Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN Óskarsson FIBA-dómari úr Keflavík hefur fengið úthlutað tveimur verkefnum í Evrópukeppni fé- lagsliða kvennaliða, en báðir leikirnir fara fram í Frakklandi. Fyrri leikurinn sem Kristinn dæmir fer fram þann 19. nóvember þar sem ESBVA Lille og Mann Filter frá Þýskalandi eigast við. Síðari leikurinn fer fram daginn eftir þar sem Toulouse og Cajac- anarias frá Spáni leika. Pétur eftirlitsmaður Pétur Hrafn Sigurðsson verður eftirlitsmaður FIBA í heimaleikjum Keflavíkur í Evrópukeppninni. Annars- vegar 5. nóvember er Keflavík mætir Ovarense frá Portúgal og hinsvegar 26. nóvember þegar Madeira frá Portúgal kemur í heimsókn. Kristinn dæmir tvo Evrópuleiki í Frakklandi SÆNSKI kylfingurinn Annika Sörenstam var áallra vörum fyrr á þessu ári þegar hún keppti á PGA-mótaröð karla á Colonial-vellinum í Bandaríkj- unum og vakti þátttaka hennar mikla athygli. Bak- hjarlar mótsins sáu til þess að Sörenstam gat tekið þátt og var gríðarleg umfjöllun um sænsku atvinnu- konuna meðan á mótinu stóð en henni tókst ekki að komast í gegnum niðurskurðinn. Í kjölfarið hafa fleiri konur fengið tækifæri til að reyna sig við karlana. Se Ri Pak hefur boðað komu sína á mót sem fram fer í heimalandi hennar, S-Kóreu, en Pak er önnur á heimslista atvinnu- kvenna og verður sjötta konan á þessu ári til þess að keppa á karlamóti. Auk Sörenstam hafa þær Suzy Whaley, Michelle Wie, Laura Davies, og Jan Stephenson tekið þátt. Pak segir að hún geti ekki ábyrgst að hún komist í gegnum niðurskurðinn eða að hún leiki vel. Pak fetar í fótspor Anniku ÚRSLIT DUNFERMLINE í Skotlandi er komið í hóp þeirra evrópsku knatt- spyrnufélaga sem lagt hafa gervi- gras á aðalleikvang sinn, með til- styrk frá UEFA. Kanadískt gervigras, XL, svipað því sem er hér á landi í Egilshöll, Fífunni og Boganum, var lagt á völl félagsins, East End Park, í síðasta mánuði og hefur Dunfermline spilað tvo síð- ustu leiki sína á vellinum. Þrjú önnur félög er þegar byrjuð að spila sína deildaleiki á slíku gervigrasi, Torpedo í Moskvu, Örebro í Svíþjóð og Salzburg í Austurríki. Þá bætast á næstunni tvö önnur félög, Heracles í Hollandi og Denizlispor í Tyrklandi, Skotar með gervigras KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - UMFN.................19.15 Deildabikarkeppni karla Hópbílabikarinn, seinni leikir í fyrstu um- ferð: Ásvellir: Haukar - Þór Þorl. .................19.15 Hveragerði: Hamar - Snæfell ..............19.15 DHL-Höllin: KR - KFÍ.........................19.15 Njarðvík: UMFN - Skallagrímur ........19.15 Sauðárk.: Tindastóll - Valur .................19.15 Seljaskóli: ÍR - Breiðablik ....................19.15 HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla RE/MAX-deildin, suðurriðill: Vestmannaeyjar: ÍBV - FH..................19.15 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Framhús: Fram - ÍBV ..........................18.30 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna RE/MAX-deildin: Grótta/KR - FH ..................................21:31 Seltjarnarnes: Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 5:5, 5:7, 6:9, 8:12, 11:12, 11:16, 12:18, 13:21, 15:22, 16:25, 20:26, 21:27, 21:31. Mörk Gróttu/KR: Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir 5, Eva Margrét Kristinsdótt- ir 4/1, Ásdís Erlingsdóttir 3, Aiga Steph- anie 3, Eva B. Hlöðversdóttir 3, Anna M. Halldórsdóttir 1, Kristín Þórðardóttir 1, Ragna Karen Sigurðardóttir 1. Varin skot: Hildur Gísladóttir 8 (þar af fóru 2 aftur til mótherja), Ása Rún Ingi- marsdóttir 2. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Dröfn Sæmundsdóttir 8, Þórdís Brynjólfsdóttir 6/3, Guðrún Hólmgeirs- dóttir 5, Björk Ægisdóttir 4, Gunnur Sveinsdóttir 3, Jón K. Heimisdóttir 2, Berglind Björgvinsdóttir 2, Sigrún Gils- dóttir 1. Varin skot: Jolanta Slapikiene 26/2 (þar af fóru 5 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson. Áhorfendur: 125. Valur - KA/Þór...................................30:26 Mörk Valur: Díana Guðjónsdóttir 7, Haf- dís Hinriksdóttir 5, Drífa Skúladóttir 4, Elfa Björk Hreggviðsdóttir 4, Arna Grímsdóttir 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2, Árný B. Ísberg 2, Hafrún Kristjánsdóttir 2, Brynja Steinssen 1. Mörk KA/Þór: Inga Dís Sigurðardóttir 9, Guðrún Helga Tryggvadóttir 8, Cornelia Refe 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Sandra K. Jóhannesdóttir 1. Víkingur - Stjarnan............................17:19 Mörk Víkings: Natasa Damijanovic 4, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 3, Ásta B. Agnarsdóttir 3, Anna K. Árnadóttir 2, Íris D. Harðardóttir 2, Margrét Egilsdóttir 2, Steinunn Þorsteinsdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdótt- ir 6, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 3, Rakel Bragadóttir 3, Hind Hannesdóttir 2, Anna Einarsdóttir 2, Arna Gunnarsdóttir 1, Sól- veig Lára Kærnested 1, Elsa Birgisd. 1. Haukar - Fylkir/ÍR ............................27:23 Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Harpa Melsted 8, Anna G. Halldórsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 1, Áslaug Þor- geirsdóttir 1, Inga Karlsdóttir 1. Mörk Fylkir/ÍR: Hekla Daðadóttir 6, Eygló Jónsdóttir 4, Andrea Olsen 3, Bjarney Ólafsdóttir 2, Íris Sverrisdóttir 2, Soffía Gísladóttir 2, Valgerður Árnadóttir 1, Hrönn Kristinsdóttir 1, Tinna Jökulsd. 1. Staðan: Valur 6 6 0 0 171:138 12 Haukar 6 4 1 1 166:149 9 ÍBV 5 4 0 1 138:107 8 FH 6 4 0 2 157:153 8 Stjarnan 6 4 0 2 131:125 8 Víkingur 6 2 1 3 127:128 5 Grótta/KR 5 2 0 3 113:118 4 Fram 5 1 0 4 111:138 2 KA/Þór 7 1 0 6 170:209 2 Fylkir/ÍR 6 0 0 6 150:169 0 Þýskaland Magdeburg - Stralsunder...................29:21 Wilhelmshavener - Lemgo .................25:26 Flensburg - Grosswallstadt................32:19 Göppingen - Pfullingen.......................34:28 Staðan: Flensburg 9 8 0 1 295:237 16 Magdeburg 8 7 0 1 242:187 14 Lemgo 9 7 0 2 283:248 14 Kiel 9 6 2 1 274:241 14 Hamburg 8 7 0 1 226:198 14 Nordhorn 7 5 1 1 211:180 11 Essen 8 5 0 3 227:200 10 Gummersb. 8 4 0 4 219:214 8 Großwallst. 6 3 1 2 139:154 7 Wetzlar 8 3 0 5 212:236 6 Wallau 8 2 1 5 246:262 5 Pfullingen 9 2 1 6 237:270 5 Wilhelmshav. 9 2 0 7 230:253 4 Minden 7 2 0 5 176:199 4 Eisenach 8 2 0 6 198:225 4 Kr-Östringen 8 2 0 6 212:243 4 Stralsunder 9 2 0 7 201:259 4 Göppingen 8 1 0 7 189:211 2 KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 1. umferð, síðari leikir Torpedo Moskva - CSKA Sofia..............1:1  Torpedo áfram, 3:2 samanlagt. Hap.Tel-Aviv - Gaziantepspor (Tyrk) ...0:0  Gaziantepspor áfram, 1:0 samanlagt. Groclin (Pól) - Hertha Berlín)................1:0  Groclin áfram, 1:0 samanlagt. Hajduk Split - Grasshoppers (Svi)) .......0:0  Hajduk áfram, 1:1 samanlagt. Levski Sofia - Hap.Ramat Gan (Ísr)) ....4:0  Levski áfram, 5:0 samanlagt. Debrecen (Ung) - Varteks (Kró)............3:2  Debrecen áfram, 6:3 samanlagt. Dnipro (Úkr) - Hamburger SV ..............3:0  Dnipro áfram, 4:2 samanlagt. Esbjerg (Dan) - Spartak Moskva ..........1:1  Spartak áfram, 2:1 samanlagt. Nordsjælland - Panionios (Grikk) .........0:1  Panionios áfram, 3:1 samanlagt. Grazer AK (Aust) - Vålerenga ...............1:1  Vålerenga áfram, 1:1 samanlagt. Shakhtar (Úkr) - Dinamo Búkarest ......2:3  Dinamo áfram, 5:2 samanlagt. Slavia Prag - Sartid (Júg).......................2:1  Slavia áfram, 4:2 samanlagt. Vardar Skopje (Mak) - Roma.................1:1  Roma áfram, 5:1 samanlagt. Zilina (Slóvak) - Utrecht (Hol)...............0:4  Utrecht áfram, 6:0 samanlagt. Rosenborg - Ventspils (Lett) .................6:0  Rosenborg áfram, 10:1 samanlagt. Petrzalka (Slóvak) - Bordeaux...............1:1  Bordeaux áfram, 3:2 samanlagt. Steaua (Rúm) - Southampton ................1:0  Steaua áfram, 2:1 samanlagt. Lyn Ósló - PAOK (Grikk).......................0:3  PAOK áfram, 3:1 samanlagt. Molde - Uniao Leiria (Port) ...................3:1  Molde áfram, 3:2 samanlagt. Publikum (Slóven) - M.Haifa (Ísr).........2:2  M.Haifa áfram, 4:3 samanlagt. Trabzonspor (Tyrk) - Villarreal.............2:3  Villarreal áfram, 3:2 samanlagt. Sochaux - MyPa (Finn)...........................2:0  Sochaux áfram, 3:0 samanlagt. Basel - Malatyaspor (Tyrk)....................1:2  Basel áfram, 3:2 samanlagt. Köbenhavn - Ferencvaros (Ung) ...........1:1  Köbenhavn áfram, 4:3 samanlagt. Malmö FF - Sporting Lissabon .............0:1  Sporting áfram, 3:0 samanlagt. MTK Búdapest - Dinamo Zagreb..........0:0  Zagreb áfram, 3:1 samanlagt. Breda (Hol) - Newcastle.........................0:1  Newcastle áfram, 6:0 samanlagt. Neuchatel Xamax (Svi) - Auxerre .........0:1  Auxerre áfram, 2:0 samanlagt. Rauða stjarnan (Júg) - OB .....................4:3  Rauða stjarnan áfram, 6:5 samanlagt. Zeljeznicar (Bos) - Hearts) ....................0:0  Zeljeznicar áfram, 2:0 samanlagt. Aris (Grikk) - Zimbru (Mold) .................2:1  Aris áfram, 3:2 samanlagt. Dortmund - Austria Vín .........................1:0  Dortmund áfram, 3:1 samanlagt. Lokeren - Manchester City....................3:2  Manchester City áfram, 4:2 samanlagt. Nijmegen (Hol) - Wisla (Pól) .................1:2  Wisla áfram, 4:2 samanlagt. Perugia - Dundee ....................................1:0  Perugia áfram, 3:1 samanlagt. Lens - Cementarnica (Mak) ...................5:0  Lens áfram, 6:0 samanlagt. Parma - Metalurg (Úkr) .........................3:0  Parma áfram, 4:1 samanlagt. Udinese - Salzburg .................................1:2  Salzburg áfram, 2:2 samanlagt. Liverpool - Olimpija (Slóven).................3:0  Liverpool áfram, 4:1 samanlagt. Mallorca - Apoel Nicosia (Kýp)..............4:2  Mallorca áfram, 6:3 samanlagt. Blackburn - Genclerbirligi (Tyrk) .........1:1  Genclerbirligi áfram, 4:2 samanlagt. Barcelona - Púchov (Slóvak) ..................8:0  Barcelona áfram, 9:1 samanlagt. Valencia - AIK Solna ..............................1:0  Valencia áfram, 2:0 samanlagt. Benfica - La Louviere (Bel) ...................1:0  Benfica áfram, 2:1 samanlagt. England 1. deild: Coventry - Wimbledon ...........................1:0 West Ham - Norwich ..............................1:1 Í KVÖLD ÍSLAND er í 36. sæti af 51 þjóð á styrkleikalista félagsliða í Evrópu sem notaður verður til að úthluta sætum í Meistaradeild Evrópu fyrir tímabilið 2004–2005. Þar er árangur allra liða síðustu fimm árin metinn og lagður til grund- vallar þegar fjöldi liða frá hverri þjóð er ákveðinn. Íslensk lið hafa ekki komist áfram í Evrópumótunum und- anfarin tvö ár og eiga því nokkuð í land með að hækka sig á listan- um. Til að sleppa við 1. umferðina í forkeppni Meistaradeildarinnar þarf að komast upp í 25. sætið. Ís- land er númer 12 af þeim 25 þjóð- um sem fara með meistaralið sín í 1. umferðina og ætti því að halda sér áfram í efri styrkleikahópnum þar þegar dregið verður næsta sumar. Skotar hafa bætt stöðu sína og fá í fyrsta skipti fast sæti í riðla- keppni Meistaradeildarinnar næsta vetur. Árangur Celtic í UEFA-bikarnum í fyrra, þegar liðið komst í úrslitaleikinn, tryggði Skotlandsmeisturum 2003–4 þann sess. Þá gætu meist- arar Tyrklands komist beint í riðlakeppnina, ef næstu Evr- ópumeistarar hafa þegar tryggt sér sæti í henni með árangri í sinni deildakeppni. Spánn, Ítalía og England eru í þremur efstu sætum listans og fær hver þjóð tvö sæti í riðla- keppni Meistaradeildarinnar og tvö sæti í lokaumferð forkeppn- innar. Þjóðverjar, Frakkar og Grikkir fá tvö sæti í riðlakeppn- inni og eitt í lokaumferðinni, og Portúgalar, Hollendingar og Skotar fá eitt sæti í riðlakeppn- inni og eitt í lokaumferðinni. Tyrkir, Belgar, Tékkar, Sviss- lendingar, Úkraínumenn og Ísr- aelsmenn fá eitt sæti í loka- umferðinni og eitt í 2. umferðinni, Austurríki, Pólland, Rússland, Serbía-Svartfjallaland, Noregur, Búlgaría, Króatía, Svíþjóð, Dan- mörk og Slóvakía fá eitt sæti í 2. umferðinni en meistaralið ann- arra þjóða hefja keppni í 1. um- ferð forkeppninnar. Ísland er langt frá sæti í 2. umferð Meistaradeildarinnar Frakkinn Nicolas Anelka tryggðiManchester City sigurinn á Lokeren í Belgíu með marki úr umdeildri vítaspyrnu á 19. mínútu. Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grét- arsson og Rúnar Kristinsson léku allan leikinn fyrir Lokeren og Marel Baldvinsson lék síðustu 25 mínúturnar. Þeir stóðu allir fyrir sínu og sérstaklega Arnar Þór sem vann feikilega vel í leiknum. „Við gerðum það sem við ætl- uðum okkur að gera. Við náum stigunum en við vorum mjög heppnir að fá vítið í fyrri hálfleik. Lokeren gerði okkur lífið mjög leitt og ég skil ekki hvernig stend- ur á því að að liðið skuli ekki vera með fleiri stig í belgísku deildinni. Ég hefði verið mjög ósáttur ef dómarinn hefði dæmt svona víti á okkur,“ sagði Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaðamannafundi eftir leik- inn. Lokeren náði ekki að skapa sér nein umtalsverð færi en minnstu munaði að Marel tækist að jafna undir lokin. Bjarni Þorsteinsson lék allan leikinn í vörn Molde sem sigraði Uniao Leira, 3:1, á heimavelli sín- um í Noregi. Ólafur Stígsson sat á bekknum allan tímann og það sama gerði Árni Gautur Arason þegar lið hans, Rosenborg, burst- aði Ventspils frá Lettlandi, 6.0, og samanlagt, 10:1. Helgi Sigurðsson sem skoraði sigurmark Lyn á útivelli á móti PAOK frá Grikklandi fyrir hálfum mánuði fékk að spreyta sig síðasta hálftímann þegar Lyn steinlá á heimavelli, 3:0. Tvö ensk lið, Southampton og Blarckburn, féllu úr leik fyrir lið- um sem fyrirfram voru talin veik- ari andstæðingar. Southampton beið lægri hlut fyrir Steaua Búk- arest, 1:0, og samanlagt, 2:1, og Blackburn varð að sætta sig við 1:1 jafntefli við tyrkneska liðið Genclebirligi, sem Atli Eðvaldsson lék með um tíma, og tapaði sam- anlagt, 4:2. „Við erum með betra lið en Steaua og við hefðum unnið þetta lið auðveldlega ef heppnin hefði verið með okkur. Við óðum í fær- um en tókst því miður ekki að nýta þau og það var dýrt spaug,“ sagði Gordon Strachan, stjóri Southamp- ton. Hertha og Hamburger úr leik Hertha Berlin og Hamburger voru bæði slegin út af minni spá- mönnum. Hertha tapaði fyrir pólska liðinu Groclin, 1:0, en liðin höfðu áður gert markalaust jafn- tefli á Ólympíuleikvanginum í Berlín. „Þetta eru hryllileg tíðindi og við verðum lengi að jafna okkur eftir þetta áfall,“ sagði Huub Stev- ens, þjálfari Herthu. Hamburger tapaði 3:0 fyrir Dnierpropetrovsk frá Úkraínu og samanlagt, 4:2. Borussia Dortmund er hins veg- ar komið áfram í 2. umferðina eftir 1:0 sigur á Austria Vín og sam- anlagt, 3:1. Lars Ricken skoraði sigurmarkið á 17. mínútu. Liverpool og Newcastle komust auðveldlega áfram. Liverpool átti ekki í vandræðum með Olympija Ljubljana og sigraði á Anfield, 3:0. Anthony Le Tallec, Emile Heskey og Harry Kewell skoruðu mörkin sem hefðu getað orðið fleiri því El Hadji Diouf brenndi af vítaspyrnu. „Ég var ánægður með leik liðs- ins í kvöld. Við byrjuðum af krafti en markið stóð á sér. Þegar það hins vegar kom létti pressunni af liðinu og það spilaði vel og átti að vinna stærri sigur,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool. Newcastle fór með gott vega- nesti til Hollands eftir að hafa lagt Breda, 5:0, á St.James Park. New- castle fór aftur með sigur af hólmi, 1:0, með marki Frakkans Laurents Roberts. Börsungar unnu stærsta sigur- inn á knattspyrnuvelli í Evrópu í gær en Börsungar slátruðu slóv- enska liðinu Puchov á heimavelli sínum, Nou Camp, og sigruðu, 8:0, en liðin gerðu óvænt 1:1 jafntefli í fyrri leiknum. Ronaldinho skoraði þrennu, Javier Saviola og Luis Enrique tvö hver og Thiago Motta eitt. Anelka gerði vonir Lokeren að engu ÍSLENDINGALIÐIÐ Lokeren féll úr leik í 1. umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið beið lægri hlut á heimavelli fyr- ir Manchester City, 1:0, og samanlagt, 4:2. Molde með Bjarna Þor- steinsson innanborðs slógu út Uniao Leira frá Portúgal en ekki fór eins vel hjá Helga Sigurðssyni og félögum hans í Lyn en þeir lágu heima fyrir gríska liðinu PAOK, 3:0, og töpuðu samanlagt, 3:2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.