Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKT Jóhannesson, fráfar- andi stjórnarformaður Eimskipa- félagsins, rakti og gagnrýndi í ræðu þátt bæði Landsbankans og Ís- landsbanka í þeim viðskiptum sem leiddu til þess að Landsbankinn og tengdir aðilar eignuðust ráðandi hlut í félaginu. Benedikt dró mjög í efa að skynsamlegt væri að skipta starfsemi félagsins upp eða selja einstaka hluti í Brimi, þeir sem gerðu slíkt létu frekar stjórnast af skammtímahagnaðarsjónarmiðum en langtímahagsmunum félagsins. „Jafnvel þó svo færi að hærra verð fáist fyrir félagið í pörtum en í heilu lagi þá má spyrja hvort það réttlæti slíkar aðgerðir. Hér rekast á hugmyndir þeirra sem ætla sér aðeins að eiga fyrirtæki í skamman tíma og hinna sem hugsa að dagur komi eftir þennan dag og mikilvæg- ast sé að reka félagið með arðbær- um hætti til lengri tíma litið. Það er alþekkt að skyndikynni geta haft al- varlegar afleiðingar og það er mín skoðun að heppilegra sé að leiðandi hluthafar stofni til varanlegs sam- bands við fyrirtækið.“ Kvótinn í almenningseign með stofnun Brims Benedikt benti á að markaðsvirði Eimskipafélagsins hefði á einu og hálfu ári hækkað úr 15 milljörðum í um 40 milljarða þegar það var hæst og markaðurinn hafi því fyrir sitt leyti stutt nýtt skipulag á félaginu og þ.m.t. rekstur á sjávarútvegs- hluta þess, Brims. „Í pólitískum umræðum hefur oft verið vikið að því að kvótakerfið ýtti undir samþjöppun á kvótaeign. Með stofnun Brims var þessari þróun snúið við. Skyndilega voru komnir tæplega 20 þúsund nýir kvóta- eigendur, hluthafar í Eimskipafélagi Íslands. Kvótinn, sem í lögum er sameign þjóðarinnar var orðinn al- menningseign í raun. Þegar var haf- ist handa um að stýra kvótanýtingu Brims þannig að skipastóllinn nýtt- ist sem best, en jafnframt var ákveðið að hefja ákveðna sérhæf- ingu í fiskvinnsluhúsunum. Þannig var farið að nýta kosti stærðarinnar frá upphafi, en haldið hefur verið áfram á sömu braut allt þetta ár …“. Benedikt taldi óeðlilegt að í samningnum bankanna væri gert ráð fyrir að Eimskipafélagi keypti eigin bréf fyrir átta milljarða króna. Með þessu móti lækki eiginfjárhlut- fall félagsins skyndilega úr 43% í 34%. „Miklar og skyndilegar breyting- ar á eiginfjárhlutfalli geta valdið miklum óróa meðal lánardrottna þannig að lánskjör verði óhagstæð- ari en áður. Íslandsbanka og Lands- banka var gerð grein fyrir þessum sjónarmiðum, en það varð ekki til þess að breyta efni samningsins.“ Benedikt gerði einnig að umtals- efni hvernig komið væri fyrir ís- lenskum hlutabréfamarkaði og sagðist óttast „að með þeim viða- miklu samningum sem bankarnir tveir gengu frá að næturþeli hafi þeir ekki aðeins samið um miklar eignatilfærslur, heldur hafi þeir jafnframt orðið til þess að spilla ís- lenskum hlutabréfamarkaði þannig, að langan tíma taki að byggja hann upp á ný. Það er ekki freistandi til- hugsun fyrir almenning að kaupa hlut í fyrirtækjum sem bankarnir geta strikað út með einu penna- striki,“ sagði Benedikt. Viðskiptin hafa spillt hlutabréfamarkaði Benedikt Jóhannesson, fráfarandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins, harðorður í garð bankanna Á FJÖLMENNUM hluthafafundi Hf. Eimskipa- félags Íslands sem haldinn var í gær var skipt um alla stjórnarmenn í félaginu, jafnframt því sem allar tillögur nýrra ráðandi hluthafa voru sam- þykktar. Þar á meðal var tillaga um samþykki rammasamnings og fylgisamninga um kaup og sölu hlutabréfa í eigu Burðaráss. Þessi tillaga er til komin vegna stórra viðskipta nokkurra aðila sem áttu sér stað 19. september síðastliðinn, og var hún samþykkt með rúmum 88% atkvæða. Þá var felld tillaga um að láta fara fram opinbera rannsókn á viðskiptum með hlutabréf í félaginu og hlutabréf í eigu þess. Í ræðu sinni á fundinum sagði fráfarandi stjórnarformaður, Benedikt Sveinsson, að þær tillögur sem lægju fyrir hefði borið að með nokk- uð óvenjulegum hætti og gagnrýndi hann ým- islegt í aðdraganda fundarins. Frásögn af ræðu Benedikts er að finna í frétt hér að neðan. Vegið að félaginu Vilhjálmur Bjarnason var næstur í ræðustól og lýsti þeirri skoðun sinni að vegið væri að félag- inu. Hann sagði nöturlegt að eignir þess skyldu seldar á lægra verði en boðist hefði, og vísaði þar til tilboðs sem borist hefði í hlutabréf Flugleiða í eigu Burðaráss. Efaðist Vilhjálmur um að fund- urinn hefði heimild til að samþykkja samninginn frá 19. september og hvatti til að hann yrði felld- ur. Beindi hann þeirri fyrirspurn til fundarstjóra hvort hann ætlaði að leyfa að málið yrði afgreitt. Um væri að ræða að tveimur hluthöfum, Íslands- banka og Fjárfestingarfélaginu Straumi, væri ívilnað, „væntanlega með um það bil einum millj- arði“, á kostnað annarra hluthafa Eimskipa- félagsins. Samkvæmt 95. grein hlutafélagalaga væru slíkir gerningar ekki tækir á hluthafafundi. Fundarstjóri svaraði spurningu Vilhjálms og sagði það mat sitt að fyrirliggjandi tillögur væru ekki til þess fallnar að mismuna hluthöfum á þann hátt sem lýst væri í umræddri lagagrein og fundurinn hélt því áfram samkvæmt dagskrá. Næstur hafði beðið um orðið Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður, sem fór með umboð fyrir hlutafjáreign Landsbankans og líka þau hlutabréf sem Landsbankinn fór með atkvæð- isrétt fyrir vegna umboðs frá Straumi. „Það sem gerst hefur með þeim samningum sem hér eru lagðir fyrir fundinn til afgreiðslu, er ekkert ann- að en það að menn hafa átt viðskipti með hluta- bréf á markaði þar sem menn eiga slík viðskipti og eðlilegt er að eiga slík viðskipti. Það er auðvit- að fjarri öllum raunveruleika sem fram kom í ræðu hins ágæta stjórnarformanns Eimskipa- félagsins hér áðan, að það var eins og það mætti skilja á honum að hlutabréf í Eimskipi væru að kaupa menn sem væru illa þokkaðir í íslensku viðskiptalífi eða hefðu einhverjar fyrirætlanir um niðurbrot á starfsemi Eimskipafélagsins. Þetta er auðvitað fjarri öllum sanni,“ sagði Jón Steinar. Hann sagði hina nýju hluthafa staðráðna í því að reyna að vinna að hag félagsins eins og þeir best gætu, enda væru þetta menn með mjög góð- an starfsferil að baki í viðskiptalífinu. Hann gerði einnig athugasemd við ræðu Vilhjálms Bjarna- sonar og sagði að þau viðskipti sem hefðu átt sér stað hefðu verið víðtæk og varðað skipti á hluta- bréfum. Því væri ekki hægt að stilla málinu upp með þeim hætti sem Vilhjálmur hefði gert. Miðað hefði verið við skráð gengi allra bréfanna á til- teknum tíma og ekki hefði verið hægt að miða við annað gengi. Sagði hann samningana færa félag- inu miklar hagsbætur og að nýir hluthafar væru að blása til nýrrar sóknar í rekstri félagsins. Mikill meirihluti samþykkur Að umræðum loknum var gengið til atkvæða um fyrirliggjandi tillögur og upplýsti fundar- stjóri að mætt væri á fundinn fyrir 70,15% hluta- fjár. Fyrsta tillaga sem greidd voru atkvæði um snerist um samþykki rammasamnings Burðar- áss, Fjárfestingarfélagsins Straums, Samson Global Holding, Otec Investment, Íslandsbanka, Landsbanka Íslands og Sjóvár-Almennra trygg- inga, sem dagsettur er 19. september 2003, og fylgisamninga þess samnings. Stjórn félagsins hafði samþykkt, að beiðni nokkurra stærstu hlut- hafa félagsins, að heimila stjórn dótturfélagsins Burðaráss að samþykkja þessa samninga með fyrirvara um samþykki hluthafafundar félagsins. Þessi tillaga var samþykkt með 88,11% at- kvæða, á móti voru 5,82% en auðir og ógildir at- kvæðaseðlar voru 6,07%. Að þessu loknu voru greidd atkvæði um lækk- un hlutafjár í félaginu, en sú lækkun var gerð í tengslum við þau viðskipti sem áður greinir frá. Þessi tillaga var einnig samþykkt. Deilt um atkvæðisrétt Þá var tekin fyrir tillaga Vilhjálms Bjarnason- ar um ályktun fundarins. Tillagan fjallaði um að hluthafafundurinn beindi því til stjórnar félags- ins að hún hlutaðist til um opinbera rannsókn á viðskiptum með hlutabréf í félaginu og hlutabréf í eigu félagsins, eins og þau voru samkvæmt fyrr- greindum rammasamningi. Vilhjálmur óskaði eftir því við fundarstjóra að hluthafar þeir sem málið varðaði yrðu sviptir atkvæðisrétti um til- löguna og vísaði í því sambandi í 82. grein hluta- félagalaga. Fundarstjóri sagði rétt hluthafa til að greiða atkvæði meðal veigamestu réttinda þeirra og umrætt lagaákvæði væri undantekningar- ákvæði sem ekki ætti við í þessu tilviki. Vilhjálmur sagðist ósáttur við úrskurð fund- arstjóra en að hann beygði sig undir hann og ósk- aði eftir því að hún yrði dregin til baka. Vegna beiðni um hið gagnstæða utan úr sal voru engu að síður greidd atkvæði um þessa tillögu og féllu atkvæðin þannig að 74,26% voru á móti henni, 24,13% atkvæða voru auð eða ógild og 1,61% var fylgjandi. Var tillagan því felld. Morgunblaðið/Sverrir Ný stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands: Þór Kristjánsson, aðstoðarforstjóri Pharmaco og varamaður í bankaráði Landsbankans, Sindri Sindrason, fv. for- stjóri Pharmaco, varaformaður stjórnar, Þórður Magnússon, fv. framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélagsins, Pálmi Haraldsson, framkvæmda- stjóri Fengs, Magnús Gunnarsson, fv. stjórnarformaður Búnaðarbankans, formaður stjórnar, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, og Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafnar og stjórnarmaður í SH. Hluthafafundur Eimskipafélagsins skiptir um alla stjórnarmenn félagsins 88% hluthafa samþykktu rammasamninginn Mikill meirihluti atkvæða á hluthafafundi Eimskipafélagsins í gær féll nýjum stórum hluthöfum félagsins í vil. Engu að síður kom fram hörð gagnrýni á þessa nýju hluthafa og framgöngu þeirra, bæði frá fráfarandi stjórnarformanni og almennum hluthafa. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans Hluthafar hafa talað skýrt í málinu HALLDÓR J. Krist- jánsson, banka- stjóri Landsbank- ans, segir Lands- bankann vísa gagnrýni bæði þeirra Benedikts Jóhannessonar og Vilhjálms Bjarna- sonar á bug. „Við teljum að samningarnir verði að dæmast sem ein heild og það sé ekki hægt að athuga eða hafa bara skoðun á einum afmörk- uðum þætti þeirra. Við teljum að viðskiptin í heild séu mjög hag- stæð Eimskipafélaginu og hlut- höfum þess og vísum í því sam- bandi til þess að 88% þeirra sem atkvæði greiddu á fundinum eru okkur algerlega sammála í því mati. Hluthafar félagsins hafa því talað afar skýrt í málinu.“ Halldór segir Landsbankann vissulega vera stóran hluthafa í Eimskipafélaginu en nú sé komin að félaginu öflug stjórn og Lands- bankinni muni því ekki vilja tjá sig um málefni þess. Magnús Gunnarsson, kjörinn stjórnarformaður Eimskipafélagsins Mikil áskorun MAGNÚS Gunn- arsson, nýr stjórn- arformaður Eim- skipafélags Íslands, segir að það sé eng- in launung á því að það verði mikil áskorun fyrir sig að gegna stjórn- armennsku. „Ég sé það alveg fyrir mér og ég mun leggja mig allan fram um að tryggja hag bæði félagsins og hlut- hafa þess. Magnús segir nýja stjórn Eim- skipafélagsins aðeins hafa hist stuttlega til þess að skipta með sér verkum og kynna sér starfsreglur stjórnarinnar. „Við gerum aftur á móti ráð fyrir að halda fyrsta form- lega stjórnarfundinn á þriðjudag- inn eftir helgi og þá að sjálfsögðu munum við setjast niður og ræða þau mál sem hafa áhuga á að fara betur yfir.“ Magnús segist vilja þakka það traust sem hluthafar Eimskipa- félagsins hafi sýnt sér og stjórninni. „Við tökum þetta verkefni að okkur til þess að styrkja hlut hluthafanna og tryggja vonandi bæði starfs- mönnum og viðskiptamönnum Eim- skipafélagsins góða þjónustu í framtíðinni. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.