Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 23 Garði | „Garðurinn sífellt menn seiðir; sýn- ir þeim spánnýjar leiðir.“ Þannig hljóðar upphaf Lífsins ljóðs, nýs sönglags Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur við ljóð Þorsteins Egg- ertssonar sem tileinkað er Garðinum. Það verður frumflutt af Birtu Rós Arnórs- dóttur söngkonu og hljómsveitinni Græn- um vinum á sýningu sem haldin verður í Garðinum um næstu helgi í tilefni af 10 ára afmæli Íþróttamiðstöðvarinnar og 95 ára afmæli Gerðahrepps. Þorsteinn Eggertsson samdi ljóðið að ósk Ásgeirs Hjálmarssonar sem sæti á í undirbúningsnefnd sýningarinnar en þeir gengu saman í Gerðaskóla. Þorsteinn er fæddur í Keflavík en ólst upp í Garðinum, frá tveggja til fimmtán ára aldurs. „Eftir það þurftum við að fara annað í skóla. Ég fór á Laugarvatn. Þar byrjaði ég að syngja og þurfti að fara að gera eigin texta því ég náði þeim ekki nógu vel í útvarpinu,“ segir Þorsteinn en hann er einn af nafn- kunnustu höfundum dægurlagatexta hér á landi. Þorsteinn segist hafa verið að leita að góðu lagi fyrir Lífsins ljóð, athugað meðal annars nokkur Bítlalög, en það hafi ekki verið nógu gott enda væri það sín reynsla að þau féllu oftast í flutningi annarra. Þá leystist málið innan veggja heimilisins, Jó- hanna Fjóla Ólafsdóttir, kona Þorsteins, tók að sér að semja lag við ljóðið. Jóhanna Fjóla hefur fengist við lagasmíðar og út- setningar, meðal annars fyrir leikhús, og hún hefur samið lög við allmarga texta Þorsteins þótt þau hafi ekki gefið neitt af þeim út enn sem komið er. Þau segjast hafa lagt áherslu á að hafa lagið einfalt í sniðum svo hvert orð kæmist til skila og allir gætu lært ljóðið strax og sungið með. Aftur upp á svið Hljómsveitin Grænir vinir og Birta Rós Arnórsdóttir söngkona tóku að sér að flytja lagið á sýningunni. Þau fluttu það með sínum áherslum fyrir Þorstein og Jó- hönnu Fjólu á æfingu í Samkomhúsinu í fyrrakvöld og kunnu viðstaddir vel að meta. Þorsteinn sagði við Birtu Rós að þau hefðu fundið réttu lausnina. Hljómsveitin Grænir vinir hefur starfað í Garðinum í tólf ár. Birta Rós söng með henni í níu ár, frá því hún var sextán ára. Nú er hún nýflutt heim frá Noregi með fjölskyldu sinni og þá var leitað til hennar með að syngja nýtt hátíðarlag Garðmanna enda er hún uppalin á staðnum. Hún sagði að þau hefðu ekki æft lagið mikið fram til þessa enda væri hún upptekin við að koma sér fyrir í íbúð eftir flutninginn heim. Birta Rós hefur greinilega gaman af að stíga aftur á svið enda segist hún aðeins hafa sungið fyrir börnin sín síðustu árin. Lífsins ljóð verður frumflutt við opnun sýningar og menningardaga í Garðinum föstudaginn 17. október, kl. 17.30 og síðan flutt aftur á laugardag og sunnudag. „Garðurinn sífellt menn seiðir“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í pásu á æfingu sönglagsins Lífsins ljóð: Höfundarnir Þorsteinn Eggertsson og Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir eru með Birtu Rós Arnórsdóttur söngkonu á milli sín. Á bak við þau eru Grænir vinir, þeir Sigurjón Georg Ingibjörnsson, Jón Rósmann Ólafsson og Friðrik Ívarsson. Þar sem dagurinn hefst við Esjuna, og endar við Snæfellsjökul. Þar byrjar og endar lífsins ljóð og lóan syngur vökul. Finnst þar sólsetur, fegurst hér á jörð, og Faxaflóinn er víður. Þar ennþá svo margbreytt mannlífið um minningarnar líður. Í fornum sögum sagt er frá löngum Skagagarði sem írskir papar reistu á auðu heiðarbarði. (Úr Lífsins ljóði eftir Þorstein Eggertsson.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.