Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið á sunnudagskvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 10.00-18.00, á morgun kl. 10.00-17.00 og á sunnudag kl. 12.00-17.00. Boðin verða upp um 160 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstígur 14-16, sími 551 0400. LEIFTUR og Þræðir erheiti tveggja sýninga semopnaðar verða í Lista-safni Kópavogs, Gerðar- safni, í kvöld kl. 20.00, en auk þeirra verður opnuð sýning á völd- um verkum úr einkasafni Þorvald- ar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem hefur að geyma margar perlur íslenskrar málaralistar eftir alla helstu málara þjóðarinnar á síðustu öld. Þræðir eru höfundarverk Guð- rúnar Gunnarsdóttur, en verkin fimm vinnur hún úr þráðum: vír, pappír og límbandi. Þetta eru fín- gerð verk, eins konar þrívíddar- teikningar á vegg, og er yrkisefni þeirra hið örsmáa og viðkvæma í náttúrunni. „Þetta verk kalla ég: Það sem eftir er,“ segir Guðrún um stórt verk á veggnum sem blasir við inn- ganginum. „Ég er að fjalla um nátt- úruna, og það sem eftir verður, ef við höldum áfram að umgangast náttúruna eins og við gerum – um- göngumst hana ekki af virðingu. Þetta eru hálfbrunnar tægjur af einhvers konar gróðri, – og ég er að hugsa um að svona gæti jörðin litið út eftir hundrað ár. Við erum alltaf að horfa á það stóra; fjöllin og fossana, en þetta eru smáatriðin í sverðinum, – eitthvað sem er þarna en virðist oft týnt, eða við tökum ekki eftir því.“ Á gaflvegg til hægri er „Ekki foss“. Þetta er manngerður foss og því óraunverulegur. „Ef við höldum áfram að virkja fallvötnin gæti komið að því að við þyrftum að fara að búa til fossa; – kannski að það verði einhvern tíma verkefni fyrir myndlistarmenn. Fossarnir gætu þá verið úr mismunandi efni – þessi er til dæmis úr pappírsþráðum sem ég lita með akrýl.“ Guðrún segist horfa á náttúruna á svolítið írónískan hátt, frekar en að verkin séu áróður. Verkið Fer- und er ljóslega tengt hinum fyrri, en meira abstrakt. „Þetta er bara hugmynd. Þræðir í fjórum fern- ingum. Þarna er ég að setja náttúr- una í meira manngert umhverfi. Hún fær ekki að vaða um eins og hún gerir sjálf í sínu umhverfi, – hér er hún skipulögð í fernings- formið.“ Leyndarmál heitir verk unnið með textíllímbandi. „Veggirnir hafa eyru“ segir gamalt máltæki, og þessir veggir hafa mörg. „Þessi eyru hlusta á allt sem fram fer, og þess vegna á náttúruhljóðin, – eins þau sem heyrast þegar fólk talar saman – það eru náttúruhljóð. Eyr- un koma út úr veggnum eins og þrívíðar teikningar.“ Fimmta verkið heitir Lína. „Þetta er ein lína, ein eins og þræð- ir sem liggja til allra átta. Mér finnst það spennandi þegar verkin mín eins og hverfa inn í vegginn eins og þetta. Þegar maður kemur nær lifnar verkið við og maður upp- lifir það á allt annan hátt.“ Guðrún segir sýningargesti al- mennt taka nýjum hugmyndum og nýrri sýn á náttúruna vel. „Ég er þó ekki viss um að fólk tengi mín verk við til dæmis landslags- málverkið. Þótt fólk sjái að ég er að fjalla um náttúruna er ekki víst að tengingin við hefðina sjáist. Ég er að rýna meira niður í svörðinn, og það smáa. En það er langt síðan málarar fóru að veita því eftirtekt, – til dæmis hrauninu. Við gleymum oft að rýna í það smáa, vegna þess að við viljum ganga hnarreist og horfa á fjallahringinn. Í dag er áhersla myndlistarmanna meira á það smáa í náttúrunni. Ég held að fólk sé að opna augun æ betur fyrir því hvað það skiptir miklu máli. Ef það er ekki til staðar slitnar keðj- an. Þráðurinn skiptir okkur svo miklu máli á svo margan hátt og er á sinn hátt uppistaða alls í lífinu; hvort sem það eru fötin okkar, ræt- urnar í moldinni, vegirnir, æðar og garnir – lífið snýst um þræði. Þetta er allt myndlist, gerð af náttúrunn- ar höndum.“ Málverkum smellt af Hulda Stefánsdóttir teflir saman ljósmyndum og málverkum á neðri hæð safnsins á sýningu sinni, Leiftri. „Ég hef verið að vinna með hvort tveggja, ljósmyndir og málverk, – er útskrifuð úr málaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands, og fór í mastersnám til New York, þar sem ég bý ennþá. Þar fór ég að taka meira af ljósmyndum. Ég hef lítið verið með pensilinn á lofti síð- ustu árin, en finnst ég þó alltaf vera að fást við málverkið og þessa tvívíðu malerísku hugsun. Þess vegna fannst mér gaman að tefla ljósmyndinni og málverkinu saman. Ljósmyndin er andartak sem hefur verið fryst, og einhverra hluta vegna finnst okkur hún raunveru- legri en málverkið. Við teljum okk- ur trú um að ljósmyndin birti okk- ur veruleikann, þótt hann sé ekkert síður persónulegur en það sem maður fæst við í málverki. Það sem maður velur að mynda er persónu- legt sjónarhorn ljósmyndarans.“ Hulda segist vinna málverkið á svipaðan hátt, – hún vinnur það hratt, eins og hún bókstaflega smelli því af, þannig að það verður að leiftri, undir áhrifum af ljós- myndinni. „Ég reyni að draga fram ákveðin atriði úr ljósmyndinni, með því að leggja áherslu á það í mál- verkinu. Oft er þetta ekki meira en fínleg smáatriði.“ Hulda notar ýmis efni, akrýlliti, vax, lakkmálningu og ýmiss konar glans og gljáa. „Ég vil draga fram þessi smáatriði sem líf okkar er sett saman úr. Lífið samanstendur ekki af stórviðburðum; – það eru þessar litlu glefsur sem ég vil velta fyrir mér og beina sjónum að. Breski rithöfundurinn Janette Winterson hefur fjallað um það sem hún kallar „total reality“ eða allsherjarveruleika, þar sem innri og ytri veruleiki mætast. Mér finnst það áhugaverður staður að vera á.“ Allar sýningarnar standa til 2. nóvember. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17, en verð- ur af sérstökum ástæðum lokað á morgun. Hið smáa lifnar Morgunblaðið/Jim Smart Þræðir: Guðrún Gunnarsdóttir vinnur verk úr þráðum, vír og fleiru.Leiftur: Hulda Stefánsdóttir teflir saman ljósmyndum og málverki. begga@mbl.is Í HÚSI málaranna stendur nú yfir málverkasýning Björns Birnis. Björn var um árabil kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stjórnaði málaradeild skólans í 12 ár. Það er orðið langt um liðið síðan Björn hélt einkasýningu síð- ast. „Ég hef sýnt mikið með öðrum, en það er orðið nokkuð síðan ég sýndi síðast einn. Líklega um 1990. Áður sýndi ég tvívegis á Kjarvals- stöðum og einu sinni í galleríi í Reykjavík,“ segir Björn. „Ég er nú búinn að vera að nudda við þetta í hálfa öld og hef náttúrlega breyst. Það er þó eitthvað sem fylgir manni alla tíð, maður þekkist á verkum sínum.“ Á sýningunni eru um 40 myndir gerðar á sl. 10 árum. „Allt eru þetta abstraktmyndir sem ég er að sýna núna. Þær eru unnar með akríl á striga og pappír og akríl og olíu sumar hverjar. Áður fyrr var ég með myndraðir. Ein hét t.d. Á sandinum, en þá var ég hugfanginn af Mýrdalssandi og önnur hét Á sléttunni. Hún var frá dvöl minni í Bandaríkjunum og veru minni austanfjalls. Einnig var röð sem hét Við jökulinn,“ segir Björn. „Núna er ekkert þema, í rauninni bara það sem Rússarnir gömlu kölluðu formalisma og myndu sennilega hafa hengt mann fyrir,“ segir Björn og hlær við. „Nei, ég segi svona, þeim var illa við það. Ég stend í þeirri meiningu að mað- ur hafi formskyn sitt af landinu. Mér finnst flest af því sem ég geri eitthvað landslagskennt, þó að auð- vitað sé ekki hægt að kalla lands- lagsmyndir abstrakt. Arkitektúr- inn í myndunum hefur alltaf verið mér aðalatriði og liturinn komið þar á eftir,“ segir Björn. Sýninguna nefnir Björn Myndir úr barnaherbergjum og segir að barnaherbergin hafa verið sínar vinnustofur undanfarin áratug. „Mér hefur oft verið hugsað til þess að í ellinni situr maður í barna- herbergi við vinnu sína. Þótt þar sé þröngt þykir mér það að mörgu leyti viðkunnanlegt,“ segir Björn. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18 og stendur til 19. október. Myndir úr barnaherbergjum Morgunblaðið/Kristinn Björn Birnir sýnir um þessar mundir í Húsi málaranna á Eiðistorgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.