Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 33 A DRIENNE Clarkson, landsstjóri Kanada kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag í boði Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands. Heimsóknin er liður í heimsókn til þriggja landa, Íslands, Rússlands og Finnlands. Landsstjórinn mun ferðast um landið. Hún mun m.a. heimsækja Akureyri og flytja fyr- irlestur á vegum Stofnunar Vil- hjálms Stefánssonar. Þá mun hún heimsækja Háskólann á Akureyri og taka þátt í hringborðsumræðum um menningu og lífvænleika sam- félaga á norðurslóðum. „Ég held að heimsóknin muni ekki snúast eingöngu um norðlæg héruð, heldur almennt um það, að löndin tilheyra bæði norðrinu, sem felur auðvitað í sér heimsskauts- svæðið og það umhverfi sem þar er. En loftslag og svipmót norðlægra landa er gerólíkt því sem gerist í öðrum heimshlutum, og það er þetta sem tengir okkur saman. En ég held að við eigum líka sameiginlegt eitthvað sem býr í sál- inni og byggist á þessari hugmynd um norðrið. Þetta er einhverskonar tilfinning fyrir hinu óendanlega. Norðrið er ólíkt hefðbundnum landamærum eins og þeim er finna má í Evrópu og öðrum heimsálfum þar sem eru lönd sem hvergi liggja að sjó og markast því hvergi á sama hátt og lönd okkar, sem búum í norðri. Og annað sem einkennir norðrið er það hversu viðkvæmt jafnvægið í vistkerfinu er. Þetta eigum við í Kanada sameiginlegt með Íslend- ingum, Finnum og Rússum. Þegar ég var orðin landstjóri og við fórum í fyrsta sinn norðureftir var okkur sagt þar, að hlýnun andrúmsloftsins væri staðreynd. Að ísbirnirnir ættu orðið í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar vegna þess að íshell- urnar séu ekki eins tryggar og þær hafi áður verið. Það voru fleiri slíkir þættir sem inúítarnir, sem búa í svo nánum tengslum við landið, höfðu tekið eftir og við fengum á tilfinn- inguna að þeir séu virkilega hætt komnir og viti hvernig komið er.“ Viljum kynnast íslenskum fiskiðnaði „Af einstökum þáttum sem við höfum sérstakan áhuga á að kynna okkur á Íslandi myndi ég fyrst nefna fiskiðnaðinn. Það er margt í tengslum við stjórnun hans sem við myndum vilja ræða um. Öll lönd sem stunda fiskveiðar hafa átt í erf- iðleikum, en nú er okkur orðið ljóst að Íslendingar hafa fyrst og fremst hugsað um hvernig þeir geti stjórn- að eigin fiskiðnaði, í stað þess að hugsa mest um það hvernig aðrar þjóðir séu að níðast á þeim í sjávar- útvegi. Ég geri mér grein fyrir því, að margt er ólíkt með Kanada og Ís- landi. Ég kynntist Íslandi fyrst fyr- ir rúmum 40 árum þegar ég var námsmaður. Ódýrasta leiðin til að komast frá Norður-Ameríku til Evrópu var þá með Loftleiðum. Maður flaug til Reykjavíkur, gisti eina nótt og hélt svo áfram til Lúx- emborgar. Alltsaman kostaði þetta fimmtíu dollara. Við gerðum þetta mörg, og mér þótti gaman að heyra Bill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseta, minnast á það fyrir um ári að hann hefði fyrst farið til Evr- ópu með Loftleiðum. Á þessum tíma voru ekki margar ferðir til Evrópu og lítið um lág náms- mannafargjöld.“ Áberandi í menningarlífinu Clarkson fæddist í Hong Kong 1939 en flúði ásamt foreldrum sín- um til Kanada 1942, er síðari heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Hún nam enskar bókmenntir við Háskólann í Toronto og hefur lengi verið áberandi í menningarlífi landsins, ekki síst í sjónvarpi, þar sem hún hefur séð um fjölda menn- ingar- og fréttaþátta. „Vinna mín við sjónvarp undirbjó mig afskaplega vel fyrir þetta starf vegna þess að í henni þurfti ég að kynna mér mál til hlítar og ég þurfti að koma fram opinberlega, bæði við kynningar á þáttum og við að taka viðtöl. Ennfremur hefur forvitnin, sem rak mig áfram í sjónvarpinu, veitt mér góðan grundvöll fyrir starf mitt nú. Ég held að maður deyi ef maður er ekki forvitinn. Það er til enskur málsháttur sem segir að forvitni hafi drepið köttinn, en ég held að þangað til kötturinn drapst hafi forvitnin gert líf hans af- skaplega skemmtilegt. Ég held að á svipaðan hátt geti ég sagt að ég hafi mikinn áhuga á öllu því sem starfinu fylgir. Ég fæ tækifæri til að hitta alla Kan- adabúa, og fara til útlanda og vera fulltrúi þeirra. Það eru mikil for- réttindi að fá að ferðast í Kanada, þetta er svo gífurlega stórt land. Kynni okkar af fólki sem við hittum hvarvetna eru persónuleg, þótt þau séu oft stutt. Það er merkilegt hversu mikið fólk getur sagt manni á 30 sekúndum, og þarna komum við aftur að reynslu minni úr sjón- varpinu.“ Clarkson tók við land- stjóraembættinu í október 1999. Landstjórinn, sem er skipaður af forsætisráðherra Kanada, er fulltrúi Bretadrottningar, sem er formlegur þjóðhöfðingi Kanada, sem er hluti af Breska samveldinu. Embættisskyldur landstjórans eru um margt líkar skyldum forseta Ís- lands. Hann hefur engin pólitísk tengsl, en kallar saman þing og slít- ur því, staðfestir lög og á reglulega fundi með forsætisráðherra og op- inberum embættismönnum. „Þegar ég var lítil stúlka að alast upp hérna í Ottawa ætlaði ég ekki að verða landstjóri þegar ég yrði stór. Fyrir það fyrsta voru land- stjórarnir allir mjög gamlir, hvítir, breskir herramenn. Sá sem gegndi embættinu þegar ég var lítil, Alexander greifi, var af- skaplega indæll, fyrrverandi stríðs- hetja og mjög myndarlegur – og ekki mjög gamall. Börnin hans gengu hér í opinbera skóla og oft mátti sjá hann á almannafæri. Ég held að hann hafi haft áhrif á mig. Og líka sumir þeirra sem á eftir honum komu, sem voru kanadískir, til dæmis Vincent Massey, sem var fyrsti Kanadamaðurinn sem gegndi embættinu, og Georges Vanier, sem var fyrsti frönskumælandi Kanada- maðurinn í embættinu. En það hafði líka áhrif á mig sem vinur minn sagði við mig þegar ég tók við embættinu. Hann sagði að það væri tilgangslaust að taka að sér svona embætti, sem virðist vera svo háleitt, ef maður gæfi ekki öllu sem maður gerir einhverja merk- ingu. Einmitt núna er ég að tala við ykkur, hóp af blaðamönnum, og það hefur merkingu fyrir mig. Ég tek mér ekkert það fyrir hendur sem ég tel að muni ekki hafa einhverja merkingu og mikilvægi fyrir mig – og vonandi aðra líka. Allt sem mað- ur gerir verður að búa yfir þessum eiginleikum, annars er ekki þess vert að gera það. Eitt af því sem er þakklátt við þetta starf, er að ég fæ bréf frá börnum sem segja mér að ég sé þeim fyrirmynd. Ég fæ bréf frá litlum stúlkum sem vilja verða landstjóri og spyrja mig hvernig maður fari að því. Það er af- skaplega gott að stúlkur skuli hugsa þannig, og finnast að þær geti tekið að sér æðsta embættið í landinu. Betra en að þær séu fyrst og fremst að velta því fyrir sér hvernig þær geti orðið sér úti um eiginmann.“ Svipmót norð- lægra landa tengir okkur saman Adrienne Clarkson var þriggja ára þegar hún flúði með for- eldrum sínum frá Hong Kong til Kan- ada. Nú, rúmum 60 ár- um síðar, gegnir hún embætti landstjóra í Kanada, og kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Kristján G. Arngrímsson var í hópi erlendra blaða- manna er gengu á fund hennar í Ottawa fyrir skömmu. Morgunblaðið/KGA Landstjórinn í Kanada, Adrienne Clarkson, ræðir við erlenda fréttamenn í Stórustofu í landstjórabústaðnum, Rideau Hall, í Ottawa. kga@mbl.is í annað sinn en að óttir, yfiriðjuþjálfi á fyrir að vinna mikið brigði. Hún hefur geðröskunum og við gmyndina að geð- egir Dóra. stíð þrítugsaldri segja sögn Dóru er mik- ð geðröskun er ekki dómur fyrir lífstíð. Dóra bendir jafnframt á að það geti vald- ið ákveðnum vanda að allar geðraskanir séu settar undir sama hatt. „Það er í raun jafnmikill munur á vægu þunglyndi og geðklofa eins og á flensu og krabbameini. Þegar við heyr- um svo um hættulega einstaklinga í þjóðfélaginu skekkist myndin svo að það verður eins og allir einstaklingar með geðraskanir séu hættulegir. Við reynum að opna umræðuna á jákvæðan hátt. Vandamálin eru til þess að leysa þau.“ Hún segir þó einna mikilvægasta hvatninguna til sam- félagsins að hlúa að geðheilsu barna og unglinga en að henn- ar sögn eru alltof fá börn sem fá aðstoð og fæstum málum fylgt nægilega vel eftir. ageðheilbrigðisdeginum ðrækt undirritaður bótar því sem fyrir var. Dóra Guðrún seg- ir að mikil áhersla hafi verið lögð á fræðslu um geðrækt í formi fyrirlestra og námskeiða í skólum landsins, allt frá leik- skólum upp í háskóla, fyrir félög, fyr- irtæki, stofnanir og svo framvegis. Fyrsta árið hafi verið gefið út námsefni fyrir leik- skóla- og grunnskólabörn og því dreift í 18.000 eintökum auk þess sem efnið hafi verið kynnt í skólum um allt land og á kennaraþingum. Fyrir yngstu börnin skipti miklu að þekkja tilfinningar sínar, gera sér grein fyrir hvað hafi áhrif á líð- anina og hvað við getum gert til að hafa áhrif á hana auk þess að vera meðvituð um það að það sem við gerum hafi áhrif á líðan annarra. Eldri börnin hafi fengið verkefni um sjálfsmyndina til að átta sig á líðan og tilfinningum. Hver er ég, hverjir eru kostir mínir, hvaða tilfinningar tengj- ast ólíkum gerningum og svo framvegis. „Þetta gekk mjög vel og nú erum við að skoða nýtt efni sem við viljum þýða en bíð- um eftir að fá styrk til þess,“ segir Dóra Guðrún. Þetta nýja efni var upphaflega hugsað sem sjálfsvígsforvarnarverkefni en Dóra Guðrún segir að rannsóknir hafi sýnt fram á það að mikilvægt væri að sinna fimm til sjö ára börnum, hjálpa þeim að þekkja til- finningar sínar, tjá þær og takast á við erfiðleika og vandamál á jákvæðan hátt. Þetta sé í beinu samhengi við fyrra náms- efni og áhugavert verkefni. „Framundan er áframhaldandi fræðsla,“ segir hún og leggur áherslu á að mikilvægt sé að vera hamingjusamur, því þeir sem séu ham- ingjusamir séu tilbúnir að takast á við vandamálin en óhamingjusamir séu frekar fórnarlömb og sjái ekki sjálfa sig sem ger- endur í því að gera eitthvað betra úr að- stæðum. Vandamálið sé ógn en ekki ögrun sem takast megi á við. „Við höfum reynt að vinna mjög mikið með öðrum fagaðilum og félögum úti í samfélaginu, þannig að við séum ekki bara úti í horni heldur séum að sá fræjum úti um allt varðandi geð- rækt.“ ó að það sé langt í land ennþá.“ Guðrún segir að það sé mjög mik- fyrir starfsmenn verkefnisins að ð þeir séu að gera eitthvað rétt og til þess að halda áfram á sömu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áð hvaða sjúkdómar verði mesta óðfélaganna og hingað til hafi og æðasjúkdómar raðað sér í ætin, en verði ekkert að gert í num löndum verði þunglyndi í 2. 10. Við þessu sé verið að reyna að st, reyna að finna hvernig koma veg fyrir að þróunin verði á þennan r verkefnið hófst var ákveðið að a sér mest að börnum og ungling- ta árið. Á öðru ári var viðfangs- engdum vinnandi fólki bætt við og ári var áhersla á eldra fólk til við- Morgunblaðið/Ásdís óri Geðræktar undanfarin ár. sverkefni um geðheilsu am fræjum a mál séu komin í vitleysu,“ bendir á. Hann segir það jafnframt vera t að margir unglingar sem koma inn rðarheimili hafi borið einkenni um anir frá leikskólaaldri en ekki fengið sinna mála. Sérfræðiþjónustu í skólum ábótavant egir Kristján mikilvægt að fleiri ti en heilbrigðisráðuneytið taki þátt koðun málaflokksins. Hann bendir á ar breytingar hafi orðið á þjónustu n með geðraskanir þegar rekstur ar fluttur frá ríkinu yfir á sveit- arfélögin. Þá var ákveðið að sérfræðiþjón- usta skóla ætti ekki lengur að sinna meðferð og að sálfræðingar í skóla skyldu eingöngu sinna ráðgjöf og greiningu. „Þetta hefur orðið til þess að úrræðum og mönnun á sál- fræðideildum skólanna hefur stórhrakað án þess að það komi nokkur meðferðarúrræði í staðinn,“ segir Kristján. „Ef þessi þjónusta væri styrkt væri verið að styrkja úrræði sem eru svo nálægt börn- unum því að það er inni á þeirra vinnustað. Nálægðin verður til þess að úrræðin verða ódýrari, það verður auðveldara aðgengi að þeim og meiri möguleikar á að samræma störf þeirra aðila sem sinna börnum.“ rnum og unglingum með geðraskanir að baki hin- öndunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.