Morgunblaðið - 10.10.2003, Page 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 47
VIÐSKIPTAVINUM Kringlunnar fjölgaði um
12% í september miðað við sama mánuð í fyrra.
Þetta er mesta aðsókn í septembermánuði frá
opnun Kringlunnar árið 1987, að því er fram
kemur í frétt frá Kringlunni. Um 450.000 manns
lögðu leið sína í Kringluna í september síðast-
liðnum sem er um 50.000 fleiri en í september
2002.
Nýjar verslanir í Kringlunni
Fjöldi viðskiptavina það sem af er árinu hefur
aukist um 2% frá því í fyrra, en nú á seinni hluta
ársins er fjölgunin meiri. Í september var ung-
lingaverslunin eX(s) opnuð í Kringlunni. Í versl-
uninni fæst tískufatnaður fyrir ungt fólk og er
hún á annarri hæð þar sem verslunin Hanz var
áður. Þá var Adidas-íþróttavöruverslun á annarri
hæð í Kringlunni opnuð, þar sem Maraþon og
Olympia voru áður. Í október verða LaSENZA-
undirfataverslun, ECCO-skóverslun og SONY-
sérverslun opnaðar.
Dagana 16.–19. október verður Kringlukast í
Kringlunni þar sem verslanir bjóða tilboðsverð á
nýjum vörum.
Velta eykst í Smáralind
Fjöldi gesta í Smáralind var 14,3% meiri síð-
ustu 2 mánuði en sömu mánuði í fyrra, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu. Heildarveltan í
verslunarmiðstöðinni hefur aukist jafnt og þétt
eftir því sem liðið hefur á árið en samkvæmt
bráðabirgðatölum fyrir september er veltuaukn-
ing um 15–20% frá fyrra ári. Mikil aukning varð í
fyrirspurnum um laust leiguhúsnæði í Smáralind
í september sl. sem gefur til kynna að eftirspurn
eftir góðu verslunarhúsnæði sé að aukast.
Aukin velta í Kringlu og Smáralind
ÞÝSK-ÍSLENSKA verslunarráðið stendur
fyrir fundi með Árna M. Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra laugardaginn 11. október kl.
11.30 á Park Hyatt-hótelinu, Burgenhagen-
strasse 10, 20095 Hamburg. Fjallað verður
um stöðu sjávarútvegs á Íslandi, viðskipta-
umhverfi og stöðu efnahagsmála á Íslandi
og áhrif þess á sjávarútveg og verslun með
sjávarafurðir, samskipti Íslands og Þýska-
lands á þessu sviði og fiskveiðistjórnun.
Fundur með
Árna M.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
TIL SÖLU
Beitusíld — beitusíld
Góð beitusíld á heilum brettum.
Upplýsingar í síma 892 8655.
TILKYNNINGAR
Lokað
Vegna ferðar starfsmanna verður lokað
föstudaginn 10. október 2003.
ASETA ehf.,
Ármúla 16, sími 533 1600.
Lundur
Tengingar Hafnarfjarðarvegar, Skelja-
brekku og Nýbýlavegar. Kynning.
Fimmtudaginn 16. október nk. verða kynntar
tillögur að skipulagi Lundar við Nýbýlaveg og
tengingar Hafnarfjarðarvegar, Skeljabrekku
og Nýbýlavegar.
Kynningin fer fram í Félagsheimili Kópavogs,
Fannborg 2, og hefst hún kl. 20:00.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
ÝMISLEGT
Frímerki - seðlar
- mynt
Í tengslum við norrænu frímerkjasýning-
una NORDIA, sem haldin verður á Kjar-
valsstöðum dagana 16.-19. október, verða
sérfróðir menn frá uppboðsfyrirtækinu
Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaup-
mannahöfn hér á landi í leit að efni á
næstu uppboð.
Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslög-
um og póstkortum, heilum söfnum og lager-
um svo og gömlum seðlum og mynt.
Boðið er uppá góða, vaxtalausa fyrirfram-
greiðslu, sem þýðir að eigandi uppboðsefnis-
ins nýtur í senn kosta uppboðsfyrirkomulags-
ins og getur jafnframt fengið reiðufé við af-
hendingu efnisins.
Tekið er á móti áhugasömum á sýningunni,
kynningarbás nr. 19, ofangreinda daga og
ennfremur á Hótel Reykjavík miðvikudaginn
15. okt. kl. 17:30-19:30.
Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í
síma 5554991 eða 6984991 um helgar og eftir
kl. 17:00 á virkum dögum.
Thomas Höiland Auktioner A/S
Frydendalsvej 27,
DK-1809 Frederiksberg C
Sími 45 33862424 - Fax 45 33862425.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 18410108 8½ O.
I.O.O.F. 12 18410108½ Fr.
Vetrardagskrá
Guðspekifélagsins
hefst á morgun, laugardag,
kl. 15.00 með kaffisamsæti í húsi
félagsins, Ingólfsstræti 22.
Dagskrá: Anna S. Bjarnadóttir
les ljóð og þeir Bjarni Svein-
björnsson og Björn Thoroddsen
munu leika tónlist.
Starfsemi félagsins er öllum
opin. www.gudspekifelagid.is
Stóri
fornbókamarkaðurinn
Síðustu dagar bókamarkaðarins að Laugavegi
105. Þúsundir bóka á kr. 100,- Höfum bætt
við nokkur þúsund bókum. Opið alla daga
frá 11-19. Útsala er einnig í versluninni á
Vesturgötu 17 markaðsdagana.
Bókavarðan - Antikvariat,
Vesturgötu 17, s. 552 9720.
Bókamarkaðurinn,
Laugavegi 105.
Nauðungarsala
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu
1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 16. október 2003 kl. 14.00,
á neðangreindum eignum:
Aðalgata 15, Sauðárkróki, þingl. eign Ólafs Jónssonar. Gerðarbeið-
endur eru Sauðárkróksbakarí og Lífeyrissjóður Norðurlands.
Austurgata 4, Hofsósi, þingl. eign Lúðvíks Bjarnasonar. Gerðarbeið-
andi er Íbúðalánasjóður.
M.b. Berghildur SK 137, sknr. 1581, þingl. eign Útgerðar/fiskv.fél.
Bergeyjan ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun.
Birkimelur 5, Varmahlíð, þingl. eign Lindu Bjargar Reynisdóttur,
50% hl. Gerðarbeiðandi er Sparisjóður Vélstjóra.
Borgarflöt 1A, Sauðárkróki, ásamt vélum, tækjum og búnaði, þingl.
eign Lóns eignarhaldsfélags ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun.
Háleggsstaðir, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jóels Friðriks-
sonar. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnaðarins, Húsasmiðj-
an hf., Ingvar Helgason hf. og Pardus ehf.
Heiði, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Agnars Búa Agnarsson-
ar. Gerðarbeiðandi er Landsbanki Íslands hf.
Sæmundargata 5, íbúð E, Sauðárkróki, þingl. eign Inga Svans Lín-
bergs Steinssonar. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
9. október 2003.
NAUÐUNGARSALA
ATVINNA
mbl.is