Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR öryggisverðir bandaríska sendiráðsins í Tel Aviv biðu bana og einn særðist alvarlega þegar fjarstýrð sprengja sprakk undir bandarískum sendiráðsbíl á Gaza- svæðinu í gær. Bíllinn, sem var brynvarinn, rifnaði í tvennt í sprengingunni. Er þetta fyrsta árásin sem bein- ist gegn bandarískum embættis- mönnum og öryggisvörðum þeirra á svæðum Palestínumanna og lík- legt er að hún verði til þess að Bandaríkjastjórn leggi enn fastar að palestínsku heimastjórninni að skera upp herör gegn herskáum hreyfingum sem eru andvígar frið- arsamningum við Ísraela. Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta hvatti alla bandaríska borgara á Gaza-svæðinu til að fara þaðan þegar í stað og kvaðst vera staðráðin í að hafa hendur í hári árásarmannanna. „Við ætlum að leita að tilræðismönnunum þar til þeir nást og sækja þá til saka,“ sagði talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins í Washington. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hyggst senda sérfræðinga á Gaza- svæðið til að rannsaka árásina. Leiðtogar Palestínumanna fordæma árásina Vopnaður hópur, sem kallar sig Andspyrnunefndir alþýðunnar, neitaði fréttum um að hann hefði staðið fyrir tilræðinu. Palestínsku hreyfingarnar Hamas og Jíhad áréttuðu að þær berðust gegn Ísr- aelum og réðust ekki á erlenda embættismenn. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, fordæmdi sprengjuárásina, sagði hana „hræðilegan glæp“ og vottaði Bandaríkjamönnum samúð sína. Saeb Erakat, aðalsamningamaður palestínsku heimastjórnarinnar, sagði að árásin væri „andstæð hagsmunum palestínsku þjóðarinn- ar og friðarvegvísinum“. Árásin var gerð nálægt bens- ínstöð í grennd við landamæra- stöðina Erez skömmu eftir að sendiráðsmennirnir fóru á Gaza- svæðið frá Ísrael á þremur bílum til að ræða við unga Palestínu- menn sem sótt hafa um bandaríska námsstyrki. Palestínskur lögreglu- bíll fylgdi sendiráðsmönnunum. Lögreglubíllinn og einn banda- rísku sendiráðsbílanna höfðu farið framhjá sprengjunni þegar hún sprakk undir þriðja bílnum. Stór gígur myndaðist og bíllinn eyði- lagðist í sprengingunni. Fréttamaður AP sá gráan vír sem lá frá veginum, þar sem sprengjan sprakk, inn í lítið, mannlaust hús. Á vírnum var rofi sem talið er að hafi verið notaður til að koma sprengingunni af stað. Palestínsk öryggissveit var strax send á svæðið og skömmu síðar komu þangað bandarískir rann- sóknarmenn. Þrír Bandaríkjamenn láta lífið í sprengjutilræði á Gaza Heita því að finna árásarmennina Reuters Palestínskur lögreglumaður við bandarískan sendiráðsbíl sem eyðilagðist í sprengjuárás á Gaza-svæðinu í gær. Jerúsalem, Washington. AP, AFP.                        ! "  #   $     %&%" '()*+* ' (&+ &, -. /( + , ! - 0  12    1)        0  !  )        1  )  2  ), 3 %1  ! " $  45 67  ' (&+ &, -. /( + 68 9(  ( : % 1  NÍU þúsund manna svonefnt hraðlið Atlants- hafsbandalagsins, NATO, var í gær formlega sett á stofn, sem kjarni að alls 20.000 manna liði sem á að vera hægt að senda með skömm- um fyrirvara hvert sem er í heiminum – til að stilla til friðar, gegna friðargæzlu eða skyld- um verkefnum. Hin 9.000 manna kjarnasveit nýja hraðliðsins tók við formlegu umboði til að taka til starfa við hátíðlega athöfn í Norð- ur-Evrópu-höfuðstöðvum bandalagsins í Brunssum í Hollandi. Stofnun hraðliðsins markar tímamót í sögu NATO. Lengst af í hinni 54 ára löngu sögu sinnar snerist starfsemi bandalagsins fyrst og fremst um að mæta hinni hernaðarlegu ógn frá Sovétríkjunum og Varsjárbandalag- inu. Nú er í fyrsta sinn tekin til starfa undir merkjum þess hersveit sem getur látið til sín taka á láði, legi og í lofti. Þar með hefur bandalagið yfir tækjum og úrræðum að ráða sem gerir því kleift að fást við nýjar ógnir eins og alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi, svæðisbundin átök eða gereyðingarvopn. „Stofnun kjarnasveitar hraðliðs NATO (...) er mikilvægt teikn um að bandalagið er hröð- um skrefum að breytast til að laga sig að nýj- um ógnum þessarar nýju aldar,“ sagði yf- irhershöfðingi NATO, bandaríski flotafor- inginn James Jones, er hann afhenti fyrsta yfirmanni hraðliðsins, brezka hershöfðingj- anum Jack Deverell, fána þess við hina hátíð- legu athöfn í gær. „(Hraðliðið) mun gefa bandalaginu hern- aðargetu til að gera það sem það gat ekki áð- ur – að senda herlið þangað sem í óefni stefn- ir, með meiri hraða, yfir lengri vegalengdir, með meiri úthaldsgetu en nokkru sinni fyrr,“ sagði hann. Í október 2006 er áformað að hraðliðið verði fullskipað og tilbúið til að vera sent í verkefni með fimm daga fyrirvara og geta haldið úti aðgerðum í 30 daga hið minnsta. Hvatt til skilvirkrar ákvarðanatöku Jafnvel þótt bandalagsríki hafi brugðizt skjótt við til að gera það mögulegt að setja nýja hraðliðið á stofn, hafa áhrifamenn í NATO sagt að sum þeirra verði að gera hið pólitíska ákvarðanaferli skilvirkara til að tryggja að ákvarðanir um að beita hraðliðinu tefjist ekki af þeim völdum. Einkum valda reglur í Þýzkalandi, Hollandi, Ungverjalandi og Tyrklandi áhyggjum í höfuðstöðvum NATO, en í þessum löndum þarf þing- samþykki fyrir því að senda hermenn út fyrir landsteinana. Jones tjáði fréttamönnum að ríki, sem ekki væru pólitískt reiðubúin að senda hermenn í hraðliðsverkefni, kynnu að verða útilokuð frá þátttöku í hraðliðinu. Hraðliðið verður ekki skipað föstu herliði, heldur munu úrvalssveitir frá þátttökulönd- unum þjálfa og starfa saman undir merkjum hraðliðsins. Sveitum frá hinum ýmsu þátt- tökulöndum verður skipt inn og út úr hraðlið- inu á hálfs árs fresti. Fjölmennastir í hinu 9.000 manna byrjunarliði hraðliðsins eru spænskir hermenn, alls 2.200, auk herskipa, herþotna og -þyrlna. Frakkar leggja til 1.700 hermenn og Þjóðverjar 1.100. 300 bandarísk- ir hermenn eru í byrjunarliðinu, auk herskips og flugvéla. Talið marka mikil tímamót í fimmtíu og fjögurra ára sögu Atlantshafsbandalagsins Brunssum. AFP, AP. Hraðlið NATO formlega stofnsett           ,-.-%/%0 1%2+'3%4% 1      5     $   $ 5     6 7 # 8          9  # $  # '$       : "+(   9      6   +   . 3     2 4555 : "+++ : "+( 9 "+ + $1  2 / ; % 9)   ' %  2       %< /17 =5 >?5 .    %<< .  4@5 @?= .    %<<< .  A@5 44?B . CD) : "+( .  EF5 @?4 . CD) , %< .  4F55 4>?5 %D  , %<<   AB55 AF?5 %D  ,  '  . ;< : ;< / 1      STJÓRN Bandaríkjanna hvatti í gær Suður-Asíuríkin til að varast kjarn- orkuvígbúnað eftir að Pakistanar skutu upp eldflaug, sem getur borið kjarnaodd, í tilraunaskyni í þriðja skipti á ellefu dögum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hvatti Pakistana og Indverja til hætta tilraunum með kjarnavopn og eldflaugar og hefja viðræður um ráðstafanir til að bæta samskipti þjóðanna og minnka líkurnar á því að kjarnavopnum yrði beitt. Pakistanar skutu nýverið á loft eldflaug af gerðinni Hatf-IV sem getur dregið allt að 750 km og langt yfir landamæri Indlands. Pakistanar hafa nú skotið upp slíkri eldflaug þrisvar sinnum frá 3. október og segja að þessum tilraunum sé lokið „í bili“. Indverjar og Pakistanar eiga kjarna- vopn og óttast var í fyrra að landamæradeilur þeirra gætu leitt til nýs stríðs milli ríkjanna og fyrstu kjarnorkustyrjaldarinnar í heiminum. Varað við kjarnorkuvígbúnaði Washington. AFP. TVEIR af hverjum þremur Írökum í Bagdad eru andvígir því að banda- rískir hermenn hverfi úr landinu á allra næstu mánuðum skv. könnun sem Gallup hefur gert. Næstum einn af hverjum fimm íbúum Bagdad álít- ur árásir gegn hermönnunum hins vegar hugsanlega réttlætanlegar. Könnunin, sem var gerð á bilinu 28. ágúst og 4. september, sýnir að 71% aðspurðra vilja að Bandaríkja- her dvelji lengur en örfáa mánuði í Írak. 26% vildu að hermennirnir færu hið fyrsta. Alls tóku 1.178 manns þátt í könn- uninni og var svarhlutfall 97%. Sögð- ust 58% telja að bandarísku her- mennirnir í Írak hefðu hagað sér frekar vel eða mjög vel. 20% sögðust telja að þeir hefðu komið frekar illa fram og 9% mjög illa. Könnunin bendir til að íbúar Bagdad séu á báð- um áttum varðandi veru Bandaríkja- hers í Írak; 19% segja árásir gegn bandarískum hermönnum réttlæt- anlegar og 17% til viðbótar segja slíkar árásir réttlætanlegar undir ákveðnum kringumstæðum. Dvelji í Írak enn um sinn Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.