Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði ✝ Hallbjörn Eð-varð Oddsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 8. apríl 1921. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Grund 4. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Oddur Valdimar Hallbjarn- arson, f. 16.6. 1892, d. 29.8. 1975, og Guðbjörg Bjarna- dóttir, f. 5.9. 1892, d. 15.10. 1974. Hall- björn átti níu systkini, þau eru 1) Ólafur Veturliði, f. 26.8. 1915, d. 11.10. 1977, 2) Guðrún Valgerð- ur, f. 9.12. 1916, d. 20.12. 1991, 3) Þorgerður Jóna, f. 3.12. 1918, d. 9.1. 1988, 4) Aðalheiður María, f. 14.9. 1923, 5) Bjarni, f. 3.11. 1925, d. 27.7. 1958, 6) Jón Frið- riks, f. 27.9. 1928, d. 20.4. 1993, 7) Guðbjörn Valdimar, f. 6.6. 1930, d. 15.6. 1932, 8) stúlka, f. andvana 26.11. 1931, og 9) Guð- björn Valdimar, f. 12.6. 1935, d. 3.8. 1995. Hallbjörn kvæntist 23. septem- ber 1950 eftirlifandi konu sinni skildu. Sonur þeirra er Adam Eiður. Sigríður var í sambúð með Kristjóni Kristjónssyni, f. 26.1. 1961. Þau skildu. Sonur þeirra er Kristjón Sigurður. 4) Erla, f. 24.3. 1957, maki Ásgeir Guð- mundsson, f. 17.2. 1954, börn þeirra Dagný Ósk og Pétur. Maki Dagnýjar Óskar er Geir Garð- arsson. 5) Lilja, f. 27.9. 1966, maki Atli Ingvarsson, f. 28.10. 1963, sonur þeirra Ingvar, fyrir átti Lilja dótturina Fanneyju. Faðir hennar er Sigurður Ólafs- son, f. 24.2. 1968. Hallbjörn bjó á Suðureyri til átta ára aldurs og fluttist þá með foreldrum sínum til Akraness og ólst upp á Arnarstað við Vest- urgötu 59. Hann stundaði sjó- mennsku með föður sínum auk annarra starfa, þar til hann flutt- ist til Reykjavíkur, tæplega þrí- tugur. Lengst af starfaði Hall- björn sem bifreiðastjóri hjá BSR, síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá BSÍ við pakkaaf- greiðslu. Hallbjörn og Fjóla bjuggu nær allan sinn búskap í Reykjavík, þar af yfir þrjátíu ár á Lynghaganum. Síðustu árin bjuggu þau á Ási í Hveragerði, þar til fyrir ári síðan þegar þau fluttu á Dvalarheimilið Grund í Reykjavík. Útför Hallbjörns Eðvarðs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. P. Fjólu Eiríksdóttur, f. í Reykjavík 1.7. 1926. Foreldrar hennar voru hjónin Eiríkur Sveinsson, f. 8.7. 1884, d. 27.11. 1970, og Halldóra Árnadóttir, f. 4.6. 1892, d. 15.2. 1979. Hallbjörn og Fjóla eignuðust fimm dæt- ur, þær eru: 1) Helga, f. 20.2. 1951, maki Þór Ottesen, f. 26.7. 1950. Þau skildu. Synir þeirra eru: Hallbjörn Eðvarð og á hann tvö börn, barnsmóðir hans er Anna María Magnúsdóttir, og Ágúst Þór, d. 1.10. 2000. Seinni maður Helgu var Helgi Már Har- aldsson, f. 6.11. 1956. Þau skildu. Dóttir þeirra er Fjóla. 2) Dóra, f. 17.8. 1952, maki Rúnar Sigurðs- son, f. 12.8. 1955. Þau skildu. Börn þeirra eru María og Daníel. 3) Sigríður, f. 29.10. 1954, maki Hallgrímur P. Gunnlaugsson, f. 16.10. 1953. Þau skildu. Dóttir þeirra er Linda Björk. Sigríður var í sambúð með Óttari Ingi- marssyni, f. 4.10. 1951. Þau Elsku pabbi minn. Nú, þegar þú hefur fengið hina langþráðu hvíld, koma margar minn- ingar upp í hugann og þær allar góðar og ljúfar. Minningar um allar útileg- urnar sem þið mamma fóruð með okkur systurnar í og veiðiferðirnar. Við ferðuðumst mikið um landið með ykkur. Og alltaf var tjaldað svolítið af- síðis, svo við gætum verið út af fyrir okkur og þá var farið í hina ýmsu leiki. Gamlárskvöldin hjá okkur voru líka alveg einstök alltaf hjá okkur, þá naust þú þín svo innilega að sprengja upp fyrir okkur dætur þínar og seinna barnabörnin. Þú varst svo mikill fjölskyldumaður, pabbi. Alltaf var nóg pláss fyrir okkur systurnar að koma inn með börnin sem við vorum að passa, þá varst þú að keyra leigubílinn og komst heim í kaffi um miðjan daginn og var þá oft þröngt setinn bekkurinn í eldhúsinu á Lynghaganum, en þetta fannst ykkur mömmu í góðu lagi. En þú gast nú líka verið ansi strangur stundum, eins og þegar ég var unglingur, þá átti ég alltaf að koma svo snemma heim og var oft mjög ósátt og stalst til að vera lengur en ég mátti. En ég vissi samt alltaf að þetta var bara umhyggja fyrir mér og svo var nú ábyggilega mikil ábyrgð að eiga fimm dætur. En hvað ég skildi þig líka betur þegar ég var svo sjálf með unglinga. Ég varð fyrst til að gera þig að afa, en þú eignaðist tólf barnabörn og varst þú þeim góður afi og héldu þau líka mikið upp á þig. Þegar ég missti son minn af slysför- um fyrir þremur árum var hann þér mikill harmdauði. Þú eignaðist tvö langafabörn, en yngri stúlkuna sást þú aldrei, því hún fæddist daginn áð- ur en þú lést. Ekki er hægt að skrifa um þig pabbi minn, án þess að minnast á hversu traustur maður þú varst og sterkur eins og kletturinn í hafinu. Og allt sem þú sagðir og gerðir var svo pottþétt. Oft hef ég þurft á stuðningi þínum að halda í lífinu og alltaf varst þú þá til staðar fyrir mig. Þið mamma voruð líka svo sam- rýnd og gerðuð allt saman öll þessi fimmtíu og þrjú ár sem þið voruð gift, hennar missir er mikill. Elsku pabbi, ég veit að þú ert á góðum stað núna og laus við allar þjáningar. Minning þín er ljós í lífi okkar sem eftir lifum. Hvíl í friði. Helga. Elsku pabbi. Ekki grunaði mig að þú værir far- inn þegar við Kristjón fórum í blóma- búð á laugardaginn til að kaupa rósir til að færa þér og mömmu í tilefni af fæðingu litlu prinsessunar á föstu- deginum. Þetta var var annað lang- afabarnið. Það er svo sárt að hafa ekki náð að faðma þig einu sinni enn og heyra þig segja: Sæl Sigga mín. Ótal minningar hafa sótt á hugann síðustu daga. Allar veiðiferðirnar sem við fórum í Þingvallavatn þar sem mamma smurði nesti fyrir okkur og við systur stoltar með veiðistangirnar okkar. Útilegurnar þar sem við fórum í ýmsa leiki á meðan mamma bakaði pönnukökur í tjaldinu. Að ógleymdu gamlárskvöldi þar sem þú naust þín svo vel. Strax og byrjað var að selja flugeldana varst þú mættur og svo varstu sífellt að bæta við, síðan varstu úti með okkur allt kvöldið að sprengja upp og er spurning hver naut sín best. Það er gott að eiga ljúfar minningar. Mig langar að kveðja þig með þess- um orðum, elsku pabbi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þín dóttir Sigríður. Mig langar að skrifa nokkur orð um hann tengapabba minn. Ég kynntist Bjössa fyrir rúmum 30 árum þegar ég fór að venja komur mínar á heimili tengdaforeldra minna. Öll þessi ár hef ég aldrei heyrt hann hall- mæla nokkrum manni og hjartahlýrri manni hef ég ekki kynnst. Traustur var hann, mikill fjölskyldumaður og alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Dætur hans hafa talað um ynd- islegan mann, ég get svo sannarlega tekið undir það. Hann var Skagamaður og hélt að sjálfsögðu með þeim í fótbolta. Hann var alltaf sanngjarn þegar rætt var um fótbolta, talaði aldrei illa um and- stæðinginn. Bjössi hafði gaman af stangveiði, aðallega silungsveiði. Hann tók mig með sér að Hrauni í Ölfusi til að veiða sjóbirting þegar ég var rúmlega tvítugur og er ég honum ætíð þakklátur fyrir það því þar hef ég átt mínar bestu stundir í veiðiskap. Mig langar til að minnast á jóla- og páskaboðin með fjölskyldunni á Lynghaganum. Oft var spilað tímun- um saman og borðin svignuðu undan kræsingunum. Ég get nú ekki sleppt því að minnast á gamlárskvöldin en þá var nú spurning hver var mesta „barnið“ í hópnum, tengdapabbi eða krakkarnir. Hann hafði nefnilega svo gaman af skoteldum eins og sumir aðrir. Þá var oft mikið hlegið og haft gaman. Barngóður var hann Bjössi með endemum og hafa börnin okkar verið sérlega hænd að honum. Ég gæti nú haft þetta miklu lengra en þá hefði tengdapabbi sagt „nú er nóg komið“. Kæri tengdapabbi, ég veit að Guð tekur þér opnum örmum og í þér fær hann góðan liðstyrk. Elsku Fjóla, dætur, fjölskyldur og aðrir ástvinir, megi Guð vera með ykkur. Ásgeir Guðmundsson. Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund. Við viljum þakka þér allar góðustundirn- ar sem við höfum átt með þér. Sorgin er þungbær en mestur verður sökn- uðurinn hjá ömmu. Við skulum hugsa vel um hana fyrir þig. Við eigum dýrmætar minningar um þig, besta afa í heimi sem við mun- um geyma í hjörtum okkar. Dagný Ósk og Pétur. Afi, ég get ekki trúað því að þú sért dáinn, það getur bara ekki verið að þú sért farinn fyrir fullt og allt. Ég mun aldrei sjá þig aftur og það er svo sorg- legt. Ég man hvað mér þótti gaman að vera á Lynghaganum hjá þér og ömmu. Það eru svo margar góðar minningar sem ég á sem tengjast þeim stað. Mér þótti svo gaman og gott að vera hjá ykkur á Lynghag- anum. Einu sinni fóru mamma og pabbi í brúðkaup og þú og amma vor- uð að passa mig og Ingvar. Ég var fimm ára og Ingvar eins árs. Ég man að Ingvar var sofandi í rúminu ykkar inni í svefnherbergi og við þrjú vorum inni í sjónvarpsherbergi, þar sem ég var hoppandi um dansandi með slæð- urnar hennar ömmu, amma hálfsofn- uð yfir sjónvarpinu eins og vanalega og þú horfðir á sjónvarpið, sagðir öðru hverju „þetta er nú meiri vitleys- an“. Þegar ég sá bílinn þeirra mömmu og pabba renna í hlað hjá ykkur dreif ég mig inn í svefnher- bergi klæddi mig í stuttermabol af ömmu, lagðist undir sængina hjá Ingvari og þóttist vera sofandi. Þegar mamma, pabbi, þú og amma komuð inn í herbergið og mamma ætlaði að fara að taka okkur inn í bíl þá leyfði amma það ekki. Sagði að við skyldum gista hjá þeim yfir nóttina, það þýddi ekki að fara að vekja börnin. Ég vissi að amma myndi bregðast svona við þess vegna þóttist ég vera sofandi. Mér fannst alltaf svo leiðinlegt að fara frá ykkur, þið stjönuðuð við mig eins og prinsessu og vilduð allt fyrir mig gera. Þegar ég hugsa um allar minningar mínar um þig afi þá finnst mér ég vera svo heppin. Ég man ekki til þess að hafa upplifað leiðinlegan atburð með þér. Þið fluttuð í Hveragerði þegar ég var sjö ára. Þaðan á ég óteljandi minningar, allar góðar. Ég man að það var snjór, alveg rosalega fallegt veður og stjörnubjartur himinn. Það var þrettándinn. Við tvö vorum úti að sprengja litlar rakettur og ýlur. Amma var inni með Ingvar. Þau horfðu á okkur í gegnum gluggann. Því þau voru eitthvað hrædd við að vera úti meðan við vorum að sprengja. Afi ég man að þér fannst al- veg vera hápunkturinn þegar rakett- an flaug í loft upp og sprakk svo með háum hvelli beint yfir höfði okkar. Þú brostir svo mikið og alveg út að eyr- um. Afi þú varst svo góðhjartaður mað- ur alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Ég mun minnast þín þannig. Afi nú veit ég að þú ert búinn að finna ró á himnum. Ég veit að þú ert þarna uppi og brosir niður. Þín Fanney. Langt, langt í fjarska, handan tíma og rúms býr friður líkur vatnsborði ósnertu af gárum vindsins, þar er óskaland mitt þangað vil ég komast. (Jóhann G. Jóhannsson.) Vagga, vagga, víða, fagra, undurbreiða haf, ástarblíðum blævi strokið af, vagga, vagga, allar sorgir svæf og niður þagga. Húmið hnígur hægt og blítt um endalausan geim. Stormur felldist fyrir eyktum tveim. Húmið hnígur. Hægt í öldudali skipið sígur. Aldnar vakna endurminningar, en sofna um leið; hugann dregur aldan blökk og breið. Draumar vakna; duldir þræðir upp í sálu rakna. Bernsku draumar, blíðir eins og ljúfrar móður hönd andann leiða inn í blómskrýdd lönd. Ljúfir draumar líða’ um sálu eins og heitir straumar. (Hannes Hafstein.) Við þökkum frænda ljúfa og góða samfylgd allt frá barnæsku okkar. Guð blessi minningu hans. Fjólu, dætrum og fjölskyldum þeirra sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Guðbjörg, Júlíana, Guðný, Helga Jóna, Sigþóra og fjölskyldur. HINSTA KVEÐJA Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson.) Lilja og Atli. HALLBJÖRN EÐVARÐ ODDSSON Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, ✝ Lilja Pálsdóttirfæddist í Stykkis- hólmi 11. júní 1944. Hún andaðist á krabbameinsdeild 11G á Landspítalan- um við Hringbraut 28. september síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 6. októ- ber. lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Takk fyrir sam- fylgdina, elsku Lilja. Elsku Agnes, Óskar og börn, Anna, Gunn- ar og börn, okkar inni- legustu samúðar- kveðjur á þessum erfiða tíma. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Halla og Óskar, Helga, Sigur- björn Arnar og fjölskylda, Bára og Agúst Aron. LILJA PÁLSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.