Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
NÝR samningur um verkefnið Geðrækt verður undirritaður
í dag í tilefni af alþjóðageðheilbrigðisdeginum sem haldinn er
10. október ár hvert. Í ár er dagurinn tileinkaður börnum og
unglingum og Geðrækt stendur fyrir geðræktarþingi í Iðnó í
dag þar sem sérstaklega er rætt um þætti sem geta miðað að
því að draga úr þjáningum barna og unglinga með því að
vernda geðheilsu þeirra. Yfirskrift þingsins er „Meiri hlátur
– minni grátur“ og að sögn Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur,
verkefnastjóra Geðræktar, verður dagskráin blanda af al-
vöru og gleði.
„Meðal annars mun Valgerður Snæland fjalla um jákvæð
áhrif hláturs á heilsu og andlega líðan,“ segir Dóra. „Jafn-
framt verður Geðræktarstjarnan afhent í
þessu sinni er það Elín Ebba Ásmundsdó
geðsviði Landspítalans, sem hlýtur hana
að geðrækt og opna umræðu um geðheilb
bent á margvíslegar leiðir í meðferð við g
að efla geðheilsu og átti meðal annars hug
orðunum tíu og geðræktarkassanum,“ se
Ekki dómur fyrir lífs
Á þinginu munu tveir einstaklingar á þ
frá reynslu sinni af geðheilsuvanda en að
ilvægt að benda á að það að greinast með
Geðræktarþing í tilefni af alþjóða
Nýr samningur um Geð
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda verkefn-
inu Geðrækt áfram og segir Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir verkefnisstjóri að það séu
mikil tímamót. „Þetta var upphaflega
hugsað sem verkefni til þriggja ára frá
2000 til 10. október 2003, en það er mat
þeirra sem koma að verkefninu að það sé
mikil þörf á svona verkefni og ákveðið
hefur verið að endurnýja samstarfssamn-
inginn.“
Geðrækt er samstarfsverkefni Land-
læknisembættisins, geðsviðs Landspítala,
Heilsugæslunnar í Reykjavík og Geð-
hjálpar. Á meðal markmiða er að auðvelda
notendum geðheilbrigðisþjónustunnar að
hafa áhrif á hana, efla umræðu um geð-
heilsu landsmanna, auka forvarnir og
fræðslu um geðsjúkdóma og geðheilbrigði,
draga úr fordómum og bæta líðan almenn-
ings.
Langt í land
Dóra Guðrún segir að hugmynd verk-
efnisins megi rekja til þess að ákveðinn
einstaklingur, sem hafi glímt við geðrask-
anir, hafi barist fyrir því að fara af stað
með svona verkefni. Til að byrja með hafi
því ekki verið vel tekið en vegna styrkja
frá einkaaðilum hafi verið hægt að hrinda
því af stað og opinberir styrkir hafi aukist
eftir því sem verkefnið hafi sannað sig
betur. Upphaflega hafi umræddum ein-
staklingi verið sagt að hann ætti bara að
gleyma því að hann væri að glíma við geð-
sjúkdóm og hann myndi eyðileggja fyrir
sér með því að tala um þetta upphátt.
„Hann mætti fordómum úti í samfélaginu
og fólk var ekki tilbúið að hlusta á hann
þegar hann vildi tala um sjúkdóm sinn eft-
ir að hafa orðið frískur aftur. Honum
fannst nauðsynlegt að breyta þessu,“ segir
hún.
Samkvæmt könnunum sem verkefn-
isstjórnin hefur látið framkvæma til að ár-
angursmæla fræðsluna hefur verkefnið
náð til margra. Dóra Guðrún segir að nið-
urstöðurnar hafi meðal annars birst í er-
lendum tímaritum og þótt merkilegar, en
ræðu, þó
Dóra
ilvægt fy
finna að
vilji sé t
braut. A
hafi spá
byrði þj
hjarta- o
fyrstu sæ
vestræn
sæti 201
bregðas
megi í v
hátt.
Þegar
einbeita
um fyrst
efnum t
á þriðja
samkvæmt Gallup-könnun í fyrra hafi
komið í ljós að um 50% aðspurðra höfðu
heyrt um verkefnið og þriðjungur vissi
hvað geðrækt væri og snerist um. „Það er
gott ef hægt er með svona verkefni að ná
til fólks og fá það til að hugsa um geð-
heilsu sína og hvernig best er að rækta
hana, en það er mjög mikilvægt og fyr-
irbyggjandi varðandi geðsjúkdóma.“ Hún
segir líka mikilvægt að fólk geri sér grein
fyrir því að þó að það lendi ekki sjálft í
geðsjúkdómum eigi allir eftir að þekkja
einhverja sem eigi eftir að glíma við þá.
„Þá skiptir máli að við þekkjum og vitum
hvernig eigi að bregðast við,“ segir Dóra
Guðrún og bendir á að meðan umræðan sé
lokuð og undir yfirborðinu sé fólk illa statt
þegar það greinist með geðröskun og viti
ekki hvernig eigi að bregðast við. „Þetta
virðist hafa breyst svolítið með opnari um-
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir hefur verið verkefnisstjó
Tímamót í þriggja ára samstarfs
Geðrækt sáir áfra
EKKI FLEIRI FLUTNINGS-
JÖFNUNARKERFI
Stjórnvöld stefna nú að því að komaá nýju millifærslu- og niður-greiðslukerfi í flutningum. Morg-
unblaðið greindi frá því í fyrradag að rík-
isstjórnin hefði samþykkt að fela
iðnaðarráðuneytinu að útfæra reglur um
jöfnun flutningskostnaðar, byggðar á
hugmyndum sem Byggðastofnun hefur
lagt fram.
Í samtali við blaðið segir Kristján
Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í iðn-
aðarráðuneytinu, að gert sé ráð fyrir að
endurgreiða ákveðið hlutfall af flutn-
ingskostnaði fyrirtækja á landsbyggð-
inni. „Hlutfallið færi samkvæmt hug-
myndunum hækkandi eftir fjarlægð frá
markaði. Landinu yrði skipt upp í svæði
og síðan yrði ákveðið hversu hátt hlutfall
yrði endurgreitt,“ segir Kristján. Hann
bætir við að þessar hugmyndir komi til
móts við þau sjónarmið, að fyrirtæki á
landsbyggðinni standi höllum fæti á
markaði vegna fjarlægðar frá honum.
Millifærslu- og niðurgreiðslukerfi af
þessu tagi ýta yfirleitt undir óhag-
kvæmni og sóun. Væntanlega þurfa
stjórnvöld að leggja á eitthvert gjald eða
hækka skatt til að standa undir kostnaði
við flutningsstyrkina. Þeir peningar
verða að líkindum teknir af fólki á
„markaðnum“, þ.e. á höfuðborgarsvæð-
inu og afhentir fólki, sem framleiðir vöru
langt frá markaðnum. Ein afleiðingin
verður að fólkið á höfuðborgarsvæðinu á
minna af peningum afgangs til að kaupa
vörur af framleiðendunum úti á landi og
þá er nú flutningsjöfnunin skammgóður
vermir.
Önnur afleiðing styrkjakerfis af þessu
tagi er að það dregur úr hvata fyrirtækja
til að leita hagkvæmustu leiðanna í flutn-
ingum. Það dregur úr viðleitni fyrir-
tækja til samvinnu eða sameiningar til
að ná betri samningum við flutningafyr-
irtæki. Það dregur úr samkeppni á flutn-
ingamarkaðnum og gerir flutningafyrir-
tækjum lífið helzt til þægilegt. Það
dregur úr uppbyggingu lífvænlegra
byggðakjarna úti um land en ýtir undir
að fyrirtæki séu staðsett þar sem þau
liggja illa við flutningum. Það dregur úr
hvata framleiðslufyrirtækja til að fram-
leiða vöru með miklum virðisauka, vegna
þess að slík vara ber fremur háan flutn-
ingskostnað en vara sem er minna virði.
Það fer ekki á milli mála að flutnings-
kostnaður kemur verr við fyrirtæki á
landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæð-
inu, en það gleymist stundum að aðrir
kostnaðarliðir koma betur út fyrir fyr-
irtæki úti á landi. Launakostnaður er
þar almennt lægri, starfsmannavelta er
minni og húsnæði er ódýrara. Ætti að
borga fyrirtækjum á höfuðborgarsvæð-
inu húsnæðisstyrki til að jafna sam-
keppnisstöðu þeirra?
Nú þegar er flutningsjöfnun á tveimur
vörum við lýði; á olíu og sementi. Bæði
kerfin hafa auðvitað löngu gengið sér til
húðar og af og til koma hjákátlegar af-
leiðingar þeirra í ljós. Þannig hækkaði
verðið á sementinu í steypuna til hins al-
menna húsbyggjanda síðastliðið vor
vegna mikilla sementsflutninga austur
til Kárahnjúka. Umferð sementsbíla um
Vesturlandsveg frá Akranesi til höfuð-
borgarsvæðisins hefur sömuleiðis farið
stórvaxandi undanfarið, með tilheyrandi
álagi á vegakerfið og umferðina, en
flutningar með skipi lagzt af. Ástæðan er
sú að flutningsjöfnunarsjóðurinn borgar
meira fyrir landflutninginn.
Flutningsjöfnunarkerfi olíu er orðið
hrein og klár markleysa; gjaldskrá jöfn-
unarsjóðsins miðast eingöngu við flutn-
inga frá Reykjavík, en olía er nú flutt inn
á ýmsar aðrar hafnir. Þannig fá olíufé-
lögin greitt fyrir flutning frá Reykjavík,
jafnvel þótt þau sigli með olíuna frá út-
löndum og beint til Akureyrar. Í skýrslu
nefndar um flutningskostnað, sem út
kom fyrr á þessu ári, segir: „Sjóðurinn
greiðir einungis fyrir samþykktan taxta,
sjótaxta og landtaxta, alveg óháð því
hvernig varan er flutt. Þannig er verið að
greiða milljónir króna á hverjum mánuði
í flutningsjöfnun fyrir strandflutninga
sem aldrei fara fram, þar sem olía er
annaðhvort flutt landleiðina eða hún
flutt beint inn á ströndina með skipum
frá útlöndum. Verið er að greiða flutn-
ingsjöfnun fyrir rekstur skipa sem ekki
eru lengur til staðar.“
Það virðist seint ætla að renna upp
fyrir stjórnmálamönnum að lífvænlegar
byggðir verða ekki til með ríkisstyrkjum
og niðurgreiðslum, heldur með því að
þar sé öflugt atvinnulíf, sem starfar á
markaðslegum forsendum. Með milli-
færslu- og styrkjakerfum á borð við það,
sem nú á að koma á fót, er ekki stuðlað að
slíku. Fremur en að bæta við enn einu
flutningsjöfnunarkerfinu, á að leggja
niður þau, sem þegar eru fyrir hendi.
GEÐRASKANIR BARNA OG UNGLINGA
Í dag, á alþjóðageðheilbrigðisdegin-um, verður undirritaður nýr samn-
ingur um verkefnið Geðrækt, sam-
starfsverkefni Landlæknisembættis-
ins, geðsviðs Landspítala, Heilsugæsl-
unnar í Reykjavík og Geðhjálpar.
Upphaflega var verkefnið einungis
hugsað til þriggja ára, en vegna þess
hve þörfin fyrir slíkt verkefni er rík
hefur verið ákveðið að halda því áfram.
Það sem gerir starf Geðræktar eft-
irtektarvert, fyrir utan það fræðslu-
og forvarnarstarf sem þar er unnið, er
fyrst og fremst sú áhersla sem lögð er
á að auðvelda sjálfum notendum geð-
heilbrigðiskerfisins að hafa áhrif á
þjónustu þess. Með þeim hætti er
reynsla sjúklinganna nýtt sem skyldi,
virðing fyrir þeim aukin og réttur
þeirra til að hafa áhrif og bera ábyrgð
á eigin lífi viðurkenndur. En allt fram
á síðustu ár var því miður algengt að
samfélagið brygðist við geðsjúkdóm-
um með forræðishyggju sem oft á tíð-
um var lítillækkandi og lituð fordóm-
um.
Að þessu sinni er alþjóðageðheil-
brigðisdagurinn helgaður umræðu um
geðraskanir barna og unglinga, en á
síðustu misserum hefur ítrekað verið
bent á hversu úrræði fyrir þennan hóp
eru fá og biðlistar eftir nauðsynlegri
meðferð langir. Í samfélagi þar sem
fullorðnu fólki er þjáist af geðröskun-
um reynist erfitt að berjast fyrir rétti
sínum, jafnvel þótt fordómar í þeirra
garð séu á undanhaldi, eiga börn og
unglingar enga möguleika nema staðið
sé við bakið á þeim. Það er því algjört
forgangsverkefni í heilbrigðismálum
að koma meðferðarúrræðum fyrir
þessa einstaklinga í viðunandi horf svo
þeir komist til þroska og geti nýtt
hæfileika sína til fullnustu.
ÚRRÆÐI fyrir börn með geðraskanir eru
alltof fá hér á landi og Ísland stendur langt
að baki Norðurlandaþjóðunum í þessum
efnum. Þetta kemur fram í máli Kristjáns
Más Magnússonar, sálfræðings og for-
manns Félags foreldra og áhugafólks um
geðraskanir barna og unglinga, en hann er
einn þeirra sem verða með erindi á geð-
ræktarþinginu í Iðnó í dag í tilefni af al-
þjóðageðheilbrigðisdeginum.
„Það er mikill ólestur á geðheilbrigðis-
málum barna hér á landi. Hvað eftir annað
eru gerðar skýrslur sem sýna að Ísland
stendur Norðurlöndunum langt að baki á
þessu sviði en svo er ekkert aðhafst, þrátt
fyrir að vandamálin séu sífellt að aukast,“
segir Kristján og tekur sem dæmi að í Dan-
mörku og Svíþjóð er miðað við að fyrir
hendi séu meðferðarúrræði fyrir allt að 2%
barna en á Íslandi eiga einungis 0,5% barna
möguleika á meðferðarplássi.
„Unglingar komast ekki á meðferðar-
heimili Barnaverndarstofu nema þeir séu
komnir í útigang, eigi langvarandi sögu um
fjarveru frá skóla, séu komnir út í vímuefni
eða eigi að baki sögu um lögregluafskipti.
Það þarf svo mikið til að þau fái pláss á
meðferðarheimili. Börn með alvarlegan geð-
rænan vanda fá ekki pláss á Barna- og ung-
lingageðdeild fyrr en eftir árs biðtíma þótt
öll þeirra
Kristján
alvarlegt
á meðfer
geðraska
úrlausn s
Þá se
ráðuneyt
í endursk
að mikla
við börn
skóla va
Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn tileinkaður bö
Ísland langt a
um Norðurlö