Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 52
KNATTSPYRNA 52 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  FABIEN Barthez, markvörður Manchester United, er nú orðaður við Marseille en Alain Perrin sá sem ræður ríkjum hjá félaginu er reiðubúinn að bjarga Barthez út úr krísunni hjá United og bjarga ferli hans. Barthez hefur ekkert leikið með meisturum United á leiktíð- inni og virðist ekki lengur inni í myndinni hjá Sir Alex Ferguson eftir að hann fékk bandaríska markvörðinn Tim Howard til liðs við sig.  BARTHEZ er ekki alveg ókunn- ugur Marseille en hann var í liðinu sem vann Evrópumeistaratitilinn fyrir tíu árum.  MICHAEL Owen, framherji Liv- erpool, getur ekki leikið með Eng- lendingum í leiknum við Tyrki í undankeppni EM sem fram fer í Istanbul á morgun. Owen náði ekki að yfirstíga meiðslin sem hann hlaut í leik Liverpool og Arsenal um síðustu helgi og valdi Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari Darius Vassell frá Aston Villa í hans stað.  STEVE Coppell var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska 1. deild- arliðsins Reading í stað Alans Pardews sem nýlega ákvað að taka við stjórninni hjá West Ham. Copp- ell kemur til Reading frá Brighton en þar áður var hann við stjórnvöl- inn hjá Brentford þar sem hann fékk Ólaf Gottskálksson og Ívar Ingimarsson til liðs við sig. Ívar lék einnig undir stjórn Coppells hjá Brighton á síðustu leiktíð, þá sem lánsmaður frá Wolves.  LEEDS United ákvað í gær að vísa Jody Morris frá félaginu á meðan lögreglurannsókn stendur í kynferðismáli gagnvart honum og öðrum manni sem ekki tengist fé- laginu. Morris var handtekinn í vikunni á æfingasvæði félagsins en ung kona sakar Morris og annan mann um að hafa ráðist á sig og beitt sig kynferðilegu ofbeldi.  MARCEL Desailly, fyrirliði franska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Chelsea, verður ekki með á morgun þegar lið hans mæt- ir Ísrael í lokaumferðinni í riðla- keppni Evrópumóts landsliða. Frakkar eru þegar komnir í loka- keppnina í Portúgal, hafa unnið alla sína leiki. Desailly er meiddur í mjöðm. Zinedine Zidane frá Real Madrid verður fyrirliði í hans stað.  LÍKLEGT er að William Gallas, félagi Desaillys hjá Chelsea, missi líka af leiknum vegna meiðsla og þá munu Frakkar stilla upp ungu miðvarðapari. Það verða þeir Jean- Alain Boumsong frá Auxerre og Sebastien Squillaci frá Mónakó, en þeir eru báðir 23 ára gamlir. Tvo aðra varnarmenn vantar í franska hópinn, þá Mikael Silvestre og Willy Sagnol, sem báðir eru meiddir. FÓLK ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, segir að hann verði ekki í aðalhlutverk- inu í Hamborg, þó svo að hann hafi leikið lengi í Þýskalandi – með Bayern München og Stutt- gart á árum áður. „Ég vil vera í friði með mína menn og mun ekki gefa kost á mér í viðtöl við þýska fjölmiðla í tíma og ótíma. Við verðum með fréttamanna- fund fyrir síðustu æfingu okkar fyrir leikinn (í dag), þar sem ég mun sitja fyrir svörum. Önnur viðtöl eru ekki á dagskrá fyrr en eftir leikinn. „Þetta er ekki spurning um mig, Þýskaland og minn knatt- spyrnuferil í Þýskalandi. Ég verð ekki inni á vellinum, heldur eru það strákarnir sem leika þar og um það snýst málið. Ég hef ekk- ert við það að gera að vera í sviðsljósinu í Þýskalandi vegna landsleiksins. Við erum ekki mættir til Hamborgar út af mér.“ „Ég er ekki aðalmálið í Hamborg“ ÁSGEIR Sigurvinsson segir að það yrði mikið æv- intýri ef Ísland kæmist beint á EM í Portúgal næsta sumar. „Það væri einnig gaman að fara í hattinn í Frankfurt þegar dregið verður þar um hvaða tíu þjóðir, sem hafna í öðru sæti í riðlunum tíu í Evr- ópu, mætast til að leika um fimm laus sæti á EM. Það yrði skemmtilegt ef það gerðist – að við vær- um með í þeim drætti. Það er ekki öll von úti um að við verðum í öðru sætinu. Það gæti farið svo að í hattinum yrðu lið eins og England og Holland. Ef við komumst í aukaleikina gæti komið upp enn eitt vandamálið – það er að bíða í mánuð eftir leikjunum, án þess að margir leikmenn okkar væru að leika reglulega. Þá er spurning um veður og hvernig Laugardalsvöllurinn verður í nóvember,“ sagði Ásgeir. Væri gaman að fara í hattinn í FrankfurtENSKU knattspyrnufélögin Stoke City og Sunderland hafa loksins komist að samkomu- lagi um bætur sem Sunder- land greiðir fyrir að „stela“ Steve Cotterill, knattspyrnu- stjóra, af Stoke á síðasta ári. Hann hafði aðeins stýrt Stoke í nokkra mánuði þegar Sund- erland bauð honum til sín sem aðstoðarmanni Howards Wilk- insons, en þeir félagar voru reyndar reknir úr starfi síðar um veturinn. Stoke krafðist þess að fá eina milljón punda, um 125 milljónir króna, í bætur. Talið er að upphæðin sem félögin komu sér saman um sé í kring- um 20 milljónir króna og greiðir Sunderland hana á tólf mánuðum. „Ég vil ekki segja annað um þessa útkomu en að það var þess virði að ganga eftir rétti okkar gagnvart Sunderland,“ sagði Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke, við vefsíðuna OneSunderland- .com. Þá hafði Sentinel, staðar- blaðið í Stoke, eftir Gunnari að félagið hefði eytt öllum ráð- stöfunartekjum sínum í að semja við sóknarmanninn Ade Akinbiyi sem gekk til liðs við félagið fyrir skömmu. Stoke hefði ekki meiri peninga um- leikis til að styrkja leikmanna- hópinn. „Við munum þó skoða málið vel ef knattspyrnustjór- inn kemur með tillögu um ein- hver frábær kaup,“ sagði Gunnar. Ásgeir segir að það yrði mikið æv-intýri fyrir landslið Íslands, ef það næði að knýja fram sigur í Ham- borg. „Við getum látið okkur dreyma, en það vita allir að Þjóðverjarnir eru sigurstranglegri á heimavelli sínum. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að verkefnið sem við eigum fyrir höndum er geysilega erfitt og það verður á brattann að sækja. Við erum komnir hingað til Ham- borgar með réttu hugarfari – stað- ráðnir að gera okkar besta, eins og alltaf. Ef við náum ekki þeim úrslitum gegn Þjóðverjum, sem við vonumst eftir, verðum við að treysta á að Litháar nái að taka stig af Skotum.“ Þjóðverjar eru efstir í riðlinum fyrir lokaleikina tvo og þeir ætla sér að tryggja sér farseðilinn til EM í Portúgal – í Hamborg. Sleppa við að leika aukaleiki um farseðilinn. Ásgeir þekkir vel hugsunarhátt Þjóðverja – hvernig telur hann að Þjóðverjar hugsi og komi til leiksins gegn Íslandi? „Ég get alveg sagt þér það, því að það er ekki svo langt sem ég upplifði svipaða stemmningu fyrir landsleik – sá var leikinn á Parken í Kaup- mannahöfn fyrir tveimur árum. Þá voru Danir öruggir með farseðilinn á heimsmeistarakeppnina í Suður- Kóreu og Japan. Þeir slógu ekki slöku við í rimmunni við okkur. Það var geysilegur kraftur í leik þeirra frá byrjun. Við máttum þá þakka fyrir að sleppa með að fá ekki fleiri en sex mörk á okkur, 6:0. Ég hef sjaldan lent í því að horfa á leik, þar sem við vorum svo langt frá því að eiga einhverja möguleika. Við vorum reknir til baka frá fyrstu mínútu. Þjóðverjar mæta örugglega með sama hugarfari til leiks gegn okkur. Þeir mæta ekki til leiks til að taka það rólega og reyna að halda jöfnu. Það er öruggt að þeir gefa allt í leik- inn frá byrjun.“ Verðum að halda höfði Það er ekki annað að heyra á þér, en að þú og Logi Ólafsson ætlið ekki að láta leikinn frá Parken endurtaka sig í Hamborg? „Við mætum til leiks með því hug- arfari að láta söguna frá Parken ekki endurtaka sig. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að við getum ekki teflt fram liði sem mætir í þenn- an úrslitaleik til að leika hápressu frá byrjun. Ef það yrði gert, myndi það kosta okkur lífið á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Styrkur okkar er vel skipulögð vörn, sem við höfum ekki efni á að opna með stórlegum sóknaraðgerð- um. Við munum hugsa um leikinn með réttu hugarfari, verjast vel og síðan munum við að sjálfsögðu reyna að nýta þau tækifæri sem til falla. Við verðum fyrst og fremst að leika sem ein sterk liðsheild og loka svæð- um – pirra Þjóðverja eins lengi og hægt er. Ég þekki alveg hvernig andrúmsloftið getur orðið á knatt- spyrnuvöllum í Þýskalandi. Ef allt fer ekki að ganga hjá þeim, eins og þeir vonuðust eftir, eftir tuttugu til þrjátíu mínútur, þá getur flautu- konsertinn frá áhorfendum orðið há- vaðasamur og öflugur. Ég þekki það og ef þannig andrúmsloft losnar úr læðingi gerir það ekkert annað en að minnka sjálfstraust leikmanna Þýskalands, hvaða nafni sem þeir heita. Við reynum að halda höfði eins lengi og við getum – svo að Þjóð- verjar lendi í erfiðleikum með að brjóta okkur niður. Þeir hafa átt í erfiðleikum með mótherja sína á heimavelli, eins og Litháa og Fær- eyinga. Við vitum að við fáum alltaf nokkur færi í leikjum. Ef okkur tekst að nýta, þótt það væri ekki nema eitt, þá getur allt gerst,“ sagði Ásgeir, sem vonar að flautukonsert í Hamborg verði hans óskalag á laug- ardaginn. „Það geri ég svo sannar- lega.“ Léttleikinn mun ráða ríkjum Ásgeir sagði að eins og áður þá muni léttleikinn ráða ríkjum í lands- liðshópnum. „Við munum að sjálf- sögðu einbeita okkur að alvöru inni á leikvellinum, á fundum og æfingum, en þess á milli viljum við að léttleik- inn ráði ríkjum – að leikmenn slái á létta strengi og skemmti sér og hafi gaman af því sem þeir eru að fást við. Andrúmsloftið hjá landsliðshópn- um er sérstaklega gott. Ef við ber- um saman Þjóðverjana og okkur, þá eru okkar leikmenn vinir og þeir hafa gaman af því að vera saman. Á sama tíma eru Þjóðverjarnir alltaf að metast. Það hefur alltaf verið ákveðinn einstaklingshugsunarhátt- ur og egó hjá Þjóðverjum, sem met- ast oft um það hverjir eru stærstu nöfnin. Síðan hafa myndast ákveðnir hópar innan landsliðshópsins. Þetta er ákveðið vandamál sem Þjóðverjar hafa ekki náð að brjóta niður innan liðsheildarinnar – að búa til öfluga liðsheild, sem stendur saman í öllu. Þá eru fjölmiðlar í Þýskalandi óvægnir og það er aðeins eitt sem Ásgeir Sigurvinsson segir að hugarfarsbreyting hjá landsliðinu hafi átt sér stað á Selfossi „ÞAÐ er óneitanlega sérstök tilfinning að vera kominn hingað til Þýskalands á ný – nú sem landsliðsþjálfari, en áður lék ég hér með Bayern München og Stuttgart,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, sem verður í sviðsljósinu í Hamborg á laugar- daginn er hann stjórnar íslenska landsliðinu í hinum þýðingarmikla leik gegn Þjóðverjum í Evrópukeppni landsliða. Ísland á möguleika á því að komast í lokakeppni EM í Portúgal næsta sumar – tryggir sér farseðilinn þangað með sigri, hefur einnig möguleika á að leika auka- leiki um farseðilinn til Portúgal. „Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir bæði liðin, enda um úrslitaleik að ræða,“ sagði Ásgeir. Morgunblaðið/Kristinn Ásgeir Sigurvinsson fagnar Eiði Guðjohnsen eftir fyrri leikinn gegn Þýskalandi. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson Stoke fær síðbúnar bætur frá Sunderland Gunnar Gíslason Ætlum ekki að láta söguna frá Parken endurtaka sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.