Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STEFNURÆÐA Anders Fogh Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, sem hann flutti er danska þjóðþingið kom saman á ný fyrr í vik- unni, var að miklu leyti innlegg í umræðu um gildi dansks samfélags. Meðal lykilorða ræð- unnar voru „uppgjör við máttleysið“, „persónu- leg ábyrgð“ og „samkvæmni“. „Fyrir ríkisstjórnina snúast stjórnmál að miklu leyti um gildi og opna umræðu. Við ger- um upp við gamaldags hugsunarhátt, þar sem látið er eins og stjórnmál takmarkist við spurn- ingar um fjárlög, lagabókstafi og hjakkað verði áfram í því fari,“ sagði Fogh Rasmussen. Í ræðunni gagnrýndi hann „pólitískar skræf- ur“, sem óttast að dönsku samfélagi stafi ógn af hnattvæðingunni, að einstaklingshyggja ógni því og að siðferðinu sé ógnað af efnishyggjunni, með orðunum: „Hættið svartsýninni. Lítið út um gluggann.“ Reyndar vildi svo óheppilega til fyrir forsætisráðherrann, að einmitt þegar hann var kominn að þessum stað í ræðunni skrúfuðu menntaskólanemar, sem voru með mótmælafund úti á torginu við Kristjánsborg- arhöll, upp í hátölurunum. „Látum oss þróa með okkur samfélag, þar sem er pláss fyrir athafnavilja og vinnugleði. Þar sem sköpunargleðinni er gefinn laus taum- urinn á kostnað ósveigjanlegra kerfa,“ sagði hann framarlega í ræðunni. „Þetta krefst þess, að við gerum kröfur til hvers og eins og sýnum samkvæmni alls staðar í samfélaginu. Og veit- um þeim viðurkenningu og umbun sem leggja sig sérstaklega mikið fram. Það krefst þess, að við gefum öllum sanngjörn tækifæri. Og bæði fé og hjartahlýju til að annast þá sem minna mega sín,“ sagði Fogh Rasmussen. Ræðu sína hóf hann annars á orðunum: „Danmörk stendur sterk. Við erum eitt bezt virkandi þjóðfélag heims. Við njótum virðingar í heiminum. Við höfum margt sem við getum verið stolt af.“ Þannig var mikill uppörvunar- tónn í ræðunni, þótt ekki skorti heldur á að for- sætisráðherrann benti á hvað sér þætti landar sínir mega gera betur. Slakað á kröfum í skólum Fogh Rasmussen hefur við fyrri tækifæri gagnrýnt harðlega það sem hann kallar grunn- skóla, þar sem það sem sérhver geti ekki lært fái enginn að læra. Og skólamálin urðu for- sætisráðherranum einnig í ræðu sinni nú að umfjöllunarefni til að undirstrika hin borgara- legu-frjálslyndu lykilorð umræðunnar um gildi samfélagsins: frelsi, samkvæmni, ábyrgð og að mönnum sé umbunað fyrir að leggja sig fram. „Það hefur í nokkra áratugi skort á að gerðar séu kröfur og samkvæmni sýnd í verki. Í skól- unum hefur verið slakað á faglegum kröfum. Ef til vill vegna ótta við að ákveðnar faglegar kröf- ur væru hinum verst stöddu óhagstæðar. En þetta hefur haft mjög skaðleg áhrif. Óburðug- ustu nemendurnir hafa verið skildir eftir. Og danskir nemendur standa sig verr en nemend- ur í öðrum löndum á ófáum afgerandi sviðum. Það er eins og að kennsla faglegrar kunnáttu hafi vikið neðar á forgangslistann fyrir því að sitja í hring og spyrja: „Hvað finnst þér?““ sagði Fogh Rasmussen, og hélt áfram: „Það getur verið prýðilegt að sitja í hring og ræða saman. En fyrsta forsendan fyrir því að geta átt gefandi samræður er að maður viti hvað um er rætt. Ef órökstuddum skoðunum er gert jafn- hátt undir höfði og þekkingu, þá endar þetta í tómri vitleysu.“ Talsmenn dönsku kennarasamtakanna tóku þessum orðum forsætisráðherrans illa. Það væri nýtt, að hann sýndi málefnum grunnskól- ans áhuga. Athugasemdir hans væru „háðuleg- ar, hlægilegar og áhyggjuvekjandi“, eftir því sem Politiken hefur eftir Anders Bonde Christ- ensen, formanni dönsku kennarasamtakanna. Ræðunni lauk Fogh Rasmussen á bjartsýnis- nótum. Þær breytingar sem orðið hefðu á dönsku samfélagi og þyrftu að halda áfram ættu ekki að „framkalla bölsýni og svartagalls- raus. Heldur þvert á móti fæða af sér bjartsýni og lífsgleði“. „Hættið svartsýninni“ Forsætisráðherra Danmerkur fordæmir böl- sýnistal og kallar eftir athafna- og vinnugleði AP Anders Fogh Rasmussen í ræðustól. ’ Látum oss þróa meðokkur samfélag, þar sem er pláss fyrir athafnavilja og vinnugleði. ‘ TEKIST hefur samkomulag með norska fjármálajöfrinum Kjell Inge Røkke og lánardrottnum hans og gengur það út á að koma í veg fyrir, að fyrirtækjaveldi hans verði gjald- þrota. Verða flest fyrirtækjanna seld en Røkke leyft að halda eftir hluta- bréfum í Aker Kværner. Ástandið innan Røkke-veldisins kom upp á yfirborðið í síðasta mán- uði þegar við lá, að hann gæti ekki greitt rúmlega sex milljarða ísl. kr. afborgun af láni frá stórfyrirtækinu Orkla og nú hafa lánardrottnar hans neytt hann til að horfast í augu við veruleikann að því er fram kom í Dagens Næringsliv í gær. Segir blaðið, að stefnt sé að því að selja Røkke-fyrirtækin eitt af öðru á næstu tveimur árum en honum verð- ur leyft að halda eftir hlutabréfum sínum í Aker Kværner. Hefur rekst- ur þess og Aker Yards gengið vel. Meðal þeirra fyrirtækja, sem verða seld, eru Norway Seafoods, Dexion og fasteignafyrirtækið Legend. Fyrirtæki Røkkes verða seld FIMMTÍU og fjórir týndu lífi í um- ferðarslysi á Austur-Jövu í Indónes- íu í gær. Lögregla leitaði í gær ökumanns flutningabíls sem talinn er bera ábyrgð á þessu mannskæðasta bíl- slysi í landinu á árinu. Flutningabíll- inn skall framan á rútu fullri af ung- mennum og önnur flutningabifreið ók síðan aftan á rútuna. Ökumaður flutningabílsins stakk af frá slysstað en svo virðist sem hemlar bílsins hafi gefið sig þegar honum var ekið niður brekku á móti rútunni. 54 farast CASILDO Caballero, skyrtusali í New York, heldur hér á nýja 20 dollara seðlinum en hann kom í umferð í gær. Er hann fyrsti dollaraseðillinn í öðrum litum en græn- um og svörtum. Auk þeirra er hann með ferskjulit- uðum og bláum tónum og er vonast til, að það auk ann- ars geri peningafölsurum erfiðara um vik. Reuters Nýr dollaraseðill kominn í umferð ANDERS Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, rétti Færeyingum og Grænlend- ingum, sem sækjast eftir meira sjálfstæði frá Danmörku, sáttahönd í stefnuræðu sinni. „Frelsi og ábyrgð. Það eru lykilorð þess- arar ríkisstjórnar,“ sagði hann er hann vék að málefnum Færeyja og Grænlands. „Ég vil að bæði færeyska og grænlenzka þjóðin fái mjög skýr skilaboð frá mér: Þið ákveðið sjálf framtíð ykkar og það hvernig þið tengist Danmörku.“ Lýsti hann vilja stjórnarinnar til að færa fleiri málefni undir valdsvið heimastjórna Færeyja og Grænlands. En „frelsi og ábyrgð verða að fylgjast að“. Um leið og danska stjórnin gefi vald eftir til heimamanna verði þeir á móti að sjá til þess að geta fjármagnað eigin stjórnarstefnu sjálfir. Boðar frumvarp um yfirtöku málaflokka Boðaði Fogh að í vetur yrði lagt fram „tímamóta“-frumvarp um almennan laga- ramma sem geri Færeyingum kleift að taka smám saman yfir stjórn fjölda nýrra mála- flokka. Þá sé danska stjórnin ennfremur tilbúin til að skipa nýja dansk-grænlenzka nefnd um sjálfstjórnarmál. En hann tók fram: „Ég leyni því ekki að ég kysi helzt að eining konungsríkisins haldi. Okkur finnst hin sögulegu, menningarlegu og persónulegu tengsl milli Færeyja, Dan- merkur og Grænlands vera svo sterk, að áframhaldandi samstaða innan ríkisheild- arinnar væri það eðlilegasta. En ríkisheildin er ekki þvingun. Hún má ekki vera spenni- treyja. Við verðum stöðugt að endurnýja rík- isheildina í takt við kröfur tímans.“ „Ríkisheildin er ekki spennitreyja“ Í Æ FLEIRI dönskum barnaskólum er það orð- ið að fastri reglu í upphafi skólaárs að láta nem- endur þreyta greindarpróf. Er þetta gert í nafni viðleitni til að laga kennsluna að þörfum hvers og eins. „Kennararnir leggja áherzlu á mínar sterku hliðar í stað þeirra veiku. Ég hef öðlazt meira sjálfstraust,“ hefur Jyllandsposten eftir Tinu Sørensen, nemanda í Lynghøj Efterskole á Norður-Jótlandi. Hið kerfisbundna mat á greind nemenda í skólanum á að hjálpa kennurunum við að taka tillit til styrkleika og veikleika hvers og eins nemanda við skipulagningu kennslunnar. Jens Borup, skólastjóri Lynghøj Efterskole, telur að gera ætti slík greindarpróf að skyldu í öllum skólaskylduskólum Danmerkur. „Það hefur verið einblínt á hinar veiku hliðar nemendanna. Með því að leggja mat á greind þeirra getum við byggt upp á grundvelli þeirra atriða sem nemandinn er góður í,“ segir hann. Í hans skóla eru nemendurnir látnir þreyta svokallað „verkefnahlaup“, þar sem þeir m.a. spreyta sig á því að byggja brú úr eldspýtum, eða að reikna út hve mörg grasstrá eru á einum fermetra. Kennararnir fylgjast með og meta nemendurna með tilliti til þess hvernig þeir nálgast verkefnin. Síðan er metið í hvaða „greindarflokk“ hver nemandi fellur og er þar tekið mið af kenningum bandaríska sálfræðipró- fessorsins Howard Gardner – sem kom til Ís- lands fyrr á þessu ári og kynnti þessar hug- myndir sínar. Samkvæmt kenningum hans er mannleg greind að minnsta kosti ferns konar og hver og einn einstaklingur er misvel gefinn á hverju greindarsviði. „Með því að ýta undir þá greind sem nemand- inn er sterkur í er hægt að styrkja hann á öðrum greindarsviðum,“ hefur Jyllandsposten eftir Jesper Mayerhofer, aðstoðarskólastjóra H.C. Andersen-skólans í Óðinsvéum. Hugsanlega minni þörf fyrir sérkennslu Upplýsingarnar úr greindarprófunum eru nýttar til að gera kennsluna sveigjanlegri. Til dæmis geta börn sem gædd eru mikilli hreyfi- þörf haft gott af því að vera fyrst í leikfimitíma áður en þau setjast niður í bókalærdómstíma. Niels Egelund, prófessor við danska kenn- araháskólann, DPU, spáir því að aukin notkun þessarar aðferðar muni minnka þörf á sér- kennslu. Hann telur þó að betur þurfi að láta reyna á hvernig aðferðin reynist áður en hún er gerð að skyldu í öllum skólum. Greindarpróf æ oftar í dönskum skólum ’ Kennararnir leggjaáherzlu á mínar sterku hlið- ar í stað þeirra veiku. Ég hef öðlazt meira sjálfstraust. ‘ UM 16% fullorðinna Banda- ríkjamanna eru með að minnsta kosti eina tattóveraða mynd á líkamanum, að því er fram kemur í könnun. Það var Harris-stofnunin, sem könnunina gerði, og var spurt um tattóveringu frá alls konar sjónarhornum, jafnt kynferðislegum sem pólitísk- um. Í ljós kom, að demókratar eru líklegri en félagar í öðrum flokkum til að láta tattóvera sig, voru þeir 18% hinna hör- undsflúruðu, en repúblikanar voru þó ekki langt undan eða 14%. 34% fannst sem flúrið gerði þá meira kynferðislega æsandi, aðallega konum, og 29% fannst sem það hefði kynt undir uppreisnaranda í sér. 5% töldu að gáfurnar hefðu aukist, og 3% fannst sem þau væru íþróttamannslegri vegna tatt- ósins. Ljóst er, að tattóvering er ekki lengur einhver mistök í fylleríi, heldur meðvituð að- gerð, og 83% hinna hörunds- flúruðu sáu ekki eftir henni. Þeir sem iðruðust nefndu oftast sem ástæðu „nafnið í tattóver- ingunni“. Tattó eyk- ur kyn- þokkann New York. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.