Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Samkvæmisblússur Toppar Dragtir Kápur Úlpur Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar Landstjóri Kanada, frú Adrienne Clarkson, heldur minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar í fyrirlestrarsal Háskólans á Akureyri, Oddfellowhúsinu, kl. 10:00 mánu- daginn 13. október 2003. • Titill fyrirlestursins er „A Threshold of the Mind: The Modern North“ og mun fjalla um breytingar á viðhorfum til norðurskautssvæðisins og sjálfsmynd norð- urslóðabúa. • Fyrirlesturinn er öllum opinn og fólk er beðið að mæta tímanlega. • Umræðan, sem fer fram á ensku, mun snúast um menningu og lífvænleika samfélaga á norðurslóðum. Meðal annars verður rætt um hvaða sam- félagsþættir séu nauðsynlegir fyrir viðgang byggða, hvaða eiginleikar séu sameiginlegir þeim samfélögum sem vel vegnar og hvað megi af þeim læra. • Þátttakendur í umræðunum koma frá Kanada og Íslandi og munu Þorsteinn Gunnars- son, rektor Háskólans á Akureyri og Mary Simon, sendiherra málefna norðurslóða í Kanada, stjórna þeim. Reiknað er með almennri þátttöku á meðan húsrúm leyfir. Hringborðsumræður á vegum Háskólans á Akureyri með þátttöku landstjóra Kanada munu fara fram í Ketilhúsinu við Kaupvangs- stræti sama dag kl. 11:00. Hringborðsumræður um menningu og lífvænleika samfélaga á norðurslóðum Kjördæmisþing | Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðaust- urkjördæmi verður haldið á Fiðl- aranum, Skipagötu 14, á Akureyri á laugardag, 11. október. Þinghald hefst kl. 13 með ávarpi formanns Samfylkingarinnar, Öss- urar Skarphéðinssonar, en meðal annarra dagskrárliða eru skýrsla stjórnar kjördæmisráðsins, erindi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um framtíðarsýn Samfylking- arinnar í upphafi 21. aldar og ávarp Kristjáns L. Möllers alþing- ismanns. Um kvöldið efnir Samfylking- arfólk síðan til haustfagnaðar á veitingastaðnum Græna hattinum við Hafnarstræti á Akureyri.    Fornsögur og nútími | Arthur Björgvin Bollason flytur fyrir- lestur í Ketilhúsinu í dag, föstu- daginn 10. október, kl. 15. Þar mun hann fjalla um fornsögur og nútímann. Fyrirlesturinn er hald- inn í samvinnu Verkmenntaskól- ans á Akureyri og Gilfélagsins, en allir eru velkomnir.    Það er íslensk-spænska fyrirtæk- ið Search Marine Biotechnology sem hyggst setja upp verksmiðju til gelatínframleiðslunnar en það er í jafnri eigu Brims, móðurfélags ÚA og fyrirtækis í Katalóníu á Spáni. Guðbrandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Brims sagði að þessa dagana væri m.a. verið að vinna að húsnæðismálum en 800-900 femetra húsnæði þarf undir verksmiðjuna. Hann sagði það ekki nauðsynlegt að verksmiðjan yrði staðsett sem næst starfsstöð ÚA. „Það er tölu- vert af lausu at- vinnuhúsnæði í bænum og við reynum að nýta eitthvað af því.“ Guðbrandur sagði að þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang væri áætluð ársvelta hennar um 400 milljónir króna. Kostnaður við uppsetningu verk- smiðjunnar er 200-300 milljónir og verða starfsmenn 7. Guðbrandur sagði að um 3.000 tonn af hráefni færu í gegnum verksmiðjuna ári þegar hún verður komin í full af- köst. Hjá ÚA falla til um 1.200 tonn af fiskroði á ári, eða rúmur þriðj- ungur þess sem þarf í framleiðsl- una. Það sem uppá vantar verður keypt af öðrum. Undanfarin ár hefur ÚA átt í samstarfi við fyrirtækið í Katalóníu um prufuframleiðsluna en fiskroð sem til fellur hjá ÚA hefur verið fryst og flutt niður til Spánar. Þess- ar tilraunir hafa gefist vel en nú hef- ur verið ákveðið að taka næsta skref og flytja framleiðsluna til Akureyr- ar. Guðbrandur sagði markaðhorfur fyrir framleiðsluna alveg bærilegar. Gelatín er er prótein sem er að- allega notað við matvælafram- leiðslu, lyfjaframleiðslu, snyrtivöru- framleiðslu, en einnig í matvæla- og prentiðnaði. Spurn eftir gelatíni hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Efnið er fyrst og fremst unnið úr svína- og nautgripahúðum og bein- um sláturdýra, en framleiðendur gelatíns hafa verið að svipast um eftir öðru hráefni til vinnslu og beinist kastljósið því nú að sjávar- fangi. Framleiðsla á gelatíni úr fiskroði hefst í vor FRAMLEIÐSLA á gelatíní eða vatnsofnu kollageni úr fiskroði hefst á Ak- ureyri næsta vor. Það er fyrirtæki sem er í eigu Brims, móðurfélags Útgerð- arfélags Akureyringa og fyrirtækis í Katalóníu á Spáni, sem á og rekur verk- smiðjuna. Gelatín er er prótein sem er aðallega notað við matvælaframleiðslu, lyfjaframleiðslu, snyrtivöruframleiðslu, en einnig í matvæla- og prentiðnaði. Spurn eftir gelatíni hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Guðbrandur Sigurðsson ENGAR athugasemdir bárust við tillögu að deiliskipulagi íbúðar- byggðar austan Skógarhlíðar í Hörgárbyggð. Þar hyggst bygging- arfyrirtækið Katla byggja 8 einbýlis- hús, að sögn Helgu B. Erlingsdóttur sveitarstjóra. Um er að ræða svæði ofan við starfsstöð Vaka-DNG á Lónsbakka en þar eru fyrir nokkur einbýlishús og leikskóli. Mikið spurt Helga sagði að mikið væri spurt um lóðir undir íbúðarhúsnæði þann- ig að trúlega vantaði fleiri lóðir í sveitarfélaginu. Hún sagði að ekki væru í boði fleiri lóðir en þessar átta austan Skógarhlíðar. „Það er verið að skoða fleiri möguleika en málið er þó á algjöru byrjunarstigi.“ Hinn 1. desember sl. voru íbúar í Hörgár- byggð um 370 og sagði Helga að íbúafjöldinn hefði staðið nokkuð í stað. Hörgárbyggð Ætla að byggja 8 einbýlishús „ÉG hef fundið bein eða beinflísar í nánast hverri holu,“ sagði Davíð Þór Óskarsson, starfsmaður Garðtækni, sem var að grafa nokkrar holur á lóðinni við Nonnahús. „Mér er ekki kunnugt um hvort þetta eru manna- eða dýrabein en ætla að fá einhvern til þess að skoða þau.“ Þessa dagana er unnið að lagfæringum á lóðinni við Nonna- hús og var Davíð Þór að grafa holurnar í tengslum við þá framkvæmd. Þar er m.a. verið að lagfæra grjóthleðsuna á göngu- stígnum að húsinu. Morgunblaðið/Kristján Bein í nánast hverri holu Skák | Fyrsta öldungamót vetr- arins hjá Skákfélagi Akureyrar fer fram í kvöld, á föstudags- kvöldið, 10. október kl. 20. Mótið er ætlað skákmönnum 45 ára og eldri. Haustmót Skákfélagsins hófst síðastliðinnsunnudag og mættu níu til leiks, líklegt verður þó að teljast að sá tíundi bætist í hóp- inn. Fór fyrsta umferðin þannig að allar skákirnar unnust á hvítt. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.