Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á mánuði miðað við rekstrar- leigu til þr iggja ára VW POLO 5 DYRA ÚTKEYRSLA Í BÍLAfiINGI Númer eitt í notuðum bílum Nýlegir fyrrum bílaleigubílar á hreint ótrúlegu verði. ÓLAFUR VEKUR ATHYGLI Nick Serota, sem stýrir öllum Tate-söfnunum í Bretlandi, segir það ekki vera á færi allra listamanna að takast á við tvö risavaxin verkefni á einu ári eins og Ólafur Elíasson. Sýning Ólafs í Tate Modern lista- safninu í London hefur þegar vakið mikla athygli. Berst áfram fyrir lýðræði Íranska baráttukonan Shirin Ebadi, sem hlaut í liðinni viku frið- arverðlaun Nóbels, kom fram á blaðamannafundi í Teheran í gær og sagðist ætla að halda ótrauð áfram að berjast fyrir lýðræði og mann- réttindum í landi sínu. Ebadi er fyrsta múslímakonan sem fær verð- launin. Mörg þúsund manns, aðal- lega konur, fögnuðu Ebadi í Teher- an en hún var stödd í Frakklandi er tilkynnt var um verðlaunin. Lækkun á sjófrystum þorski Íslenskar útgerðir eru farnar að nýta þorskveiðiheimildir sínar í auknum mæli til annars en sjófryst- ingar í kjölfar 20% verðlækkunar á sjófrystum þorski á Bretlandsmark- aði. Er skýringin fyrst og fremst mikið framboð. Geimferð Kínverja tókst vel Fyrsti kínverski geimfarinn lenti heill á húfi í gærkvöldi eftir að hafa farið 14 hringi umhverfis jörðu í geimfari sínu, Shenzhou V. Geim- farinu var skotið á loft aðfaranótt miðvikudags og var einn maður um borð. Kínverjar eru þriðja þjóðin sem sendir upp mannað geimfar. Nemendur vantaldir Auka þarf fjárveitingar til fram- haldsskóla um 6-800 milljónir ef þær eiga að vera í samræmi við fjölda nemenda sem stunda nám við þá. Nemendur við framhaldsskólana eru nú nokkrum hundruðum fleiri en framlög til kennslu gera ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fordæmdi hryðjuverk George W. Bush Bandaríkja- forseti fordæmdi í gær sprengju- tilræði sem varð þrem Bandaríkja- mönnum að bana á Gaza. Hann sagði að stjórn Yassers Arafats Palest- ínuleiðtoga yrði að beita sér gegn hryðjuverkum, þau tefðu fyrir því að þjóðin fengi að stofna sitt eigið ríki. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 22 05 1 08 /2 00 3 ÍSLANDSBANKI var með mesta hlutabréfaveltu á þriðja ársfjórðungi, þ.e. frá júlíbyrjun til septemberloka en stór hluti velt- unnar á íslenskum hlutabréfa- markaði á fjórðungnum skýrist af miklum breytingum á eignarhaldi einstakra félaga í septembermán- uði og afskráningum annarra. Alls var verslað með hlutabréf í Íslandsbanka fyrir 21,5 milljarða króna í rúmlega 1.900 viðskiptum. Næstmestu viðskiptin voru með hlutabréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi, Sjóvá-Almennum trygg- ingum og Eimskipafélagi Íslands. Í öllum tilvikum var veltan um og yfir 16 milljarðar króna, en tals- verðar breytingar áttu sér stað hjá hverju og einu þessara félaga á ársfjórðungnum. Af félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, sem sýnd eru í meðfylgjandi töflu, voru minnst viðskipti með hlutabréf í Sam- herja á tímabilinu eða fyrir 860 milljónir króna í 211 viðskiptum. Næstminnstu viðskiptin voru með hlutabréf í Og fjarskiptum og Granda. Þess má geta að Úrvalsvísitalan hækkaði um 21% á ársfjórðungn- um og hækkuðu öll félög vísitöl- unnar á tímabilinu. Pharmaco, Sjóvá-Almennar tryggingar og bankarnir þrír báru um 80% hækkunar vísitölunnar. Í Markaðsyfirliti greiningar- deildar Íslandsbanka sem gefið var út í síðustu viku kemur fram að velta með hlutabréf hafi á fyrstu níu mánuðum ársins verið 55% meiri en á sama tíma í fyrra. „Þó veltan hafi aukist mikið er hæpið að draga þá ályktun að markaðurinn sé orðinn virkari eða að hlutabréf hafi almennt orðið seljanlegri. Hafa verður í huga að stór hluti veltunnar skýrist af af- skráningum félaga og þeim miklu breytingum á eignarhaldi sem urðu í september,“ segir í Mark- aðsyfirlitinu. Þá er bent á að velta í almennum viðskiptum innan Kauphallar Íslands hafi aukist um 12% milli ára sé litið til fyrstu níu mánaða ársins. Veltan innan Kauphallarinnar sé þó einungis um 15,5% af heildarveltunni á fyrstu níu mánuðum ársins. Veltuhraði hlutabréfa, sem mælir hluti í fyrirtæki sem skipta um hendur í hlutfalli við heildar- upphæð hlutafjár, var mikill hjá mörgum fyrirtækjanna á seinni hluta fjórðungsins enda mikið um stór viðskipti. Til dæmis nam velta hlutabréfa í Straumi og Sjóvá-Almennum á þessum eina fjórðungi nærri því markaðsvirði félaganna. Veltuhraði og verðbil Annað sem skiptir máli þegar rætt er um seljanleika hlutabréfa er það sem kallað er verðbil. Verð- bilið er bil á kaup- og sölutilboðum og því minna sem það er, þeim mun betra fyrir fjárfesta því þá er kostnaður minni við viðskipti með bréfin. Lítið verðbil og mikill veltuhraði fara yfirleitt saman, en þó er það ekki algilt. Minnsta verðbilið er hjá bönkunum þrem- ur, um eða innan við 1% og Pharmaco, Össur, Bakkavör og Eimskipafélagið eru á svipuðu róli. Hjá öðrum félögum má nefna að verðbilið hefur verið um og yfir 2% hjá SH, Samherja, Granda, Og fjarskiptum, Opnum kerfum og Marel. Verðbil Tryggingamið- stöðvarinnar og Flugleiða hefur verið um 3%. Verðbilið var mun meira hjá mörgum öðrum fé- lögum. 2,5 milljarða króna velta Í gær námu viðskipti í Kauphöll Íslands 4.954 milljónum króna. Þar af var mest velta með hluta- bréf fyrir um 2.542 milljónir króna, en næstmest viðskipti voru með ríkisvíxla fyrir 983 milljónir króna. Mesta velta með bréf einstakra félaga var með bréf Kaupþings Búnaðarbanka, 683 milljónir króna, og hækkaði gengi bréfa fé- lagsins um 1,3%. Innan dagsins fór verð bréfa félagsins í fyrsta skipti yfir 200 krónur á hlut, en endaði hins vegar í 198,5 krónur á hlut í lok dagsins. Þá voru 655 milljóna króna við- skipti með bréf Pharmaco og hækkaði gengi bréfa félagsins um 2,1% í þeim viðskiptum. Úrvalsvísitalan hækkaði í gær um 0,81% og endaði í 1.870,01 stigi. Mikil velta á þriðja fjórðungi ársins Velta með hlutabréf í fjórum fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni nam um og yfir 16 milljörðum króna         !! "#$ %  &  '  ( ' # &  ) * " + &  ,  - .$ ( (/0  (   1 23 2453 2362 6!!6 24!6 2434 72 786 548 2! 2 76! 23!4 24 88   9  :  83; ; ; ; 27; ; !; !; 42; 84; 68; 2!; 4; 47; <  )   47 586 888 22 25 228 2653 88 26!8 22 4 4 5 347 '  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS ÞÝSKALAND er aftur orðið stærsti út- flytjandi í heimi, eftir ellefu ára forystu Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða rann- sóknar Financial Times Deutschland, FTD, og byggist á tölum frá Efnahags- og fram- farastofnuninni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hagstofum viðkomandi ríkja. Samkvæmt FTD náði Þýskaland foryst- unni í apríl í ár, og í ágúst síðastliðnum var útflutningur þess 62 milljarðar Bandaríkja- dala, um 4.700 milljarðar króna, eða rúm- lega 7% meiri en útflutningur Bandaríkj- anna. Japan er í þriðja sæti, en stendur hinum ríkjunum tveimur langt að baki. Vestur-Þýskaland hafði forystu í útflutn- ingi á níunda áratugnum, en að sögn FTD missti Þýskaland forystuna eftir samein- ingu þýsku ríkjanna tveggja. Sérfræðingar telji að ástæða þess að Þýskaland sé aftur komið í forystu sé hagstæð kostnaðarþróun frá því um miðjan síðasta áratug. Haldið hafi verið aftur af launahækkunum og gengi evrunnar sé nú veikara en gengi þýska marksins hafi verið. Samkeppnisstaðan sé þess vegna ekki vandamál lengur. Mesti vöxtur útflutnings Þýskalands er til ríkja Mið- og Austur-Evrópu, en þau ríki kaupa nú meira af þýskum vörum en Bandaríkin. Ú T F L U T N I N G U R Þýskaland aft- ur stærsti út- flytjandi heims S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Reikningsskilastaðlar Breytingar í byrjun næsta árs 4 Nóbelsverðlaunin Tímaraðagreining varð ofan á 8 SÉRSTAÐA Í HÚSNÆÐISMÁLUM AUKIN SALA geisladiska í heiminum er talin munu dragast saman um 7–8% á þessu ári miðað við síðasta ár. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir formanni verslunarráðs tónlistariðnaðarins, Jay Berman. Hann telur að á seinni helmingi þessa árs muni salan eitthvað rétta úr kútnum, en hún dróst saman um 11,7% á fyrstu sex mánuðum ársins. „Á seinni árshelmingi seljast að jafnaði 60% af því magni sem selst árlega. Fram undan er sterk útgáfa, þannig að ég býst við að geisladiskasala verði í heildina litið 7–8% minni í ár en í fyrra,“ sagði Berman í samtali við Reuters. Geisladiska- sala 7–8% minni Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 32/34 Erlent 12/15 Minningar 35/37 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 37 Akureyri 19 Brids 38 Suðurnes 20 Bréf 40 Austurland 21 Dagbók 42/43 Landið 22 Íþróttir 44/47 Daglegt líf 23/24 Fólk 48/53 Listir 25/27 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Viðhorf 32 Veður 55 * * * UM tveir þriðju erlendra ferða- manna eða 66%, sem komu til Íslands síðast liðið sumar voru í ferð á eigin vegum. Þriðjungur (34%) var í skipu- lagðri hópferð samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar Dear Visitors sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) ehf. gerði meðal erlendra ferðamanna við brott- för í Leifsstöð og á Seyðisfirði í sum- ar. Þátttakendur í könnuninni voru m.a. spurðir hvar þeir hefðu aflað sér upplýsinga um Ísland áður en komið var til landsins og sögðust flestir eða 68% hafa fengið upplýsingar um landið í ferðahandbókum og 58% ferðamannanna sögðust einnig hafa aflað sér upplýsinga á Netinu. Til samanburðar sögðust 15-20% er- lendra ferðamanna í sambærilegri könnun hafa aflað sér upplýsinga um Ísland á Netinu fyrir fimm árum. 36% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands í sumar sögðust hafa fengið upplýsingar um landið hjá vin- um og ættingjum, 26% nefndu ferða- skrifstofur, 15% greinar í blöðum og tímaritum og 7% nefndu auglýsingar. Gistinóttum fækkar Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar var meðaldvöl ferðamanna á Íslandi 10,3 nætur og hefur meðal- dvöl erlendra ferðamanna styst nokkuð á umliðnum árum samkvæmt upplýsingum Rögnvaldar Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra RRF. Nær 160 þúsund erlendir ferðamenn komu til Íslands sumarið 2003 og má áætla skv. upplýsingum Rögnvaldar að gistinætur erlendra ferðamanna verði vel yfir tvær millj- ónir á árinu öllu. Nokkur munur er á meðaldvöl ferðamanna eftir því hvort þeir ferðast á eigin vegum (10,7 gistinæt- ur að jafnaði) eða í hópferð (9,5 gisti- nætur að jafnaði). Má gera ráð fyrir, að sögn Rögnvaldar að nær 70% af gistinóttum erlendra ferðamanna sl. sumar eigi við fólk sem ferðast á eigin vegum en rúmlega 30% fólk sem hingað kom í skipulagðri hópferð. Fram kom í könnuninni að um 53% erlendra sumarferðamanna fóru eitt- hvað um hálendi landsins eða óbyggðir, flestir eða 31% sögðust hafa komið í Landmannalaugar og kom Þórsmörk næst í röðinni. Rögnvaldur segir að mikil breyting hafi orðið á undanförnum árum þar sem ferðamönnum sem ferðast á eig- in vegum hefur fjölgað mjög mikið. Að sama skapi hefur ferðamönnum sem nota bílaleigubíla fjölgað en í könnuninni í sumar kom í ljós að um 40% erlendra ferðamanna sögðust hafa tekið sér bílaleigubíl. Í könnuninni var byggt á svörum 1.662 ferðamanna á tímabilinu frá júní og fram í byrjun september. Könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi sumarið 2003                     !    " # $ %& ! '%& !  " %() *   66% komu til landsins á eigin vegum TVÖ hollensk útgáfufyrirtæki bit- ust á dögunum á bókastefnunni í Frankfurt um útgáfuréttinn á skáldsögum Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, Slóð fiðrildanna og Höll minninganna. Það var bók- menntaforlagið Nijgh & van Ditmar sem hafði betur eftir að hafa boðið í bækurnar í kapp við annað útgáfufyrirtæki á stefn- unni. Að sögn Péturs Más Ólafs- sonar, útgáfustjóra hjá Eddu – út- gáfu, sem fer með réttinn, hafði sú upphæð sem forlagið var tilbúið til að reiða fram fjórfaldast á meðan á uppboðinu stóð en það hóf leik- inn daginn áður en stefnan hófst. Nijgh & van Ditmar var stofnað árið 1837 og gefur út ýmsa virta rithöfunda, m.a. írska Booker- verðlaunahafann Roddy Doyle. Þá koma út undir merkjum þeirra bækur helstu vonarstjörnu hol- lenskra bókmennta, Arnons Grunbergs. Bækur Ólafs Jóhanns hafa ekki komið út áður í Hol- landi. „Höll minninganna kemur út vestanhafs nú í lok október. Fyrstu viðbrögð gagnrýnenda fagblaða í Bandaríkjunum hafa farið fram úr björtustu vonum og orðið til þess að útgefandi Ólafs Jóhanns vestra, Random House, hefur lengt kynningarferðalag hans um Bandaríkin og mun hann nú samkvæmt vefsíðu útgáfunnar heimsækja tíu borgir á þremur vikum. Í dómi Kirkus Reviews var Höll minninganna kölluð dýrgrip- ur og meistaraverk,“ segir Pétur Már. Hollensk forlög bit- ust um Ólaf Jóhann JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- ráðherra, hefur skipað Önnu Elísa- betu Ólafsdóttur, matvæla- og næringarfræðing, for- stjóra Lýðheilsustöðv- ar frá 1. nóvember 2003 til næstu fimm ára. Anna Elísabet er menntuð í mat- vælafræði frá Háskóla Íslands, næring- arfræði frá háskól- anum í Osló og er MBA í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem ráðgjafi á Landspítala og hjá Heilsustofnun NLFÍ, verið fræðslu- fulltrúi Náttúrulækn- ingafélags Íslands, framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Næringarsetrinu, sviðsstjóri upplýsinga- og ráð- gjafasviðs hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og hefur undanfarið verið verkefnisstjóri hjá fyrirtæk- inu Pharmaco. „Ég hef miklar væntingar til nýs starfs og hlakka til að takast á við það. Í mínum huga bíða spennandi og ögrandi verkefni og mikilvæg- ast er að vinna með jákvæðum og uppbyggjandi hætti,“ sagði Anna Elísabet í samtali við Morgun- blaðið. Alls sóttu 15 manns um stöðu forstjóra Lýð- heilsustöðvar. Sér- stakri hæfnisnefnd, sem skipuð var þann 29. apríl sl. til að meta umsækjendur um stöður fram- kvæmdastjóra sjúkra- húsa, var falið að meta hæfni umsækj- endanna. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu að fjórtán umsækjendur upp- fylltu hæfnisskilyrðin sem voru í auglýsing- unni um starfið. Ít- arlega var rætt við sjö umsækjenda sem nefndin taldi vel hæfa en þeir voru, auk Önnu Elísabetar, Hallgrímur Magnússon, Laufey Steingrímsdóttir, Marta Guðjóns- dóttir, Sigtryggur Jónsson, Val- gerður Gunnarsdóttir og Þorsteinn Njálsson. Að loknum viðtölunum valdi nefndin fjóra umsækjendur sem taldir voru hæfastir til að gegna starfi forstjóra en þeir voru Anna Elísabet Ólafsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir, Sigtryggur Jóns- son og Valgerður Gunnarsdóttir. Skipuð forstjóri Lýðheilsustöðvar Anna Elísabet Ólafsdóttir SAMTÖK banka og verðbréfafyrir- tækja (SBV) segjast geta boðið hús- næðislán með hagstæðari lánskjörum en Íbúðalánasjóður eða með 4,5% vöxtum á lánum til 40 ára miðað við núverandi markaðsaðstæður en vext- ir á húsbréfalánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,1%. Félagsmálaráðherra segir að ef hugmyndir SBV eigi að vera trúverðugar verði þær vitaskuld að gilda til langframa. Mikilvægt að einfalda kerfið „Við teljum mikilvægt fyrir alla að einfalda kerfið og lækka þannig fjár- magnskostnað heimilanna. Kerfið er flókið núna og það kostar,“ segir Guð- jón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV. „Okkur tillögur miða við það að Íbúðalánasjóður yrði bakhjarlinn og raunverulegur lánveitandi en bank- arnir og sparisjóðir sjái um alla um- sýslu og innheimtu og afgreiði um- sóknir einstaklinga og sendi svo lánsumsóknirnar til Íbúðalánsjóðs t.d. einu sinni í mánuði og hann bjóði síðan út allan pakkan á markaði.“ Árni Magnússon, félagsmálaráð- herra, segir það vissulega koma á óvart að Samtök banka og verðbréfa- fyrirtækja (SBV) telji sig geta boðið betri lánskjör en Íbúðalánasjóður. „Mér þykja það vera athyglisverðar fréttir og mun kalla eftir því að þeir sýni okkur fram á það hvernig þeir hyggjast fara að þessu. Auðvitað kemur það á óvart að bankarnir skuli treysta sér núna til þess að setja fram svona hugmyndir. En ég ætla ekki að slá á útrétta hönd og mun kalla eftir því að þeir geri nánari grein fyrir þessari hugmynd.“ Árni segir ljóst að ef þessi hug- mynd SBV eigi að vera trúverðug verði umrædd kjör að vera til lang- frama. Í þessu sambandi sé því eðli- legt að spyrja hvort SBV sé að boða að kostnaður í þeirra húsnæðislána- kerfi verði 0,3% vaxtamunar til lang- frama, þ.e. mega menn eiga von á því að þetta haldi til lengri tíma eða geta menn átt von á að vaxtamunurinn aukist eða að þarna verði um mikil þjónustugjöld að ræða? Samtök banka og verðbréfafyrirtækja Hagstæðari lánskjör en hjá Íbúðalánasjóði 16. október 2003 Alls hafa 29 fiskiskip verið seld úr landi á árinu, SH eykur hlut sinn á Ítalíu og verð á fiski til vinnslu lækkar Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu VERÐ á sjófrystum þorski hefur lækkað verulega í Bretlandi á þessu ári. Nemur lækkunin 10 til 20% í enskum pundum og verðlækkun á ýsu er enn meiri. Skýringin er mikið framboð, meðal annars úr Barents- hafi, með tilheyrandi birgðasöfnun og fyrir vikið eru íslenzkar útgerðir farnar að nýta aflaheimildir sínar í þorski í auknum mæli í aðra vinnslu. Magni Geirsson, framkvæmda- stjóri Icelandic UK, dótturfélags SH, segir stöðuna slæma og ekki bæti úr skák að samstöðu skorti meðal íslenzkra seljenda inn á mark- aðinn. Mikið framboð úr Barentshafi „Veiði í Barentshafinu hefur verið mjög góð nú alveg fram á haustið. Síðan hafa Rússar ákveðið að auka þorskkvóta sinn með því að gefa út svokallaðan vísindakvóta eins og undanfarin ár. Færeyingar og Norð- menn eiga einnig eitthvað óveitt svo ljóst er að framboðið úr Barentshaf- inu minnkar ekki í haust. Frystiskip- in sem þar eru að veiðum hafa lítið sem ekkert svigrúm til að beina framleiðslu sinni annað en inn á sjó- frystimarkaðinn í Bretlandi. Þau geta bara valið um að frysta flök inn á hann eða heilfrysta fyrir kínverska vinnslumarkaðinn,“ segir Magni. Hann segir ennfremur að ljóst sé að íslenzkar útgerðir hafi dregið úr sjófrystingu á þorski og reyni að nýta þorskaflaheimildir sínar í aðra framleiðslu eins og ferskan fisk eða saltfisk. Staðan í landfrystingunni sé betri þótt einhver birgðasöfnin sé staðreynd og þrýstingur kominn á verðið þar líka, einkum á blokkinni. Sundurlyndið slæmt „Það er í raun ósköp eðlilegt að þetta gangi svona. Góð veiði í Barentshaf- inu, kvótaaukning við Ísland og lík- lega veruleg aukning veiðiheimilda í Barentshafi á næsta ári. Það sem er svo verst er sundurlyndi útflytjenda frá Íslandi. Það eru óvenjumargir að bjóða sjófrystan fisk að heiman og sumir jafnvel að bjóða til sölu sama fiskinn. Svona vinnubrögð ganga þegar skortur er á fiski, en í offram- boði leiðir það beint til verðlækkun- ar. Mér sýnist að við séum farnir að haga okkur eins og Norðmenn og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Magni. Takmarkaðir markaðir Loks segir Magni að mikil aukning á framboði af ýsu leiði bara til verð- lækkana eins og staðan sé. Markaðir fyrir ýsu séu afar takmarkaðir, að- eins svæðisbundir markaðir á aust- urströnd Bandaríkjanna og í Bret- landi. Aukið framboð leiði ekki til aukinnar neyzlu nema verðið lækki. Þrátt fyrir mikla verðlækkun skili það sér ekki til neytenda, að minnsta kosti ekki í veitingageirarnum, þótt verð til framleiðenda hafi lækkað verulega. Verð á sjófrystum fiski lækkað um 10 til 20% Íslenzkar útgerð- ir farnar að draga úr sjófryst- ingu á þorski Morgunblaðið/Kristján Unnið við löndun úr Baldvini Þorsteinssyni EA á Akureyri. NÆR allur vöxtur í framboði á fiskmeti mun koma frá þróunarlöndunum til ársins 2020. Megnið af þessum afurðum mun koma úr ým- iskonar eldi, samkvæmt skýrslu sem nýlega var gefin út í Bandaríkjunum af International Food Policy Research Institute og the World Fish Center. Í skýrslunni er spáð fyrir um framboð og eftirspurn eftir fiski og fiskafurðum á næstu tveimur áratugum og áhrifum þess á veiðar og eldi. Skýrsluhöfundar segja að þetta sé í fyrsta sinn sem staðan sé metin í ljósi örra breytinga á heimsvísu og með hliðsjón af markaðslög- málunum. Samkvæmt tölvuútreikn- ingum munu íbúar í þróunar- löndunum neyta um 77% allra sjávarafurða í heiminum og munu framleiða 79% afurð- anna. Þannig mun hlutur þróunarlandanna vaxa stöðugt og til þess verða stjórnvöld í bæði ríkum löndum og fátækum að taka tillit við mótun sjávarútvegsstefnu á næstu áratugum, að mati höfunda skýrslunnar. Að mati þeirra mun fisk- neyzla í þróunarlöndunum aukast um 57% og fara þann- ig úr 62,7 milljónum tonna í 98,6 milljónir árið 2020. Á hinn bóginn er fiskneyzla í þróuðu löndunum aðeins talin munu aukast um 4% á sama tíma og fara úr 28,1 milljón tonna í 29,2 milljónir. Þessu veldur mikil mannfjölgun, fjölgun í borgum og bæjum í þróunarlöndun um, en með henni mun framboð og eftirspurn eftir kjöti og fiski aukast verulega. Til að mæta aukinni eftirspurn mun fisk eldið halda áfram að vaxa og dafna, þar sem flestir fiskistofnar heims eru fullnýttir eða of nýttir. Því verði það svo að árið 2020 verði 40% fiskneyzlunnar eldisfiskur enda mun eldið nærri tvöfaldast á þessu tímabili og fara úr 28,6 milljónum tonna árið 1997 í 53,6 milljónir 2020. Þróunarlöndin sjá um aukninguna NOKKRAR blikur eru á lofti á rækjumarkaðnum í Bretlandi. Útlit er fyrir að rækju kunni að skorta á næstu mánuðum, en nú eru fram- leiðendur á Íslandi að framleiða upp í fyrirframgerða samninga til afhendingar fyrir jól og áramót. Verð á smærri rækjunni hefur eitt- hvað þokazt upp, en slíkrar þróun- ar gætir að minnsta kosti ekki enn í þeirri stærri. Eitthvað hefur þó borið á skorti á einfrystri rækju þar sem Kan- adamenn hafa fullnýtt lækkun á tollakvótum sínum. Einnig er útlit fyrir minna framboð þar sem rækjuveiðar í Djúpinu verða ekki leyfðar í ár. Þetta hefur gert það að verkum að verð á einfrystri rækju hefur styrkst heldur. Magni Geirsson, framkvæmda- stjóri Icelandic UK, dótturfyr- irtækis SH í Bretlandi, segir að enn sé ekki orðinn skortur á rækju. Kanadamenn hafi hins veg- ar veitt um 75% af kvóta sínum og gera megi ráð fyrir að verulega fari að draga úr veiðum þeirra vegna vetrarveðra. Það sé ekki ljóst hvað gerist detti Kanada- mennirnir tímabundið út, en ver hækkanir á þessu ári séu ólíkleg þar sem menn séu flestir að fram leiða upp í gerða samninga um ákveðið magn, verð og afhendin artíma. Svo virðist sem útflutn- ingur frá Íslandi sé svipaður og sama tíma í fyrra. Hins vegar ha eitthvað glaðnað yfir innlendum framleiðendum þegar gengi kró unnar tók að lækka seinnipart sumars. Einhverjir hafi verið komnir niður í eina vakt á sólar- hring, þar sem þeir hafi ekki fen ið neitt út úr vinnslunni, en nú sé þeir komnir á tvær vaktir á ný. „Það er töluverð óvissa um fram vinduna, en ljóst virðist að horfu eru skárri en oft hefur verið. Þv veldur bæði minnkandi framboð hagstæðara gengi krónunnar,“ segir Magni Geirsson. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertss Nú virðist sem skortur á rækju gæti orðið á helztu mörkuðunum í Bretlandi og Da mörku. Hér er verið að frysta iðnaðarrækju um borð í Eldingu á Flæmska hattinum Óvissa ríkir á rækjumarkaði SAMHERJI hf. hefur nýtt sér skilarétt í kaupsamningi sem félag- ið gerði um kaup á frystitogaranum Akrabergi af Framherja Spf. í Fær- eyjum og hefur skipinu þegar verið skilað til fyrri eigenda. Skipið var gert út á úthafskarfaveiðar og fór eina veiðiferð á vegum Samherja. Samherji á þriðjungshlut í Fram- herja. Í kaupsamningi um skipið var ákvæði um skilarétt innan 3 mánaða frá undirritun. Akrabergi skilað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.