Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 31
Morgunblaðið/Árni Sæberg Páll S. Pálsson og Steinunn Knúts- dóttir í dúkkuleik. Í KJALLARA hússins Nýlendu- götu 15A fer fram nýstárleg tilrauna- starfsemi í leiklist kl. 19 og 21 á kvöldin í þessari viku, en lokasýning- ar eru á laugardagskvöldið. Samtím- is er leikin nátengd sýning á efstu hæð húss í Árósum í Danmörku. Hvorutveggja er svo varpað um ver- aldarvefinn svo áhorfendur geta fylgst með báðum leiksýningunum tengjast á sýningarstöðunum eða fyrir framan tölvuna heima hjá sér. Slóðirnar eru rtsp://xtream.lhi.is/ diva.sdp og rtsp://xtream.lhi.is/ labloki.sdp og frekari upplýsingar er að hafa á slóðinni http://www.- labloki.com. Listaháskólinn lánar bandvíddina og tenginguna við netið en Borgarholtsskóli tæki og menn. Sýningin í Danmörku er mun ein- faldari í sniðum en sýningin hér. Þar er leikinn stuttur einþáttungur eftir August Strindberg sem hann kallaði Samum og gerist í Alsír á árunum í kringum 1890. Örstuttum atriðum við upphaf og lok er sleppt en lunginn úr miðatriðinu er leikinn auk upp- hafsræðu frá eigin brjósti leikaranna um leiklistina auk annarra texta- brota. Sænsku leikararnir Martin Lundberg og Annika B. Lewis fara með hlutverk Guimards og Biskru undir stjórn Anniku og hin danska Betina Birkjær Hansen les fyrirmæli og skýringar höfundar með meiru. Sýningin er leikin með ýktum melódramatískum töktum eins og texti Strindbergs býður hér upp á, tónlist og dans eru áberandi en myndavélin sjálf er lítið nýtt, hún er höfð til hliðar við leikrýmið og aðeins fiktað við aðdráttinn en minna við þann möguleika að fylgja eftir hreyf- ingum leikaranna á sviðinu enda vél- in illa staðsett til þess. Hluti áhorf- enda er nær alltaf í mynd og hljóðneminn fulllangt frá leikurunum til að tölvunotendur geti fylgst nógu vel með því sem fram fer, hljóðið stillt of lágt eða of hátt. Í Nýlendunni, leikrými Lab Loka, er þessu öðru vísi farið. Þar eru tæknimálin í besta lagi, myndatakan til fyrirmyndar, aukamyndavél kom- ið fyrir á klósettinu, hljóðið alltaf skýrt á staðnum og greinanlegt heima við tölvuna. Í samvinnu við leikstjóra fylgir myndavélin leikur- unum eftir eða er beint að speglum þar sem fylgst er með mynd þeirra. Þau atriði sem fram fara í baðher- berginu eru sýnd á skjá sem aðal- myndavélin nálgast með aðdrætti. Textabrotin sem valin hafa verið eru líka mun safaríkari en hinn und- arlegi einleikur sem hinir norrænu bræður í listinni taka fyrir á Jótlandi. Flest atriðanna eiga það sameigin- legt að fjalla um samband manns og konu. Þar ber hæst atriði úr Dauða- dansi Strindbergs í þýðingu Einars Braga: upphaf 1. þáttar og upphaf 4. þáttar úr fyrri hluta og brot úr loka- þætti seinni hlutans. Nálgunin er mjög mismunandi, annaðhvort sama melódramatíska yfirkeyrslan og sjá má á útsendingunni frá Árósum eða sá stíll í bland við kæruleysi með bros á vör. Önnur brot vísa til kvikmynd- arinnar Sid and Nancy eftir Alex Cox og Abbe Wool og Vandarhöggs, sjón- varpsmyndar Hrafns Gunnlaugsson- ar eftir handriti Jökuls Jakobssonar þar sem sunginn er söngtexti Hans Christians Andersens, auk eintala frá eigin brjósti leikaranna. Leikurunum tekst vel að halda dampi undir styrkri stjórn Rúnars Guðbrandssonar. Páll S. Pálsson er umfram allt fyndinn, hvað sem hann tekur sér fyrir hendur hér, en heldur á dýpri mið þegar hann rifjar upp eigin bernskuminningar þar sem hann situr á klósettinu. Steinunn Knútsdóttir sýnir á sér ótrúlega margar hliðar, hún er afgerandi í leiknum hvort sem er í ýktum harmi eða á léttari nótum eða sem grimmi- legur gagnrýnandi systursýningar- innar. Það er auðsjáanlegt að Stein- unn ætti létt með að leika skapgerðarhlutverk í sígildum verk- um. Einræða hennar á klósettinu var líka vel unnin og kaflarnir sem vísa í Sid og Nancy og Vandarhögg eftir- minnilegir. Einn tilraunakenndasti hluti þess- ara tveggja sýninga er hvernig þær eru tengdar, þ.e. á meðan dansað er í Danmörku er sama upp á teningnum hér og fleiri atriði eru þannig sam- stillt til að gerast í sömu andrá, t.d. dauði persónanna, leikkona á útkikki við gluggann í leit að norðurljósum o.s.frv. Aftur á móti vilja þessi atriði fara fyrir ofan garð og neðan á sýning- arstað þar sem tilþrifamikill leikur- inn dregur athyglina frá sjónvarps- skjánum. Við tölvuna er hægara að bera sýningarnar saman. Samskiptin milli leikhópanna voru erfið vegna nokkurra sekúndna biðtíma á meðan á sendingunni stóð en sýnt var fram á og sannað að þau eru möguleg. Það er hér eins og með gullgerð- armenn miðalda, árangurinn af starf- inu er meira fólginn í að læra af þeim tilraunum sem hér eru gerðar heldur en að beinlínis hafi tekist að búa til gull. Þessi kostulega sýning er enn ein tilraunin á vegum Lab Loka sem hefur á sex ára ferli einbeitt sér að því að rannsaka þanþol leiklistarinn- ar og hvaða möguleikar gefast til frekari landvinninga í listinni. Gullgerðarmenn leikhússins LEIKLIST Lab Loki í samstarfi við Kassandra Productions Höfundar texta: August Strindberg, Hans Christian Andersen, Alex Cox, Abbe Wool, Páll S. Pálsson, Steinunn Knúts- dóttir o.fl. Þýðandi Dauðadansins: Einar Bragi. Leikstjórn á Íslandi: Rúnar Guð- brandsson. Vídeóstraumur: Hákon Már Oddsson. Aðstoð við útlit og tækni: Mó- eiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson. Leikarar: Páll S. Pálsson og Steinunn Knútsdóttir. Listrænn stjórnandi í Dan- mörku: Annika B. Lewis. Tónlist: Anders Krøyer og Jens Møntsted. Vídeó- straumur: Jonas Smedegaard. Mynd- band: Eyefix. Leikarar: Betina Birkjær Hansen, Annika B. Lewis og Martin Lund- berg. Þriðjudagur 7. október. Aurora Borealis Sveinn Haraldsson LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.