Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 46
HUNDAR 46 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁÞREMUR dögum vorusýndir um 350 hundar ogekki var hægt að kvartaundan úrvalinu, því hund- arnir voru af tæplega 50 tegundum, allt frá pínulitlum hvolpum upp í stóra, kraftalega fullþroskaða hunda. Sigurvegari sýningarinnar var smávaxinn og síðhærður hund- ur, amerískur cocker spaniel sem ber nafnið My-Ida-Ho N My Jems Keno. Bára Einarsdóttir á hundinn og flutti hann til landsins fyrr á þessu ári gagngert til sýninga og ræktunar, en hún hyggst rækta hunda af þessari tegund í framtíð- inni. Hún á jafnframt hundana sem valdir voru besta par sýning- arinnar. „Amerískur cocker spaniel- hundur hefur aldrei áður sigrað á hundasýningu hér á landi áður svo sigurinn var einstaklega sætur,“ segir Bára og brosir breitt. „Ég var mjög ánægð með sýninguna, um- gjörð hennar var afar falleg, starfs- fólkið öruggt og hjálplegt og and- rúmsloftið frábært. Bára á sex ameríska cocker span- iel-hunda og einn þýskan fjárhund. Hún segir glaðlyndi cocker- hundanna hafa heillað sig þegar hún kynntist þeim fyrst fyrir fimm árum. „Þetta eru mjög skemmti- legir heimilishundar, lífsglaðir og blíðlyndir auk þess sem mér finnst þeir óviðjafnanlega fallegir.“ Síður og þéttur feldur hundanna þarfnast talsverðrar umhirðu. „Ég baða þá einu sinni til tvisvar í viku og það tekur um tvo klukkutíma að baða, blása og snyrta feldinn á hverjum hundi. Við hjónin rekum bílapartasölu og höfum hundana alltaf hjá okkur í vinnunni. Þetta eru því ekki hreinustu eða snyrti- legustu hundar í heimi dags dag- lega, en mér finnst skipta mestu máli að hafa þá alltaf nálægt mér og að þeir fái að njóta lífsins. Þeir fara á hundasýningar þrisvar til fjórum sinnum á ári og eru þá hreinir og vel snyrtir, en þess á milli eru þeir bara eins og hverjir aðrir heimilishundar.“ Skemmtilegir áhorfendur Dómarar sýningarinnar voru fjórir að þessu sinni. Hjónin Wera og Rodi Hübenthal komu frá Nor- egi og Bo Skalin frá Svíþjóð, en fulltrúi Íslands var Monika Karls- dóttir sem dæmdi unga sýnendur í yngri flokki. Allir voru dómararnir sammála um að sýningin væri með þeim glæsilegustu í heimi, skipulag væri til fyrirmyndar og starfsfólkið vel þjálfað og faglegt. Undir lok sýningar bað Wera Hübental um orðið, tók sér hljóðnema í hönd og þakkaði kærlega fyrir frábæra sýn- ingu, skemmtilega áhorfendur og dásamlegt andrúmsloft. Mun það vera einsdæmi að dómari á hunda- sýningu ávarpi áhorfendur og starfsfólk sýningar á þennan hátt. Keppni ungra sýnenda er orðin fastur liður í sýningum Hundarækt- arfélags Íslands enda hefur ung- lingadeild félagsins skipulagt æf- ingar fyrir börn og unglinga á síðustu árum og lagt mikinn metn- að í það. Í keppni ungra sýnenda er lögð megináhersla á að börn nái góðu sambandi við hunda sína og sýni þá eins vel og kostur er. Að mati Moniku Karlsdóttur, sem dæmdi 10–14 ára unglinga, bar Guðrún Hauksdóttir af, en hún sýndi weimaraner-tíkina Silf- urskugga Kókó. „Guðrún var í góðu sambandi við tíkina og sýndi hana mjög vel þótt erfitt sé að sýna hunda af þessari tegund.“ Góður efniviður Bo Skalin, sem ekki hefur áður dæmt á sýningu hér á landi, segist hafa orðið undrandi yfir því hversu margir fallegir hundar væru til hér á landi. „Ég dæmdi alla hvolpana og sá mikið af mjög góðum efniviði þar. Það er góðs viti að sjá góða hvolpa, því það gefur manni von um að hundar framtíðarinnar verði fal- legir. Það kom mér á óvart hversu hár gæðastaðall hundanna er og þegar ég valdi ræktunarhóp sýn- ingar, þar sem ræktandi sýnir fjóra hunda úr ræktun sinni, var úr vöndu að velja, en boxer-hundarnir sköruðu þó fram úr. Þeir eru ákaf- lega fallegir, vel byggðir og með af- ar góðar hreyfingar. Ræktandi þeirra er augljóslega á réttri leið.“ Bo Skalin dæmdi jafnframt unga sýnendur í eldri flokki, 14–17 ára, og fannst Anna Francesca Bianchi best meðal jafningja. „Hún er fljót að mynda tengsl við hunda og er af- ar fær sýnandi. Hún hefur það fram yfir aðra keppendur að geisla frá sér innri gleði og ánægju yfir sam- skiptum við þá hunda sem hún sýn- ir.“ Þess má geta að Anna Franc- esca var stigahæsti ungi sýnandi ársins og verður fulltrúi Íslands í heimskeppni ungra sýnenda sem haldin verður í Englandi í mars nk. Hjónin Wera og Rodi Hübenthal hafa komið hingað til lands nokkr- um sinnum áður til að dæma á hundasýningum og segjast bæði af- ar ánægð með framfarir sem orðið hafa í hundarækt á síðustu árum. „Við sáum marga mjög fallega hunda hér og erum ánægð yfir því að Íslendingar skuli vera svo metn- aðarfullir í ræktun sinni.“ Wera var í því erfiða hlutverki að velja besta hund tegundar og segist hafa átt dálítið bágt. Ameríski cock- er spaniel-hundurinn hafi þó skarað fram úr, hann hafi verið af ákaflega fallegri tegundargerð, vel byggður og með afar fallegar hreyfingar. Hún segir að sér hafi komið á óvart hversu marga fallega hunda hún sá á sýningunni og eiginmaðurinn tek- ur undir það. „Vissulega þurfa Ís- lendingar að huga að ýmsu í hunda- rækt eins og ræktendur annars staðar í heiminum, en ef litið er á heildina verður að segjast eins og er að þið eruð á réttri leið og ég vona að íslenskir ræktendur haldi áfram metnaðarfullu rækt- unarstarfi og ekki síst vonast ég til að áhorfendur á sýningum haldi áfram að halda uppi einstöku and- rúmslofti og rífandi stemningu sem er afar sérstök og gerir íslenskar hundasýningar að sérlega eftir- sóknarverðum viðburðum í þjóð- og menningarlífinu.“ Betra líf með hundum Þórhildur Bjartmarz, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segist ánægð með sýninguna. Sér hafi þótt sérlega ánægjulegt að sjá hversu margir hvolpar mættu til leiks, en þeir voru rúmlega 80 tals- ins og af 22 tegundum. „Ástæðan er líklega sú að mikil aukning hefur orðið á síðustu árum á ættbók- arfærðum hundum hjá félaginu og margir ræktendur hvetja hvolpa- kaupendur til að mæta með hvolpa sína á sýningar.“ Þórhildur kveðst afar stolt af starfsfólki sýningarinnar enda fái það jafnan toppeinkunnir hjá dóm- urum sem hingað koma. „Við höfum verið mjög heppin með starfsfólk. Það hefur unnið árum saman á sýn- ingum okkar og býr yfir víðtækri reynslu.“ Þórhildur segir að sér finnist allt- af jafnundarlegt að sjá venjulega reiðhöll breytast í glæsilega sýning- arhöll á örfáum klukkustundum, en það væri ómögulegt nema vegna starfsfóksins, sem allt vinnur í sjálf- boðavinnu að því að gera sýningar Hundaræktarfélags Íslands að jafn- glæsilegum viðburðum og raun ber vitni. „Við höfum ávallt lagt áherslu á að fá hingað til lands virta dómara með mikla reynslu og að þessu sinni má segja að bónusinn hafi ver- ið hversu skemmtilegir dómararnir voru. Mér fannst jafnframt ánægju- legt að sjá heiðraða afrekshunda ársins, sem unnu að rannsókn- arverkefni með heilabiluðum sjúk- lingum og sýndu fram á að hundar geta haft jákvæð áhrif á sjúklinga. Auk þess þótti mér skemmtilegt að sjá heiðraðan þjónustuhund ársins, sem þefað hefur uppi meira magn af fíkniefnum en nokkur annar hundur í þjónustu tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Allir þessir hundar hafa ásamt eigendum sínum sýnt það og sannað að okkur er bet- ur borgið með hundum en án þeirra.“ Um 350 hundar voru til sýnis á árlegri haustsýningu Hundaræktarfélags Íslands í reiðhöll Gusts Og þá var kátt í hárri höll… Stemningin var sjóðandi heit í reiðhöll Gusts um síðustu helgi. Brynja Tomer naut þess að fylgjast með fallegustu hundum landsins og tók einlægt undir lófatak og fagnaðarlæti um þúsund áhorfenda sem fylgdust með gæðagrip- um af öllum stærðum og gerðum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Besti öldungur sýningar var þessi fallegi 8 ára gamli Tíbet spaniel-hundur, Nalinas Tabanus, í eigu Valgerðar Júlíus- dóttur sem hér er ásamt dómaranum Rodi Hübenthal. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ameríski cocker spaniel-hundurinn My-Ida-Ho N My Jems Keno var besti hundur sýningarinnar. Hann er með eiganda sínum, Báru Einarsdóttur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Besta par sýningar var þetta ameríska cocker spaniel-par. Rakkinn heitir My-Ida-Ho N My Jems Keno og tíkin Silfur- skugga Story Teller. Bæði eru í eigu Báru Einarsdóttur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þessi föngulegi hópur boxer-hunda var besti ræktunarhópur sýningar að mati dómarans Bo Stalin sem er lengst til hægri. Þetta eru Bjarkeyjar- hundar frá Ingu B. Gunnarsdóttur. Frá hægri eru Þröstur Ólafsson með Patrick Joe, Þórdís Sigurðardóttir með Tuma þumal, Ingunn Pétursdóttir með Denna dæmalausa og Brynja Tomer með Sögu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Guðrún Hauksdóttir var besti ungi sýnandinn í yngri flokki og er hér ásamt weimaraner-tíkinni Kókó og Weru Hübenthal. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þjónustuhundur ársins er enski springer spaniel-hundurinn Sjarmi, sem vinnur við fíkniefnaleit á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur fundið meira af fíkniefnum en allir aðrir leitarhundar tollgæslunnar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Anna Francesca Bianchi var valin besti ungi sýnandinn í flokki 14–17 ára unglinga. Hún er hér ásamt sib- erian husky-hundinum Ankalyn Mascalzonelatino og dómaranum Weru Hübenthal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.