Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 47 VIÐSKIPTAVINUM Kringlunnar fjölgaði um 12% í september miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er mesta aðsókn í septembermánuði frá opnun Kringlunnar árið 1987, að því er fram kemur í frétt frá Kringlunni. Um 450.000 manns lögðu leið sína í Kringluna í september síðast- liðnum sem er um 50.000 fleiri en í september 2002. Nýjar verslanir í Kringlunni Fjöldi viðskiptavina það sem af er árinu hefur aukist um 2% frá því í fyrra, en nú á seinni hluta ársins er fjölgunin meiri. Í september var ung- lingaverslunin eX(s) opnuð í Kringlunni. Í versl- uninni fæst tískufatnaður fyrir ungt fólk og er hún á annarri hæð þar sem verslunin Hanz var áður. Þá var Adidas-íþróttavöruverslun á annarri hæð í Kringlunni opnuð, þar sem Maraþon og Olympia voru áður. Í október verða LaSENZA- undirfataverslun, ECCO-skóverslun og SONY- sérverslun opnaðar. Dagana 16.–19. október verður Kringlukast í Kringlunni þar sem verslanir bjóða tilboðsverð á nýjum vörum. Velta eykst í Smáralind Fjöldi gesta í Smáralind var 14,3% meiri síð- ustu 2 mánuði en sömu mánuði í fyrra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Heildarveltan í verslunarmiðstöðinni hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á árið en samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir september er veltuaukn- ing um 15–20% frá fyrra ári. Mikil aukning varð í fyrirspurnum um laust leiguhúsnæði í Smáralind í september sl. sem gefur til kynna að eftirspurn eftir góðu verslunarhúsnæði sé að aukast. Aukin velta í Kringlu og Smáralind ÞÝSK-ÍSLENSKA verslunarráðið stendur fyrir fundi með Árna M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra laugardaginn 11. október kl. 11.30 á Park Hyatt-hótelinu, Burgenhagen- strasse 10, 20095 Hamburg. Fjallað verður um stöðu sjávarútvegs á Íslandi, viðskipta- umhverfi og stöðu efnahagsmála á Íslandi og áhrif þess á sjávarútveg og verslun með sjávarafurðir, samskipti Íslands og Þýska- lands á þessu sviði og fiskveiðistjórnun. Fundur með Árna M. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU Beitusíld — beitusíld Góð beitusíld á heilum brettum. Upplýsingar í síma 892 8655. TILKYNNINGAR Lokað Vegna ferðar starfsmanna verður lokað föstudaginn 10. október 2003. ASETA ehf., Ármúla 16, sími 533 1600. Lundur Tengingar Hafnarfjarðarvegar, Skelja- brekku og Nýbýlavegar. Kynning. Fimmtudaginn 16. október nk. verða kynntar tillögur að skipulagi Lundar við Nýbýlaveg og tengingar Hafnarfjarðarvegar, Skeljabrekku og Nýbýlavegar. Kynningin fer fram í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, og hefst hún kl. 20:00. Skipulagsstjóri Kópavogs. ÝMISLEGT Frímerki - seðlar - mynt Í tengslum við norrænu frímerkjasýning- una NORDIA, sem haldin verður á Kjar- valsstöðum dagana 16.-19. október, verða sérfróðir menn frá uppboðsfyrirtækinu Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaup- mannahöfn hér á landi í leit að efni á næstu uppboð. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslög- um og póstkortum, heilum söfnum og lager- um svo og gömlum seðlum og mynt. Boðið er uppá góða, vaxtalausa fyrirfram- greiðslu, sem þýðir að eigandi uppboðsefnis- ins nýtur í senn kosta uppboðsfyrirkomulags- ins og getur jafnframt fengið reiðufé við af- hendingu efnisins. Tekið er á móti áhugasömum á sýningunni, kynningarbás nr. 19, ofangreinda daga og ennfremur á Hótel Reykjavík miðvikudaginn 15. okt. kl. 17:30-19:30. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í síma 5554991 eða 6984991 um helgar og eftir kl. 17:00 á virkum dögum. Thomas Höiland Auktioner A/S Frydendalsvej 27, DK-1809 Frederiksberg C Sími 45 33862424 - Fax 45 33862425. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  18410108  8½ O. I.O.O.F. 12  18410108½  Fr. Vetrardagskrá Guðspekifélagsins hefst á morgun, laugardag, kl. 15.00 með kaffisamsæti í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Dagskrá: Anna S. Bjarnadóttir les ljóð og þeir Bjarni Svein- björnsson og Björn Thoroddsen munu leika tónlist. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is Stóri fornbókamarkaðurinn Síðustu dagar bókamarkaðarins að Laugavegi 105. Þúsundir bóka á kr. 100,- Höfum bætt við nokkur þúsund bókum. Opið alla daga frá 11-19. Útsala er einnig í versluninni á Vesturgötu 17 markaðsdagana. Bókavarðan - Antikvariat, Vesturgötu 17, s. 552 9720. Bókamarkaðurinn, Laugavegi 105. Nauðungarsala Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 16. október 2003 kl. 14.00, á neðangreindum eignum: Aðalgata 15, Sauðárkróki, þingl. eign Ólafs Jónssonar. Gerðarbeið- endur eru Sauðárkróksbakarí og Lífeyrissjóður Norðurlands. Austurgata 4, Hofsósi, þingl. eign Lúðvíks Bjarnasonar. Gerðarbeið- andi er Íbúðalánasjóður. M.b. Berghildur SK 137, sknr. 1581, þingl. eign Útgerðar/fiskv.fél. Bergeyjan ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Birkimelur 5, Varmahlíð, þingl. eign Lindu Bjargar Reynisdóttur, 50% hl. Gerðarbeiðandi er Sparisjóður Vélstjóra. Borgarflöt 1A, Sauðárkróki, ásamt vélum, tækjum og búnaði, þingl. eign Lóns eignarhaldsfélags ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Háleggsstaðir, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jóels Friðriks- sonar. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnaðarins, Húsasmiðj- an hf., Ingvar Helgason hf. og Pardus ehf. Heiði, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Agnars Búa Agnarsson- ar. Gerðarbeiðandi er Landsbanki Íslands hf. Sæmundargata 5, íbúð E, Sauðárkróki, þingl. eign Inga Svans Lín- bergs Steinssonar. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 9. október 2003. NAUÐUNGARSALA ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.