Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 39 LANGFLEST börn hafa gaman af að hreyfa sig. Munurinn á hreyfingu barna og fullorðinna er helst sá að hinir fullorðnu skipu- leggja hreyfinguna. Við tökum frá sér- stakan tíma, förum í viðeigandi fatnað og hreyfum okkur í ákveðinn tíma við álag sem okkur þykir nægjanlegt. Eftir þessa stund erum við sátt, daglegri hreyfingu er lokið og við snúum okkur aftur að okkar kyrrsetulífsstíl. Börnin hreyfa sig hins vegar í stuttum sprettum og hægja svo á á milli. Þau elska leiki eins og eltingaleik, stórfiskaleik, eina krónu, boltaleiki, bannað að stíga á strik og svo mætti lengi telja. Þau hafa vel flest líka gaman af leikjum sem byggjast á keppni s.s. kapp- hlaup. Börn leita í þrautir, vilja ganga á kantsteinum, klifra utan í grind- verkum og klifra upp á allt. Þau eru alltaf að ögra sér og það hvarflar ekki að þeim að ganga á malbikuðum stígnum. Vandinn er sá að við gefum ekki börnunum tíma til að reyna á sig, ólum þau niður í bílana og berum þau upp tröppurnar. Mikilvægt er að byrja strax á skipulagðri hreyfingu og mættu fleiri leikskólar vera í samstarfi við íþrótta- kennara með slíka leikfimi. Það er þó skilyrði að börnunum þyki hreyfingin skemmtileg. Ekkert barn og reyndar fáir fullorðnir endast í að stunda hreyfingu sem það hefur enga ánægju af. Þegar við förum með börnin í sund mætti byrja á að æfa sundtökin og synda nokkrar ferðir. Þegar barnið þreytist á því fær það að leika í sundlauginni. Ef við förum með barnið á skíði og það þreytist fljótt getur verið jafngóð hreyfing og útivera að taka skíðin af og ærslast í snjónum eða gera snjókarl. Fátt finnst börnum meiri hvatning til að hreyfa sig en þegar mamma og pabbi taka þátt. Í nútímaþjóðfélagi þar sem vinnudagurinn er langur og krefjandi vill það oft verða svo að við sendum börnin út að leika, inn að horfa á sjónvarp eða leika í tölvunni svo við fáum frið til að sinna heim- ilisstörfunum sem bíða. Þegar að matartímanum kemur og fjölskyldan á loks stund saman eru fréttir í bak- grunninum og oft verður lítið um skemmtilegar samræður um atburði dagsins hjá barninu. Hálf klukkustund sem fjölskyldan eyðir saman í leik getur stuðlað að auknu heilbrigði allrar fjölskyld- unnar. Ávinningurinn er ekki ein- ungis aukin líkamleg hreysti sem myndar heilbrigðan lífsstíl barnsins. Heldur gefast þarna um leið kjörin tækifæri til samskipta og spjalls um daginn og veginn. Þegar upp er staðið gefa samverustundirnar okkur dýr- mætustu minningarnar. Skipulögð hreyfing fyrir ung börn Flest íþróttafélög bjóða upp á íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn. Það getur verið góð leið til að þjálfa barnið að leika í hóp og taka tillit til annarra. Hjá Hreyfigreiningu eru í boði námskeiðið Hreyfibærinn fyrir 4–7 ára börn þar sem sérstök áhersla er lögð á að hafa alla hreyfingu skemmtilega fyrir börnin og að þau læri að virkja ímyndunarafl sitt í hreyfileikjunum. Markmið nám- skeiðsins er að efla hreyfiþroska, samhæfingu og úthald. Þar geta for- eldrar nýtt tímann og farið sjálfir á æfingu á meðan börnin þjálfa sér að kostnaðarlausu. Sundnámskeið fyrir börn eru víða í boði svo og dansnámskeið svo eitt- hvað sé nefnt. Það getur verið sniðugt að hafa fastan tíma einu sinni í viku þar sem barnið fer í hóp sem er sér- staklega skipulögð hreyfing en við skulum aldrei vanmeta einfalda leiki heima þar sem best er að mamma og pabbi séu með. Hvernig þjálf- un hentar börnum? Eftir Emilíu Borgþórsdóttur Höfundur er sjúkraþjálfari hjá Hreyfigreiningu. FORMAÐUR skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, heldur því fram í grein hér í blaðinu á miðviku- dag að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins berji höfðinu við stein í umræðum um lóðamál í Reykjavík. Það er vissulega rétt hjá Steinunni Valdísi að það að ræða við fulltrúa vinstri flokkanna um lóðamál í Reykjavík er án efa ekki ósvip- að því að berja höfðinu við stein, enda fulltrúar meiri- hlutans ákveðnir í því að verja eigin aðgerða- og getu- leysi í þessum mikilvæga málaflokki, þvert á staðreyndir og hagsmuni borgarbúa. Grein Steinunnar Valdísar er því miður enn ein staðfesting þessa. Í umræddri grein heldur Steinunn Valdís því fram að lóðaskortur sé ekki fyrir hendi í Reykjavík og að ákvarðanir borgarinnar í lóðamálum hafi engin áhrif haft á fasteignaverð eða íbúaþróun í Reykjavík. Hvort tveggja er rangt. Allar tölur um fjölda lóðaúthlutana og fjölda fullgerðra og fokheldra íbúða í borginni sýna að mikil lægð hefur ríkt á þessum markaði í tíð vinstri manna í borginni. Þessar tölur rakti ég í grein minni hér í blaðinu sl. mánudag og hlýt að hvetja formann skipulags- og byggingarnefndar til að kynna sér þær, séu þær henni ekki þegar kunnar. Það að lóðaframboð í borginni sé nú í aðeins eitt ár með líflegra móti hefur því miður engin áhrif á þessa heildarmynd, sem Steinunn Valdís kýs að líta framhjá. Hvað varðar fasteignaverð og íbúaþróun í Reykjavík, þá er það öll- um ljóst að haldi sveitarfélögin að sér höndum í úthlutun lóða, hefur það áhrif á markaðinn. Fari verð á þeim fáu lóðum sem úthlutað er svo langt fram úr fyrri verðum, eins og gerðist þegar lóðauppboð voru gerð að meginreglu í Reykjavík, hefur það einnig áhrif á markaðinn. Þetta skilja flest önnur sveitarfélög, t.a.m. Garðabær þar sem útboð heyrir til algjörra undantekninga og hefur aðeins verið nýtt við út- hlutun einnar lóðar undir fjölbýlishús og þrjú raðhús, ólíkt því sem Steinunn Valdís heldur fram í grein sinni. Sé það hins vegar bjargföst trú fulltrúa vinstri flokkanna í Reykja- vík að aðgerðarleysi þeirra í lóðamálum hafi ekki haft nein áhrif á byggðaþróun í Reykjavík - er eðlilegt að spyrja hver sé þá ástæða þess að íbúafjölgun hefur í valdatíð þeirra verið mun minni en áður og mun minni en í nágrannasveitarfélögunum? Ef skýringanna er ekki að leita í minna framboði íbúðalóða og hærra verði fasteigna, þurfa fulltrúar vinstri flokkanna sannarlega að velta því fyrir sér hvers vegna Reykjavík sé ekki lengur fyrsti kostur þeirra sem eru að velja sér framtíðarbúsetu. Að berja höfðinu við stein Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og byggingarnefnd. NÝLEGA var upp kveðinn dóm- ur í Hæstarétti Íslands dómur þar sem maður sem orðið hafði gjald- þrota var dæmdur til þungrar refs- ingar. Atvik málsins voru þau að hann skilaði ekki til inn- heimtumanns rík- issjóðs virð- isaukaskatti á réttum tíma eins og honum bar. Hann gerði það þó síðar eða ætlaði að minnsta kosti að gera, en rík- issjóður hafði þá eignast drátt- arvaxtakröfu á manninn og pen- ingarnir sem hann skilaði um síðir voru teknir að stórum hluta upp í vextina. Án þess að þreyta les- endur um of er það niðurstaða dómsins að vangoldinn virð- isaukaskattur hafi numið um tveimur milljónum og sexhundruð þúsundum króna, og hann hafi síð- ar greitt u.þ.b. sömu upphæð, en þar af hafi aðeins um fjórtán hundruð þúsundum verið ráðstafað til greiðslu virðisaukaskatts; restin fór í vexti. – Þetta breytti þó engu fyrir þann seka. Hæstiréttur rekur í dómi sínum þau lagasjónarmið sem niðurstöðu ráða. Þar segir: ,,með ákæru og síðar dómi Hæsta- réttar í máli nr. 49/2000 sem gekk 22. júní 2000 varð nokkur stefnu- breyting í meðferð skattamála hjá efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjórans. Fram að þeim tíma hafði tíðkast að ákæra ekki vegna brota þegar sakborningur hafði greitt þrátt fyrir að um fullframin upplýst brot væri að ræða.“ Og ennfremur: „enginn greinarmunur er gerður við útgáfu ákæru hve- nær greitt er á þeim tímabilum sem rannsókn beinist að og full- framning brota verði að vera helsta leiðarljósið um hvert hið meinta sakarefni er.“ Lesendum til upplýsingar skal tekið fram að fullframning er lögfræðihugtak sem ekki borgar sig að fara út í að skýra. Að lokum segir Hæstiréttur Íslands: ,,Sú fjárhæð sem ákært er fyrir nær til höfuðstóls þess virð- isaukaskatts, sem ógreiddur var er hann féll í gjalddaga, en sam- kvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/ 1988 með áorðnum breytingum sætir sú háttsemi þar tilgreindum viðurlögum að afhenda ekki á lög- mæltum tíma virðisaukaskatt sem maður hefur innheimt eða honum bar að innheimta. Greiðslur ákærða, sem að langmestu leyti voru inntar af hendi löngu eftir gjalddaga, geta ekki haft áhrif á sakarmat.“ Ákærði var sem sé dæmdur til að greiða rúmlega fimm milljóna króna sekt innan fjögurra vikna, en sæta ella fangelsi í fimm mán- uði. Nú er það svo að gjaldþrota menn eiga slíkar fjárhæðir ekki í handraðanum. Hinn raunverulegi dómur er fimm mánaða fangelsi og geta menn svo borið það saman við refsingar sem dæmd eru fyrir önn- ur brot. Þá er rétt að taka fram að ekki var um skattsvik að ræða heldur vangreiðslu virðisauka- skatts. Alþingi þarf að breyta löggjöf- inni sem leiðir til refsinga af þessu tagi og það undir eins. Það sæmir ekki siðuðu þjóðfélagi að beita menn skuldafangelsi. Það var af- numið á fyrri öldum og tilheyrir sama ástandi og svipting kosninga- réttar þeirra sem þágu aðstoð frá sveit. Það er líka gefið að lögin munu óbreytt kosta ríkissjóð fé. Lagaákvæðið gildir t.a.m. um stjórnarmenn félaga sem hafa ekki skilað skattinum. Stjórnum félaga ber að hafa eftirlit með því að fé- lög skili virðisaukaskatti. Í raun- veruleikanum hafa stjórnarmenn ekki mörg tæki til eftirlitsins önn- ur en að inna framkvæmdastjór- ann eftir þessu á fundum. Þess eru mýmörg dæmi að stjórnarmenn fé- laga hafi gripið í taumana löngu eftir gjalddaga og gengið í að virð- isaukaskattur yrði gerður upp og jafnvel mörg dæmi þess að stjórn- armenn gjaldþrota félaga hafi sjálfir greitt háar fjárhæðir úr eig- in vasa þegar ljóst var að félagið hefði ekki burði til þess. Að óbreyttum lögum geta þeir alveg sleppt því. Ég ætla alls ekki að áfellast þá sem ákæra og dæma eftir þessum lögum. Reyndar sagði Magnús heitinn Óskarsson, borgarlögmað- ur, að dómarar við Hæstarétt væru svo ólífsreyndir að þeir kynnu ekki að taka leigubíl og kannski var eitthvert rúm til að skoða raunveruleikann við túlkun laganna, en sjálfsagt ekki mikið. Það er Alþingi sjálft sem þarf að taka málið upp og kannski einna helst þeir eða sú sem mest beitti sér fyrir refsigleði í þessu efni fyr- ir rúmum áratug. Margir sem ekkert erindi eiga í fangelsi hafa orðið og munu verða að sitja af sér refsingu eins og hér er lýst. Ýmsir þeirra prýðismenn á allan almennan mælikvarða. Fangavist er ekki úrræði sem grípa á til vegna gjaldþrots. – Þá sem þegar hafa verið dæmdir til miklu þyngri refsinga en nokkur efni standa til á þessum grundvelli tel ég eiga að náða. Skuldafangelsi á 21. öld Eftir Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.                        !  lif u n Auglýsendur! Hafðu samband í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið lifunaugl@mbl.is Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 29. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.