Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
JÓNAS Hallgrímsson, framkvæmda-
stjóri Austfars hf. á Seyðisfirði, var
kjörinn af Alþingi í gær í bankaráð
Seðlabanka Íslands. Jónas kemur í
stað Jóns Sigurðssonar, sem tók við
embætti seðlabankastjóra um mán-
aðamótin. Framsóknarmenn til-
nefndu Jónas í bankaráðið og þar sem
ekki voru lagðar fram aðrar tilnefn-
ingar var hann réttkjörinn af Alþingi í
bankaráðið án atkvæðagreiðslu.
Jónas
Hallgrímsson
í bankaráð
Fleiri þingmenn stjórnarandstöðu
tóku undir þessa gagnrýni hennar og
sögðu útflutningsskylduna ekki hafa
náð tilætluðum árangri. „Ráðherra
verður að létta kvöðinni af bændum
um að flytja kjöt á erlendan markað.
Það verður að gefa þeim frelsi til að
sinna sínum málum sjálfir,“ sagði
Anna Kristín. Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, þingmaður Samfylkingarinn-
ar, sagði m.a. að búið væri að full-
reyna útflutningsskylduna. „Út-
flutningsskyldan mun ekki koma á
jafnvægi hér á landi. Það er fullreynt
með hana.“
Tekjuskerðing
um 250 milljónir
Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, sagði að allt stefndi í að
tekjur sauðfjárræktunar í heild
lækkuðu um 250 til 300 milljónir á
árinu vegna verðlækkunar hjá af-
urðastöðvum og aukinnar útflutn-
ingsskyldu. Drífa Hjartardóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
formaður landbúnaðarnefndar
þingsins, sagði hins vegar að þessa
tekjuskerðingu mætti ekki síst rekja
til stöðunnar á kjötmarkaðnum.
„Það er ekki síst vegna stöðunnar á
kjötmarkaðnum ... þar sem hvíta
kjötið hefur flætt inn á markaðinn á
niðurgreiddu verði.“ Sagði hún að
bankarnir hefðu hjálpað til við að
halda verði hvíta kjötsins niðri. „Í
raun ætti Samkeppnisstofnun að
taka á því máli, þ.e. að verið sé að
setja vöru inn á markaðinn sem er
undir framleiðslukostnaði.“
Samningi ekki sagt upp
Landbúnaðarráðherra, Guðni
Ágústsson, sagði að hann „hefði allt-
af horft á innlenda markaðinn og
beðið bændur um að horfa á hann“.
Ráðherra sagði að það vígi yrðu
bændur að verja; innanlandsmark-
aðurinn væri þeirra sókn. „Útflutn-
ingsmarkaðurinn er auðvitað von í
framtíðinni sem bændir sjálfir ráða
hvort þeir sækja eða ekki. Þeir geta
fækkað sínu fé og þurfa kannski að
gera það við þessar aðstæður. En
þeirra er markaðurinn, þeirra að
vera vakandi á markaðnum, þeirra
að vera sölumenn, þeirra að berjast
fyrir því að lambakjötið verði selt á
öllum hótelum, matsölustöðum og í
öllum skólum.“ Að síðustu sagði ráð-
herra að hann ætlaði ekki að segja
upp búvörusamningnum. „Ég ætla
ekki að segja upp samningnum við
þá.“ Minnti hann á að nefnd um
bráðavanda sauðfjárbænda myndi
bráðlega skila sínum tillögum.
Umræða fór fram í gær utan dagskrár um mikinn vanda sauðfjárbænda
Útflutnings-
skyldan gagn-
rýnd harðlega
Morgunblaðið/Ásdís
Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að
hann liti svo á að forsendur sauðfjársamningsins væru brostnar.
ANNA Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi á
Alþingi í gær útflutningsskyldu á kindakjöti, en þá fóru fram umræður utan
dagskrár um vanda sauðfjárbænda. Anna Kristín var málshefjandi umræð-
unnar en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var til andsvara. Hún sagði
að útflutningsskyldan væri eins og hengingaról um háls smærri bænda.
anum til fjármálaráðuneytisins sagði ráðherra að
það hefði lengi verið rætt um það að óeðlilegt væri
að eftirlitsaðilinn, þ.e. samgönguráðuneytið í þessu
tilviki, væri jafnframt handhafi hlutabréfsins. „Það
er í samræmi við grundvallarverkaskiptingu í lög-
um og reglugerðum um Stjórnarráð Íslands að
eignarhluti ríkisins í ríkisfyrirtækjum sé á forræði
fjármálaráðuneytisins eins og aðrar eignir nema
sérstaklega sé um annað samið eða ákveðið í lögum.
En þetta er í samræmi við þær meginreglur sem
hér gilda.“
Framsókn hlaupin fyrir björg
Eftir þessa útskýringu fjármálaráðherra kom
Össur Skarphéðinsson í pontu. Greindi hann m.a.
frá þeirri skoðun Samfylkingarinnar að selja ætti
samkeppnisrekstur Símans, en skilja ætti dreifi-
kerfið eftir. Steingrímur J. kom því næst í pontu og
sagði: „Það eru merkilegar vendingar í þessu máli.
Nú er Samfylkingin komin með gömlu stefnu
Framsóknarflokksins, en það var lengi vel stefna
Framsóknarflokksins að það ætti að selja Símann
en skilja grunnnetið eftir. Núna er Samfylkingin
sem sagt komin með þessa stefnu en Framsókn
hins vegar hlaupin fyrir björg og hefur lagst flöt í
málinu fyrir frjálshyggjuliðinu í Sjálfstæðis-
flokknum.“
Síðar í umræðunni kom Össur aftur upp í pontu
og sagði: „Ég veit að Framsóknarflokkurinn er
ákaflega hugleikinn háttvirtum þingmanni, Stein-
grími J. Sigfússyni og formanni VG. Og ég veit að
stundum sér hann ekkert annað en Framsókn-
arflokkinn.“ Össur sagði að hann minntist þess að
formaður VG hefði talað um að hann ætlaði að
halda uppi harðri stjórnarandstöðu. „Við sjáum
hvernig hún er,“ sagði Össur og hélt áfram:
„Stjórnarandstaðan felst aðallega í því að berja á
Samfylkingunni.“ Síðan tók Össur fram að fyrr-
greind stefna Samfylkingarinar í málefnum Símans
hefði verið nákvæmlega eins í þrjú ár. Steingrímur
J. kom aftur upp í pontu og sagði að það væri „mjög
ljótt“, eins og hann orðaði það, en „því miður satt“
að segja að Samfylkingin hefði nú tekið upp stefnu
Framsóknarflokksins í Símamálinu. Hann sagði að
staðreyndin væri sú að Samfylkingin væri „hálfvolg
í málinu“.
FORMENN Samfylkingarinnar og Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs tókust á í upphafi
þingfundar á Alþingi í gær, en þá fóru fram umræð-
ur um sölu Landssíma Íslands hf. Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG, sakaði Samfylkinguna um
að taka upp „gömlu stefnu Framsóknarflokksins“
eins og hann orðaði það í málefnum Símans en Öss-
ur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar,
sagði að stjórnarandstaða Vinstri grænna fælist að-
allega í því að berja á Samfylkingunni.
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, var upp-
hafsmaður umræðunnar en hann beindi þeirri
spurningu til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, í
byrjun þingfundar, hvort til stæði að flytja hluta-
bréf ríkissjóðs í Símanum frá samgönguráðuneyt-
inu yfir í fjármálaráðuneytið. Hann spurði enn-
fremur hvort ekki þyrfti að upplýsa almenning um
það hvað ríkisstjórnin hygðist gera í málefnum
Símans. Geir H. Haarde vitnaði í fyrstu í stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem segði m.a.
að fylgt yrði eftir heimild Alþingis um sölu á hlut
ríkisins í Símanum. Ítrekaði hann að það væri
stefna ríkisstjórnarinnar að selja Símann. „Það er
auðvitað ómögulegt að fullyrða um hver verður
kaupandi Símans. Ég hef enga hugmynd um það.
Það verður væntanlega gengið í að auglýsa fyr-
irtækið til sölu með eðlilegum hætti. Þá gefa þeir
sig fram sem hafa áhuga á að kaupa það.“
Um það hvort flytja ætti hlutabréf ríkisins í Sím-
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna deildu hart á Alþingi í gær
Össur segir að stjórnarandstaða VG
felist í því að berja á Samfylkingunni
Steingrímur J.
Sigfússon
Ögmundur
Jónasson
Össur
Skarphéðinsson
falla í umræðum um frumvarp fjár-
málaráðherra um breytingar á lögum
um tekjuskatt og eignarskatt. Í því
frumvarpi er m.a. lagt til að umrædd-
ur skattur verði framlengdur um tvö
ár, en jafnframt lækkaður í tveimur
áföngum. „Ég get sagt það í þennan
sal að ég varð fyrir vonbrigðum með
að hátekjuskatturinn skyldi ekki falla
niður um næstu áramót,“ sagði Sig-
urður Kári. „Ég varð fyrir vonbrigð-
um með að það hefði þurft að ganga til
sérstaks samkomulags um það að
framlengja skattinn. Það voru mikil
vonbrigði.“
Sigurður Kári sagði að úr því það
hefði verið ákveðið að framlengja
skattinn hefði hann talið að hækka
þyrfti viðmiðunarmörk hans. „Hins
vegar hlýt ég að fagna því að það sé
verið að festa hér í lög ákvæði sem
gera það að verkum að þessi hátekju-
skattur fellur niður að lokum – eftir
tiltölulega stuttan tíma.“
Ósanngjarn skattur
Sigurður Kári sagði skattinn í eðli
sínu ósanngjarnan, þ.e. hann teldi að
allir skattgreiðendur ættu að greiða
jafn háa prósentu til ríkisins. „En
jafnframt tel ég að hátekjuskatturinn,
sem kallaður hefur verið svo, standi
ekki undir nafni. Hann leggst á margt
ungt fólk sem hefur allt annað við sín-
ar tekjur að gera en að greiða hærri
skatta en hinn almenni launamaður.“
Bjarni Benediktsson tók í sama
streng og Sigurður Kári. „Ég verð að
taka undir með háttvirtum þing-
manni, Sigurði Kára Kristjánssyni.
Ég harma það að ekki tókst samstaða
um að fella tekjuskattinn niður og láta
hann renna út nú um áramótin.“
Hann kvaðst þó fagna því að sam-
staða hefði tekist um að fella skattinn
niður fyrir fullt og allt árið 2006.
„Skatturinn hefur beinst að ungu fjöl-
skyldufólki sem er reiðubúið að leggja
mikið á sig til að auka tekjur sínar, á
sama tíma og það fjárfestir í fasteign
og fjölskyldan stækkar.“
TVEIR nýkjörnir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, þeir Sigurður Kári
Kristjánsson og Bjarni Benediktsson,
lýstu því yfir á Alþingi í gær að þeir
hefðu orðið fyrir vonbrigðum með að
ekki hefði tekist samkomulag milli
stjórnarflokkanna um að láta há-
tekjuskattinn falla niður um áramót-
in. Eins og fram hefur komið í frétt-
um er þess í stað gert ráð fyrir því að
lagaheimild um skattinn verði endur-
nýjuð, þannig að hann falli ekki niður.
Þó er stefnt að því að hann verði
lækkaður niður í 4% árið 2004, um 2%
árið 2005 og að lokum afnuminn árið
2006.
Þingmennirnir létu þessi ummæli
Nýkjörnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræddu um hátekjuskattinn í gær
Vonbrigði að skatturinn sé framlengdur
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA,
Guðni Ágústsson, mælti í gær fyrir
frumvarpi til laga sem miðar að því að
staðfesta bráðabirgðalög frá því í
sumar sem gengu m.a. út á innflutn-
ing á eldisdýrum og afurðum þeirra.
Áður en bráðabirgðalögin voru sett
var allur innflutningur á lifandi eld-
isfiski bannaðar en skv. nýju lögunum
er innflutningurinn leyfður með
ströngum skilyrðum. Stjórnarand-
stæðingar gagnrýndu margir hverjir
frumvarpið harðlega. Kom m.a. fram í
máli þeirra að þeir óttuðust að erfða-
blöndun yrði milli innflutts eldislax og
íslenska stofnsins. Þá voru bráða-
birgðalögin gagnrýnd sem slík. Töldu
einstaka þingmenn m.a. að hægt hefði
verið að kalla þingið saman í sumar til
að fjalla um þetta frumvarp.
Bráðabirgða-
lög verði
staðfest
ÞINGMENN Frjálslynda flokksins
og Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs hafa lagt fram á Alþingi
beiðni um að forsætisráðherra skili
skýrslu um störf einkavæðingar-
nefndar fram til 1. október sl. Fyrsti
flutningsmaður skýrslubeiðninnar
er Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins.
Í greinargerð segir að þar sem
einkavæðingarnefnd hafi með hönd-
um mikið og afar mikilvægt starf í
þágu þjóðarinnar telji skýrslubeið-
endur mjög mikilvægt að Alþingi
verði gerð ítarleg grein fyrir starf-
semi hennar, ekki síst nú þegar und-
irbúningur að sölu Landssímans sé
að hefjast. „Nú þegar henni [einka-
væðingarnefnd] er ætlað að hefjast
aftur handa við það verkefni er þeim
mun meiri ástæða til að fá greinar-
gerð frá nefndinni um fyrri störf sín
að verkefninu. Ennfremur hlýtur
það að vera skilyrðislaus krafa full-
trúa á þjóðþinginu að gerð verði
grein fyrir afsögn nefndarmannsins
Steingríms Ara Arasonar sem sat í
nefndinni frá upphafi en lét af störf-
um af því að hann hafði „aldrei
kynnst öðrum eins vinnubrögðum“
og þeim sem einkavæðingarnefnd
viðhafði,“ segir í greinargerð.
Skýrsla um framkvæmd
kosninganna
Þetta er önnur skýrslubeiðni sem
lögð er fram á þessu löggjafarþingi
en í vikunni samþykkti Alþingi
beiðni sömu þingmanna um að dóms-
málaráðherra skili skýrslu um und-
irbúning og framkvæmd alþingis-
kosninganna sem fram fóru 10. maí
sl. Er m.a. farið fram á að í skýrsl-
unni verði sérstaklega farið yfir þau
atriði sem ástæða væri til að ætla að
betur hefðu mátt fara við fram-
kvæmd kosninganna bæði hér heima
og erlendis. Fyrsti flutningsmaður
þeirrar skýrslubeiðni er Steingrím-
ur J. Sigfússon, formaður VG.
Þingmenn VG og
Frjálslynda flokksins
Vilja skýrslu
um störf
einkavæðing-
arnefndar
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦