Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Óli SigurðurJónsson skip- stjóri fæddist á Horni í Nesjahreppi í A-Skaftafellssýslu 7. júlí 1912. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 3. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson bóndi á Horni, f. 29. september 1872, d. 30. desember 1950, og Guðbjörg Lússía Þorsteinsdóttir hús- freyja á Horni, f. 28. desember 1885, d. 2. desember 1968. Systkini Óla eru Hafsteinn, f. 1906, d. 1967, Eyleif, f. 1908, d. 1989, Nanna, f. 1920, Ingibjörg, f. 1926, d. 1990, og Guðni Ragn- ar, f. 1928. Hinn 17. desember 1939 kvæntist Óli eftirlif- andi eiginkonu sinni Guðlaugu Marteinsdóttur frá Sjónarhóli í Nes- kaupstað, f. 4. sept- ember 1917. Þau eiga fjögur börn, þau eru: 1) Guð- björg, f. 1. septem- ber 1939, d. 16. nóv- ember 1946. 2) Guðjón, f. 19. júlí 1951. 3) María Guð- björg, f. 26. janúar 1955, maki Flóvent Johansen, f. 18. júní 1954, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 4) Sigurlaug Maren, f. 7. ágúst 1959, maki Smári Hauksson, f. 12. júlí 1958, þau eiga fjögur börn. Óli verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ég vissi þegar ég vaknaði 3. októ- ber að sá dagur yrði ekki eins og aðr- ir venjulegir föstudagar. En að hann bæri með sér þær fréttir um miðjan dag sem hann og gerði óraði mig ekki fyrir. Það kemur alltaf hnútur í magann og hjartað tekur aukaslag þegar hringt er frá Íslandi á „óeðli- legum“ tíma og þegar ég heyrði að Guðjón svaraði í símann og spurði hvort ekki væri allt í lagi, þá vissi ég svarið … maðurinn sem ég hef elsk- að og borið takmarkalausa virðingu fyrir allt mitt líf væri dáinn. Þú fékkst jú að fara án þess að kveljast og að því leyti samgleðjumst við þér, en guð hvað það er sárt. Margur hugsar eflaust að maður megi þakka allan þennan tíma sam- an og það geri ég líka, en eins og ég hef alltaf sagt: þetta er hann pabbi minn og hann pabbi minn verður aldrei gamall. Að setjast niður og ætla að minn- ast þín í örfáum orðum …það er ekki hægt, því að þó að þú hafir ekki verið mikið heima þegar við vorum lítil vegna sjómennskunnar, þá held ég að þess fastar greypast í hugann öll smáatriði, spennan hvort þú næðir heim fyrir jólin og afmæli og aðra hátíðisdaga, þá varð gleðin enn meiri fyrir vikið ef og þegar þú komst heim. Eða þegar ég var að skríða upp í rúm milli ykkar mömmu til þess að fá að kúra hjá þér. Og þegar þú fórst aftur á sjóinn þá kúrði ég hjá mömmu allar nætur með kodd- ann þinn við andlitið því þá fann ég lyktina þína, og á henni lifði ég þar til þú komst heim aftur. Bíltúrarnir til Keflavíkur, þar sem þú keyptir Egils appelsín, staur og blátt ópal handa mér. Jólin sem þú dróst mig um allt hús á snjóþotunni sem ég fékk í jólagjöf, því það rigndi úti. Mamma var nú viss um að þú mynd- ir eyðileggja mig með öllu þessu dekri, og manstu þegar hún og Mæja systir fóru út úr bókabúðinni í Reykjavík og þóttust ekki þekkja okkur því þær skömmuðust sín fyrir hvað þú keyptir mikið handa mér … Því þér fannst mig vanta allt fyrir skólabyrjun. Natnin þín þegar þú varst að útbúa jólaseríur og jóla- ljós í gluggann minn, og undrun mín yfir að jólasveinninn gaf mér í skó- inn eins nammi og það sem þú keypt- ir í útlöndum. Öll þau skipti sem við höfum nartað í steikina í ofninum þegar líða tók á kvöldið. Eða þegar þú varst að koma heim úr siglingum og við mamma biðum stundum hálfu næturnar undir sama ljósastaurnum á Reynimelnum og gleðin sem tók við eftir biðina. Hákarl og rúgbrauð í smábitum, borðum við ekki saman oftar. Allt verða þetta litlir gullmolar í minningunni. Þegar ég var aðeins 17 ára ákvað ég að stofna mína eigin fjölskyldu, þá mótmæltuð þið mamma ekki heldur stóðuð við bakið á mér, eins og alltaf. Smára mínum tókuð þið eins og hann væri eitt af ykkar eigin börnum. Þú hjálpaðir okkur með að dytta að heimilinu okkar og bílnum, enn og aftur lærðist þar mikið. Börn- in mín voru svo lánsöm að eiga ömmu og afa sem alltaf voru tilbúin að taka á móti þeim, hlusta og hugga, þau hafa líka verið svo lán- söm að það hefur aldrei verið langt á milli heimila okkar, fyrst í Breiðholt- inu og svo í Garðabænum. Guðjón minn er svo gott sem alinn upp á ykkar heimili fyrstu 7–8 árin og nýt- ur þess að vera „drengurinn hans afa“, þau eru líka milljón atriðin sem þú hefur kennt honum og gefið gott nesti út í lífið. Hann fékk líka að velja og tendra ljósið þitt á eldhús- borðinu okkar, sem kemur til með að loga um ókomin ár. Elsku pabbi minn, en erfiðustu spor lífsins gengum við fyrir næstum 5 árum, þegar við tókum þá ákvörð- un að flytja til Danmerkur, það var kaldur 1. janúar 1999 þegar við lögð- um í hann og leið mér nákvæmlega eins og veðrið var, svart, kalt og snjókoma. Það var sorgmædd fjöl- skylda með tár á kinnum sem lagði í ferðalag þann daginn. Við vorum svo heppin að eyða síðustu þremur vik- unum hjá ykkur því að sjálfsögðu opnuðuð þið heimili ykkar fyrir okk- ur, en þessi tími var líka tími kvíða yfir að þurfa að kveðja og mér fannst ég óskaplega ósanngjörn að taka „drenginn þinn“ frá þér en eins og venjulega stóðuð þið við bakið á mér með þessa ákvörðun eins og allar aðrar. Fyrsta árið okkar úti lögðuð þið á ykkur að koma til okkar og sjá hvernig við hefðum það og það hefðu nú ekki margir á ykkar aldri gert. Þar áttum við yndislegan tíma öll saman og enn áttum við kost á að fara í bakaraofninn saman þegar tók að líða á kvöldið, til að narta pínu. Og vísurnar sem þú ekki þuldir þennan tíma, þvílíkt minni. En sá unaðstími tók enda og tárafull kveðjustund við. Fjarlægðin hefur þó gefið okkur það að í hvert sinn sem maður heyrist eða sést að þá passar maður vel að segja allt sem segja þarf, þar á með- al hversu vænt mér þykir um ykkur. Næsta ár á eftir kom svo ekki annað til greina en að koma aftur, þá vor- um við flutt í nýtt hús og svo var ver- ið að ferma „drenginn hans afa“, það var yndislegur dagur sem aldrei gleymist og mikið var litli drengur- inn minn stoltur að geta setið í kirkj- unni við hliðina á afa sínum. Þá átt- um við saman yndislega 2 mánuði og enn urðu vísurnar og sögurnar fleiri og dáðumst við enn og aftur að stál- minninu þínu. En sú dásemd tók líka enda og við tók enn ein sár kveðju- stund og þá var ég nú viss um að þetta yrði sú síðasta og fyrir vikið varð hún kannski enn sárari. Árið eftir kom samt upp sú spurning hvort þið kæmuð og voruð þið ákveð- in í því en á síðustu stundu treystir þú þér ekki, þá vissi ég að eins og þið hafið alltaf verið tilbúin að leggja mikið á ykkur fyrir okkur börnin þá hlytir þú að vera lasinn, þó að þú að sjálfsögðu talaðir ekki um það. Næsta sinn sem við hittumst var í febrúar í fyrra þá kom ég ein til að vera hjá ykkur mömmu í viku, ynd- islega viku í rólegheitum með spjalli, minningum og hlátri, rúgbrauð og hákarl í smábitum. Það var yndislegt þegar ég vaknaði á morgnana við það þegar þið mamma voruð að kíkja inn til mín til að horfa á mig sofa. Þá morgna sem snjóaði varst þú búinn að skafa og sópa bílinn áður en ég komst út, því ekki átti ég að þurfa að gera það sjálf og enn hló mamma að það væri sama hversu gömul ég yrði, þú myndir alltaf dekra mig. En svo tók við enn ein tárum hlaðin sár kveðjustund. Óvænt hittumst við í júní það ár þegar tengdapabbi dó, og fann ég vel hversu þungt það lagðist á þig, því þú hefur svo lengi sagt að þú skildir ekki af hverju Guð ekki tæki heldur ykkur sem væruð eldri og orðin þreytt. Kveðjustundin var nú ekki svo erfið því við höfum planlagt ferð til ykkar 3 vikum seinna í 90 ára afmæl- ið þitt og áttum við yndislegar 2 vik- ur saman og ógleymanlegan dag hjá Mæju og Flóvent. En það bauð jú líka upp á eina tárafyllta kveðju- stund. Mér varð líka óskaplega hlýtt um hjartaræturnar þegar mamma hringdi og sagði að þér fyndist þurfa að bera það undir mig að þið selduð Mæju og Flóvent Brúarflötina. Bæði húsið ykkar og bíllinn þinn geta ekki verið í betri höndum og það gefur okkur líka tækifæri þegar við kom- um heim að rifja upp allar minning- arnar með ykkur, og horfa á garðinn þinn áfram og sjá „litla“ jólatréð sem ég gaf þér fyrir mörgum árum og þú skírðir eftir mér verða ennþá stærra. Í júní í vor hittumst við enn óvænt þegar hún tengdamömma dó. Og hafðir þú miklar áhyggjur af Smára mínum þá og veikindunum hans, þó að þú værir búinn að vera sárlasinn sjálfur, þetta lýsir þér best. Ég fór með þér til læknisins og á leiðinni heim leiddumst við og þú segir: Er þetta búinn að vera ósköp erfiður vetur, Silla mín? Jú, ég jánkaði því og þú segir: Mér finnst þú vera orðin ansi grönn … Það þurfti aldrei mörg orð á milli okkar, færri sögðu meira. Kveðjustundin varð enn ein erfið því nú var ég nokkuð viss um að hún væri sú síðasta, sem og raunin varð, en þessi verður erfiðust allra … Við Smári minn sátum í stofunni okkar á sunnudagskvöldið og vorum að spjalla um ykkur ömmu og hann spurði um ef ég ætti að lýsa þér, hvernig ég myndi gera það, það fannst mér ekki mikið mál: Þú varst jafnþrjóskur og þú varst góður, blíð- ur, hjálpsamur, duglegur og þú varst lágvaxinn, því oft kallaði Smári minn þig „Stubbinn“ sinn. Mikið tekur það hann sárt að geta ekki komið og kvatt þig, besta vin sinn, manninn sem kenndi honum svo margt. En ég veit það að góður Guð ber hann eins og okkur hin í gegnum þetta og eins og oft áður þá verða bara „ein spor í sandinum“. Elsku pabbi, hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið af þér því án þess væri ég ekki það sem ég er í dag. Mér er stundum sagt að ég sé þrjóskari en þú en það lít ég á sem stóran kost og þegar mamma segir að ég sé durtur þá finnst mér það líka kostur, því orða- gjálfur er jú ekki okkar fag. Ég bið góðan Guð um að fylgja þér á nýjan stað og styrkja mömmu og Gauja bróður sérstaklega í sinni sorg. Kossar, knús og kreistur, Sigurlaug Maren Óladóttir, Danmörku. Elsku hjartans pabbi minn. Nú verð ég að kveðja þig í hinsta sinn og mikið er það sárt. Víst er ég Guði þakklát fyrir að þú þurftir ekki að líða, en það minnkar ekki sárs- aukann. Þú varst yndislegur faðir og það voru forréttindi að vera dóttir þín. Þú varst sá óeigingjarnasti mað- ur sem ég hef þekkt, alltaf hugsaðir þú fyrst um aðra. Ég man eftir því þegar ég kom til þín þegar það stóð til að skíra þitt fyrsta barnabarn og son minn. Ég lét þig vita að hann ætti að bera nafn þitt ásamt nafni Stebba frænda sem þá var dáinn. Svar þitt var hvort ég vildi ekki bara hafa bæði nöfnin hans Stebba, sem var svo sem ekkert skrítið því hann var þér sem sonur. Ég sagðist vilja hafa Óli Stefán þar sem þið voruð mér báðir mjög kærir. Ekki hafðir þú mörg orð yfir ánægju þína en þakkaðir mér fyrir, en þegar þú snerir þér í burt frá mér sá ég tár á hvörmum þínum og bros á vör. Ekki man ég eftir því að þú hafir hækkað röddina gagnvart okkur systkinunum, allaf sama rólyndið og jafnaðargeðið. Þú sagðir líka oft við mömmu þegar þú varst að fara á sjó- inn: „Lauga mín, mundu nú að líta á yfirsjónir barnanna sem smámuni.“ Ég ætla ekki að fara að tíunda mannkosti þína, þú hafðir allt sem prýtt getur einn mann og meira til. Ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma sem mér hlotnaðist með þér og mömmu eftir að við fluttum á Brúar- flötina. Það að hafa átt kost á því að geta labbað til ykkar hvenær sem var var mér mikils virði. Þú sagðir líka oft þegar ég var komin upp til ykkar: „Ég vissi að þú varst að koma.“ Þegar ég innti þig eftir hvernig þú vissir það brostir þú bara þínu yndislega brosi og sagðir: „Ég bara vissi það.“ Þær veittu mér mikla gleði pabbi minn bankaferð- irnar okkar 1. hvers mánaðar. Ekki var það nú til að hjálpa þér, heldur var ég bara bílstjórinn, allt annað sástu sjálfur um. Fjölskyldan var þér afskaplega mikilvæg og þú varst tilbúinn að leggja mikið á þig fyrir okkur öll. Þótt þú kæmir þreyttur heim eftir langa sjóferð og hefðir helst átt að hvíla þig vildirðu frekar að við pökk- uðum niður nesti og tjaldi og færum í dagsferð eitthvað út í náttúruna. Þá hafðir þú okkur öll í kringum þig al- veg út af fyrir þig. Þið mamma áttuð að baki langt og farsælt hjónaband. Það var unun að sjá ykkur saman og heyra til ykkar. Ég ætlaði líka að hafa fimm ára aldursmun hjá mér og mínum maka þegar ég var lítil. Ég hélt að með því fengi ég svona mann eins og þig, svona er æskan. Á þess- ari stundu er svo margt sem maður vill segja, allt það sem mér býr í brjósti en vill ekki ummyndast í orð, því segi ég bara hjartkæri pabbi minn: Ég þakka þér fyrir að hafa fengið að vera samferða þér hér á jörðu. Ég mun varðveita minn- inguna um þig í hjarta mínu. Ég bið Guð að styðja og styrkja mömmu og Gauja og halda áfram því sem þú slepptir. Þín dóttir, María Guðbjörg. Kæri afi minn. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið en það er gott þín vegna að þú fáir hvíldina. Ég mun aldrei gleyma tím- anum sem við tveir áttum saman. Þegar ég var lítill og svaf í vagni fyr- ir aftan húsið ykkar, þegar þú varst að blóta flugvélunum að þær ættu ekki að vekja litla strákinn þinn. Ég mun heldur aldrei gleyma öll- um skiptunum sem þú keyrðir og sóttir mig í leikskólann og í skólann. Öll skiptin sem við borðuðum hvítan fisk (ýsu) og spiluðum kasínu saman. Öll skiptin sem við hjálpuðumst að við að slá grasið, taka upp kartöflur og sjá um húsið. Mínar bestu minningar eru þegar ég var lítill og fór að leggja mig í rúminu þínu, þegar þú komst inn og sagðir mér söguna um tröllskessuna sem varð að steini. Enginn maður gæti óskað sér betri og skemmtilegri minningar um afa sinn. Þú varst ljúfasti og besti maður í heimi, ég mun sakna þín mjög mikið, ég vona að þú kíkir nið- ur til mín og passar upp á mig, inn á milli. Alveg eins og þú gerðir þegar þú varst hjá okkur, þú passaðir svo vel upp á mig og kenndir mér marga hluti, því mun ég aldrei gleyma. Ástarkveðjur frá litla stráknum þínum, Guðjón Óskar Smárason. Elsku besti afi minn. Nú er komið að því sem ég hef kviðið fyrir lengi, það að þurfa að kveðja þig í þetta sinn. Ég hef alltaf látið mig dreyma um að þú og amma væruð ódauðleg og mynduð alltaf vera hjá okkur og að ég þyrfti aldrei að kveðja hvorugt ykkar. Þetta er lífsins gangur en eigin- girnin kemur upp í mér og ég hef alltaf óskað þess að við fengjum að hittast „bara einu sinni enn“. Það er svo sárt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að geta knúsað þig aftur eða heyra þig kasta kveðju fyrir aft- an ömmu í símanum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir allar þær yndislegu minningar sem ég á um þig. Frá því að ég man eftir mér hefur mér alltaf fundist svo notalegt að heimsækja þig og ömmu á Brúarflötinni. Þær eru nokkuð margar pönnsurnar, fiskurinn og kjötbollurnar sem hafa rokið niður við eldhúsborðið ykkar, og allar spilastundirnar, sögurnar og hlátrinum mun ég aldrei gleyma. Það eru líka margar minningar þar sem þú ert að dytta að húsinu, garð- inum eða út í bílskúrnum að hugsa um gula volvoinn, eða þessi óteljandi skipti þar sem þú keyrðir okkur á æfingar eða sóttir okkur svo við gæt- um heimsótt ykkur. Þegar ég ákvað að flytja til Dan- merkur hvarflaði ekki að mér að ég ætti eftir að sakna ykkar svona mik- ið, þau hafa fallið þó nokkur tárin þau jólin sem við höfum búið úti og alltaf var pabbi látinn ljúka samtöl- unum á aðfangadagskvöld því við hin vildum ekki kveðja. Ég er svo stolt að hann Torben minn hafi náð að kynnast þér. Ég gleymi aldrei þegar þið stóðuð úti í bílskúr og voruð að laga sláttuvélina þína og hvað þú varst gáttaður þegar hún startaði eftir að hafa verið biluð lengi. Þegar við komum í sumar nutum við þess að vera bara tvö ein hjá ykk- ur í nýju íbúðinni ykkar. Þó að Torb- en skildi illa íslenskuna fannst hon- um gaman að hafa kynnst ömmu og afa sem hann hafði heyrt svo mikið um og það að sitja hjá ykkur og skoða myndir, tala um gula volvoinn og auðvitað borða við öll tækifæri, þykir okkur svo vænt um. Ég sé svo mikið í honum Torbeni mínum sem minnir mig á þig, hand- lagnina, vandvirknina, drifkraftinn og þrjóskuna og það gleður mig að geta minnst þín á svona góðan hátt. Elsku afi, ég veit þú vakir yfir okkur öllum, ég vona að við sjáumst aftur seinna og megi allir englarnir passa vel upp á þig. Elsku amma, Gaui, Mæja og mamma, megi Guð vera með ykkur og veita ykkur styrk í þessum erfiðu sporum. Ástar- og saknaðarkveðjur, þín Guðlaug Kristín. Elsku afi. Nú þegar komin er kveðjustund er svo margt sem mig langar að segja þér, mig langar að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, fyrir öll brosin sem þú kall- aðir fram, alla hlýjuna sem þú komst með inn í líf mitt. – Fyrir að vera afi minn. Minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu. Þín Helga Björg. Elsku afi Óli. Ég sakna þín ofsalega mikið en ég veit að þú ert ánægður á himnum með litlu stelpunni þinni og öllum vinunum þínum. Ég ætla að vera duglegur að segja Patta og Bjarka Flóvent litla bróður frá þér þegar þeir stækka. Þinn afastrákur, Björgvin Júlíus. Elsku afi minn Jónsson. Rosalega finnst mér erfitt að kveðja þig, mér þykir svo óendanlega vænt um þig. Ég sakna þess að sjá þig, ég sakna þess að taka utan um þig, ég sakna þess að sjá þig brosa og heyra þig hlæja, ég sakna þess að heyra rödd- ina þína og sjá þetta fallega silfur- hvíta hár þitt. Ég sakna þín. Ég hef alltaf verið svo stolt af þér, svo ánægð og þakklát fyrir að þekkja þig. Þú varst og ert stjarnan mín og ég held áfram að sjá þig í allri fegurð stjarnanna á dimmbláa hausthimninum. Þú ert svo fallegur afi. Afi, með myndir og minningar af bátum, bátum sínum, tókst á móti mér með blátt ópal og innilegt faðm- lag. Takk fyrir allt og allt, elsku besti afi minn, þín Harpa Flóventsdóttir. ÓLI SIGURÐUR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.