Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Jim Smart Einfríður Árnadóttir er röntgen- læknir hjá Íslenskri myndgreiningu. Læknastöðin var áður til húsa við Álftamýri. Þar starfa nú kringum 20 læknar, sérfræðingar í bæklunarskurðlækningum, heila- og tauga- skurðlækningum, verkjameðferð, lýtalækn- ingum og gigtarsjúkdómum. Þar fara fram milli 3.000 og 4.000 aðgerðir á ári hverju. Stöðin ræður yfir tveimur skurðstofum sem eru mikið til fullnýttar og þeirri þriðju þar sem fram fer sérhæfð meðferð vegna verkjavanda- mála sem einkum tengjast baki. Þá eru í stöðinni 15 rúm þar sem sjúklingar jafna sig og vakna eftir aðgerðir. Mikill hluti aðgerða eru liðspegl- anir, handaraðgerðir, krossbandaaðgerðir og aðrar bæklunaraðgerðir og eru læknar stöðv- arinnar framarlega á sviði íþróttameiðsla. Íslensk myndgreining rekur stóra röntgendeild þar sem fram fara margs konar rannsóknir. Ein- fríður Árnadóttir læknir segir að auk hefðbund- inna röntgenrannsókna sé unnt að gera þar óm- skoðanir, segulómanir og tölvusneiðmynda- rannsóknir. Hver rannsóknaraðferð beinist að ákveðnum vandamálum, svo sem í æðum, taug- um, beinum o.s.frv. og segir Einfríður stöðina þegar vel nýtta en þó hægt að auka hana enn. Lögð er áhersla á að þjóna sjúklingum hússins sem margir eru með stoðkerfisvandamál en einnig getur stöðin sinnt hvers kyns rann- sóknum á sínu sviði á sjúklingum annarra lækna og heilsugæslustöðva. Einfríður segir reynsluna hafa sýnt að þörf sé fyrir stöð sem þessa og mik- ilvægt að geta greint fljótt það sem hrjáir sjúk- linga til að þeir komist sem fyrst í viðeigandi meðferð. Þá segir hún aðstöðu góða svo og tækjakost og lögð er áhersla á að gera umhverf- ið sem þægilegast fyrir sjúklinga. Sjúkraþjálfun Íslands er einkarekin sjúkra- þjálfunarstöð þar sem starfa 16 sjúkraþjálfarar og fleiri eiga eftir að bætast í hópinn. Hver og einn hefur eigin skrifstofu eða vinnuaðstöðu og síðan er stór tækjasalur þar sem þjálfunin sjálf fer fram. Pétur E. Jónsson, einn sex eigenda, segir að þarna fari fram alhliða sjúkraþjálfun og er sjúklingum vísað í meðferð af læknum. Þá segir hann mikið um að íþróttalið séu í meðferð hjá stöðinni, m.a. öll landsliðin, og segir hann kringum fjórðung af starfsemi stöðvarinnar snú- ast um íþróttalið. Pétur segir nú unnið fimm daga vikunnar fram að kvöldmat en ekki sé úti- lokað í framtíðinni að boðin verði þjónusta alla daga vikunnar. Össur hf. flutti innanlandsdeild sína í Orkuhúsið og rekur þar jafnframt verslun. Nítján manns starfa hjá deildinni. Lárus Gunnsteinsson er for- stöðumaður hennar en hann er sérmenntaður í bæklunarskósmíði. Hann segir sérfræðinga deildarinnar taka við sjúklingum og veita þeim viðeigandi lausn á vanda sínum, hvort sem það felst í ráðleggingum, útvegun á innleggi eða sér- smíðuðum skóm, spelkum eða gervilim. Þá ann- ast deildin svonefnda göngugreiningu en með henni er göngulag kannað og metið hvort grípa þarf til ráðstafana og þá hverra. Lárus segir húsið á góðum stað og segir sérlega hentugt að geta boðið þessa þjónustu í sama húsi og læknar sem geti þá sent sjúklinga sína beint til deild- arinnar til að fá úrlausn. Fjögur fyrirtæki undir sama þaki Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Jakobsson stoðtækja- smiður er hér að stilla gervifót. Morgunblaðið/Jim Smart Fjórir af sex eigendum Sjúkraþjálfunar Íslands. Frá vinstri: Pétur E. Jóns- son, Sólveig Steinþórsdóttir, Elís Þór Rafnsson og Pétur Örn Gunnarsson. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 11 ORKUHÚSIÐ á mótum Suður- landsbrautar og Grensásvegar í Reykjavík verður formlega opnað með athöfnum í dag og á morgun. Þar eru nú til húsa fjögur fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu en þau eru Læknastöðin, Íslensk myndgrein- ing, Sjúkraþjálfun Íslands og innan- landsdeild Össurar hf. Áður var sýsl- að með annars konar orku í Orku- húsinu þegar þar voru höfuðstöðvar Rafmagnsveitu Reykjavíkur og síðar Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækin fjögur hafa fest sig í sessi í íslenska heilbrigðiskerfinu og ákváðu forráðamenn þeirra að flytja þau í stærra húsnæði og samhæfa betur starfsemi þeirra. Áður höfðu þrjú fyrirtækjanna aðsetur á sama stað í Álftamýri, þ.e. öll nema Össur. Hvert um sig er rekið sjálfstætt eins og verið hefur. Orkuhúsið er hins vegar nafn hins sameiginlega rekstr- arfélags sem tekið hefur húsið á leigu af fasteignafélaginu Landsafli. Margs konar þjónusta á sama stað Sigurður Ásgeir Kristinsson, læknir og framkvæmdastjóri Orku- hússins, segir að með þessu fyrir- komulagi sé brotið blað í sögu heil- brigðisþjónustunnar. „Hér er hægt að fá á sama stað þjónustu varðandi greiningu, meðferð og þjálfun vegna sjúkdóma sem einkum tengjast stoð- kerfi líkamans á einhvern hátt, bein- um, sinum og vöðvum, en talið er að milli 30 og 40% af vandamálum fólks sem leitar til heilsugæslunnar teng- ist stoðkerfinu,“ segir Sigurður en bendir einnig á að Íslensk mynd- greining geti sinnt rannsóknum fyrir fleiri aðila. Fyrirtækin fjögur tóku húsið á leigu í vor og í sumar var unnið að nauðsynlegum breytingum og flutn- ingum fyrirtækjanna með nýjum og gömlum tækjum og búnaði. Ekki liggur ljóst fyrir hver heildarkostn- aður þeirra er samanlagður við breytingarnar en Sigurður segir að þrátt fyrir umtalsverðan kostnað hafi verið gætt hagkvæmni og verkið gengið mjög vel fyrir sig. Hann segir allar breytingar og innréttingar taka mið af nýjustu stöðlum á sviði heil- brigðisþjónustu og nefnir sem dæmi að gaskútar sem notaður eru vegna skurðaðgerða séu geymdir í sérstök- um gámi utan húss en ekki inni eins og lengstum hafi tíðkast á íslenskum sjúkrastofnunum. Þá er á skurðstof- um fullkominn varaaflgjafi fyrir raf- magn. Starfsemi hófst smám saman í húsinu í ágúst og er það nú svo gott sem komið í fulla nýtingu. Húsið er sex hæðir, alls um fjögur þúsund fer- metrar, að meðtalinni hliðarbygg- ingu þar sem Íslensk myndgreining er til húsa og eru starfsmenn allra fyrirtækjanna kringum 100 í dag. Af þeim eru læknar yfir 20 og má búast við að þeir verði orðnir kringum 30 á næstu misserum. Margir þeirra eru í fullu starfi hjá sínu fyrirtæki í Orku- húsinu en aðrir starfa meðfram á spítala. Stækkunarmögu- leikar fyrir hendi Sigurður er sannfærður um að rekstrarfyrirkomulagið sé hag- kvæmt: „Ef við horfum til dæmis á vandamál sem tengjast stoðkerfinu þá er hér nánast allt á sama stað. Til dæmis gæti í nokkuð einfölduðu máli ferillinn verið sá að fólk kemur í skoðun hjá Læknastöðinni, fer síðan í rannsókn hjá Íslenskri myndgrein- ingu, sækir síðan meðferð hjá Læknastöðinni og fari eftir það í þjálfun hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Ef menn þurfa sérstakan búnað eða tæki, allt frá innleggi eða skóm uppí gervilimi þá snúa menn sér til Öss- urar sem leysir þann vanda.“ Fyrirtækin fjögur í Orkuhúsinu hafa þegar tekið húsnæðið nokkurn veginn í fulla nýtingu. Stækkunar- möguleikar eru þó fyrir hendi því Sigurður segir bæði heimild fyrir nokkurri viðbyggingu á lóðinni og Landsafl á einnig hús við aðliggjandi lóð við Ármúla sem hugsanlegt er að tengja Orkuhúsinu. Þessar hug- myndir bíða hins vegar ákvarðana framtíðarinnar. Um 100 manns í starfi í Orkuhúsinu – nýrri heilbrigðisstöð í Reykjavík Greining, rannsóknir og meðferð á sama stað Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Ásgeir Kristinsson (t.v.), framkvæmdastjóri rekstrarfélags Orku- hússins, og Leifur Gunnsteinsson, deildarstjóri innanlandsdeildar Össurar. Morgunblaðið/Jim Smart Magnús Páll Albertsson læknir (lengst til vinstri) er formaður stjórnar Orkuhússins. Með honum eru þrír starfsmanna Læknastöðvarinnar, lækn- arnir Arnbjörn Arnbjörnsson og Stefán Carlsson sem sæti á í stjórn stöðv- arinnar og Stefanía Jónsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur. Í nýjuðu Orkuhúsi er boðin fjölbreytt þjón- usta í stórri heilbrigð- ismiðstöð. Jóhannes Tómasson kynnti sér starfið í húsinu sem komið er í fullan gang. joto@mbl.is Myrti hálf- íslenska konu Krafist dauða- refsingar SAKSÓKNARI í Flórída í Bandaríkjunum krefst dauða- refsingar yfir 36 ára karlmanni sem myrti hálfíslenska konu á heimili hennar í mars síðast- liðnum og reyndi í leiðinni að myrða 16 ára son hennar. Hin látna hét Lucille Mosco og átti íslenska móður og soninn Jón Atla með íslenskum manni. Feðgarnir eru nú á Íslandi og hefur bandaríski saksóknarinn upplýst piltinn um gang mála fyrir dómstólum. Ákærði mæt- ir næst fyrir dóm 7. desember að því er fram kemur á frétta- síðu Pensacola News Journal. Vilja úrbæt- ur fyrir börn með geð- raskanir FÉLAG foreldra og áhuga- fólks um gerðraskanir barna og unglinga standa nú fyrir undirskriftarsöfnun til að krefjast úrbóta í málefnum barna og unglinga sem eru með geðheilsuvandamál. Að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu á um fimmtungur íslenskra barna við geðheilsuvandamál að stríða. Á milli sjö og tíu prósent þeirra þurfa á geð- rænni meðferð að halda en að- eins 0,5% fá viðunandi með- ferð. Félagið bendir jafnframt á að á Íslandi er engin heildstæð stefnumótun varðandi þjón- ustu á geðheilbrigðissviði fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Félagið mun afhenda heil- brigðisráðherra undirskriftar- listann í dag en þá er Al- þjóðlegi geðheilbrigðisdag- urinn sem að þessu sinni er tileinkaður börnum og ung- lingum með tilfinninga- og hegðunarraskanir. Undir- skriftum er safnað á Netinu á vefsíðunni http://barnaged.is en að auki liggja undirskrift- arlistar í verslunum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Viðurkenna sölu og dreifingu á hassi LÖGREGLAN á Ísafirði tel- ur sig hafa upplýst flutning á um 100 grömmum af hassi til Ísafjarðar fyrir tæpum tveim- ur vikum þar sem einn þriggja grunaðra aðila máls- ins, ásamt öðrum aðila, fóru í sólarhringsferð til Reykjavík- ur til að sækja umrædd fíkni- efni. Þá hefur lögreglan upp- lýst að fíkniefnunum hafi verið dreift á Ísafirði og ná- grenni undanfarnar tvær vik- ur. Þremenningarnir um- ræddu hafa allir viðurkennt aðild sína að meðhöndlun og dreifingu efnanna. Við hús- leitir sem gerðar voru 7. októ- ber fann lögreglan það sem eftir var af umræddri fíkni- efnasendingu, eða um 10 grömm af hassi. Þá lagði lög- reglan hald á um 100 þúsund krónur í peningaseðlum sem grunur leikur á að sé sölu- andvirði hluta fíkniefnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.