Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 33
HINN 1. maí nk. munu 9 fyrrverandi austantjaldsríki ganga í Evrópu-
sambandið. Til þess að ríki þessi fái inngöngu verða þau að gjörbreyta
stjórnunarháttum sínum, opna fyrir frelsi í viðskiptum og samkeppni á öll-
um sviðum. Um leið og þau gerast aðilar að Evrópusam-
bandinu verða þau væntanlega aðilar að Evrópska efna-
hagssvæðinu og því komin í okkar hóp.
Þessi fyrrverandi ,,járntjaldsríki“ eru ekki að sækjast
eftir þeim stjórnarháttum sem áður ríktu, þvert á móti líta
þau svo á að innganga þeirra í Evrópusambandið muni
tryggja að aldrei aftur muni þau þurfa að búa við járn-
tjaldsfyrirkomulagið.
Og er nú bréfritari kominn að kjarna málsins sem er sá
að ítrekað er látið í veðri vaka að afnotagjaldskerfi Ríkisútvarpsins sé ein-
stakt og séríslenskt fyrirbæri. Hið rétta er að hliðstæðan er víða.
Sem aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu erum við skuldbundin sem
þjóð til að fara að ákvæðum samkeppnislaga þess. Undir þau lög falla
ákvæði Mastricht-sáttmálans um frelsi aðildarlandanna til þess að ákveða
með hvaða hætti tekna skuli aflað til reksturs miðla í almannaþágu. Þar er
skýrt kveðið á um að löndin geti ákveðið að hafa eingöngu afnota-
gjaldakerfi og/eða blöndu afnotagjalda og auglýsingatekna. Jafnframt er
kveðið á um að miðlarnir hafi algjört frelsi í dagskrárgerð, með blöndu af
fræðslu- og afþreyingarefni. Þess er jafnframt krafist að miðlarnir misnoti
ekki samkeppnisstöðu sína.
Rök þeirra sem þessar reglur setja eru þau að þetta fyrirkomulag sé
okkur nauðsynlegt til varðveislu lýðræðis og frelsis. Þessar reglur eru sér-
staklega settar til þess að forða okkur frá járntjaldinu. Nær allar útvarps-
og sjónvarpsstöðvar í almannaþágu innan Evrópusambandsins innheimta
afnotagjöld eins og Ríkisútvarpið. Til eru þær sem beita mun strangari úr-
ræðum við tækjaleit og taka harðar á vanskilum en Ríkisútvarpið.
Kannanir óháðra aðila sýna að Íslendingar treysta Ríkisútvarpinu best
allra miðla. Ríkisútvarpið keppir að því að halda þeirri stöðu. Til þess að
svo megi verða þarf að varðveita fjárhagslegt sjálfstæði þess. Það er ein-
mitt tilgangur afnotagjalda að tryggja þetta mikilvæga sjálfstæði sem
landsmenn hafa ítrekað séð forsvarsmenn einkareknu ljósvakamiðlanna
úthrópa undanfarin misseri.
Útbreiðsla afnotagjalda
í Evrópu
Eftir Þorstein Þorsteinsson
Höfundur er forstöðumaður
markaðssviðs RÚV.
FYRIR skemmstu birtist í rit-
stjórnargrein Morgunblaðsins full-
yrðing þess efnis að löggjaf-
arsamkundan væri
hægt og bítandi að
jafna metin við
framkvæmdavaldið
og ná til sín meiri
völdum og áhrifum,
þótt betur mætti að
vísu. Undirritaður
bað um rökstuðning blaðsins í orð-
sendingu, sem ritstjórinn svarar í
leiðara sunnudaginn 12. okt. sl. Er
það þakkarvert þótt ekki nægði til
að sannfæra greinarhöfund, sem
er þeirrar skoðunar að alþingi hafi
ekki á lýðveldistímanum verið yf-
irgengið með svo hastarlegum
hætti og í tíð núverandi ráð-
stjórnar.
Að halda því fram að alþingi
hafi verið sniðgengið á fyrstu ára-
tugum lýðveldisins umfram það
sem gerzt hefir síðari árin, eins og
Morgunblaðið gerir, er sama og að
segja að Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson hafi verið minni
þingræðissinnar en núverandi of-
stjórnarmenn!
Í stuttri blaðagrein verður svo
viðamiklu máli, eins og stöðu al-
þingis, ekki gerð nein viðhlítandi
skil, en stiklað á örfáu.
Bjarni Benediktsson var að vísu
harður húsbóndi í sínum flokki,
enda enginn flokkur til án forystu
og á þeim bæjum er nauðsynlegt
að agi ríki. En alþingi var Bjarna
heilagt vé. Í engu mátti halla til
um lögvarið vald þess né
sniðganga viðteknar þingræð-
isreglur. Að ekki sé minnzt á
dómsvaldið.
Hvarflar að einhverjum að
Bjarni Benediktsson hefði einn
með Guðmundi Í. ákveðið austur í
Prag að breyta utanríkisstefnu Ís-
lands í grundvallaratriðum án
samráðs við og samþykktar al-
þingis, eins og formenn rík-
isstjórnarflokkanna gerðu með því
að gera Ísland að aðila að árás-
arstríðinu í Írak? Að vísu hefði
Bjarna aldrei til hugar komið að
fremja slík afglöp en aldrei hefði
hann gengið fram hjá alþingi, þótt
aðstæður hefðu neytt hann til
slíkrar ósvinnu.
Dettur einhverjum í hug að
Bjarni Benediktsson hefði
stjórnað vinnubrögðum gegn
dómsvaldinu eins og núverandi
ráðamenn urðu uppvísir að í ör-
yrkjamálinu?
Spánnýtt dæmi: Alþingi fékk í
marz sl. frumvarp til meðferðar
um fiskeldi. Ekki náðist sam-
komulag um afgreiðslu þess. Hvað
gerir framkvæmdavaldið þá? Set-
ur bráðabirgðalög!
Með slíkum vinnubrögðum er
alþingi og valdi þess sýnd hyldjúp
fyrirlitning.
Lýðræði er forsenda þingræðis
og gagnkvæmt. Hallast ekki eitt-
hvað á um lýðræðið þegar rúmur
helmingur kjósenda hefir aðeins
hálfan atkvæðisrétt? Með því móti
er þingræðið að sama skapi skert.
Um það má deila hvort rétt sé
að yfirstjórn Ríkisútvarpsins sé
kosin af alþingi. En þannig er það
nú samt. Morgunblaðinu er
hinsvegar fullkunnugt um að þar á
bæ ræður mestu sérlegur
kommissar og ráðgjafi forsætis-
ráðherra. Sá hinn sami og ráðið
hefir mestu um stjórn efnahags-
mála eftir nótum ný-frjálshyggju
og leitt hefir til hernáms pen-
ingaaflanna.
Þann, sem hér heldur á penna,
minnir að forseti alþingis sé kos-
inn af því í upphafi hvers þings.
Með hvaða þingræðishætti var
ákveðið að nafngreindur þingmað-
ur yrði nýr þingforseti eftir tvö
ár?
Forseti lýðveldisins felur að
jafnaði formanni stjórnmálaflokks
umboð til ríkisstjórnarmyndunar.
Nú er svo að skilja sem formaður
Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið
að formaður Framsóknarflokksins
verði forsætisráðherra 15. sept-
ember 1904. Alþingi er ekki að
spurt, þótt forsætisráðherra
hverju sinni sæki þangað allt vald
sitt.
Og svo eru menn að tala um
vöxt og viðgang þingræðis á Ís-
landi!
Hin dapurlega staðreynd er sú
að núverandi valdhafar hafa fótum
troðið alþingi og virt það að vett-
ugi þegar þeim býður svo við að
horfa – og þar með lýðræðið. Við
svo búið má ekki lengi standa.
Þingræði – lýðræði
Eftir Sverri Hermannsson
Höfundur er fv. þingmaður Frjáls-
lynda flokksins og Sjálfstæð-
isflokksins.