Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 29 10% afsláttur af öllum og skóm fös., lau. og sun. SMÁRALIND - KRINGLUNNI Mikið úrval - Verð frá kr. 6.995 Stærðir frá 36-42 Ný sending frá og OPNUÐ verður sýning áverkum Matthíasar Jo-hannessen skálds íbókasal Þjóðmenning- arhússins í dag kl. 17. Sýningin er liður í sýningarröðinni Skáld mánaðarins. Við opnunina mun Matthías lesa eigin ljóð. Á sýningunni eru nokkur sýn- ishorn af störfum Matthíasar sem ljóðskálds, leikritaskálds og rit- höfundar. Ljósmyndir frá lífi hans og starfi prýða sýninguna. „Þjóðmenningarhúsið er fín umgjörð um skáldskap og fólkið sem vinnur þar til fyrirmyndar. Og þá ekki síður sérfræðingarnir úr Landsbókasafni sem setja sýn- inguna upp,“ sagði Matthías. „Og þá hefur það ekki sízt glatt mig að kynnast og vinna með þeim sem starfrækja Skólavefinn, allt sem þeir gera er af alúð og tilfinningu fyrir viðkvæmum gróðri skáldskaparins. Af þessu má sjá að ég hef haft einstaka ánægju af að vinna að þessu verkefni og vona það verði einhverjum hnýsilegt til fróðleiks og þá einnig einhverrar upplyft- ingar. Að öðru leyti hefði mér aldrei dottið í hug þegar ég var að að lesa undir próf í lestrarsal þessa virðulega húss í gamla daga, að þar yrði ég einn góðan veðurdag vistaður sem skáld mánaðarins, enda farið með alla ljóðagerð eins og mannsmorð í þá daga eins og andrúmsloftið var. Þetta er eins og hætta að hlæja í miðri skrítlu!“ Skáld mánaðarins er samvinnu- verkefni Þjóðmenningarhússins, Landsbókasafns Íslands – há- skólabókasafns og Skólavefjarins ehf. Landsbókasafnið setur upp sýningu í bókasal Þjóðmenningar- hússins með útgefnum verkum og handritum að verkum skáldanna, og eftir atvikum þýðingum á er- lend mál, ásamt bréfum, myndum og/eða ýmsum munum sem þeim tengjast. Þjóðmenningarhúsið efnir til fyrirlestra, upplestra eða annarra viðburða í tengslum við sýningarnar. Á heimasíðu fræðsluvefjarins skolavefurinn.is er umfjöllun um skáldin ásamt völdum verkum eftir þau með orðskýringum, verkefnum, upplestri og fleira. Verk Matthíasar Johannessen sýnd í Þjóðmenningarhúsi „Húsið er fín um- gjörð um skáldskap“ Morgunblaðið/Einar Falur Matthías Johannessen: „Ég hef haft einstaka ánægju af að vinna að þessu verkefni.“ Vængjahurðin er ljóðabók eftir Elísa- betu Jökulsdóttur. Bókin hefur að geyma yfir hundrað ástarljóð þar sem hljómar nýr heit- fengur og húm- orískur tónn. Bók- in er tíunda bók höfundar. Í bók- arkápu segir Krist- ín Bjarnadóttir rit- höfundur m.a.: „Þetta eru merkileg ljóð, beint í æð frá byrjun. Þau snúa mér á hvolf í til- gerðarlausri auðmýkt og ástríðufullri ósvífni. Ég sannfærist í hvelli um að ljóðmælandinn þurfi að treysta mér fyrir einhverju dýrmætu – trúa mér fyr- ir heimi sem opnast þegar ýtt er við Vængjahurðinni. Í ástarljóðum Elísa- betar verður líkaminn guðdómlegur og hugsanir eitthvað himneskt dóna- legt.“ Höfundur gefur út. Bókin er 64 bls., prentuð í Prentment. Ljóð HLJÓMSVEITIN South River Band (Syðri-Ár- sveitin) kemur fram á Tónahátíð í Þjórsárveri í kvöld kl. 21. Hljómsveitin á uppruna sinn á Kleifum í Ólafsfirði. Hún er skipuð átta hljóðfæraleikurum og leggur hljómsveitin mikið upp úr þátttöku áheyr- enda. Öllum textum er varpað á tjald. Leikið er á harmoniku, gítar, mandól- ín, fiðlu, kontrabasa og trommur. Tónlistin kemur frá ýmsum heimshornum. Tónahátíðinni lýkur á morgun með útgáfu- tónleikum Ríó tríós. Syðri-Ár-sveitin. Í hring frá vinstri: Þorvaldur Ólafsson, Grétar Ingi Grétarsson, Ólafur Sigurðsson, Helgi Þór Ingason, Kormákur Bragason, Jón Árnason og Ólafur Þórðarson. Á myndina vantar Gunnar Reyni Þorsteinsson. Syðri-Ár-sveitin í Þjórsárveri FORLAGIÐ hef- ur kynnt helstu út- gáfubækur sínar á þessum haustmán- uðum. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hefur skráð sögu barnastjörnunnar Ruth Reginalds. Ruth er dóttir grísk-ensks manns og íslenskrar konu og ólst upp í Reykjavík, Keflavík og New York. Ellefu ára gömul var hún orðin lands- þekktur skemmtikraftur en frægðin varð henni ekki til framdráttar í einka- lífinu. Ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir sendir frá sér sína fyrstu prósabók, Lygasögu. Fyrsta skáldsaga Guð- mundar Steingrímssonar nefnist Áhrif mín á mannkynssöguna. Sagan greinir frá ljósmyndaranum Jóni sem starfar á dagblaði í London en kemur heim til fjölskyldu sinnar í Reykjavík í jólafrí. Öld bíla og kvikmynda Örn Sigurðsson og Ingiberg Bjarnason rekja sögu bílamenningar á Íslandi. Bókin nefnist Íslenska bíla- öldin. Rakin er saga íslenskrar bíla- menningar allt frá árinu 1904 til dags- ins í daga. Meginuppistaða bókarinnar er myndefni úr ljósmyndasafni þeirra feðga Bjarna Einarsson í Túni og Ingibergs Bjarnasonar sem allt teng- ist sögu bílsins. Áfangar í kvikmynda- fræðum kemur út í ritstjórn Guðna Elíssonar. Bókin er óbeint framhald bókarinnar Heimur kvikmyndanna sem út kom fyrir fimm árum. Ármann Jakobsson er í hlutverki leiðsögumanns í bókinni Tolkien og Hringurinn. Hann fer með lesandann í ferð um Miðgarð, rekur ættir álfa og dverga og segir frá þeim fjölskrúðugu hugmyndum sem liggja að baki verk- inu. Bók Michaels Moore, Heimskir, hvítir karlar, fjallar um stjórnmál nú- tímans. Eiríkur Örn Norðdahl íslensk- ar. Saga barnastjörnu meðal útgáfuverka hjá Forlaginu Ruth Reginalds Linda Vilhjálmsdóttir J.R.R. Tolkien Sagnir, tímarit um sögulegt efni, er komið út og er þetta 23. árgangur rits- ins. Í ritinu kennir ýmissa grasa. Með- al efnis eru greinar um íslenska kvik- myndasögu, fóstureyðingar, módern- ismann og nýraunsæið, kredidkort á Íslandi, Halldór Laxness, íslenska sagnfræði á Netinu og m.fl. Að útgáfunni standa sagnfræði- nemar við Háskóla Íslands. Tímaritið er til sölu m.a. hjá Sögu- félaginu í Fischersundi og Bóksölu stúdenta. Tímarit ♦ ♦ ♦ ÓPERUTVENNAN Madama Butter- fly og Ítalska stúlkan í Alsír verður aftur tekin til sýningar í Íslensku óperunni nú um helgina og verða þrjár sýningar í haust, 11., 19. og 25. október. Sú breyting hefur orðið á áhöfn sýningarinnar að Kurt Kopecky, nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, leikur nú á píanóið og sér um tónlistarstjórn í stað Clives Pollards sem var í því hlutverki á síðastliðnu vori. Sagan hefst í Nagasakí og endar í Alsír. Báðar fjalla óperurnar um ör- lög kvenna sem hnepptar eru í ánauð – önnur gerir sér ekki grein fyrir því fyrr en of seint, hin er sér meðvitandi um aðstæður sínar og hefur þess vegna möguleika á að bjarga sér. Höfundur útdráttanna er Ingólfur Níels Árnason og er hann jafnframt leikstjóri sýningarinnar. Sönghlut- verk eru í höndum fastráðinna söngv- ara Íslensku óperunnar, þeirra Huldu Bjarkar Garðarsdóttur, Sesselju Kristjánsdóttur, Davíðs Ólafssonar, Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar og Ólafs Kjartans Sigurðarsonar. Óperutvenna aftur á fjalirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.