Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. vi›bit me› ólífuolíu N‡tt og brag›gott íslenskt vi›bit – í anda Mi›jar›arhafsins www.lettoglaggott.is MARGT bendir nú til að göngu- mynstur norsk-íslensku síldarinnar hafi færst sunnar og vestar en verið hefur undanfarin ár. Auk þess gefa breytingar á sjávarhita og útbreiðslu átu til kynna auknar líkur á að síldin veiðist innan íslenskrar lögsögu. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, fiski- fræðings á Hafrannsóknastofnun- inni, var 2002-árgangur norsk-ís- lensku síldarinnar auk þess mjög stór og útbreiðsla hans minni um margt á síldarárin í kringum 1950. Hann segir að eftir því sem meira sé af síld aukist líkurnar á því að eitt- hvað af henni gangi upp að Íslandi. Síld úr 2002-árganginum verður veiðanleg á árunum 2005 og 2006. Þrátt fyrir þetta halda Norðmenn fast við kröfu sína um að hlutdeild þeirra úr norsk-íslenska síldarstofn- inum aukist úr 57%, líkt og verið hef- ur frá árinu 1996, í 70%. Fulltrúar strandríkja við Norðaustur-Atlants- haf funduðu um málið í Reykjavík á miðvikudag og var kröfu Norð- manna þar alfarið hafnað. Á fund- inum var þó ákveðið að fylgja ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofn- inum á næsta ári en ráðið hefur lagt til að ekki verði heimiluð veiði á meira en 825 þúsund tonnum sem er 115 þúsund tonna aukning frá þessu ári. Samkvæmt samkomulaginu frá árinu 1996 verður kvóti Íslendinga því á næsta ári rúm 128 þúsund tonn. Teikn um vaxandi síldveiði  Norðmenn hvika/12 Um 300 pör af ullarsokkum og hlýir öryggisskór voru væntanleg með flugi í gærkvöldi að sögn yf- irmanna Impregilo. Talsmaður fyrirtækisins segir veðurskilyrði hafa verið svo slæm að starfsmenn hafi óskað eftir að fara ekki til vinnu fyrr en þeir fengju viðhlít- andi hlífðarfatnað og verkefnis- stjóri Impregilo hefði fallist á þessa ósk og vinnustöðvunin því verið með samþykki beggja aðila. Portúgölsku starfsmennirnir segjast ekki vera í verkfalli og mót- mælum verði hætt um leið og Impregilo sýni lit á úrbótum. „Það er fyrst og fremst skortur á vatnsheldum, hlýjum öryggisskóm sem við erum að mótmæla. Okkur vantar einnig hlífðargalla til skipt- anna því einhvern tímann verðum við að geta þvegið af okkur vinnu- fötin. Ég held að Impregilo verði að axla þá ábyrgð að útvega okkur útbúnaðinn sem okkur var lofað,“ sagði einn starfsmannanna við virkjunina við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Loppnir og aumir af kuldanum Portúgalskur kranamaður seg- ist ekki hafa afborið að horfa úr sínu hlýja kranasæti á mennina úti í snjónum. „Sumir eru veikir að vinna til að missa ekki laun og allir eru þeir loppnir og aumir vegna kuldans og bleytunnar. Ég sýni þessum félögum mínum samstöðu með því að leggja einnig niður vinnu.“ Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra ræddi málefni Impregilo á Íslandi við ítalska utanríkisráð- herrann Franko Frattini, á fundi þeirra í gær. Fram kom að for- svarsmenn Impregilo hafa fullviss- að ítölsk stjórnvöld um að staðið verði við allar samningsskuldbind- ingar á Íslandi. Starfsmenn Impregilo troða dagblöð- um í skó sína Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir EINN portúgölsku verkamannanna sýndi gestum skóinn sinn, en hann er fóðraður með dagblöðum. Mennirnir gera kröfu um að fá betri skó. Segja að/12 UM EITT hundrað portúgalskir starfsmenn Impregilo við Kára- hnjúkavirkjun lögðu niður störf í gær til að mótmæla skorti á vinnufatnaði, ekki síst hlýjum öryggisskóm, en dæmi eru um að starfsmenn hafi troðið dagblaðapappír í skó til að þétta þá eða farið í plastpoka yfir sokkana til að halda frá raka. Í vondum skóm við Kárahnjúka um félagsmanna innan ASÍ sem störfuðu hjá ríkinu, samanborið við opinbera starfsmenn. Vinnuumhverfið við Kára- hnjúkavirkjun bar oft á góma á ársfundinum. Í drögum að ályktun frá fundinum um þau mál segir m.a. að verulegur misbrestur sé á því að Impregilo hafi staðið við gef- in loforð um launakjör og aðbúnað starfsmanna. Krefst Starfsgreina- sambandið þess að stjórnvöld axli ábyrgð og geri eftirlitsaðilum kleift að sinna eftirlitsskyldu sinni þannig að vinnuöryggis sé gætt í hvívetna. margt verið skynsamlegt að flétta þessa sýn inn í þá þróun sem við viljum sjá á kaupmættinum á næstu árum. Það verður uppsveifla á næsta og þarnæsta ári. Þá eigum við að gera ráð fyrir mestu kaup- hækkununum, en fara síðan hægar í sakirnar næstu árin þar á eftir,“ sagði Halldór, sem boðaði á fund- inum að hann væri í kjöri áfram sem varaforseti ASÍ, en ársfundur sambandsins er eftir tvær vikur. Leiðrétta þarf misrétti Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í sinni ræðu að í næstu samningum yrði að leiðrétta það „misrétti“ sem væri í réttindamál- VERKALÝÐSHREYFINGIN sló fyrsta taktinn fyrir komandi kjara- samninga á ársfundi Starfsgreina- sambands Íslands í gær. Bæði for- seti og varaforseti Alþýðu- sambands Íslands ávörpuðu fundinn og hvöttu félaga sína til samstöðu í samningunum þar sem barist yrði fyrir frekari hækkun lægstu launa og auknum kaup- mætti. Þannig sagði formaður Starfsgreinasambandsins og vara- forseti ASÍ, Halldór Björnsson, að nokkurt svigrúm væri til launa- hækkana á næstu árum. Skynsam- legra væri að semja frekar til lengri tíma en skemmri. „Ég held líka að það gæti um Ársfundur Starfsgreinasambands Íslands Nokkurt svigrúm til að hækka launataxta  Semja á/6 MIKILL reykur kom upp í íbúð í Asparfelli 12 í Reykja- vík í gær. Talið er að kviknað hafi í feiti á pönnu á eldavél í íbúðinni og þess vegna hafi reykurinn orðið svona mikill. Hætta á ferð Þegar tilkynningin barst Slökkviliðinu í Reykjavík var talið að einhver kynni að vera inni í íbúðinni. Það kom hins vegar í ljós að íbúðin var mannlaus og bruninn ekki al- varlegur. Mikið lið var sent á staðinn enda var óttast að mikil hætta væri á ferð. Slökkviliðið gat gengið hratt og örugglega til verka og var komið út úr íbúðinni fimmtán mínútum síðar. Mikill reyk- ur í mann- lausri íbúð ÚRRÆÐI fyrir börn og unglinga með geð- raskanir eru alltof fá hér á landi að mati Kristjáns Más Magnússonar, sálfræðings og formanns Félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Kristján verður með erindi á geðræktarþinginu sem haldið verður í Iðnó í dag í tilefni af alþjóða- geðheilbrigðisdeginum. Í ár er dagurinn tileinkaður málefnum barna og unglinga og yfirskrift þingsins er Meiri hlátur – minni grátur. Að sögn Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, verkefnastjóra Geðræktar, verður dagskráin blanda af al- vöru og gleði. Eitt af fyrstu atriðunum á dagskrá er und- irritun nýs samnings um verkefnið Geðrækt en það er samstarfsverkefni Landlæknis- embættisins, geðsviðs Landspítala, Heilsu- gæslunnar í Reykjavík og Geðhjálpar. Markmið Geðræktar er meðal annars að auðvelda notendum geðheilbrigðisþjónust- unnar að hafa áhrif á hana, efla umræðu um geðheilsu landsmanna, auka forvarnir og fræðslu um geðsjúkdóma og geðheilbrigði, draga úr fordómum og bæta líðan almenn- ings. Geðræktarverkefnið hófst hinn 10. október árið 2000 og var hugsað til þriggja ára. Það er álit þeirra sem koma að verkefn- inu að það sé mikil þörf á halda áfram með það. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið um verkefnið hefur það náð til margra og í Gallup-könnun í fyrra kom í ljós að um helmingur aðspurðra hafði heyrt um það. Geðræktarstjarnan afhent Valgerður Snæland mun fjalla um jákvæð áhrif hláturs á heilsu og andlega líðan á þinginu og ungt fólk segir frá reynslu sinni af geðheilsuvanda. Þá verður Geðræktar- stjarnan afhent en hún er að þessu sinni veitt Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, yfiriðju- þjálfa á geðsviði Landspítalans, en hún hefur unnið mikið að geðrækt, opnað umræðu um geðheilbrigði og bent á margvíslegar leiðir í meðferð við geðröskunum og til að efla geð- heilsu. Kristján Már Magnússon mun ræða um geðheilsu barna en hann bendir meðal ann- ars á það að unglingar komist ekki á með- ferðarheimili Barnaverndarstofu nema vandi þeirra sé orðinn mjög alvarlegur. Börn með alvarlegan geðrænan vanda fái ekki pláss á barna- og unglingageðdeild fyrr en eftir árs biðtíma þrátt fyrir að mál þeirra séu komin í óefni. Í þessum efnum er Ísland hinum Norð- urlöndunum langt að baki. Hér á landi er gert ráð fyrir að 0,5% barna fái meðferð við geðrænum vanda en í Danmörku og Svíþjóð er þetta hlutfall 2%. Geðræktarþing í tilefni af al- þjóðageðheilbrigðisdeginum Nýr samn- ingur um Geðrækt undirritaður Tileinkaður börnum og unglingum  Miðopna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.