verkefni við sitt hæfi og félagar og starfsfólk taka sameiginlega ábyrgð á dag- legum rekstri. Með því að nýta styrk- leika félaga er hægt að halda uppi öflugri starfsemi klúbbsins. Félagar eru virkir þátttakendur og komast úr sjúklingshlutverkinu sem mörgum hættir til að festast í. Klúbburinn veitir félögum aukið svigrúm til að vera þeir sjálfir þannig að þeim líður betur og þurfa síður að leggjast inn á geðdeild. Að líta á Klúbbinn Geysi sem vinnustað og mæta reglulega gefur félögum tilgang og þeim reynist léttara að vera ábyrgir í daglegu lífi. Regla og festa er góður undirbúningur til virkrar þátttöku í þjóð- félaginu. Innan klúbbsins er einnig að finna mjög öflugt og gott félagslíf sem fer fram utan við dag- lega starfsemi. Má þar nefna opið hús, ýmsar uppá- komur og göngu- og kaffihúsaferðir. Klúbburinn Geysir styður við bakið á félögum þegar þeir eru tilbúnir til að fara að vinna á al- mennum vinnumarkaði. Það að stunda vinnu sem veitir ánægju stuðlar að góðri geðheilsu. Þeir fé- lagar sem hafa fengið vinnu á almennum vinnu- markaði í gegnum Klúbbinn Geysi hafa náð góðum árangri og fengið góð meðmæli frá vinnuveitendum. Mikilvægur liður í þessum góða árangri er að fé- lagar hafa fengið góðan undirbúning í klúbbnum. Félagar hafa þá öðlast gott úthald sem þeir búa að þegar þeir eru komnir út á vinnumarkaðinn. Stuðn- ingur Klúbbsins Geysis við félaga sem hafa fengið vinnu er mjög mikilvægur fyrir félagann og vinnu- veitanda hans. Félagi sem ræður sig í vinnu fyrir tilstuðlan klúbbsins fær meðmæli hans og gerir vinnuveitandanum grein fyrir veikindum sínum. Þannig er komið í veg fyrir streitu sem getur skap- ast ef félagi veikist og samskipti við vinnuveitanda byggð á heilindum. Eitt af því sem stuðlar að góðri geðheilsu er að nýta styrkleika samfélagsins þar sem finna má ýmis úrræði og er Klúbburinn Geysir eitt þeirra. Hvað stuðlar að góðri geðheilsu? Eftir Sigrúnu Jóhannsdóttur og Kristínu Björgu Viggósdóttur Sigrún er háskólanemi og félagi í Klúbbnum Geysi og Kristín er iðjuþjálfi og starfsmaður í Klúbbnum Geysi. Sigrún Jóhannsdóttir Kristín Björg Viggósdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.