Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 9
Bankastræti 14, sími 552 1555
Nýjar sendingar
Blússur og buxur frá
Samkvæmismussur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
WWW.HOLT.IS
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700
Tvíréttað í hádeginu
á aðeins 1.900 krónur
villibráðarmatseðill
á kvöldin
Kápur úr Micro-efni
með lausu fóðri
og treflum
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Laugavegi 84, sími 551 0756
Úrval af peysum
Nýjar vörur
Litla JÓLABÚÐIN
Grundarstíg 7, 101 Reykjavík, sími 551 5992
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 13-16.
ÞAKRENNUR
Frábært verð!
B Y G G I N G AV Ö R U R
www.merkur.is
594 6000
Bæjarflöt 4, 112 R.
Er veisla framundan?..
Glæsilegur veislusalur
Ferðafélagsins í Mörkinni til leigu
Komum líka með veisluna heim til þín
Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is
Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959
Þórarinn Guðmundsson
matreiðslumestari
Stærðir
2X-8X
Vinnufatabúðin
Laugavegi 76, sími 551 5425
Fötin skapa manninn
ENGUM blöðum er um að fletta,
að víða voru að koma göngur
bæði sjóbirtings og sjóbleikju í ár
í blálok vertíðarinnar og undir-
strikar það enn frekar hversu
óútreiknanlegir þessir fiskar eru,
því víða hafa göngur verið löngu
afskrifaðar.
Mikið af birtingi
Hópur sem veiddi í Vatnamót-
unum í einn dag í miðri vikunni,
fékk 27 sjóbirtinga, þar af 18 á
þriggja klukkustunda skoti, og
var mest af þeim fiski silf-
urbjartur fiskur, 4 pund að jafn-
aði, nýkominn úr sjó. Á þessum
tíma hafa Vatnamótin gjarnan
verið orðin leikvöllur mun smærri
geldfiska, en augljóst að vonir
manna um síðbúnar göngur hafa
gengið eftir. Í aflanum voru einn-
ig fáeinir legnir fiskar og voru
þeir stærri, m.a. 10 og 8 punda
fiskar. Mest veiddu menn á litla
svarta Snældu með keiluhaus, en
svartur Tóbí var líka drjúgur.
Frétt þessi frá Vatnamótunum
kemur í kjölfar fregnar um göng-
ur bjartra fiska um og uppúr
mánaðamótunum í Tungufljóti,
Tungulæk og Grenlæk. Góð skot
hafa einnig verið í Hörgsá og
Geirlandsá að undanförnu, svo og
Eldvatni í Meðallandi og Jóns-
kvísl.
Líka sjóbleikja
Flestar sjóbleikjuár hafa lokað
fyrir löngu, en spurning hvort
ekki hefði mátt hafa þær opnar
aðeins lengur ef marka má frétt
frá leigutökum Kolku og Hjalta-
dalsár í Skagafirði, en þar var
veitt til loka september. Veiði-
menn sem voru um mánaðamótin
fengu að sögn 50 bleikjur og voru
flestar bjartar og á bilinu 1–2
pund, einmitt fiskurinn sem vant-
að hefur svo víða í aflann í sjó-
bleikjuám í sumar. Þeir fengu líka
fáeinar stærri, auk laxa, en allt
voru það legnir fiskar.
27% endurveidd
Alls var 694 veiddum löxum í
Selá í Vopnafirði sleppt aftur.
Alls voru 139 þeirra laxa merktir
til að kanna mætti hvað há pró-
senta endurveiddist. Alls veiddust
37 þessara laxa aftur seinna, eða
samtals 27%. Í Haffjarðará var
sams konar tilraun gerð, en end-
urveiðitalan var örlítið lægri.
Göngur
í blálokin
Geir Karlsson með 19 punda hæng
úr Gljúfurá nyrðri, stærsta lax sem
veiðst hefur í ánni í áraraðir.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi 19 ára pilt í eins árs fangelsi í
gær fyrir tvö bankarán á þessu ári. Í
fyrra tilfellinu réðst hann til inn-
göngu í Sparisjóð Hafnarfjarðar í
apríl og hafði á brott með sér 1,7
milljónir króna í peningum. Í seinna
ráninu, í Landsbankaútibúi í Grinda-
vík, rændi hann 914 þúsund krónum
í seðlum, ávísunum og mynt.
Að mati dómsins sýndi pilturinn
mikla bíræfni og ófyrirleitni með
brotum sínum sem hefðu verið stór-
felld. Þá hefði hann vakið mikinn
ótta hjá því starfsfólki sem varð á
vegi hans í bankastofnununum.
Hann kvaðst hafa framið fyrra
ránið vegna peningaskorts. Hann
hefði notað þá peninga, sem ekki
komust til skila, í að greiða skuldir, í
spilakassa og fleira. Þá hefði hann
einnig týnt umtalsverðri upphæð.
Hjá lögreglu og fyrir dómi vildi hann
ekki upplýsa hverjum hann hefði
greitt skuldir.
Hann sagðist ekki hafa skipulagt
seinna ránið, heldur aðeins fram-
kvæmt það fyrir annan aðila sem
hann hefði skuldað fé, en á þeim
tíma hefði hann verið í fíkniefna-
neyslu. Kvaðst hann hafa tekið ránið
að sér til að losna við að lenda í
hjólastól. Hann hefði sett ránsféð í
tösku og falið hana úti í hrauni.
Ákveðið hefði verið að hann léti
handtaka sig en mennirnir sem hann
skuldaði hefðu síðan ætlað að sækja
ránsfenginn út í hraun. Hann neitaði
einnig að gefa nöfn þessara manna
upp.
Pilturinn var dæmdur til að greiða
Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
820 þúsund krónur.
Finnbogi H. Alexandersson hér-
aðsdómari dæmdi í málinu. Verjandi
ákærða var Jón Höskuldsson hdl.
Málið sótti Sigríður Jósefsdóttir,
saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Dæmdur í eins árs fang-
elsi fyrir tvö bankarán
FRÉTTIR
mbl.is