Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Scharhorn væntanlegt og út fara Scharhorn, Skógafoss og Mánafoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Arrow vænt- anlegt. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. kl. 9–16.30 púttvöll- urinn opinn. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin op- in. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9 vinnu- hópur, gler- og snyrti- námskeið. Kl. 14 staf- ganga, kynningar- dagur. Fólk er beðið að klæða sig miðað við veður og í þægilega skó. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 í dag kl. 12.20. Þáttur um málefni eldri borgara. Félag eldri borgara í Kópavogi. Opið hús fyrir félaga og gesti þeirra verður í Félags- heimilinu Gjábakka, laugard. 11. okt. kl. 14. Helgi Seljan flytur efni í léttum dúr, kaffi- drykkja, píanóleikur: Þuríður Helga Inga- dóttir flytur. Harm- onikkuleikur: Jónas Ásgeir Ásgeirsson (11 ára) flytur. Einnig verður sagt frá starfi FEBK í sumar og starfinu framundan. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 moggi, rabb og kaffi á könnunni. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30. Tréútskurður og brids kl. 13. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10 „Gleðin léttir lim- ina“, gönguhópur o.fl. Umsjón Júlíus Arn- arson. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 bókband, kl. 13.30 kór- æfing. Allar veitingar í Kaffi Bergi. Allar upp- lýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Gleðigjafarnir syngja. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Bingó kl. 14. Hvassaleiti 58-60. Frá kl. 14 Harmonikku- kaffi, söngur og dans. Hársnyrting. Fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrýdans. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 kvöldvaka – föndurkvöld. Framsóknarfélag Mosfellsbæjar. Fé- lagsvist föstudag 3. okt. kl. 20.30 í Fram- sóknarsalnum, Háholti 14, 2. hæð. Veglegir vinningar og allir vel- komnir. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is Í dag er föstudagur 10. október, 283. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Jesús segir við hann: Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó. (Jóh. 20,29.)     Í pistli á fréttavef Sam-taka atvinnulífsins er athygli vakin á því að hlutfall samneyslunnar af landsframleiðslu er hærra á Íslandi en í öðr- um löndum OECD.     Gjöld í fjárlaga-frumvarpi 2004 eru 8% hærri en í fjárlaga- frumvarpi fyrir þetta ár og nemur aukningin 20 milljörðum króna … Fyr- ir ári var lagt fram fjár- lagafrumvarp þar sem gert var ráð fyrir að samneyslan, þ.e. rekstr- arútgjöld ríkis og sveit- arfélaga, myndi aukast um 1% að magni til og um 2,8% í verði og þann- ig um 3,8% í krónum tal- ið. Nú eru horfur á að aukningin verði 8,3% í krónum talið.“     Stærsta skýringin ástórauknum rekstr- arumsvifum ríkisins að undanförnu liggur á sviði heilbrigðismála. Hækk- unin frá síðasta fjárlaga- frumvarpi til áætlaðrar útkomu ársins nemur tæpum sjö milljörðum króna. Í frumvarpi fyrir næsta ár á að auka fram- lög verulega til þessara málaflokka þannig að samanburður milli frum- varps fyrir þetta ár og næsta sýnir aukningu upp á 13,4 milljarða.“     Bent er á að samneyslasé nú áætluð nema 26,4% af landsfram- leiðslu. „Í fyrra var hlut- fallið 25,5%. Þar með er Ísland komið efst á topp- inn í alþjóðlegum sam- anburði hvað varðar hlutdeild opinbers rekstrar í þjóðarbú- skapnum. Fyrri titilhafar í þessum samanburði hafa verið Svíar og Dan- ir og nam hlutfallið 25,6% hjá Svíum á síð- asta ári og 25,3% hjá Dönum.     Í fjárlagafrumvarpinufyrir 2004 er aftur gengið út frá 1% vexti samneyslu og 3% hækk- un á verðlagi samneysl- unnar. Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að spurt sé hvort þessi markmið frumvarpsins séu á ein- hvern hátt raunhæfari en þau sem sett voru fyrir ári og náðust alls ekki. Hefur vinnuaðferðum eða stjórnunarháttum verið breytt í ráðuneyt- unum að undanförnu sem gera það líklegra að markmiðin náist að þessu sinni? Svör forystumanna ríkisstjórnarinnar við þessum spurningum skipta sköpum varðandi trúverðugleika fjár- málastefnu ríkisins gagn- vart þeirri þenslu og verðbólguhættu sem framundan er.     Krafa atvinnulífsins erað ríkisfjármálin verði sveiflujafnandi á komandi árum. Það munu þau ekki verða ef samneyslan heldur áfram að vaxa með sama hætti og á undanförnum ár- um.“ STAKSTEINAR Samneyslan meiri en í samanburðarlöndum Víkverji skrifar... REGLUR flugfélaga um bæturfyrir alls konar óþægindi, sem farþegar þeirra verða fyrir, eru sér- kennilega fjandsamlegar neyt- endum. Víkverji varð fyrir því óláni að taskan hans kom ekki með hon- um til landsins í flugi frá Ítalíu á dögunum. Taskan kom ekki í hend- ur Víkverja fyrr en tveimur dögum síðar. Þetta var náttúrlega heldur bagalegt; í töskunni voru gjafir handa börnunum, föt og ýmsar nauðsynjar, s.s. rakvélin, tannburst- inn og allar snyrtivörurnar, sem Víkverji notar til að gera sig lekker- an. x x x STRAX morguninn eftir að komiðvar í ljós að taskan hafði týnzt, hafði Víkverji samband við umboðs- mann ítalska flugfélagsins Azzurra, sem týndi töskunni, og spurði hvort hann fengi ekki einhverjar bætur frá flugfélaginu fyrir seinkun á far- angrinum. Þá fékk hann þau svör að sú almenna regla gilti hjá flug- félögum að ef maður væri á leiðinni heim til sín og taskan fylgdi ekki með, væru engar slíkar bætur greiddar. Hefði Víkverji hins vegar verið á leiðinni til Rómar þegar taskan hefði týnzt, hefði hann feng- ið 100 evrur svo hann gæti keypt sér tannbursta, rakvél, nærföt o.s.frv. á meðan beðið væri eftir að taskan skilaði sér. ÞAR sem Víkverji sat við símann ívinnunni, órakaður, rak- spíralaus, úfinn um hárið og ein- kennilega lyktandi af því að nota andlitskrem betri helmingsins, botnaði hann nákvæmlega ekkert í því af hverju reglurnar eru svona. Gera flugfélögin ráð fyrir að allir eigi tvennt af öllu heima hjá sér og að það hafi engan aukakostnað í för með sér, þegar taska týnist á heim- leið? Og hvað með þá, sem eiga hvergi heima og búa í ferðatöskum? Hvað ef flugfélagið týnir svo gott sem búslóðinni þeirra? Neytenda- samtökin ættu að skoða málið. x x x Í FRÉTTATILKYNNINGU semsend var út í vikunni frá fyrir- tækinu Deloitte, áður Deloitte & Touche, kemur fram að með nafn- breytingunni, þ.e. að fella niður „& Touche“, séu „sýn og markmið fyr- irtækisins nú komin saman í eitt orð“. Víkverja finnst nafnbreytingin vel til fundin. Hann skilur strax miklu betur sýn og markmið fyr- irtækisins eftir að þetta „& Touche“, sem var alltaf að rugla hann í ríminu, var fellt út. Víkverji beið við farangurs- færibandið með tóma kerru. 4. OKTÓBER sl. skrifaði Magnús Guðmundsson grein um endurlífgun mið- bæjarins, þar sem hann lagði til að Kjarvalsstaðir yrðu lagðir niður í núver- andi mynd og breytt í geymsluskemmu eða pakk- hús, og Kjarvalssafn flutt í Safnahúsið við Hverfis- götu. Röksemdir Magnús- ar fyrir tillögunni voru einkum þær að Kjarvals- staðir væru ljótt hús og þangað kæmi hvort eð er engin sála og svæðið væri svo afskekkt. Það er gott og blessað að menn vilji miðborginni vel, en miður að tillögur um eflingu hennar feli í sér fordóma og ákall um nið- urrif á starfsemi annars staðar. Ég tel Kjarvals- staði einkar vel heppnað hús, fallega byggingu sem hefur elst vel og gegnir hlutverki sínu með sóma. Andstætt því sem Magnús heldur koma þangað þó nokkrir gestir, t.d. um 55 þúsund manns á síðasta ári, og þar fer fram öflug sýningarstarfsemi, sem innlendir sem erlendir gestir njóta við góðar að- stæður. Jafnframt eru Kjarvalsstaðir vinsælir til hádegisfunda og einfald- lega til að fá sér kaffibolla á góðum degi. Miklatúnið sjálft iðar af fjöri hvert vor og sumar, og í snjó á vetr- um má sjá þar marga Reykvíkinga taka sprett á gönguskíðum. Kjarvals- staðir og Miklatún eru þannig í góðu gengi. Ég sé ekki með hvaða hætti niðurrif á þessum að- stæðum getur orðið til að efla miðborgina. Þar er nú þegar fjöldi menningar- stofnana sem leggja sitt af mörkum til eflingar borg- arbragsins (Þjóðmenning- arhúsið, Þjóðleikhúsið, Ís- lenska óperan, Listasafn Íslands, Iðnó, Borgarbóka- safn, Listasafn Reykjavík- ur – Hafnarhús, Höfuð- borgarstofa o.s.frv.), allar vel sóttar af borgarbúum. Ég er þess fullviss að mið- borgin er öll að taka við sér, og á eftir að eflast enn frekar á næstu árum. Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. Dýrahald Páfagaukur í óskilum FIMMTUDAGINN 18. sept. sl. flaug lítill blár páfagaukur inn í garð í Leikskólanum Fífusölum í Kópavogi. Hann náðist og hefur dvalið í góðu yfirlæti í leikskólanum, við mikla hrifningu barnanna. Þau hafa samt áhyggjur af því að einhver strákur eða stelpa sakni hans og haldi að hann sé dáinn. Þetta er vel upp alinn fugl, sem greinilega hefur fengið að vera mikið frjáls. Ef ein- hver saknar páfagauksins síns, getur hann haft sam- band við leikskólann í síma 570 4200. Kettling vantar heimili FALLEGAN kettling vantar heimili. 5 mánaða gamlan gullfallegan brönd- óttan kettling vantar nýtt heimili vegna flutninga. Best væri ef hann kæmist á heimili þar sem hann hef- ur tækifæri á að fara út. Sandkassi og fleira fylgir. Upplýsingar veita Steini í síma 893 3390 og Guðbjörg í síma 822 0470. Fjórir fræknir kett- lingar vilja út í heim FALLEGIR kettlingar þurfa nú á nýju heimili að halda hjá góðu og um- hyggjusömu fólki. Þeir eru fallega brúnbröndóttir með mismunandi blæbrigðum þó og átta vikna gamlir. Krílin eru orðin kassavön og kominn tími til að halda út í hinn stóra heim. Kett- lingarnir eru lifandi eftir- mynd mömmu sinnar í öllu atgervi og skapferli. Sér- lega skemmtilegir, uppá- tækjasamir, kraftmiklir og blíðir. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 663 5800. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Kjarvalsstaðir eru í góðu gengi Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 mikil kæti, 4 hlýða, 7 snauð, 8 blærinn, 9 beita, 11 lengdareining, 13 skordýr, 14 góla, 15 mjöll, 17 tryggur, 20 vendi, 22 smákvikindi, 23 drekki, 24 sér eftir, 25 af- komenda. LÓÐRÉTT 1 hamingja, 2 lét, 3 ástunda, 4 not, 5 svera, 6 hinn, 10 eimurinn, 12 ferskur, 13 úttekt, 15 hundur, 16 gubbaðir, 18 morkið, 19 byggja, 20 at, 21 fiskurinn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 vanheilar, 8 öflug, 9 lydda, 10 róa, 11 gervi, 13 náðum, 15 flekk, 18 falar, 21 err, 22 lætin, 23 eisan, 24 hreinsaði. Lóðrétt: 2 aular, 3 hegri, 4 iglan, 5 andúð, 6 göng, 7 gaum, 12 vik, 14 ása, 15 fólk, 16 eitur, 17 kenni, 18 fress, 19 lesið, 20 rönd. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.