Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þorgrímur Þór-hallur Árnason,
fyrrum bóndi á
Veðramóti, fæddist í
Miðfjarðarnesseli í
Skeggjastaðahreppi
24. júlí 1918. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hlíð á Ak-
ureyri 4. október síð-
astliðinn. Foreldrar
Þórhalls voru Árni
Eiríksson, f. á Djúpa-
læk 17.12. 1888, d.
22.8. 1921, og Kristín
Sigurveig Þorgríms-
dóttir frá Vopna-
firði, f. 16.9. 1886, d. 16.5. 1937.
Árni og Kristín hófu búskap í Mið-
fjarðarnesseli og Kristín bjó þar
áfram með börnum þeirra eftir
andlát Árna.
Systkini Þórhalls eru Þorsteinn,
f. 10.4. 1917, Hildur Salína, f.
11.11. 1919, d. 15.12. 1985, og Árni
Eiríks, f. 12.2. 1922.
Eiginkona Þórhalls er Dýrleif
Ásgeirsdóttir, f. á Fagranesi á
Jensson, f. 2.5. 1971, Magnea Jens-
dóttir, f. 30.6. 1972, Hákon Jens-
son, f. 6.5. 1976 og Jón Áki Jens-
son, f. 23.7. 1982. 2) Jarþrúður, f.
21.4. 1955. Eiginmaður hennar er
Halldór Gunnarsson, f. 18.6. 1950,
og börn þeirra eru Þórhallur, f.
23.7. 1980, Gunndís, f. 25.5. 1983,
og Hafsteinn Helgi, f. 4.3. 1987.
Halldór á líka Valdísi, f. 10.8. 1976.
3) Svanhvít, f. 27.8. 1960. Sam-
býlismaður hennar var Yngvi Þór
Kjartnasson, f. 5.12. 1958, og börn
þeirra eru Berglind, f. 23.10. 1981,
Dýrleif, f. 23.11. 1982, og Kjartan
Þór, f. 21.7. 1985. Svanhvít og
Yngvi slitu samvistum. 4) Árni, f.
18.11. 1962. Einginkona hans er
Ester Þorbergsdóttir, f. 20.11.
1966. Dætur þeirrra eru Jarþrúð-
ur, f. 12.10. 1988, og Anna, f. 18.7.
1990. 5) Sigurvin, f. 16.5. 1971.
Sambýliskona hans var Arndís
Einarsdóttir 4.11. 1972, þau eiga
saman eina dóttur, Hrafnhildi, f.
6.4. 1993.
Þórhallur stundaðið búskap á
Veðramóti mestan hluta starfsævi
sinnar en síðastliðið ár dvaldi hann
á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akur-
eyri.
Útför Þórhalls fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Langanesi 4. maí
1929. Foreldrar Dýr-
leifar voru Svanhvít
Halldórsdóttir, frá
Syðri-Brekkum á
Langanesi, f. 1893 og
Ásgeir Torfason, frá
Birningsstöðum í Lax-
árdal, f. 1896.
Dýrleif og Þórhall-
ur giftust 2. janúar
1951 og hófu búskap á
Veðramóti í Skeggja-
staðahreppi og
bjuggu þar allt til árs-
ins 1989 er þau fluttu
til Akureyrar.
Börn Þórhalls og Dýrleifar eru:
1) Ásgeir, f. 28.12. 1951. Eiginkona
hans var Halla Angantýsdóttir, f.
8.11. 1964, sonur hennar er Einar
Guðmundsson, f. 30.11. 1984. Börn
Ásgeirs og Höllu eru Þórhalla, f.
26.12. 1987 og Angantýr Ómar, f.
6.12. 1990, Ásgeir og Halla skildu.
Sambýliskona Ásgeirs er Sigrún S.
Baldursdóttur, f. 5.9. 1952, börn
hennar eru Gestur Jónmundur
Þá hefur vinur minn og tengda-
faðir, Þórhallur Árnason, lokið far-
sælli göngu sinni um haga þessa
heims.
Upphaf þeirrar göngu var ekki
átakalaust. Hann missti föður sinn
aðeins 3 ára og ólst upp við kröpp
kjör ásamt systkinum sínum þrem
í móðurgarði í Miðfjarðarseli.
Sem ungur maður kynnist hann
tengdamömmu minni, Dýrleifi Ás-
geirsdóttur. Þau hófu búskap á
föðurleifð hennar, Gunnarsstöðum
í Skeggjastaðahreppi, sem þau
gáfu nafnið Veðramót, í félagi við
Guðrúnu systur hennar og mann
hennar, Árna, bróður Þórhalls.
Jörðin var stór sem og hugur þessa
unga fólks sem hóf þarna félagsbú-
skap á uppgangstíma í íslensku
samfélagi. Óvíða henta landkostir
betur sauðfjárbúskap en á þessum
slóðum. Grösugir bithagar og
nægjanlegt land. Gallinn var sá að
oft vorar þar síðar en annars stað-
ar á landinu og einangrun er nokk-
ur. Eftir því sem árin liðu brugðu
bændur í sveitinni búi einn af öðr-
um af ýmsum ástæðum og árið
1974 bjuggu þau Þórhallur og Dýr-
leif ein á Veðramóti og sáu sífellt á
eftir fleiri og fleiri sveitungum sín-
um úr héraðinu. Árið 1989 fluttu
þau sjálf til Akureyrar enda heilsu
Þórhalls tekið að hraka.
Sveitin hans Þórhalls lætur ekki
mikið yfir sér í allri sinni friðsæld.
Við nánari kynni kemur hún enda-
laust á óvart. Litskrúðugir hvamm-
ar, fossar sem bylta sér við grös-
uga bakka, lítið ævintýri við hvert
fótmál. Hér er gott að þegja og
leyfa fuglunum að segja það sem
segja þarf. Skapgerð Þórhalls var
rökrétt framhald þessa umhverfis.
Hann var afar þægilegur í um-
gengni og hafði þann dýrmæta eig-
inleika sem svo fáum er gefinn, að
það var gott að þegja með honum.
Hann bjó yfir fágætum innra friði
og kærleiksríku hugarþeli sem
skilaði sér ekki síst til þeirra barna
sem umgengust hann. Ég hitti Þór-
hall fyrst fyrir 25 árum og varð
okkur fljótt vel til vina. Þórhallur
sparaði orðin, en það sem hann
sagði hitti í mark og það sem kom
mér mest á óvart við betri kynni
var hversu mikla kímnigáfu hann
hafði. Og hann var langt frá því að
vera heilagur. Til marks um það
linnti hann ekki látum fyrr en hann
hafði komið mér upp á að taka í
nefið, við lítinn fögnuð dóttur sinn-
ar. En sú fíkn rjátlaðist nú af okk-
ur báðum með aldrinum. Mínar
bestu stundir með Þórhalli voru við
sveitastörfin. Hann gekk til verka
sinna æðrulaus, gerði það sem gera
þurfti, hélt sínu striki og tók því
sem að höndum bar. Aldrei kvartaði
hann né hallmælti neinum.
Persónueiginleikar Þórhalls voru
hans innstæða í lífinu á ævikvöldinu
þegar hann var skyndilega sviptur
heilsunni. Skerðing hans svipti
hann ekki æðruleysinu og alltaf var
stutt í glettnisblik í augum. Ég hitti
Þórhall síðast í sumar á hjúkrunar-
heimilinu Hlíð á Akureyri þar sem
hann naut aðhlynningar síðustu
misserin. Hann þekkti okkur hjónin
ekki í fyrstu, en tók okkur engu að
síður kurteislega eins og hans var
von og vísa. Eftir nokkra stund bar
hann kennsl á dóttur sína og kveikti
gamla góða blikið í augum sínum.
Hann kveikti ekki á tengdasyninum
fyrr en sá síðarnefndi dró úr pússi
sínu tóbakspontu, sem keypt hafði
verið sérstaklega til þess arna.
Ekki þáði hann glaðninginn en
tengingin heppnaðist. Við litum til
Vaðlaheiðarinnar og þótti hlíðarnar
ansi líflausar, ekki rolluskjátu að
sjá. Svo þótti honum hinsegin að
heyra að heyskapur hefði gengið
svo vel í sumar að bændur þyrftu
að fleygja heyi. Þótt flest annað
væri farið var sveitin enn á sínum
stað. Nú er Þórhallur kominn í nýja
sveit sem er jafn grösug og sú
gamla. Sumrin eru víst lengri.
Halldór Gunnarsson.
Tengdafaðir minn Þórhallur
Árnason er látinn.
Eftir eigum við sem hann þekkt-
um minningar um einstakt ljúf-
menni sem var umhugað um velferð
allra.
Hann hafði unun af börnum, lék
við þau og gætti þess ætíð að þau
yngri færu sér ekki að voða.
Þórhallur gekk til allra verka
sinna með æðruleysi, sinnti skepn-
um sínum af alúð, en handverk
hvers konar lá ekki eins vel fyrir
honum. Hann var klaufskur við vél-
ar og líkaði betur að nota sína tvo
en vélknúin tæki.
Eftir að Þórhallur og Dýrleif
komu til Akureyrar var Þórhallur
hluta dagsins einn heima, fékk sér
göngutúr um nágrennið og kom oft
við hjá einhverju okkar, en vildi
aldrei láta hafa neitt fyrir sér, þáði
í mesta lagi vatnssopa. Honum þótti
gaman að fá gesti og að hitta fólk
en gerði aldrei kröfur til annarra,
og var sjálfum sér nógur. Hann
stytti sér stundir með lestri, fylgd-
ist með fréttum af vettvangi þjóð-
mála og ekki mátti missa af veð-
urspánni.
Þórhallur var húmoristi, stríðinn
og sagði oft þegar hann var hissa
eða blöskraði eitthvað: „Ja, þetta er
viskulegt.“
Ég var einu sinni kölluð til þess
að aðstoða Þórhall við að draga fé
hans til slátrunar stuttu áður en
þau hjónin hættu búskap. Þetta var
verk sem ég hafði aldrei komið ná-
lægt og kunni ekkert til verka. Þór-
hallur tók kunnáttuleysi mínu vel,
sagði mér til en var alltaf að hlífa
mér við verkið, umhyggja hans fyr-
ir öðrum var mikil og það var virki-
lega gaman og þægilegt að vera
með honum.
Þórhallur var greiðvikinn,
tengdamóðir mín segir stundum að
það hafi verið um of, verk heima
fyrir hafi verið látin sitja á hak-
anum vegna greiðvikni hans við
aðra, en hann mátti alls ekki heyra
minnst á sinn eigin dugnað eða
ósérhlífni.
Kæri Þórhallur, ég var heppin að
fá að kynnast þér, minningin um
þig mun ylja okkur og ég er ekki í
vafa um að þér verður tekið vel hin-
um megin.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem.)
Ester.
Góði afi, nú ert þú fallinn frá.
Þegar ég fer að hugsa um þig þá
man ég margar af þeim góðu og
stundum skondnu samverustundum
sem við áttum saman. Ég man þeg-
ar þú að amma komuð einu sinni í
heimsókn til okkar á Þórshöfn um
árið, þegar ég var u.þ.b. sjö ára.
Ég var ein heima að leika við vin-
konu mina Jóhönnu Regínu þegar
þið komuð í óvænta heimsókn til
okkar. Mamma og pabbi voru bæði
í vinnunni. Ég bauð ykkur auðvitað
velkomin og gaf ykkur kaffi og lét
eins og fullorðin. Ég man hvað þú
varst ánægður með gestrisni mina
og þú talaðir um hvað ég væri dug-
leg telpa að taka svona vel á móti
ykkur.
Síðan seinna þegar við komum til
Akureyrar að heimsækja ykkur þá
varst þú enn að tala um gestrisni
mína. Ég var náttúrlega mjög
ánægð með það að þú værir enn að
minnast á á þetta og ég montaði
mig aðeins á þessu síðar. Ég þakka
þér, elskulegi afi minn, fyrir liðnar
samverstundir og vona að þú eigir
eftir að hafa það gott þar sem þú
ert núna, hjá Guði.
Jarþrúður.
Elsku afi.
Í hjörtum okkar geymum við ljúf-
ar minningar um þig.
Það var alltaf svo hlýtt og gott að
koma til þín og ömmu í Veðramót.
Þegar við vorum lítil fannst okkur
svo gaman þegar þú lást á bekkn-
um í eldhúsinu í sveitinni og lyftir
okkur upp, það var eins og við vær-
um að fljúga. Ekki gleymum við
hvað okkur fannst við vera stór og
dugleg þegar þú leyfðir okkur að
hjálpa til og sérstaklega þegar við
fórum með þér að gefa heimaling-
unum.
Þegar þú og amma hættuð bú-
skap og fluttuð til Akureyrar byrj-
aðir þú að bera út blaðið Dag og
ekki fannst okkur nú leiðinlegt að
koma með þér snemma í bítið og
bera það út með þér þegar við vor-
um í heimsókn hjá ykkur.
Manstu þegar þú og amma kom-
uð í heimsókn til okkar austur í
Neskaupstað og við fórum með
ykkur í gönguferð í Páskahellinn,
ekki fannst ykkur þetta nú örugg
leið að ganga en samt létuð þið ykk-
ur nú hafa það og pössuðuð vel upp
á okkur því það var svo bratt
þarna. Þegar við fluttum til Ak-
ureyrar var stutt að skokka yfir til
ykkar og áttum við margar hlýjar
og góðar stundir saman.
Okkur langar til að þakka þér
fyrir allar góðu og hlýju samveru-
stundirnar sem við áttum með þér
elsku afi okkar og megi Guð vera
með þér og varðveita þig að eilífu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Berglind, Dýrleif og
Kjartan Þór.
Þ. ÞÓRHALLUR
ÁRNASON
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma).
Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg-
unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins
Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum grein-
um.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi,
mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu-
degi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina
HALLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Undralandi,
verður jarðsungin frá Kollafjarðarneskirkju
laugardaginn 11. október kl. 14.00.
Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Elsa Bjarnadóttir,
Sigurður Jónsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
Þ. RAGNAR JÓNASSON
fræðimaður og fv. bæjargjaldkeri,
Hlíðarvegi 27,
Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugar-
daginn 11. október kl. 14.00.
Guðrún Reykdal,
Ólafur Ragnarsson, Elín Bergs,
Jónas Ragnarsson, Katrín Guðjónsdóttir,
Edda Ragnarsdóttir, Óskar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.