Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Déskotinn, hann hefur bara verið að plata okkur, bara kanínur og dúfur í hattinum. Einstaklingsmiðað nám Eitthvað fyrir alla MÁLÞING um ein-staklingsmiðaðnám sem haldið er á vegum Rannsóknarstofu Kennnaraháskóla Íslands hefst í dag. Sigríður Ein- arsdóttir verkefnastjóri ræddi við Morgunblaðið um málþingið sem hún segir að ætti að nýtast öllum sem á einhvern hátt koma að menntamálum. Hvað er það helst sem ætlunin er að ræða á mál- þinginu? „Yfirskrift málþingsins er Skóli fyrir alla – einstak- lingsmiðað nám. Það verð- ur því meginþema þingsins. Annars verður málþingið afar fjölbreytilegt. Það hefst kl. 15.30 í dag með nokkrum inngangserindum og málstofum sem tengjast aðalþemanu. Á morg- un verða haldin yfir 110 erindi, í 30 málstofum, um margvíslegt efni sem tengist skólamálum t.d. hug- myndafræði, kennsluhætti og námsefni. Þarna verður fjöldi er- inda sem fjalla um þátttöku fatl- aðra barna í almennri kennslu, kennslu barna af erlendum upp- runa, bráðgerra barna, íþrótta- kennslu, tónlistarkennslu, notkun upplýsingatækni, náms- og starfs- ráðgjöf og menntun kennara. Einnig verða flutt erindi um stjórnun skóla og skipulag, sam- starf og samábyrgð foreldra, skóla og stofnana í félagslega kerfinu og nokkur erindi sem byggjast á rannsóknum sem gerðar eru meðal fullorðins fólks með fötlun. Það er því mikil breidd í efni málþingsins og nokkuð öruggt að það geti höfð- að til allra þeirra sem koma að menntamálum með einhverjum hætti. Kennarar, þroskaþjálfar, foreldrar, stjórnendur, kennara- nemar, íþróttakennarar og tónlist- arkennarar ættu að geta fundið málstofur sem vekja áhuga þeirra.“ Yfirskrift málþingsins er Skóli fyrir alla. Hvað felst í þeim orðum, er skólinn ekki fyrir alla? „Skóli fyrir alla er heiti á þeirri stefnu eða hugmyndafræði í skóla- málum sem leitast við að mennta öll börn í almennri kennslu, án til- lits til þess hvort þau hafi fötlun eða námslegar sérþarfir. Þessi hugmyndafræði hefur líka verið kölluð Skóli án aðgreiningar og varð fyrst áberandi í nágranna- löndum okkar í lok 9. áratugarins. Hún tengist umræðu um almenn mannréttindi og réttindabaráttu fatlaðra og felur í sér að öll börn skuli eiga þess kost að ganga í al- menna skóla og að sérkennsla verði samofin almennri kennslu í hverjum skóla, en fari ekki fram í sérstökum úrræðum sem er að- greind frá almennri kennslu. Þessi stefna hefur náð fótfestu í löggjöf víðast hvar á Vesturlöndum og samkvæmt íslenskum lögum um grunnskóla er það meginstefna að nemendur gangi í sinn heimaskóla. Skóli fyrir alla hefur einnig verið á stefnuskrá Fræðsluráðs Reykja- víkur frá árinu 2002.“ Á dagskránni sést að ræða á um einstaklings- miðað nám. Hvað er átt við með því hugtaki? „Skólinn hefur oft verið gagnrýndur fyrir það að kennslan miðist um of við miðl- ungsnemendur og að nemendur sem eru annaðhvort seinni eða fljótari að ná tökum á námsefninu fái ekki kennslu við sitt hæfi. Það er ljóst að til þess að mæta mis- munandi þörfum fjölbreytilegs nemendahóps þarf fjölbreytta kennsluhætti, þar sem nemendur geta unnið samtímis á ólíkum hraða, með ólík viðfangsefni og með ólíkum hætti. Þetta gerir miklar kröfur til kennara og hefur vafist fyrir mörgum hvernig eigi að skipuleggja slíka kennslu. Á mál- þinginu verða nokkur erindi bæði á föstudaginn og laugardaginn sem fjalla um reynslu kennara af að skipuleggja einstaklingsmiðað nám. Fjallað verður um einstak- lingsmiðað nám á þremur skóla- stigum, leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.“ Það eru nokkur félög sem standa að þessu málþingi. Er sam- starf milli ólíkra starfsstétta innan skólakerfisins mikilvægt? „Það hefur verið afskaplega mikilsvert að hafa fulltrúa frá svo breiðum hópi samstarfsaðila til samráðs við skipulagningu mál- þingsins. Þar hafa sjónarmið hinna ýmsu stétta sem starfa að skóla- málum komið fram og það hefur tvímælalaust stuðlað að þeirri miklu breidd sem hefur náðst í verkefnavali málþingsins. Það hef- ur oft verið talað um að skilin milli hinna ýmsu skólastiga séu skörp og lítið um samstarf þeirra á milli. Kennurum og þeim sem starfa að skólamálum hefur lengi verið ljós nauðsyn samfellu á milli skólastiga allt frá leikskóla og upp í gegnum framhaldsskóla. Málþing af þessu tagi sem skipulagt er af þessum breiða hópi fólks er ein leið til að stuðla að slíkri samfellu.“ Hverju skilar mál- þing eins og þetta út í skólakerfið? „Hugmyndum og upplýsingum fyrst og fremst. Þarna verður urmull af nýjum hugmyndum um hin aðskiljanlegustu viðfangsefni sem fólk tekst á við í kennslu og þarna kemur einnig fram mikið af uppl. sem fengist hafa í nýjum rannsóknum sem gerðar hafa verið um menntamál. Settur hefur verið upp ítarlegur vefur um efni mál- þingsins og ráðstefnuriti verður dreift á staðnum. Slóð vefsins er: http://rannsokn.khi.is/malthing.“ Sigríður Einarsdóttir  Sigríður Einarsdóttir er fædd í Kópavogi 1950. Hún lauk kenn- aranámi frá Kennaraskóla Ís- lands og sérkennaranámi frá Kennaraháskólanum í Mölndal í Svíþjóð. Einnig lauk hún prófi í mannfræði og hagsögu frá Gauta- borgarháskóla. Sigríður hefur starfað sem sérkennari í grunn- skólum um árabil, við stunda- kennslu og rannsóknarstarf við HÍ og sem deildarsérfræðingur og deildarstjóri í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar. Hún lauk MA-námi í uppeldis- og mennt- unarfræðum við HÍ árið 2002 og starfar nú sem verkefnastjóri á Rannsóknarstofnun KHÍ. Sigríð- ur er gift Jóni Barðasyni fram- haldsskólakennara og eiga þau þrjú börn. Mæta þarf mismunandi þörfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.