Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Arnold Schwarzenegger er þekktari fyrir kvikmynda- leik en pólitík, en var kosinn ríkisstjóri Kaliforníu í vik- unni. Aðalheiður Þorsteinsdóttir kynnti sér málin. Knútur Hallsson Hann hafnaði Fálkaorðunni en þáði Edduna, heiðurs- verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakadem- íunnar. Árni Þórarinsson ræðir við Knút Hallsson. Á djössuðum nótum Ragnheiður Gröndal hefur vakið athygli fyrir söng sinn. Árni Matthíasson ræddi við Ragnheiði sem syng- ur inn á þrjár plötur fyrir þessi jól. Ríkisstjórinn á sunnudaginn NÝ STJÓRN HJÁ EIMSKIP Skipt var um alla stjórnarmenn í stjórn Eimskipafélags Íslands á hluthafafundi í gær. Allar tillögur nýrra ráðandi hluthafa, sem lágu fyrir fundinum, voru samþykktar með miklum meirihluta en tillaga sem beindist gegn þeim var felld. Magnús Gunnarsson, fv. stjórn- arformaður Búnaðarbankans og framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, verður stjórn- arformaður nýju stjórnarinnar. Geðræktarþing Úrræði fyrir börn með geðrask- anir eru alltof fá hér á landi að sögn Kristjáns Más Magnússonar sál- fræðings en hann er einn fyrirlesara á geðræktarþingi í Iðnó í dag. Þingið er haldið í tilefni af alþjóðageðheil- brigðisdeginum sem í ár er tileink- aður börnum og unglingum. Uppnám í Palestínu Ahmed Qurei, nýr forsætisráð- herra Palestínumanna, var í gær sagður hafa sagt af sér embætti eftir deilur við Yasser Arafat, leiðtoga palestínsku þjóðarinnar. Launahækkanir ræddar Nokkurt svigrúm verður til launa- hækkana á næstu árum. Þetta kom fram á ársfundi Starfsgreina- sambands Íslands í gær. Félagar sambandsins voru jafnframt hvattir til að sýna samstöðu í samningum þar sem barist yrði fyrir frekari hækkun lægstu launa og auknum kaupmætti. Starfsmenn mótmæla Um 100 portúgalskir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúkavirkjun lögðu niður störf í gær til að mót- mæla skorti á vinnufatnaði. Tals- menn Impregilo segja fatnað vera á leið með flugi og að vinnustöðvunin hafi verið með þeirra samþykki. VIÐBURÐIR SEM GERA VIKUNA SKEMMTILEGRI FÓLKIÐ dansar með maganum, djammar á Prikinu, fer í veiðigallann og er pönkskotið| |10|10|2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 40/45 Viðskipti 12/14 Kirkjustarf 45 Erlent 16/18 Brids 45 Heima 20 Hundar 46 Höfuðborgin 21 Bréf 48 Akureyri 22 Dagbók 50/51 Suðurnes 23 Staksteinar 54 Austurland 24 Sport 52/55 Daglegt líf 26/27 Leikhús 56 Listir 28/31 Fólk 56/61 Forystugrein 32 Bíó 58/61 Viðhorf 36 Ljósvakamiðlar 62 Umræðan 36/39 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. „ÖRORKU-EDGE“ er yfirskriftin á hópi einstaklinga, sem eiga það sameiginlegt að vera fatlaðir, og fjölmenna saman á tónleika með harðkjarnarokki. Þeir hafa ekki mætt neinum fordómum, þvert á móti fengið mjög jákvæð viðbrögð, segir Fannar Örn Karlsson, einn af stofnendunum, í viðtali í Fólkinu. Á meðal annars efnis er Kven- félagið Garpur sem samanstendur af ungum leikkonum og frumsýnir leikritið Riddarar hringborðsins – með veskið að vopni annað kvöld undir leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur. Rætt er við Björn Thors sem verður ein af senditíkum Rík- harðs þriðja á frumsýningu í Þjóð- leikhúsinu að viku liðinni, og bras- ilísku magadansmærina Josy Zareen, sem sýnir í Tjarnarbíói annað kvöld. FÓLKIÐ Ríkharður þriðji og magadans Morgunblaðið/Sverrir Rokkarinn Fannar Örn Karlsson. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra ræddi meðal annars mál- efni Impregilo á Íslandi við ítalska utanríkisráðherrann Franko Fratt- ini, á fundi þeirra í gær, en Ítalir fara nú með formennsku í Evrópusam- bandinu. Fram kom að forsvars- menn Impregilo hafa fullvissað ítölsk stjórnvöld um að staðið verði við allar samningsskuldbindingar á Íslandi. Halldór sagði að í fyrsta lagi hefðu tvíhliða mál verið rædd á fundinum en samskipti þjóðanna væru í mjög góðu horfi. „Fyrst fórum við yfir málefni Impregilo á Íslandi. Þeir höfðu rætt við hæstráðendur Impregilo fyrir þennan fund sem fullvissuðu þá um það að þeir myndu standa við allar samningsskuldbind- ingar á Íslandi byggt á virkjana- samningnum,“ sagði Halldór. Hann sagði að komið hefði fram á fundinum að þetta væri mikilvægt verkefni fyrir Ítalíu þar sem hér væri um eitt stærsta fyrirtæki lands- ins að ræða. „Þannig að ég var mjög ánægður með það hvernig þeir höfðu undirbúið það mál fyrir þennan fund,“ sagði Halldór ennfremur. Hann sagði að á fundinum hefðu einnig verið rædd vandkvæði Íslend- inga á að flytja allt það lambakjöt til Ítalíu sem þeir vildu á grundvelli tollfrjálsra kvóta, því að í fyrsta skipti í mörg ár virtist 1.350 tonna tollfrjáls kvóti í útflutningi í þeim efnum ekki nægja. Ítalirnir hefðu lofað að reyna að aðstoða við að auka þann kvóta. Rætt um samninginn um EES „Síðan ræddum við um samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið og mikilvægi þess að hann yrði staðfest- ur um leið og stækkunin þannig að Evrópska efnahagssvæðið stækkaði um leið og Evrópusambandið. Hann upplýsti okkur ítarlega um stöðu stjórnarskrármálsins, en það getur haft allnokkur áhrif á mál sem varða okkur. Þar er verið að tala um að breyta stofnunum Evrópusam- bandsins. Þar verður önnur upp- bygging en var þegar við sömdum um Evrópska efnahagssvæðið og líka um Schengen,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra Íslands og Ítalíu um málefni Impregilo Staðið verður við skuldbindingar Brotaþoli var 16 ára þegar ákærði, sem hún þekkti ekkert, framdi brot- ið. Það var talið gróft og hafði í för með sér talsverða líkamlega áverka, meðal annars mar og þrýstings- áverka á brjósti og hálsi og áverka á kynfærum. Miðað við eðli og alvar- leika brotsins þótti refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Ákærði var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 5. ágúst 2001, í tjaldi á mótssvæði, þröngvað stúlkunni með ofbeldi til holdlegs samræðis. Stúlkan leitaði aðstoðar neyðarmóttöku á svæðinu kl. 4.00 að morgni 5. ágúst. Ákærði, sem var handtekinn kl. 9.50, hefur frá upp- hafi neitað því að hafa nauðgað stúlk- unni. Við fyrstu skýrslutöku hjá lög- reglu sama dag kvaðst hann muna vel eftir atburðum næturinnar og hefði hann engin samskipti haft við stúlkuna. Við síðari skýrslutöku tæpu ári síðar kvaðst hann hafa farið í „blackout“ og ekki muna hvað gerð- ist eða hvort eitthvað hefði gerst. Niðurstöður DNA-rannsókna leiddu í ljós, að snerting hafði verið milli kæranda og ákærða, og veski ákærða fannst í tjaldi kæranda um morguninn. Fram kom að magn alkóhóls í blóði ákærða mældist 0,8‰, er sýni var tekið kl. 11.33 hinn 5. ágúst, og hann hafði einnig neytt amfetamíns og MDMA-taflna. Tók Hæstiréttur undir þá niðurstöðu héraðsdóms, að ekki væri byggjandi á framburði ákærða um það sem gerðist. Málið dæmdu dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Markús Sigur- björnsson og Pétur Kr. Hafstein. Dæmdur í 2 ára fangelsi HÆSTIRÉTTUR dæmdi karlmann á fertugsaldri í tveggja ára fangelsi í gær fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku árið 2001. Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms um níu mánuði en auk fangels- isrefsingar var ákærði dæmdur til að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur. KULDABOLI er farinn að minna á sig víðast hvar á landinu en hitinn var á bilinu 0–5°C í gær. Vindurinn sá íbúum höfuðborgarsvæðisins jafnframt fyrir aukakælingu. Það er því ekki seinna vænna að taka fram hlýju fötin enda er það eina sem kuldinn hefur fram yfir hitann að það er hægt að klæða hann af sér. Spáð er svölu veðri í dag og á morgun, en á sunnudag er spáð rigningu. Morgunblaðið/Ásdís Kuldaboli mættur til leiks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.