Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TANGI hf. á Vopnafirði hefur undanfarið verið á hlutabréfamarkaði og töluverðar ryskingar átt sér stað í tengslum við eignarhald fyrirtæk- isins. Hlutafélagið Bjarnarey ehf., í eigu Tanga hf., Bíla og véla hf., Vopnafjarðarhrepps og fyr- irtækja og einstaklinga á Vopnafirði, vinnur nú hörðum höndum að því að kaupa hlutafé í Tanga til baka úr höndum Eskju hf. á Eskifirði, sem hugsanlega hefði ella farið með kvóta fyr- irtækisins af staðnum. Í sumar gerði Bjarnarey samning um kaup á 50% alls hlutafjár Tanga og leitar nú að traustum meðfjárfestum til að geta staðið við kaupsamninginn. Þá stendur yfir al- menn hlutafjársöfnun á Vopnafirði og hefur þátttaka almennings verið góð. Nú þegar hafa 15% íbúa skráð sig fyrir hlutafé í Bjarnarey til að taka þátt í þessu risaverkefni. Sjólaver ehf. í Hafnarfirði sameinaðist Tanga hf. árið 2001 og var þá hlutafé aukið um 300 milljónir. Við samrunann jókst bolfiskkvóti félagsins verulega. Sjólaver, eða dánarbú Jóns Guðmundssonar o.fl., seldi Eskju hf. hlut sinn í Tanga árið 2002. Eskja keypti um sama leyti nokkra hluti til viðbótar og eignaðist þannig tæplega 50% eignarhlut í Tanga. Með þessum kaupum var atvinnuöryggi Vopnfirðinga sett í algert uppnám. Í vor stóðu heimamenn frammi fyrir tveimur valkostum; að selja alla hluti sína í fyrirtækinu, eða að kaupa alla hlutina til baka af Eskju. Seinni kosturinn varð fyrir valinu í júlí sl., þegar skrifað var undir kaupsamning við Eskju um kaup eða kaupskyldu á öllum hlutum Eskju og Shell í Tanga, eða samtals 50,42% heildarhlutafjár. Heildarvirði allra þessara hluta er 929 millj- ónir, sem er risaverkefni fyrir samfélag af þessari stærðargráðu. 200 milljónir voru greiddar með 1/3 hlutdeildar Tanga hf. í loðnu- kvótanum, 225 milljónir greiddar 1. september sl. og annað eins nú 1. október, en sú greiðsla hafðist naumlega. Fjármagnið fékkst frá heimamönnum, fyrirtækjum, lánastofnunum og nýjum fjárfestum. Nú er róinn lífróður við að ná saman fé í síðustu greiðsluna, 279 milljónir, sem gjaldfellur 1. nóv- ember. Vopnafjarðarhreppur hefur illa bol- magn til að glíma við mál af þessu tagi og má ekki með góðu móti vera svo sterkur inni á hlutabréfamarkaði sem raun ber vitni. Fyrir átti hreppurinn liðlega 30% í Tanga og hefðu þau hlutabréf verið seld á sama gengi og nú er verið að kaupa þau á, hefði sveit- arfélagið getað greitt allar sínar skuldir og átt annað eins í afgang. Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri segir að sá mannauður sem felst í starfsfólki Tanga sé ómetanlegur. Þar hafa einvörðungu starfað Vopnfirðingar og sami kjarninn unnið í bolfisk- vinnslu, frystingu á uppsjávarfiski, í fiskimjöls- verksmiðjunni, á Brettingi og Sunnuberginu og við önnur þau störf sem til falla í svo stóru fyr- irtæki. „Aflið sem drífur þessi kaup okkar á hlutafé Tanga áfram er mannauðurinn; fólkið sem hefur verið að byggja fyrirtækið upp í gegnum tíðina. Það væri sárt að sjá það allt fjúka í burtu á einni nóttu. Því erum við að reyna að kaupa völdin að við viljum stjórna þarna sjálf og halda fyrirtækinu á staðnum.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Tanga hf., segir að þrátt fyrir sviptingar kringum fyrirtækið sé staða þess nokkuð góð. Unnið hafi ver- ið í ýmiskonar hagræðingu í rekstri, auk þess sem ráðist var í fjárfestingar sem leiða til sparnaðar. Sem dæmi um slíkt nefnir hann búnað til löndunar á uppsjávarfiski beint upp úr lestum fiskiskipa í stað þess að til loka síðustu loðnuvertíðar var aflanum ekið með vörubílum. Þá var nýverið tekinn í notkun nýr forsjóðari í verksmiðjunni sem dregur úr orkunotkun. Loks á að fara að keyra nýja vinnslulínu í bolfiskvinnslu félagsins. Hún er hönnuð með það í huga að bæta nýtingu og að afurðirnar séu fluttar út ferskar. Allt lagt undir til að ná Tanga til baka Vilhjálmur Vilhjálmsson Brimvarnargarður | Nú eru menn á lokasprettinum í byggingu brim- varnargarðs í höfninni á Vopnafirði. Hann liggur á milli svokallaðs Mið- hólma og yfir í Skiphólma og lokar gamalli innsiglingu sem var áður fyrr eingöngu notuð inn í höfnina. Brimvarnargarðurinn mun skýla höfninni vel fyrir úthafsöldunni og gerir aðstæður allar mun betri, hvort sem er fyrir djúprist skip eða önnur lítilsigldari. Hefur verið unnið sleitulaust að malarflutningum í garðinn og eins og sannaðist í fyrra- dag, þegar 30 tonna grjótflutn- ingabíll, sem var að snúa við á garð- inum, lenti á rassinum út í sjó, er kapp best með forsjá.    Útrásir | Útrásarmál sveitarfé- lagsins hafa verið tekin til endur- skoðunar og er nú miðað við að all- ar útrásir þess komi út á einum stað, þar sem verður síðar reist hreinsunar- og dælustöð. Verður skolpið grófhreinsað þar og svo dælt út í mikið dýpi í firðinum.    Kaupangur | Af öðrum fram- kvæmdum má nefna uppbyggingu Kaupangs, eins elsta hússins á Vopnafirði, en henni á að vera lokið um áramót 2004–5. Hugmyndir eru um að byggja þar upp alhliða menn- ingarhús tengt sögu sveitarfé- lagsins, m.a. Vesturförum. Flestir þeirra fóru frá Vopnafirði til Vest- urheims um aldamótin, um 2.600 manns.    Bundið fjármagn | Það heftir sveitarfélagið upp að einhverju marki að vera með svo mikið fé sem raun ber vitni bundið í atvinnu- rekstri, sbr. umfjöllun um málefni Tanga hér á síðunni. Vopnafjarð- arhreppur er eina sveitarfélagið á landinu sem hefur svo mikið fjár- magn bundið í hlutabréfum og kemur það væntanlega að hluta til niður á framkvæmdum næstu miss- erin.    Tangi | Tangi var stofnaður árið 1965. Fyrirtækið rekur tvö fiskiskip, fiskimjölsverksmiðju og uppsjávar- og bolfiskvinnslu. Helstu fram- leiðsluvörur eru fiskimjöl og lýsi, fryst loðna og síld, þorskafurðir og sjófrystur, hausskorinn karfi og grá- lúða. Um 110 heilsársstörf eru unnin hjá fyrirtækinu. Kvóti félagsins nemur um 4.800 þorskígildistonnum, þar af eru um 2.500 þorskígildistonn eftir í uppsjávarfiski eftir að 1/3 hluti loðnukvótans fór til Eskju hf. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir ÁVOPNAFIRÐI búa tæplega 800 manns,þar af um 550 í þéttbýlinu. Á síðasta árifjölgaði íbúum hreppsins rétt um 3% oger það samdóma álit manna að fólk sé nú tilbúnara en áður að festa sér eignir í bænum. Mikil hreyfing er á eignum og leiguhúsnæði svo setið að varla finnst lengur auð kompa, hvað þá meira. Ekki er enn um nýbyggingar að ræða en menn telja að styttist í það, ef atvinnuþróun verður jákvæð. Í grunnskóla Vopnafjarðar eru nú 115 nemendur. Skólinn hýsir einnig skólabóka- og almennings- bókasafn Vopnfirðinga, auk vel búins tónlistarskóla. Góður leikskóli er í sveitarfélaginu og tekur hann við börnum frá eins árs aldri. Þjónusta við aldraða hefur aukist til muna og er nú nægt framboð leiguíbúða fyrir þennan aldurshóp sem og ágæt legudeild. Þórður á Refstað rekur bæði sláturhús og mjólkurstöð Á Vopnafirði er blandað samfélag sem byggir á sjávarútvegi og landbúnaði. Sveitabæir með búskap eru nálægt fimmtíu og fimm talsins og hafa mörg býlin hlunnindi af laxveiðiám, sem Vopnafjörður er þekktur fyrir. Þó gætir ákveðins kyrrkings í sauð- fjárbúskap eins og annars staðar í landinu. Bændur hafa einnig að einhverju marki farið út í ferðaþjón- ustu og einhverjir lagt af hefðbundinn búskap í kjöl- farið. Á staðnum er sláturhús, annað tveggja sem enn eru í gangi á Austurlandi og er það rekið af Þórði Pálssyni á Refstað. Vopnfirskir bændur fara þangað með fé sitt til slátrunar og einnig tekur húsið fé víðar af Austurlandi, þó mest fari þaðan til sláturhúss Norðlenska á Húsavík. Sláturhúsið hefur gengið ágætlega og verið rekið með hagnaði. Þórður rekur einnig lítið mjólkursamlag á Vopnafirði og tekur þar inn mjólk frá bændum í sveitinni og frá Bakkafirði og Þórshöfn. Auk dagvörufram leiðslu framleiðir mjólkursamlagið Port Salut-ost og umframmjólk fer í frumvinnslu á mozarellaosti. Á staðnum eru nokkur þjónustufyrirtæki í véla-, járn- og tréiðnaði, sem þjónusta almenning, land- búnað og sjávarútveg. Fá ekki tekjujöfnunarframlög vegna hárra meðaltekna Sjávarútvegurinn er grundvallaratvinnuvegur á Vopnafirði og gefur hæstu tekjurnar. Meðaltekjur á mann eru það háar að Vopnafjarðarhreppur hefur ekki fengið tekjujöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Er það athyglisvert í ljósi þess að Akureyrarbær, svo eitthvert dæmi sé tekið, fær tæpar áttatíu milljónir í tekjujöfnunar- framlög á árinu. Mikilvægur þáttur í samgöngum Vopnfirðinga er flugið. Fimm ferðir eru í viku hverri og er flogið til Akureyrar um Þórshöfn. Sveitarstjórn fór fram á að flugvöllurinn yrði tekinn inn í samgönguáætlun sem einn af aðalflugvöllum áætlunarflugsins, en hann uppfyllir ekki skilyrði um lengd. Heimamenn telja að með jarðgöngum yrði Egilsstaðaflugvöllur þeirra heimavöllur og myndi það vera til mikilla hagsbóta fyrir þá sem selja fisk beint á erlenda markaði. Þess má og geta að engar reglubundnar almennings- samgöngur eru á milli Vopnafjarðar og nágranna- byggðarlaga, svo sem Egilsstaða og Akureyrar. Uppspretta mannlegrar og náttúrulegrar fegurðar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Opin fyrir framtíðinni: Vopnfirðingar hafa tekið höndum saman um að kaupa Tanga hf. til baka og tryggja þannig atvinnuástand og jafnvægi í sveitarfélaginu. Vopnafjörður hefur löngum verið talinn sérstök uppspretta mannlegrar og náttúrulegrar fegurðar á Íslandi. Vopnfirð- ingum búnast vel, en þó eru blik- ur á lofti. Steinunn Ásmunds- dóttir sótti Vopnfirðinga heim. steinunn@mbl.is „ÉG ER jarðgangamaður og gefst ekki upp við að vinna þeim brautargengi,“ sagði Þorsteinn Steins- son, sveitarstjóri Vopnfirðinga, inntur eftir því hvað væri efst á baugi af umbótamálum í sveitar- félaginu. „Við hér lítum á jarðgöng milli Vopna- fjarðar og Héraðs sem nauðsynlegan þátt til þess að ná fram byltingu í byggðamálum,“ segir hann. Skýrsla sem við gáfum út með Háskólanum á Akureyri sýnir glöggt, sem og álit Byggðastofn- unar, að jarðgöng séu eina leiðin til að rjúfa vetr- areinangrun byggðarinnar.“ Þorsteinn segir meginmun á vegi í gegnum jarðgöng, samanborið við veg upp um Vopnafjarð- arheiði og inn á Háreksstaðaleið þann, að veg- urinn gegnum jarðgöngin sé allur meira eða minna á láglendi, meðan hinn er að stórum hluta á hálendi í yfir 500 m h.y.s. „Jarðgöng eru kostn- aðarsöm framkvæmd, en til lengri tíma litið verð- ur líka að reikna inn hversu dýrt er að halda við vegum og moka þá á vetrum. Jarðgöng myndu breyta öllu í daglegum samskiptum við byggðirnar umhverfis okkur. Samvinna okkar við önnur sveitarfélög, svo sem á Héraði, hvað varðar brunavarnir, skóla- mál, félagsþjónustu o.fl. myndi einnig eflast og léttast til muna. Miðað við út- tekt Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri myndu samskipti milli Vopna- fjarðar og Egilsstaða aukast um 61% með tilkomu jarðganga.“ Þorsteinn segist ekki sjá neitt ákveð- ið í spilunum með jarðgöng eins og stendur. „Stjórnmálamenn eru kannski sú tegund af fólki sem svarar ekki alltaf skýrt. Mér þætti afskaplega gott ef hægt væri á einfaldan hátt að segja við svona byggðarlög eins og hér er að farið verði í framkvæmd af þessum toga á tilteknu ári, þó svo það verði ekki gert alveg strax. Viti fólk af slíku líður því betur. Það eina sem sem við höfum séð er að í vega- og jarðgangaáætlunum er gerð jarðganga milli Vopnafjarðar og Héraðs og Eskifjarð- ar og Neskaupstaðar ásamt göngum undir Hrafnseyrarheiði fyrir vestan næstu val- kostir. Nú er unnið að rannsóknum á þess- um kostum. Ef við tökum til dæmis Vest- firði og Norðurland og berum saman við Austurland, þá eru í kringum 15 km af jarð- göngum á Vestfjörðum og eitthvað svipað nyrðra ef göngin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða að veruleika. Eystra eru einungis 0,6 km í jarðgöngum eins og stendur. Á því má sjá að Austfirðingar hafa verið linir við að ná fram jarðgöngum. Nú er vissulega verið að vinna um 6 km löng göng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Maður heyrir í byggðunum þar í kring að miklar væntingar eru bundnar þeim göngum. Við viljum einnig eiga von um slíkan vöxt og bjartsýni í okkar samfélagi á Vopnafirði,“ segir Þorsteinn. Við viljum eiga von um vöxt Þorsteinn Steinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.