Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H Æ, ÉG heiti Preben. Nýlega flutti ég til Ís- lands, eftir að hafa bú- ið í Barcelona á Spáni í 23 ár. Á Spáni starf- aði ég í tölvubransanum og hef yfir 20 ára reynslu í uppsetningu og viðhaldi tölva. Ég get hjálpað þér við hvers konar vandamál sem upp kunna að koma varðandi tölvuna þína.“ Framangreind tilvitnun er tekin af heimasíðunni www.reykjavik.tk þar sem Preben Yamashita býður þjón- ustu sína við uppsetningu og viðhald á tölvubúnaði heimila. Þar segir enn- fremur: „Langar þig til að að setja upp þitt eigið tölvukerfi á heimilinu? Hljómar kannski dálítið flókið fyrir Íslending þegar kemur að tölvumál- inu? Þarftu að skipta um harða disk- inn og vilt fá bestu hugsanlegu gæði og verð? Þarftu að láta breyta ein- hverri windowsgerð allt frá 1.01 (1985) yfir í Xp Pro með þjón- ustupakka 1 (service pack 1)? Hvað með heimasíðu fyrir áhugamál þitt eða til að setja upp fjölskyldumyndir? Heimasíður þurfa ekki að kosta þig eyri, (þessi heimasíða kostar til dæm- is ekki krónu)! Þarftu að ná í sérstakt forrit, en veist ekki hvar skal leita? Þú vilt kannski ekki eyða of miklum peningum í forrit sem þú notar sjald- an? Mörg tölvuforrit þurfa ekki að kosta nokkurn skapaðan hlut!“ Preben kveðst geta sparað fólki talsverðar fjárhæðir með viðhaldi á gömlum tölvum og hvers konar ráð- gjöf varðandi það hvernig hægt er að nýta sér tölvutæknina án þess að þurfa sífellt að vera að kaupa nýjan og nýjan tölvubúnað að öllu leyti. Heimshornaflakkari í tölvubransa Preben Yamashita er sannkallaður heimshornaflakkari. Foreldrar hans eru danskir, stjúpfaðir hans hálfur Japani og hálfur Portúgali. Preben ólst upp í Los Angeles og á Hawaii- eyjum. Hann var í sjö ár á ferðalagi um heiminn og fór tvisvar hringinn í kringum jörðina og hefur reyndar skrifað bók um ferðir sínar. Hann settist að í Barcelona fyrir rúmum tuttugu árum og rak þar um skeið eigið tölvufyrirtæki. Þá starfaði hann sem deildarstjóri í tölvudeild ráð- hússins í Barcelona. Svo kynntist hann íslenskri konu og flutti með henni til Íslands fyrir tveimur árum. „Ég byrjaði í tölvubransanum árið 1981, á frumskeiði þess iðnaðar, og því má kannski segja að ég sé eins konar risaeðla í bransanum,“ segir Preben. Um ástæðu þess að hann ákvað að bjóða fram þjónustu sína við uppsetningu og viðhald á heim- ilistölvum segir hann meðal annars að allt of mikið sé um að fólk sé að eyða of miklum peningum í ýmislegt sem viðkemur tölvum. „Fólk er kannski að henda gömlum tölvum, sem eru í fullkomnu lagi og geta vel nýst áfram með örlitlum tilfæringum, sem ekki þurfa að kosta mikið.“ Hægt að spara verulega „Stóru tölvuverslanirnar vilja auð- vitað selja fólki það nýjasta og dýr- asta, hvort sem um er að ræða tölvur eða tölvubúnað,“ segir Preben. „Flestir kaupa tölvubúnað án þess að hafa hugmynd um hvers vegna, eða hvað þeir eru að kaupa. Þú þarft ekki að eyða 150 þúsund krónum í nýja tölvu ef þú ætlar bara að nota hana til að skrifa bók. Ferðatölva eða venju- leg tölva? Sumir eiga hvoru tveggja. Ef þú þarft ekki nauðsynlega að þeytast á milli staða með ferðatölvu eru kaup á slíkum búnaði eitthvað það heimskulegasta sem þú getur gert. Almenningur á Íslandi, og reyndar víðar um heim, er haldinn þeirri meinloku að ef tölvan bili verði menn að henda henni og kaupa nýja. Það er í sjálfu sér allt í lagi ef menn vita ekk- ert hvað þeir eiga að gera við pen- ingana. En það er alger óþarfi og til dæmis á Spáni er hugsun- arháttur fólks allt annar. Þar láta menn á það reyna hvort hægt sé að gera við tölvuna áð- ur en þeir henda henni. Ég keypti ný- lega 15 tommu Hyundai-tölvuskjá á 500 krónur og hann er í fínu lagi. Þetta geta allir gert ef þeir kynna sér málið. Það er hægt að spara miklar fjárhæðir ef fólk bara veit hvernig það á að fara að því. Það sem vakir fyrir mér er að aðstoða fólk við að koma biluðum tölvum í samt lag aftur og leiðbeina því við kaup á fylgi- og varahlutum. Ég aðstoða einnig við val á forritum og uppsetningu á heima- síðum og hvers konar tengingum, svo sem internet-tengingum, til dæmis ef margar tölvur eru á sama heimilinu, að tengja þær allar í eina internet- tenginu svo allir geti verið á Netinu í einu, svo dæmi sé tekið,“ sagði Preb- en Yamashita, en hægt er að komast í samband við hann á netfanginu webmaster@reykjavik.zzn.com og óhætt er að skrifa og útskýra vanda- málið á íslensku, því Preben hefur við hlið sér góðan túlk, sem er kærastan hans, Hrund Hauksdóttir.  TÖLVUR | Hægt að nýta tölvutæknina án þess að vera sífellt að kaupa nýjan tölvubúnað að öllu leyti Óþarfi að henda gömlu tölvunni Morgunblaðið/Þorkell Í tölvubransanum í 20 ár: Preben Yamashita segir að ekki þurfi dýra tölvu ef menn ætli bara að skrifa bók. Almenningur á Íslandi er haldinn þeirri meinloku að ef tölvan bili verði menn að henda henni og kaupa nýja. svg@mbl.is L ITIÐ er á heimanám grunnskólabarna sem ákveðna hefð. Foreldrar, kenn- arar og nemendur koma að því af gömlum vana og eru frekar jákvæðir gagnvart því þess vegna, að mati Hönnu Guðbjargar Birgisdóttur og sex skólafélaga hennar í sérkennslufræðum við framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands, en þau eru höfundar loka- ritgerðarinnar Heimanám, viðhorf – skipulag – framkvæmd. „Greinilegt er að heimanám er viðurkenndur og stór þáttur í skólastarfi. Til þess að heimanám skili tilætluðum árangri er nauðsynlegt að allt samstarf milli heimila og skóla sé sem skilvirkast. Það er mikilvægt að skólar móti sér skýra stefnu og að all- ir, bæði nemendur, foreldrar og kennarar, viti ná- kvæmlega til hvers sé ætlast með heimanámi og hvert sé markmið þess,“ segir í lokaorðum ritgerð- arinnar. Höfundar ásamt Hönnu eru þau Garðar Páll Vignisson, Áslaug Þorsteinsdóttir, Gyða Arn- mundsdóttir, Kristín Þ. Magnúsdóttir, Margrét Þorvaldsdóttir og Margrét Tryggvadóttir. Þau eru öll starfandi kennarar og var nemendum í 5. og 9. bekk, kennurum þeirra og foreldrum, í skólunum sjö, sem ritgerðarhöfundar starfa við, sendir spurn- ingalistar. Rannsóknin fór fram árið 2002. Skólar taki sig á við að móta stefnu Ritgerðarhöfundar höfðu í fyrstu frekar þá til- finningu að foreldrar væru andvígir heimanáminu vegna þess að fjölskyldan hefði of mikið að gera við vinnu og áhugamál. „Fólk virðist taka heimanám- inu þegjandi og hljóðalaust af því að það er orðin einhvers konar hefð og það kom okkur svolítð á óvart,“ segir Hanna. Hanna og félagar hafa kynnt niðurstöðurnar í þeim skólum sem þau starfa og eru að byrja á að kynna þær í fleiri skólum. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli skólafólks þar sem ekki hefur áður verið gerð sérstök rannsókn á heimanámi hér á landi. „Við höfum fengið mjög góðar undirtektir og þetta virðist opna augu fólks, að það þurfi að skoða rökin fyrir því af hverju við notum svo mikinn tíma í heimanám en vitum ekki hverju það skilar.“ Hanna segir að fáir skólar hafi sérstaka stefnu varðandi heimanám, enda kom í ljós að kennurum var stefna skólans í þeim málum sjaldnast ljós. „Það kom okkur svolítið á óvart. Kennarar virðast líka taka heimanámi sem ákveðinni hefð. Af því að þeir voru látnir læra heima, láta þeir nemendur sína læra heima.“ Aðspurð játar Hanna því að skólastjórnendur þurfi því að taka sig á við að móta stefnu hvað varðar heimanám og kynna hana fyrir kennurum, nemendum og foreldrum. Ritgerðarhöfundar eiga allir eða hafa átt börn í grunnskóla. Hanna á 7 ára strák og á þeim aldri er heimanám aðallega fólgið í lestri. „Það er það heimanám sem skilar hvað mestu fyrir svo unga nemendur. Maður sér tilganginn í því að þau lesi heima, æfing í lestri skiptir máli. Heimanám skilar heldur ekki miklum árangri fyrr en krakkar verða eldri. Ég set því spurningarmerki við allan þann tíma sem fer í heimanám hjá yngri grunnskólanem- endum, fyrir utan lesturinn,“ segir móðirin Hanna. Foreldrar sinna hluta kennslunnar Ritgerðarhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að skólinn varpi hluta af kennslunni á foreldrana. „Foreldrar eru ekki spurðir hvort þeir vilji taka þetta að sér og þeir eru misjafnlega í stakk búnir til þess. Mörg börn eru með sérþarfir og eiga erfitt með að læra. Foreldrar þeirra þurfa að nota mjög mikinn tíma í heimanám. Einnig eru foreldrar sem tala ekki íslensku og skólinn veitir sjaldnast þeim foreldrum eða öðrum leiðsögn í því hvernig á að standa að heimanámi með börnunum,“ segir Hanna. Flestir skólar halda þó námskeið til að koma foreldrum sex ára barna af stað, og það er til bóta, að mati Hönnu. Henni finnst heimanám eiga rétt á sér þegar um lestrarþjálfun er að ræða en þegar t.d. heim- ilisfræðikennsla er markvisst sett á foreldra, eins og hún segir dæmi um í grunnskóla hér í borg, finnst henni of langt gengið. „Það verður að finna einhver mörk og fá foreldra í lið með skólanum í staðinn fyrir að skólinn ákveði hvað fjölskyldan á að gera stóran hluta samverustunda hennar á heim- ilinu. Að mínu mati þarf samvinnan að vera meiri.“  SKÓLINN Hefð fyrir heimanámi Morgunblaðið/Golli Ákveðin hefð: Kennarar setja fyrir af gömlum vana, nemendur læra heima og foreldrarnir hjálpa til þegjandi og hljóðalaust. steingerdur@mbl.is GÓÐUR nætursvefn er nauðsyn- legur til að bæta minnið. Einnig getur svefninn hjálpað til við að rifja upp minningar sem fólk held- ur að það hafi glatað að eilífu. Frá þessum niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Chicago er greint í vefútgáfu Guardian. Nemendur háskólans voru þjálf- aðir í að skilja orð sem komu frá talvél. Orðin voru stutt en fram- burður var óskýr og orðin næstum óskiljanleg. Eftir nokkra æfingu að morgni jókst hæfni nemendanna til að skilja orðin um 20% miðað við hæfni þeirra fyrir æfinguna. Seinna sama dag var minnið farið að bregðast námsfólkinu en eftir næt- ursvefn varð frammistaðan mun betri. Þau höfðu rifjað upp það sem þau höfðu týnt niður yfir daginn fyrir tilstuðlan svefnsins, að sögn Dan Margoliash prófessors. „Það er öruggt að ef fólk vill læra eitthvað og muna það í langan tíma verður góður nætursvefn að vera óaðskiljanlegur hluti af þeirri áætlun,“ segir prófessorinn.  HEILSA Svefn bætir minnið Morgunblaðið/Jim Smart Bætir minnið: Nætursvefninn er nauðsynlegur ef við viljum vernda minningarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.