Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ OFBELDI á sjúkradeildum er vanmetinn áhættuþáttur í starfi heil- brigðisstétta og aukið ofbeldi á sjúkradeildum end- urspeglar ástandið í samfélaginu. Það eru hjúkrunarfræðingar og aðstoðarfólk þeirra sem eru í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Algengustu meiðsli vegna ofbeldis eru höfuðáverkar. Það er mjög mik- ilvægt að forsvarsmenn stofnana reyni ekki að þagga slíkt niður til að fegra ímynd stofnunarinnar heldur grípi til viðeigandi ráðstafana. Það má ekki gleymast að ofbeldi á sér stað á öllum deildum, þótt áhættan sé mest á slysa- og geðdeildum. Það er margt hægt að gera til að vera á varðbergi og vitað er að ein- staklingur sem áður hefur sýnt of- beldi er líklegri til að gera það aftur heldur en sá sem enga sögu hefur um ofbeldi. Einstaklingur sem hefur al- varlegan geðsjúkdóm upplifir vissu- lega oft mikla ógn frá umhverfi sínu en bregst yfirleitt ekki við með of- beldi ef ekki er fyrri saga um slíkt. Ofbeldi gerist sjaldan án þess að ein- hverjar vísbendingar séu um að of- beldi sé í aðsigi. Ákveðin stigmögnun á sér stað og þá er oft hægt að gera viðeigandi ráðstafanir. Hótanir um ofbeldi ber að taka alvarlega. Ofbeldi gerist helst við þær aðstæður þegar einstaklingi finnst hann órétti beittur eða ef gengið er of langt inn á hans persónulega svæði þannig að viðkom- andi upplifi það sem innrás eða ógn- un og bregst við með ofbeldi. Aðgerðir í öryggismálum hafa ver- ið í góðum farvegi á geðsviði LSH og þar hefur margt verið gert til að auka öryggi starfsfólks, m.a. með nám- skeiðum og öryggishnöppum og nokkuð nýlega var gerð rannsókn á ofbeldi á stofnunum. En hvernig er svo ástandið í sam- félaginu? Hver tekur á þessum mál- um þar? Hvert útskrifast þessir ein- staklingar sem ítrekað sýna af sér ofbeldi? Eftir því sem ég best veit út- skrifast þeir eins og ekkert hafi í skorist út í samfélagið til okkar hinna sem kannski vita minna um það hvernig á að bregðast við og hvað ber að varast. Nægir þar að benda á hóp einstaklinga sem Geðhjálp hefur áð- ur bent á að sé eins og tifandi tíma- sprengja hér á götum borgarinnar. Ekki verður betur séð en málefni geðfatlaðra séu í miklum ólestri við útskrift af sjúkradeild. Geðfatlaður einstaklingur er mjög viðkvæmur og berskjaldaður við útskrift. Viðkom- andi er e.t.v. laus við erfiðustu geð- rænu einkennin en þekkir ekki leiðir til að takast á við lífið utan stofnunar og þarf til þess góðan stuðning sem veittur er á faglegan hátt. Starfsfólk sjúkrahúsanna gerir sitt besta til að veita þann stuðning áfram eftir út- skrift en allt of oft gerist það að slík eftirfylgd er ekki nægjanleg fyrir einstaklinginn og hann flosnar upp úr meðferð. Það er nokkuð ljóst að stefna sjúkrahússins er að útskrifa fólk eins fljótt og kostur er og mark- visst er unnið að því að skera niður. Bráðadeildir geðsviða á Hringbraut skilgreina sitt starfssvið nokkuð þröngt, enda plássin dýr og forsvars- menn LSH-Kleppi leita stöðugt leiða til að fólk sem þar er í endurhæfingu geti útskrifast eins fljótt og kostur er. En hverra er ábyrgðin og hvað bíður þessa fólks? Það er nokkuð ljóst að það eru margir sem líða sök- um úrræðaleysis í þessum málum og reglugerðir um rétt fólks á þjónustu og í hvaða farvegi sú þjónusta á að vera þurfa að vera skýrari. Mjög margir þurfa þjónustu allan sólar- hringinn sökum geðsjúkdóms og lítill hluti þarf þjónustu a.m.k. tveggja starfsmanna allan sólarhringinn. Aðstandendur geðsjúkra ein- staklinga þurfa stöðugt að leita leiða til að fá viðeigandi þjónustu fyrir sitt fólk. Sjúkdómsgreining og sú skerð- ing sem verður í kjölfar geðsjúkdóms virðist veita ótrúlega litla tryggingu fyrir viðeigandi framtíðarþjónustu fyrir geðfatlaðan einstakling. Ábyrgðarleysi og vanþekking sem alls staðar mætir geðfötluðum ein- staklingum gerir götur þeirra ekki greiðar í okkar samfélagi og allt of margar geðþóttaákvarðanir eru teknar um hvaða þjónustu skuli veita. Ofbeldi í samfélaginu – hverra er ábyrgðin? Eftir Ingibjörgu Hrönn Ingimarsdóttur Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. ÉG gat nú ekki annað en brosað þegar ég heyrði háttvirtan heilbrigð- isráðherra segja þetta í sjónvarpinu um daginn, hann var þá að hvetja lands- menn til að taka þátt í orkuátakinu, sem er bara mjög gott mál. En það sem mér finnst svo broslegt við þessi orð ráð- herra er að þessi vilji sem hann talar um, hann virðist bara alls ekki vera í hávegum hafður í okkar blessaða geðheilbrigðiskerfi. Ég get því miður ekki séð að það sé einhver vilji til að vinna að þessum málum af einhverju viti, mér hefur frekar fundist vera um hálfgert áhugaleysi og hreinan leik- araskap að ræða á köflum. Það er alltaf verið að tala um að það vanti pening til að gera þetta og pening til að gera hitt, og hver stofn- unin bendir á aðra og segir að þeir eigi að gera þetta og þeir eigi að gera hitt. Nú hefði ég haldið að þeir sem vinna að geðheilbrigðismálum hefðu svipuð markmið í huga hvað þessi mál varðar. Þ.e.a.s. að byggja upp öflugt geðheilbrigðiskerfi þar sem væri unnið markvisst að því að geðsjúkir fengju þá þjónustu sem ég held að hver og einn eigi rétt á. Hvernig væri nú að þið, sem hafið verið valin til að vinna að geðheil- brigðismálum, hættuð að benda á aðra, og mynduð frekar benda á ykk- ar eigin spegilmynd og spyrja: „Hef- ur þú þennan vilja sem þarf, eða ert þú bara að gera þetta af því að þú færð borgað fyrir það?“ Ég vil taka það skýrt fram að ég er alls ekki að saka hinn almenna starfs- mann í geðheilbrigðiskerfinu um að vinna ekki vinnuna sína, síður en svo, ég er að beina orðum mínum að þeim sem hafa ákvörðunarvaldið í þessum málum. Ég hvet því háttvirtan heilbrigð- isráðherra til að stíga fram með vilj- ann að vopni, útrýma öllu áhugaleysi, segja fólki að hætta þessum leik- araskap og sjá til þess að það verði farið að vinna að þessum málum af fullri alvöru. Félagsþjónusta Ég myndi vilja sjá miklu öflugra starf frá félagsþjónustunni innan veggja geðdeildanna. Að því er ég best veit þá er það þannig að þegar sjúklingur leggst inn á deild þá er jú reynt að sjá til þess að hann nái bata, hann fær lyf og jafnvel einhverja aðra meðferð og hann er jú í nokkuð vernduðu umhverfi þannig að það er lítið um utanaðkomandi áreiti. En svo er viðkomandi útskrifaður og oftast nær er lítið sem ekkert vitað um að- stæður heima fyrir, þ.e.a.s. allt það sem fylgir því sem þarf til að geta tekist á við lífið. Oftar en ekki þarf viðkomandi að leggjast inn á deild vegna þess að hann ræður ekki við aðstæður, þ.e. fjármál eru jafnvel í ólagi, skuldir miklar, húsnæði óör- uggt eða óviðunandi. Viðkomandi hef- ur jafnvel verið farinn að veikjast nokkrum vikum eða mánuðum áður en hann leggst inn á deild og þá far- inn að einangra sig frá öllu eðlilegu lífi. Ef félagsráðgjafar kæmu strax að þessum málum áður en sjúklingur út- skrifast af geðdeild, má í mörgum til- fellum koma í veg fyrir endur- innlagnir að stuttum tíma liðnum, sem gerast einfaldlega vegna þess að mikið (óþarfa) álag ýtir undir eða eykur sjúkdómseinkenni. Hreyfing – líkamsrækt Ef geðsjúkum gæfist kostur á að fara í líkamsrækt á viðráðanlegu verði og/eða í „verndaða líkams- rækt“, lokaða tíma sem eru ætlaðir þeim sem eiga við geðræn veikindi að stríða, því það getur verið erfitt fyrir fólk sem er haldið félagsfælni að ein- hverju leyti að fara í líkamsrækt með fjölda ókunnugra. Einnig held ég að það mætti leggja svolítið meira upp úr gönguferðum fyrir geðfatlaða, Þá er ég að tala um markvissar göngur með þjálfara eða einhverjum því tengdum. Það er mjög sniðugt að setja markvissa lík- amsrækt inn í endurhæfingardag- skrá, í dag er það þannig í endurhæf- ingu Landspítalans að það er takmörkuð hreyfing 1-2 í viku. Það er mjög líklegt að ef svona dagskrá yrði að veruleika, þá myndi það bæta líf margra til mikilla muna, með jákvæðari hugsunum um sjálfa sig, auknu sjálfstrausti og vonandi líka minni þörf á lyfjum. „Vilji er allt sem þarf“ Eftir Bergþór G. Böðvarsson Höfundur er starfsmaður í Múlalundi. DVÖL hóf starfsemi sína 10. október 1998 og á því 5 ára afmæli nú í október 2003. Athvarfið er rekið af Kópavogsbæ, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, Rauða kross Íslands – Kópavogsdeild. Húsið er staðsett í Reynihvammi 43 í gömlu húsi sem hef- ur verið endurnýjað í Kópavogsdal. Þarna er mikill gróður og húsið í fal- legri náttúru. Í Dvöl er ýmislegt í boði fyrir gesti t.d. sjónvarp, video, lista- herbergi til listsköpunar, hvíldarað- staða, baðaðstaða fyrir gesti og þvotta- hús. Í hádeginu er eldaður heitur matur og taka gestir þátt í því og er verðið lágt og alltaf er heitt á könn- unni. Mikið er lagt upp úr rólegu andrúmslofti og að gestum líði vel þegar þeir koma í Dvöl. Gestir koma á eigin forsendum og skiptir ekki máli hverjar þær eru, og er tekið á móti öllum þeim sem leið eiga um og vilja kíkja inn. Ég hóf störf í Dvöl 5. maí síðastliðinn og hafði ekki mikla reynslu af starfi með geðfötluðum að undan- skildum þeim tíma sem ég vann á Landspítalanum en þar hitti ég fólk sem var að leita sér hjálpar vegna andlegrar vanlíðunar. Í dvöl kemur fólk sem hefur mislanga sjúkrasögu og sjúkdómseinkennin eru mis- munandi og á mismunandi stigum. Ég hef átt oft erfitt með að sjá eða skynja veikindi gestanna því flestir eru jú eins og ég og þú og vanlíðunin er ekki skrifuð á ennið. Fólkið hér hefur flest það sameiginlegt með okkur hinum sem teljumst „heilbrigð“ það þráir það heitast að geta lifað „eðlilegu lífi“ og tekið þátt í öll- um þeim athöfnum sem við teljum sjálfsagðan hlut. Það að vera geðfatlaður er ekki aumingjaskapur eða sjálfsvorkunn, egóismi, að vera skrítin eða eitthvað í þeim dúr heldur er hér um að ræða einstaklinga sem þurfa oft á tíðum að berjast við hvern dag til að leysa verkefni sem eru oft sársaukafull og óskemmtileg, valda kvíða og vanlíðan. Okkur sem erum heilbrigð er þetta í lófa lagt og auðvelt að flestu leyti. Dvöl er stað- ur þar sem fólk kemur og fær að njóta hlýju og um- hyggju starfsmanna ásamt faglegri reynslu, stuðnings og innsæis á líðan sinni. Að mínu mati er mikil þörf fyrir Dvöl vegna þess að hér er vel hugsað um þá sem koma. Við getum öll veikst af geðsjúkdómi óháð stétt og stöðu. Líkt og einn góður iðjuþjálfi sagði eitt sinn: ,,Maður þakkar fyrir hvern þann dag sem geðið er í lagi.“ Þetta finnst mér orð að sönnu því oft erum við ekki meðvituð um geðsjúkdóma eins og við erum þeg- ar við fáum kvef. Einstaklingur með geðsjúkdóm get- ur orðið óhæfur til alls þess sem áður var kjarni lífs hans. Það er hægt að meðhöndla flesta líkamlega sjúk- dóma með lyfjum en þegar kemur að andlegum veik- indum er mannshjartað sú hjálp sem ristir dýpst. Dvöl – athvarf fyrir fólk með geðræn vandamál Eftir Gunnar H. Gunnarsson Höfundur er starfsmaður í Dvöl. ALÞJÓÐLEGI geðheilbrigð- isdagurinn er haldinn um heim all- an í dag, 10. október. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því undanfarin misseri hve öll umræða er orðin opnari og já- kvæðari um geð- heilsu og geðvernd en áður var. Fordómar gegn þeim sem glíma við geðraskanir hafa látið undan síga undanfarin ár og mikilvægt er að halda þeirri þróun áfram með aukinni umræðu og fræðslu. Það er afar mikilvægt fyrir þá sem átt hafa við geðræn veikindi að stríða að þeir:  Eigi möguleika á því að taka virkan þátt í samfélaginu.  Eigi möguleika á því að fara út á vinnumarkaðinn eða í skóla og vera virkir samfélagsþegnar.  Að komið sé fram við þá af virð- ingu og kurteisi.  Að fólk upplifi heilbrigðu hlið- arnar á sjálfu sér með því að starfa með öðrum. Félagsleg einangrun er fylgi- kvilli geðsjúkdóma, það er því góð- ur kostur og oft forsenda fyrir því að árangur náist að fólk tengist öðrum í gegnum vinnu. Að eiga möguleika á að komast til vinnu eða náms er driffjöður og skiptir miklu máli því margir eru búnir að afskrifa sig frá samfélag- inu. Klúbburinn Strókur Á Suðurlandi hefur verið stofn- aður klúbburinn Strókur sem hef- ur aðsetur á Selfossi. Klúbburinn var stofnaður með hjálp og til- stuðlan fólks úr klúbbnum Geysi í Reykjavík. Ég hef átt þess kost að fygjast með og taka þátt í stofnun klúbbs- ins Stróks og ég er afar stolt og ber mikla virðingu fyrir því fólki sem vill gera eithvað sjálft í sínum málum. Ég er hreykin af þessum fé- lögum mínum, sem komið hafa fram af æðruleysi og sýnt fram á mikilvægi þess að fá úrræði sem klúbbinn Strók, þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Fountain House sem byggist á markvissri uppbyggingu á hæfileikum og getu einstaklingsins. Þar sem hver og einn fær tækifæri á því að nýta sínar sterkustu hliðar og fær þjálf- un í víðtækri þátttöku í samfélag- inu. Hið innra starf byggist á gagn- kvæmum stuðningi og virðingu fyrir öðrum. Það að hjálpa og að- stoða felur í sér sjálfshjálp. Hvað getum við gert? Við getum breytt viðhorfum samfélagsins til geðsjúkra og minnkað fordóma með því að vera virk og sýnileg. Við getum öll stuðlað að betra og fallegra samfélagi þar sem við gefum öllum tækifæri. Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur Eftir Drífu Hjartardóttur Höfundur er alþingismaður, Suðurkjördæmi. ÞESSI fleygu orð úr Biblíunni komu upp í huga minn er ég las leið- ara Morgunblaðsins laugardaginn 4. október. Þar fjallaði leiðarahöfundur um erindi Dominick Chilcott, yfirmanns Evrópuskrifstofu breska utanrík- isráðuneytisins, um afstöðu eyþjóða til Evrópusambandsins. Chilcott þessi hefur starfað lengi innan breska stjórnkerfisins og telur hann að 30 ára reynsla Breta af aðild að Evr- ópusambandinu hafi gert þjóðinni gott og gert hana víðsýnni í hugsun. Eitthvað hefur þessi afstaða Chil- cotts farið fyrir brjóstið á leiðarahöf- undi og dregur hann þá ályktun að okkur eyjaskeggjum komi hreinlega ekki við hvað þjóðirnar á meginland- inu geri til að koma í veg fyrir stríð. Ég er ekki viss um að margir, að minnsta kosti ekki þeir sem hafa einhverja lágmarksþekkingu á sögu Evrópu, séu tilbúnir að fallast á þá ályktun sem kemur fram í lok leið- arans: ,,En það er ekki þar með sagt að þeir sem alla tíð hafa staðið utan við þessi átök eigi endilega að vera aðilar að því að tryggja að þau verði ekki endurtekin.“! Maður hlýtur að spyrja sig á hvaða öld leiðarahöf- undur er uppi! Þegar stríð voru háð með bogum og örvum? Staðreyndin er sú að angar nú- tímasamfélagsins ná til nánast allra byggðra bóla á jörðinni. Þjóðir heimsins eru orðnar það nátengdar að ekki er hægt að skorast úr leik í því að taka þátt í alþjóðasamstarfi. Hildarleikir fyrri og seinni heims- styrjalda snertu til dæmis Breta ekki síður en nánast alla aðra íbúa Evrópu, þrátt fyrir að landið hafi ekki orðið fyrir innrás. Ég er ekki viss um að íbúar London, Coventry eða annarra breskra borga sem urðu fyrir heiftarlegum loftárásum Þjóð- verja á árunum 1940–44 telji sig hafa sloppið við hörmungar stríðs- ins. Íslendingar liðu mikinn skort í fyrri heimsstyrjöldinni vegna erf- iðleika við flutninga til og frá land- inu. Áhrif síðari heimsstyrjald- arinnar urðu ekki síður djúpstæð hér á landi þó svo að herseta Breta og síðar Bandaríkjanna hafi ekki kostað bein mannslíf. Hins vegar misstu Íslendingar hlutfallslega fleiri menn í stríðinu en til dæmis Bandaríkjamenn vegna þeirra fjöl- mörgu sjómanna sem fórust með ís- lenskum skipum þegar þau voru skotin niður af þýskum kafbátum í styrjöldinni. Morgunblaðið hefur lengi staðið í fararbroddi fyrir framsækinni utan- ríkisstefnu Íslendinga. Það er því dapurlegt að lesa að sjónarmið ein- angrunarsinna eigi upp á pallborðið hjá þessum annars ágæta fjölmiðli. Stækkun Evrópusambandsins til austurs er sögulegt tækifæri Evr- ópubúa til að koma á friði í allri álf- unni og auðvitað eiga Íslendingar að taka fullan þátt í þeirri viðleitni. Ég segi því hiklaust að auðvitað á ég að gæta bróður míns! Á ég að gæta bróður míns? Eftir Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.