Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M ér krossbrá á föstudaginn fyr- ir tveimur vik- um, þegar ég fékk símbréf. Það var svohljóðandi: „RÍKISSAKSÓKNARI MYNDBRÉF Viðtakandi: Morgunblaðið b.t. Ívars Páls Jónssonar Sendandi: Ríkissaksóknari Sent: 26.09.2003 Fjöldi síðna: 1 Vegna „Viðhorfs“ um inn- herjaviðskipti í Mbl. 26. sept.: 1. Innherjaviðskipti þurfa ekki að vera refsiverð – þau geta vel verið lögleg. 2. Innherjasvik varða sektum eða fangelsi allt að tveimur ár- um (57. gr. laga nr. 33/2003). 3. Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórn- valdssektir á hvern þann sem brýtur gegn 47.–51. gr. laganna (sjá 54. gr.) en þessi brot geta einnig varðað sektum í refsimáli (sjá 4. mgr. 1. mgr. 55. gr.) og er sekt- arfjárhæð þá án hámarks.“ Þennan sama morgun, fyrir tveimur vikum sléttum, fékk ég skilaboð um að hringja í lög- fræðing í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu. Ég hringdi skjálfandi í stjórnarráðið og komst að því að erindagjörðir lögfræðingsins voru hinar sömu og handhafa ákæruvaldsins. Þannig er mál með vexti, að ég skrifa Viðhorf í þetta blað á tveggja vikna fresti og um morguninn hafði birst slíkur pistill eftir mig, undir fyr- irsögninni Innherjaviðskipti. Greinin einkenndist af glensi og gríni, eða svo hélt ég að minnsta kosti. Hún byrjaði á því að rekja hversu innherjaviðskipti væru helsta mein íslensks viðskipta- samfélags. „Auðvitað tíðkast hvers kyns brot í þessum flókna heimi afleiða og samn- ingsbrota, en eitt er þó sýnu al- varlegast. Þetta er brot, sem óeðlilega lítið hefur verið fjallað um, miðað við hversu alvarlegs eðlis það er. Þarna á ég við inn- herjaviðskipti,“ sagði ég. Þá fór ég á hundavaði yfir skilgreiningu á innherja, sam- kvæmt lögum um verðbréfa- viðskipti, og rakti viðurlögin, samkvæmt sömu lögum. Um- fjöllunin var ónákvæm, enda var þetta allt í góðu glensi og gríni. „Í góðu glensi og gríni, segir hann,“ eru lesendur ugglaust að hugsa núna. „Hvernig getur þetta verið græskulaust gam- an? Hvernig átti ríkissaksókn- ari að skilja það?“ Ekki eru öll kurl komin til grafar. Lesa áfram, lesa alla greinina. Það er góð regla. Ég semsagt gagnrýndi harkalega þessi vægu viðurlög við innherjaviðskiptum, stjórn- valdssektir frá 10 þúsund krón- um upp í tvær milljónir. „Dýr myndi Hafliði allur,“ sagði ég. „Þetta eru hneykslanlega lágar upphæðir miðað við þá alvöru, sem málum af þessu tagi fylgir,“ bætti ég við. „Í mínum kokkabókum eru innherjaviðskipti ekki síður al- varlegur glæpur en mannrán, eða manndráp af gáleysi. Þarna er verið að leika sér með líf og limi fólks, sem hefur sömu rétt- indi og við hin. Meginstoð sam- félagsins er að allir séu fæddir með sömu réttindi til lífs, frels- is og eigin líkama. Innherja- viðskipti brjóta í bága við þessa meginreglu og þess vegna er á mörkunum að þjóð, sem refsar fyrir þau með fjársektum, geti flokkast sem siðmenntuð,“ sagði ég eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fjarstæðukenndar fullyrðingar, ekki satt? Þá hótaði ég að senda Kofi Annan, hinum skelegga en skeggprúða framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, bréf vegna málsins. Erindi mitt yrði að hvetja þann góða mann til að vísa Íslandi úr samfélagi hinna Sameinuðu þjóða, yrðu viðurlög við þessum svívirðilegu glæpum ekki hert þegar í stað. Ég gaf Alþingi Íslendinga frest til 1. október til að gera viðeigandi lagabreytingar. Auð- vitað er það gjörsamlega út í hött, að óbreyttur blaðamaður eins og ég gefi háæruverðugu Alþingi slíkan frest, ekki síst þar sem 1. október var setning- ardagur þingsins. Því hefði ver- ið óhemju óhagkvæmt og furðu- legt að kalla það saman á þessum tíma. En „auðvelt ætti að vera að kalla þingið saman, enda hafa samgöngur batnað á síðustu áratugum. Stræt- isvagnakerfið er nú sameig- inlegt með sveitarfélögunum á suðvesturhorninu, aðalþjóðveg- urinn meira að segja malbik- aður og áætlunarflug til fyr- irmyndar“. Ég hafði svör við öllu. Í lok greinarinnar komu svo fyrrnefndu kurlin til grafar. Í ljós kom, að ég „stóð í þeirri meiningu“ að innherjaviðskipti væru viðskipti með innherja. „Aðalatriðið er þetta: Það gengur einfaldlega ekki að inn- herjar gangi kaupum og sölum. Þeir eru manneskjur. Það er ómannúðlegt að kaupa Bjarna Ármannsson, Björgólf Guð- mundsson eða Róbert Wess- man. Að sama skapi lýsir það hreinni illgirni, að selja þessa góðu menn. Innherjaviðskipti standast ekki þær siðferð- iskröfur, sem við gerum í nú- tímasamfélagi, ekki frekar en mansal. Ef innherjaviðskipti færu fram fyrir opnum tjöldum myndi okkur blöskra og senn myndi þjóðin kalla á strangari refsingar. Ef fram færi uppboð á segjum Ágústi Guðmundssyni stjórnarformanni Bakkavarar Group á Lækjartorgi 17. júní risi upp reiðialda meðal þjóð- arinnar. En nei, þessi viðskipti fara fram í undirheimunum, frekar innarlega, hægra megin, í Kauphöll Íslands. Þess vegna er þjóðinni sama. Þess vegna umberum við innherja- viðskipti.“ Áhyggjuefnið er þetta: Er ríkissaksóknari, með því að leiðrétta aðeins kafla Viðhorfs- pistilsins um viðurlög við inn- herjaviðskiptum, að leggja blessun sína yfir aðrar fullyrð- ingar í greininni? Eru innherja- viðskipti í raun og veru við- skipti með innherja? Eru innherjar góð fjárfesting? Myndbréf Ég hringdi skjálfandi í stjórnarráðið og komst að því að erindagjörðir lögfræðingsins voru hinar sömu og handhafa ákæruvaldsins. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Í DAG er Alþjóðageðheilbrigð- isdagurinn sem haldið hefur verið upp á hérlendis með ýmsu móti undanfarin ár. Eitt sinn voru fordómar brenndir við Ráð- hús Reykjavíkur í formi tilklipptra bréfpoka, málþing hafa verið haldin og kröfugöngur gengn- ar. Baráttan hefur stundum reynst torsótt og jafnvel tilfinning fólks að sumt hafi heldur aftur á bak farið en áfram. Þegar síðustu ár eru skoðuð ætti engum að blandast hugur um að litlir sigrar hafa unn- ist. Sá stærsti og markverðasti að mínu mati er sigurinn á fordómum í garð geðsjúkra því þótt aðeins sé um að ræða áfangasigur er hann grunnurinn að öllum þeim fram- förum sem við síðan náum til handa geðsjúkum og aðstand- endum þeirra. Nú hefur það loks verið endanlega staðfest að teymi fagfólks sem sækir geðsjúka heim er að verða að veruleika sem og geðdeild fyrir þá veiku ein- staklinga sem geta verið sér og öðrum hættulegir. Ríkisstjórnin hefur samþykkt aukafjárveitingu til Barna- og unglingageðdeild- arinnar og 24 milljónir króna eru sérmerktar til stækkunar BUGL. Þetta eru ekki miklir peningar og ljóst að gera verður miklu betur ef málefni barna og unglinga eiga að komast í viðunandi horf. Vilji nú- verandi heilbrigðisráðherra í þessu efni virðist skýr en það reynir helst á vilja fjármálaráðherra. Al- þjóðageðheilbrigðisdagurinn í ár er sérstaklega tileinkaður tilfinninga- og atferlisröskun unglinga og barna. Þessi umræða hefur lengst af verið falin í íslensku samfélagi sem og öðrum. Nú hafa aðstand- endur barna tekið sig til og komið fram í auknum mæli og lýst að- stæðum sínum og sinna barna. Enn hefur þjóðin verið vakin af værum blundi. Fólki bregður við að heyra lýsingar fólks sem þarf stöðugt að vaka yfir fársjúkum börnum sínum sem seint eða ekki fá hjálp. Fólk sem misst hefur allt fjárhagslegt öryggi og býr við stöðugan kvíða um framhaldið. Það verður að vera forgangsverkefni í velferðarkerfi okkar að koma þess- um veiku börnum og aðstand- endum þeirra til aðstoðar. Rann- sóknir sýna að flestir veikjast fyrst af geðrænum sjúkdómum á aldr- inum 16–25 ára. Þetta er líka sá aldur sem er í einna mestri sjálf- vígshættu. Á þessu aldursskeiði verða gríðarlegar breytingar hjá einstaklingunum og í félagslegu umhverfi þeirra sem ýtir undir hættuna á alvarlegum geðrösk- unum. Það er þess vegna sem við beinum orðum okkar í dag fyrst og fremst að þessum stóra hópi og bjóðum ykkur öllum til tónleika- veislu í Austurbæ, laugardags- kvöldið 11. október klukkan 21:00 á meðan húsrúm leyfir. Yfirskrift tónleikanna er tilfinning. Okkar mannlega tilvera snýst um tilfinn- ingu og að þekkja muninn á til- finningaröskun, geðröskun, þegar vanlíðan okkur verður stjórnlaus og svo því að njóta jákvæðrar til- finningar eða eðlilegrar reiði, jafn- vel sorgar. Við erum tilfinn- ingaverur og eigum að leyfa okkur að vera það. Innibældar tilfinn- ingar leiða að lokum til stormviðris í sálinni með ófyrirséðum afleið- ingum. Fjölmargar hljómsveitir og listamenn leggja Geðhjálp lið á stórtónleikunum á morgun þar sem við skulum saman njóta til- finningarinnar. Í Nauthólsvík verður Geðhlaup jafnframt ræst á laugardag klukk- an 13:00 í annað sinn með þátttöku reyndra og óreyndra og vil ég fyr- ir hönd félagsins sömuleiðis hvetja sem allra flesta að taka þátt í þeirri geðbætandi íþrótt. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Geðhjálpar: www.gedhjalp.is Til hamingju með daginn. Í tilefni dagsins Eftir Sigurstein Másson Höfundur er formaður Geðhjálpar. Í ÞESSUM pistli mínum mun ég ræða hangandahátt stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Félagsfælnir ótt- ast sífellt að verða sér til skammar innan um annað fólk, þá sérstaklega ókunnuga, en því virðist alveg öfugt farið með stjórn- völd. Þau óttast alls ekki að verða sér til skammar hjá þjóð sinni en verða það iðulega eins og í aðbún- aði geðraskaðra hér á landi. Lof- orð á loforð ofan eru brotin svo nú er maður fyrir löngu hættur að taka mark á nokkru sem lofað er af ráðherrum þjóðarinnar í geð- heilbrigðismálum heldur bíður þangað til framkvæmd er yfirstað- in. Eigi að bæta aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, sem er mjög brýnt, þarf að ganga strax til samninga við sálfræðinga um nið- urgreiðslu á þjónustu þeirra líkt og tíðkast með geðlæknisþjónustu. Samkeppnisstofnun hefur fyrir löngu úrskurðað um mismunun þessara tveggja starfsstétta. Að- gerðir eru löngu tímabærar til að leiðrétta þetta. Með því að greiða niður geðlæknisþjónustu er verið að ýta fólki út í lyfjaneyslu, sem stundum getur verið æskileg og nauðsynleg en ósjaldan óþörf sé gripið til kerfisbundinnar og við- urkenndrar sálfræðimeðferðar. Þetta tvennt getur þó farið vel saman og þarf því alls ekki að úti- loka hvort annað. Óniðurgreiddir tímar hjá sálfræðingum kosta nú á milli fimm og sjö þúsund krónur og er sá kostnaður eins og gefur að skilja mörgum um megn. Kostnaður sálfræðiþjónustu hindr- ar því marga í að leita sér hennar sem þeir þó þyrftu nauðsynlega á að halda. Umræddur kostnaður leiðir til þess að fólk dregur fram úr öllu, þangað til í algjört óefni er komið, að leita sér sálfræði- meðferðar eða fer til geðlækna, sem skrifa undantekningarlítið upp á lyf strax við fyrstu komu. Stjórn- völd eyða miklu fé í að greiða nið- ur geðlyf, þá aðallega skráð þung- lyndislyf. Það mætti draga úr lyfjakostnaði einstaklinga og ríkis með því að auðvelda fólki aðgang að sálfræðiþjónustu með því að greiða hana niður og ráða sálfræð- inga á hverja heilsugæslustöð í þessu landi. Í þessu sambandi er mikilvægt að auka aðgengi lands- byggðarfólks að geðheilbrigð- isþjónustu. Þunglyndi og kvíðaraskanir eins og félagsfælni, sem til glöggvunar hrjáir um 13% fólks einhvern tím- ann á lífsleiðinni, svara oft hug- rænni og atferlislegri sálfræði- meðferð ákaflega vel. Slík markviss sálfræðimeðferð kennir fólki aðferðir sem geta gagnast löngu eftir að meðferð er hætt ef góð samvinna kemst á milli sál- fræðings og skjólstæðings. Ekki þýðir sífellt að stofna nefndir og kæfa málefni þar með endalausum fallega orðuðum skýrslum með lausnum sem vísað er í þegar umræðuna ber á góma en koma aldrei til framkvæmda. Sumarlokanir geðdeilda eru ár- viss viðburður hér á landi. Ástæð- urnar eru sagðar mannaflaskortur og minni þörf á þeim árstíma fyrir geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki alls kostar rétt. Þetta er spurning um fjármagn frekar en nokkuð annað. Það þykir eðlilegt að skera niður á geðheilbrigð- issviði fremur en öðrum sviðum. Þetta lyktar náttúrulega af for- dómum. Eins og geðsjúkdómar séu ekki alvörusjúkdómar. Við skulum átta okkur vel á því að geð- sjúkdómar geta auðveldlega leitt til dauða og gera það í tugatali á hverju ári. Sem dæmi þá frömdu 30 og 31 sjálfsvíg á árunum 1998 og 1999. Til samanburðar dóu 27 og 21 í bílslysum þessi ár. Sjálfs- víg skilja ár hvert hundruð að- standenda eftir í sárum. Tíðni sjálfsvíga hefur því miður farið vaxandi en það er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að fækka sjálfs- vígum um einhver 25% á næstu ár- um. Það er nú gott en þessari stefnu fylgja ekki gjörðir. Það þýð- ir ekkert að fara í eitthvert skyndiátak til að minnka jafn djúpstætt vandamál og sjálfsvíg eru í íslensku samfélagi. Það þarf að veita aukið fjár- magn í geðheilbriðgðismál og auka úrræðin og bæta þau sem fyrir eru. Eyða þarf biðlistum eins og tíðkast hafa á BUGL svo fárveikir fái bestu mögulegu þjónustu strax sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda og eiga rétt á. Geðræn veik- indi barna leggjast sérstaklega þungt á foreldra og þarf að huga mun betur að þeim en verið hefur. Alvarleg veikindi eins í fjölskyldu hafa slæm sálræn áhrif á alla í fjölskyldunni, sérstaklega börn, systkini og foreldra. Einnig þarf að bæta eftirfylgni við þá sem eru útskrifaðir af geð- deild og koma á reglulegum við- tölum við þá sem eru inniliggjandi og auka aðgengið að fagfólki þar. Geðsjúkdómar kosta þessa litlu þjóð okkar mikla fjármuni. Að spara aurinn en kasta krónunni þýðir ekki í þessum málum. Það kostar okkur að bæta heilbrigð- iskerfið en það kostar okkur að öllum líkindum meira að gera það ekki. Afleiðingarnar eru vinnutap, minnkuð starfsafköst, vímuefna- og áfengismisnotkun, örorka og sjálfsvíg í verstu tilvikunum. Að ekki sé talað um persónulega þján- ingu sem vitaskuld ekki verður verðlögð. Það er almenn krafa almennings í þessu landi að aðgengi að geð- heilbrigðisþjónustu sé gott og að tiltæk séu meðferðarform sem skila árangri skv. samanburð- arrannsóknum. Íslensk þjóð á að hafa raunverulegt val um meðferð- arform þegar geðheilsan hefur beðið skipbrot. Það þarf að hlúa mun betur að geðheilbrigði þjóð- arinnar eigi viðunandi að teljast. Almenningur í landinu á rétt á betri geðheilbrigðisþjónustu. Skömmin er stjórnvalda Eftir Elís V. Árnason Höfundur er háskólanemi. HÚSIÐ Dvöl í suðurhlíð Kópa- vogskaupstaðar er einkanlega vel staðsett með tilliti til að það nýtur sólar eins og best verður á kosið. Þetta myndarlega hús er mátulega stórt til viðhalds og alls reksturs sem að því lítur. Þarna hef- ur í gegnum tíðina komið fólk sem hefur verið boðið velkomið til að njóta félagsskapar hvað annars, og haft starfsfólk sem er starfi sínu mjög vel vaxið. Við höfum öll verið til fyrir- myndar gagnvart hvert öðru og hafa ánægjustundirnar verið ómælanlegar. Ég lít svo á að í Dvöl hafi lífið haft tilgang fyrir okkur öll og er alltaf gaman að hugsa til þess að koma í heimsókn þangað. Um framtíð staðarins á ég ekki von á öðru en að hann verði ávallt griðastaður öllum þeim sem þangað koma og að orðspor eigi eftir um ókomna framtíð að berast út um alla heimsbyggðina. Með þakklæti fyrir allt. Dvöl Eftir Harald Pálmar Haraldsson Höfundur er gestur í Dvöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.