Morgunblaðið - 10.10.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 10.10.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Déskotinn, hann hefur bara verið að plata okkur, bara kanínur og dúfur í hattinum. Einstaklingsmiðað nám Eitthvað fyrir alla MÁLÞING um ein-staklingsmiðaðnám sem haldið er á vegum Rannsóknarstofu Kennnaraháskóla Íslands hefst í dag. Sigríður Ein- arsdóttir verkefnastjóri ræddi við Morgunblaðið um málþingið sem hún segir að ætti að nýtast öllum sem á einhvern hátt koma að menntamálum. Hvað er það helst sem ætlunin er að ræða á mál- þinginu? „Yfirskrift málþingsins er Skóli fyrir alla – einstak- lingsmiðað nám. Það verð- ur því meginþema þingsins. Annars verður málþingið afar fjölbreytilegt. Það hefst kl. 15.30 í dag með nokkrum inngangserindum og málstofum sem tengjast aðalþemanu. Á morg- un verða haldin yfir 110 erindi, í 30 málstofum, um margvíslegt efni sem tengist skólamálum t.d. hug- myndafræði, kennsluhætti og námsefni. Þarna verður fjöldi er- inda sem fjalla um þátttöku fatl- aðra barna í almennri kennslu, kennslu barna af erlendum upp- runa, bráðgerra barna, íþrótta- kennslu, tónlistarkennslu, notkun upplýsingatækni, náms- og starfs- ráðgjöf og menntun kennara. Einnig verða flutt erindi um stjórnun skóla og skipulag, sam- starf og samábyrgð foreldra, skóla og stofnana í félagslega kerfinu og nokkur erindi sem byggjast á rannsóknum sem gerðar eru meðal fullorðins fólks með fötlun. Það er því mikil breidd í efni málþingsins og nokkuð öruggt að það geti höfð- að til allra þeirra sem koma að menntamálum með einhverjum hætti. Kennarar, þroskaþjálfar, foreldrar, stjórnendur, kennara- nemar, íþróttakennarar og tónlist- arkennarar ættu að geta fundið málstofur sem vekja áhuga þeirra.“ Yfirskrift málþingsins er Skóli fyrir alla. Hvað felst í þeim orðum, er skólinn ekki fyrir alla? „Skóli fyrir alla er heiti á þeirri stefnu eða hugmyndafræði í skóla- málum sem leitast við að mennta öll börn í almennri kennslu, án til- lits til þess hvort þau hafi fötlun eða námslegar sérþarfir. Þessi hugmyndafræði hefur líka verið kölluð Skóli án aðgreiningar og varð fyrst áberandi í nágranna- löndum okkar í lok 9. áratugarins. Hún tengist umræðu um almenn mannréttindi og réttindabaráttu fatlaðra og felur í sér að öll börn skuli eiga þess kost að ganga í al- menna skóla og að sérkennsla verði samofin almennri kennslu í hverjum skóla, en fari ekki fram í sérstökum úrræðum sem er að- greind frá almennri kennslu. Þessi stefna hefur náð fótfestu í löggjöf víðast hvar á Vesturlöndum og samkvæmt íslenskum lögum um grunnskóla er það meginstefna að nemendur gangi í sinn heimaskóla. Skóli fyrir alla hefur einnig verið á stefnuskrá Fræðsluráðs Reykja- víkur frá árinu 2002.“ Á dagskránni sést að ræða á um einstaklings- miðað nám. Hvað er átt við með því hugtaki? „Skólinn hefur oft verið gagnrýndur fyrir það að kennslan miðist um of við miðl- ungsnemendur og að nemendur sem eru annaðhvort seinni eða fljótari að ná tökum á námsefninu fái ekki kennslu við sitt hæfi. Það er ljóst að til þess að mæta mis- munandi þörfum fjölbreytilegs nemendahóps þarf fjölbreytta kennsluhætti, þar sem nemendur geta unnið samtímis á ólíkum hraða, með ólík viðfangsefni og með ólíkum hætti. Þetta gerir miklar kröfur til kennara og hefur vafist fyrir mörgum hvernig eigi að skipuleggja slíka kennslu. Á mál- þinginu verða nokkur erindi bæði á föstudaginn og laugardaginn sem fjalla um reynslu kennara af að skipuleggja einstaklingsmiðað nám. Fjallað verður um einstak- lingsmiðað nám á þremur skóla- stigum, leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.“ Það eru nokkur félög sem standa að þessu málþingi. Er sam- starf milli ólíkra starfsstétta innan skólakerfisins mikilvægt? „Það hefur verið afskaplega mikilsvert að hafa fulltrúa frá svo breiðum hópi samstarfsaðila til samráðs við skipulagningu mál- þingsins. Þar hafa sjónarmið hinna ýmsu stétta sem starfa að skóla- málum komið fram og það hefur tvímælalaust stuðlað að þeirri miklu breidd sem hefur náðst í verkefnavali málþingsins. Það hef- ur oft verið talað um að skilin milli hinna ýmsu skólastiga séu skörp og lítið um samstarf þeirra á milli. Kennurum og þeim sem starfa að skólamálum hefur lengi verið ljós nauðsyn samfellu á milli skólastiga allt frá leikskóla og upp í gegnum framhaldsskóla. Málþing af þessu tagi sem skipulagt er af þessum breiða hópi fólks er ein leið til að stuðla að slíkri samfellu.“ Hverju skilar mál- þing eins og þetta út í skólakerfið? „Hugmyndum og upplýsingum fyrst og fremst. Þarna verður urmull af nýjum hugmyndum um hin aðskiljanlegustu viðfangsefni sem fólk tekst á við í kennslu og þarna kemur einnig fram mikið af uppl. sem fengist hafa í nýjum rannsóknum sem gerðar hafa verið um menntamál. Settur hefur verið upp ítarlegur vefur um efni mál- þingsins og ráðstefnuriti verður dreift á staðnum. Slóð vefsins er: http://rannsokn.khi.is/malthing.“ Sigríður Einarsdóttir  Sigríður Einarsdóttir er fædd í Kópavogi 1950. Hún lauk kenn- aranámi frá Kennaraskóla Ís- lands og sérkennaranámi frá Kennaraháskólanum í Mölndal í Svíþjóð. Einnig lauk hún prófi í mannfræði og hagsögu frá Gauta- borgarháskóla. Sigríður hefur starfað sem sérkennari í grunn- skólum um árabil, við stunda- kennslu og rannsóknarstarf við HÍ og sem deildarsérfræðingur og deildarstjóri í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar. Hún lauk MA-námi í uppeldis- og mennt- unarfræðum við HÍ árið 2002 og starfar nú sem verkefnastjóri á Rannsóknarstofnun KHÍ. Sigríð- ur er gift Jóni Barðasyni fram- haldsskólakennara og eiga þau þrjú börn. Mæta þarf mismunandi þörfum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.