Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 20
SKÚLAGATA 19 - TIL LEIGU Hlíðasmára 15 Sími 595 9090 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Í einu glæsilegasta skrifstofuhúsnæði landsins ca 150 fm á jarðhæð. Rýmið skiptist í móttöku, þrjár stórar skrifstofur, tvær nýtast mjög vel sem tveggja manna skrifstofur auk sameig- inlegs rýmis. Mjög öflugar nettenging- ar, kerfisloft, halogenlýsing. Mjög gott vinnuumhverfi. Allar uppl. veitir Árni í síma. 897 4693 og 595 9014. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Heimasíða poppsins | Poppminjasafn Ís- lands hefur fengið eigin heimasíðu. Síðan var formlega opnuð á 40 ára hljómsveitarafmæli Hljóma frá Keflavík, 5. október síðastliðinn. Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur umsjón með Popp- minjasafni Íslands. Upphaf safnsins má rekja til sýning- arinnar „Bítlabærinn Keflavík“ sem áhugamenn stóðu fyrir á veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík fyrir nokkrum árum og er stofninn í safnkostinum þaðan kominn. Eitthvað hefur bæst við síðan, meðal annars um þrjú þúsund gamlar hljómplötur sem Skúli Helgason færði safninu. Tilgangurinn með opnun heimasíðunnar er að sögn Sigrúnar Ástu Jónsdóttur, forstöðumanns Byggðasafns- ins, að vekja athygli á Popp- minjasafninu og hvetja til varðveislu og söfn- unar muna sem tengjast tónlist. Einnig að skapa vettvang fyrir þá sem hafa áhuga á sögu popptónlistar. Heimasíðan byggist á upplýsingum sem safnað var vegna sýningarinnar á Glóðinni á sínum tíma, ekki síst upprifjun Þorsteins Eggertssonar á sögu keflvískra hljómsveita. Hljómar eru tilnefndir listamenn mánaðar- ins og Burns-rafmagnsgítar Erlings Björns- sonar er poppmunur mánaðarins. Sigrún Ásta segir að áhugi sé fyrir því að þróa safn- ið áfram, taka inn upplýsingar um fleiri hljómsveitir og muni tengda þeim, enda sé Poppminjasafni Íslands ætlað að vera lands- safn, eins og nafnið bendi til. Úr bæjarlífinu Burns-raf- magnsgítar Erlings Björnssonar er poppmunur mánaðarins. TENGLAR ............................................................... www.poppminjasafn.is HÉÐAN OG ÞAÐAN Áttfaldur Indlandsmeistari | Nýr þjálf- ari er kominn til starfa hjá Tennis- og bad- mintonfélagi Akureyrar, Romen Ghosh frá Indlandi, en hann hefur átta sinnum í röð orðið Indlandsmeistari í tvíliðaleik og einu sinni í einliðaleik. Þá hefur hann unnið til verðlauna á Asíuleikum og verið sæmdur æðsta íþróttaheiðursmerki síns heimalands. Félagið hyggst bjóða badmintonspilurum í bænum að nýta sér leiðsögn þjálfarans á ákveðnum tímum, en hópar geta einnig feng- ið hann í tíma hjá sér. Þá er í frétt frá félag- inu bent á að það getur bætt við sig nýliðum og eru áhugasamir velkomnir á æfingar í Íþróttahöllina. Árlegt unglingameistaramót fer þar fram um komandi helgi en í því taka þátt keppendur af öllu landinu. Impra, nýsköp-unarmiðstöð efnir tilfrumkvöðlaskóla á Akureyri og hefst hann 18. október næstkom- andi. Skólanum er ætlað að veita einstaklingum tækifæri til að afla sér hagnýtrar þekkingar til að koma viðskipta- hugmynd af hugmynd- astigi í framkvæmd. Markmið skólans er að brúa bilið milli hug- myndar og fyrirtækis með því að undirbúa fólk undir að takast á við frumkvöðlastarf og rekstur fyrirtækis. Kennsla fer fram í hús- næði Háskólans á Ak- ureyri, kennt er á laug- ardögum frá 9–14 en námið tekur 28 vikur og er skipt í þrjú misseri. Frumkvöðlar Ólafur Gunnarsson, hestamaður og Njarðvík-ingur, sést gjarnan á þeysireið um heimabyggðsína þegar hausta tekur. Í vikubyrjun reið hann á hryssunni sinni, Normu, í gegnum skrúðgarðinn í Njarðvík, unga fólkinu til ómældrar ánægju. „Oj, hvað hún er blaut,“ sagði ung stúlka þegar hún klappaði Normu enda hryssan búin að taka á því í ferðinni. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir „Oj, hvað hún er blaut“ Fimm tilboð bár-ust í útboðVegagerð- arinnar á Vestfjörðum í endurlögn Djúpvegar af Kambsnesi og inn í botn Álftafjarðar. Um er að ræða kafla frá Kambsnesbeygjum og inn fyrir Hattareyri og síðan í Vatnshlíðinni, alls nærri níu kíló- metra kafli. Verktakafyrirtækið Kubbur ehf. á Ísafirði átti lægsta tilboð, 47,7 milljónir króna, en áætlun Vegagerð- arinnar var upp á rúm- ar 63 milljónir. Kubbur lægstur Hjálmar Frey-steinsson, læknirá Akureyri, yrkir svo um lekann á Alþingi: Þeir voru flestir valinkunnir og virðulegir áður fyr, en núna eru þingmenn þunnir og þar að auki götóttir. Og enn lekur Akureyri | Það var handagang- ur í öskjunni á dekkjaverk- stæðum á Akureyri í gærmorg- un enda alhvít jörð þegar bæjarbúar risu úr rekkju og hálka á götum bæjarins. Að sögn lögreglu mátti rekja þrjú umferðaróhöpp til hálkunnar. Ekki urðu slys á fólki í þessum óhöppum en nokkurt eignatjón. Sveinn Bjarman, umsjónar- maður dekkjaverkstæðis Hölds, sagði að það hefði verið kolvit- laust að gera í gærmorgun og reyndar hefði verið mikið að gera undanfarinn hálfan mánuð. „Það er alltaf sama sagan ár frá ári, fólk verður alveg óskaplega hissa þegar fer að snjóa,“ sagði Sveinn. Snjór var horfinn af helstu umferðargötum bæjarins þegar leið á morguninn. Það er hins vegar nauðsynlegt fyrir öku- menn að hafa varann á, enda allra veðra von á þessum árs- tíma. Morgunblaðið/Kristján Hvít jörð: Hafþór Viðar Gunnarsson og félagar á dekkjaverkstæði Hölds höfðu í nógu að snúast í gær. Fólk alltaf jafn undrandi Snjódekk Grindavík | Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að tillögu hafnarstjórnar að lækka gjaldskrá hafnarinnar. Afla- gjald verður 1,28% í stað 1,6% og sam- svarar það 20% lækkun. Er þetta gert vegna þróunar hjá öðrum höfnum og vegna óska stórra útgerðarfélaga sem hagsmuna eiga að gæta. Hafnir landsins innheimta gjald af lönduðum afla, svokallað aflagjald. Hálft gjald er greitt af fiski sem frystur er um borð. Þetta gjald var 1,05% í Grindavík- urhöfn þar til 1. júlí síðastliðinn að ný hafnalög tóku gildi. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir því að ríkissjóður dragi sig alveg út úr styrkveitingum til hafnafram- kvæmda á næstu árum. Jafnframt er með þeim reynt að stuðla að samkeppni hafna. Samgönguráðuneytið gaf út gjald- skrá sem hafnirnar eiga að miða við í eitt ár. Þar var kveðið á um 1,6% aflagjald með möguleikum til hækkunar í allt að 1,92% og lækkunar allt að 1,28%. Grinda- víkurhöfn ákvað að fara eftir gjaldskrá ráðuneytisins og hefur innheimt 1,6% aflagjald. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að hafnir landsins hafi ákveðið mismunandi gjaldskrá en í öllum tilvikum hafi verið um að ræða verulegar hækkanir fyrir útgerðina enda ætlunin með hækkun gjaldskrár að gera höfn- unum kleift að byggja sig upp vegna fyr- irhugaðra breytinga. Hafi útgerðarfélög- in tvö sem landa mestum afla í Grindavík, Samherji og Þorbjörn Fiska- nes, óskað eftir lækkun. Þá hafi þróunin orðið sú að ýmsar hafnir hafi lækkað gjaldskrá sína og nú innheimti flestar ná- grannahafnir Grindavíkur lágmarks- gjald. Hafnarstjórn hafi haft af þessu áhyggjur og lagt til lækkun og bæjar- stjórn hafi orðið við því. Lækkun aflagjaldsins hefur það í för með sér að tekjur Grindavíkurhafnar verða 15 milljónum kr. lægri á ári en ella hefði verið, miðað við aflaverðmæti síð- asta árs. Aflagjald verður lækkað um 20% Hólmavík | ÁTVR, Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, hefur lagt til við fjár- málaráðuneytið að vínbúð verði opnuð á Hólmavík á næsta ári. Bréf hefur borist hreppsnefnd Hólma- víkurhrepps þar sem þessa er getið skv. fundargerð á heimasíðu bæjarins. Vínbúð á Hólmavík?    FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali www.thjodmenning.is   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.