Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lestu meira um þetta einstaka tilboð á www.microsoft.is/frabaerttilbod og hvað þú græðir á því... G R E Y C O M M U N IC AT IO N S IN TE R N AT IO N A L G C I IC E LA N D Microsoft og HP gera þér frábært tilboð! Fáðu leyfin á hreint og þú færð fartölvu í staðinn HALLDÓR Björnsson, formaður sambandsins, sagði í ræðu sinni að nokkurt svigrúm væri til launahækk- ana á næstu árum. Taldi hann enn- fremur skynsamlegt að semja frem- ur til lengri tíma en skemmri í komandi kjaraviðræðum, en samn- ingar Starfsgreinasambandsins renna út um áramótin. Kynnt voru nokkur drög að ályktunum sem af- greidd verða á ársfundinum í dag, m.a. um kjaramál, Kárahnjúkavirkj- un og atvinnuleysistryggingar. Forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson, sagði í ræðu sinni á ársfundinum að í næstu samningum yrði að leiðrétta það „misrétti“ sem væri í réttinda- málum félagsmanna innan ASÍ sem störfuðu hjá ríkinu samanborið við launþega í félögum opinberra starfs- manna. Á fundinum kom fram í ræðum og umræðum fundarmanna hörð gagn- rýni á þau áform ríkisstjórnarinnar að skerða rétt til atvinnuleysisbóta með þeim hætti að fyrstu þrír dag- arnir án atvinnu yrðu bótalausir. „Fjárhæðir atvinnuleysisbóta á Ís- landi eru okkur til skammar. Það að láta sér detta í hug að minnka rétt fólks í þessu sambandi er ótækt,“ sagði Halldór. Einnig taldi Halldór þau áform stjórnvalda vera röng að ætla að fella niður framlag sitt til við- bótarlífeyrissparnaðar. „Ég held að það hvernig við höfum nálgast kjarasamningsgerð undan- farið, til dæmis í síðustu samningum, sé um margt skynsamlegt. Við höfum leitast við að tryggja aukningu kaup- máttar, án þess að stefna stöðugleika í voða. Launaramminn hefur þannig ákvarðast af mati manna á svigrúm- inu til launahækkana. Þá er eðlilegt að spurt sé hvert svigrúmið sé núna. Ég held að það verði nokkurt svig- rúm á næstu árum, án þess að ég ætli neitt að fara að kallast á við forsvars- menn vinnuveitenda sem hafa verið duglegir við að gefa úr hefðbundnar yfirlýsingar um að það sé ekkert svigrúm,“ sagði Halldór. Hann sagði ennfremur að tíma- lengd næstu samninga hlyti að taka mið af spám um uppsveiflu í efna- hagslífinu á næstu árum. Margt benti þó til að úr uppsveiflunni myndi draga árin 2006 og 2007. Taldi Hall- dór að það yrði snúið að semja mitt í niðursveiflu. Það kynni því að vera skynsamlegt að semja fremur til lengri tíma en skemmri ef þannig væri hægt að tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt, auk þess að hafa áhrif á stjórn efnahags- og atvinnu- mála á tímabilinu. „Ég held líka að það gæti um margt verið skynsamlegt að flétta þessa sýn inn í þá þróun sem við vilj- um sjá á kaupmættinum á næstu ár- um. Það verður uppsveifla á næsta og þarnæsta ári. Þá eigum við að gera ráð fyrir mestu kauphækkununum, en fara síðan hægar í sakirnar næstu árin þar á eftir,“ sagði Halldór m.a. Óréttlætið blasir við Grétar Þorsteinsson kom víða við í sinni ræðu. Um komandi samninga- gerð sagði hann meðal annarra orða: „Það blasir við að það óréttlæti sem viðgengst í réttindamálum okk- ar fólks í störfum hjá ríkinu saman- borið við félaga okkar í félögum op- inberra starfsmanna verður eitt af viðfangsefnum þessara samninga. Þetta misrétti verður að leiðrétta. Reynslan sýnir að við verðum að halda vöku okkar. Ég nefndi jöfnun réttinda. Við töldum okkur hafa í höndunum samkomulag við fjármála- ráðherra um að hann ætlaði með okk- ur í þessa vinnu. Hann hefur ekki sýnt neinn raunverulegan vilja til að leiðrétta misréttið, þrátt fyrir fögur fyrirheit.“ Forseti ASÍ nefndi tvö atriði úr fjárlagafrumvarpinu sem „beinlínis ganga fram af mér,“ sagði hann. Ann- að var sú fyrirætlan að skerða at- vinnuleysisbætur fyrstu þrjá dagana án vinnu. Sagðist Grétar hafa orðið orðlaus er hann fyrst heyrði af þessu. Hitt atriðið var áformuð breyting á fyrirkomulagi greiðslna til fiskverka- fólks þegar húsum er lokað vegna hráefnisskorts Sagði Grétar að ef áformin gengju eftir yrði það stórt skref aftur á bak. „Ég skil hreinlega ekki hvernig mönnum dettur þetta í hug,“ sagði Grétar og undir þessa gagnrýni var tekið í umræðum um kjaramál á ársfundinum síðdegis. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra ávarpaði ársfundinn. Taldi hann t.d. ekki að fyrirhugaðar breyt- ingar sem miðuðu að því að ná fram sparnaði og hagræðingu í atvinnu- leysistryggingamálum væri eins af- drifaríkt mál fyrir hagsmuni atvinnu- lausra og menn vildu vera láta þegar heildarmyndin væri skoðuð. Vissu- lega varðaði þetta ákveðna hópa meira en aðra og hjá því yrði ekki komist. Breytingar á atvinnu- leysistryggingasjóði Árni sagði að annars vegar væri unnið að því að koma á þriggja daga biðtíma við upphaf atvinnuleysis. Hér yrði um að ræða eins skiptis að- gerð á því fimm ára tímabili sem menn gætu verið á atvinnuleysisbót- um. Árni sagði að þessi aðgerð væri fyrst og fremst liður í aðgerðum rík- isstjórnarinnar vegna ríkisfjármál- anna. Sagðist hann einnig hafa bent á að slíkir biðdagar væru þekktir á Norðurlöndum og þættu sjálfsagður umþóttunartími við upphaf á töku at- vinnuleysisbóta. Hins vegar sagðist Árni hyggjast ná fram breytingu og sparnaði á því fyrirkomulagi sem nú gilti um styrki frá atvinnuleysistryggingasjóði vegna tímabundins hráefnisskorts fiskvinnslustöðva. Sagðist Árni telja fulla ástæðu til að gera á þessu breyt- ingar. „Það hefur ekki farið framhjá mér að hér er um afar viðkvæmt mál að ræða, en ég tel ekki að hér sé á ferð- inni eins afdrifaríkt mál fyrir hags- muni atvinnulausra og menn vilja vera láta, þegar heildarmyndin er skoðuð. Vissulega varðar þetta ákveðna hópa meira en aðra og hjá því verður ekki komist. Minni gaum- ur er hins vegar gefinn að þeirri stefnumótun sem ég hef kynnt, og mun vinna að á næstu mánuðum af heilindum, en það eru áform mín um að fara í endurskoðun á atvinnuleys- istryggingakerfinu og vinnumark- aðsmálum í heild sinni. Í því felst bæði endurskoðun á samspili þessara kerfa og ekki síst bótafjárhæðum og bótafyrirkomulagi. Upphæð atvinnu- leysisbóta hefur dregist aftur úr ýmsu öðru sem gjarnan er sett fram til samanburðar, það er staðreynd, og við þurfum að ná sátt milli stjórn- valda, verkalýðshreyfingar og vinnu- veitenda um þessi mál,“ sagði Árni. Ráðherra ræddi einnig um Kára- hnjúkavirkjun og þau mál er þar hafa komið upp. Sagði hann það ljóst að allar ákvarðanir sem teknar yrðu af hans hálfu og allar aðgerðir yrðu að undangenginni yfirvegaðri skoðun þar sem aðilum yrði gefinn kostur á að skýra mál sitt og leggja fram gögn máli sínu til stuðnings. „Reynist það hins vegar rétt, eftir slíka skoðun, að íslensk lög séu brotin verður því fylgt eftir af festu og á grundvelli þeirra heimilda sem eru til staðar í slíkum tilvikum. Út frá því geta allir gengið sem vísu,“ sagði félagsmálaráðherra. Formaður Starfsgreinasambandsins telur nokkurt svigrúm vera til launahækkana á næstu árum Semja á til lengri tíma frekar en skemmri Kjaramál, áhersla í næstu samningum, aðbúnaður við Kárahnjúkavirkjun og fjár- lagafrumvarpið voru ofarlega á baugi á ársfundi Starfsgreinasambands Íslands sem hófst á Hótel Loftleiðum í gær. Morgunblaðið/Kristinn Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, hlýðir á ávarp Árna Magnússonar félagsmálaráðherra á ársfundinum í gær. „Ætla menn að stytta hækjurnar?“ FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyrir 2004 kom víða við sögu á ársfund- inum í gær, m.a. í erindi Ólafs Darra Andrasonar, hagfræðings ASÍ, sem ræddi um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Undraðist hann forgangsröðun sparnaðar á ríkisút- gjöldum, þar væri ráðist handa- hófskennt á velferðarkerfið og al- menning. Tók hann sem dæmi að lækka ætti sjúkratryggingar um 740 milljónir króna og þar af fram- lög til hjálpartækja um 150 millj- ónir. „Hvað ætla menn að gera þar, á að stytta hækjurnar?“ spurði Ólafur Darri og fékk miklar und- irtekir fundargesta. Sagði Ólafur að botninum hefði verið náð í frumvarpinu, aðrar til- lögur til sparnaðar í ríkisrekstri hlytu að vera „gáfulegri“. Skerða ætti vaxtabætur um 600 milljónir, framlag til viðbótarlífeyr- issparnaðar um nærri 500 milljónir og atvinnuleysistryggingar um 170 milljónir með því að skerða bætur fyrsta mánuðinn um 11%. Hann sagði enn fremur að í frum- varpinu væri ekki gerð alvarleg til- raun til að takast á við vöxt rekstr- arútgjalda ríkissjóðs, gerð væri almenn hagræðingarkrafa sem áð- ur hefði verið gert með takmörk- uðum árangri. Halldór hættir sem varaforseti ASÍ HALLDÓR Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, gaf sterklega til kynna í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í gær að hann væri ekki áfram í kjöri sem varaforseti ASÍ, en ársfundur ASÍ fer fram eftir tvær vikur. Að ræðu lokinni staðfesti Halldór það við blaðamann Morgunblaðsins að hann gæfi ekki kost á sér áfram sem varaforseti. Hann á hins veg- ar eftir eitt ár af kjörtímabili sem formaður Starfsgreinasambands- ins. Halldór sagði í ræðunni að síð- ustu þrjú ár í embætti varaforseta hefði verið annasamur en skemmtilegur tími. Góður árangur hefði náðst í kjaramálum. Síðan sagði Halldór: „Ég nefni þetta hér af því að þetta felur sem sagt í sér að á næsta ársfundi Alþýðusambands- ins – sem fer fram eftir tvær vikur – verður kjörinn nýr varaforseti. Ég bið ykkur að velta því fyrir ykkur hvort ekki sé eðlilegt og eftirsóknarvert að annar af tveim- ur helstu forystumönnum Alþýðu- sambandsins komi úr okkar röð- um. Ég ætla ekki að kveða fastar að orði um þetta hér – varpa því einungis fram til umhugsunar.“ Viðstaddir ársfundargestir vildu margir meina að þarna hefði Hall- dór verið að vísa til þess að fram- boð til embættis varaforseta væri komið úr röðum verslunarmanna þar sem stjórn VR hefur hvatt Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, formann Landssambands íslenskra verslunarmanna, til að gefa kost á sér í embættið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.