Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 15 SJÓHER Bandaríkjanna hefur samþykkt fyrir rétti í Kaliforníu að takmarka notkun sína á nýrri lág- tíðnihljóðsjá sem umhverfisvernd- arsamtök segja að sendi frá sér svo sterkar hljóðbylgjur að þær geti drepið hvali og önnur sjávardýr. Sjóherinn samþykkti varanlegt lögbann við því að slíkar hljóðsjár yrðu notaðar á friðartímum á öðr- um svæðum en undan ströndum Norður-Kóreu, Kína, Japans og Fil- ippseyja. Bandarísk yfirvöld höfðu áður heimilað hernum að nota bún- aðinn á 75% af heimshöfunum. Um- hverfisverndarsamtökin sögðu sam- komulagið marka tímamót í baráttu þeirra gegn hljóðsjánum sem sjó- herinn segir að séu nauðsynlegar til að finna nýja, hljóðláta kafbáta sem mörg ríki hafa tekið í notkun. Vilja lagabreytingar Samtökin sögðust ætla að nota þennan meðbyr til að hefja baráttu út um allan heim gegn hljóðsjánum og að lögð yrði fram tillaga á Evr- ópuþinginu um að takmarka notkun NATO á búnaðinum. Svo kann þó að fara að fögnuður umhverfisverndarsamtakanna verði skammvinnur þar sem yfirmenn bandaríska sjóhersins beita sér nú fyrir því að lögum um verndun sjáv- arspendýra verði breytt þannig að hægt verði að nota lágtíðnihljóð- sjárnar. Þeir segja að lögin komi í veg fyrir að sjóherinn geti tryggt öryggishagsmuni Bandaríkjanna. Talsmaður sjóhersins sagði að engar vísindalegar sannanir væru fyrir því að lágtíðnihljóðbylgjurnar sköðuðu sjávarspendýr. Nokkrir vísindamenn hafa þó komist að þeirri niðurstöðu að sterkar hljóð- bylgjur geti orðið til þess að hvalir verði áttavilltir, syndi upp í fjöru og drepist. Hljóðbylgjurnar geti einnig skemmt viðkvæma vefi í eyrum, heila og öðrum líffærum sjávar- spendýra og valdið blæðingum og dauða. Aðrir vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu í grein í vís- indatímaritinu Nature í vikunni sem leið að sterkar hljóðbylgjur gætu orðið til þess að hvalir sem væru á miklu dýpi yrðu skelfingu lostnir og syntu of hratt upp á yf- irborðið, þannig að líffærin skemmdust. Bandaríski sjóherinn semur við umhverfisverndarsinna í Kaliforníu Dregið úr notkun hljóðsjár til að hlífa hvölum The Washington Post. ÞINGMENN Jafnaðarmanna- flokks Gerhards Schröders Þýzkalandskanzlara hafa snúið bökum saman um víðtækan laga- og reglugerðabreytinga- pakka, sem ætlað er að gera þýzkan vinnumarkað sveigjan- legri og samkeppnishæfari. Náðist þessi samstaða í þing- flokknum eftir að komið hafði verið til móts við mótbárur nokkurra vinstrisinn- uðustu liðs- manna þing- flokksins, en Schröder hafði áður hótað því að segja af sér ef hans eigin flokksmenn hygð- ust hindra framgang umbóta- áætlunarinnar. Tillögupakkinn verður borinn undir atkvæði í Sambandsþinginu á föstudag. „Kanzlarinn verður ánægður með okkur,“ sagði Ludwig Stiegler, varaformaður þing- flokksins, eftir að tillögupakk- inn rann mótatkvæðalaust í gegn um prufuatkvæðagreiðslu í þingflokknum. „Árangurinn mun græða öll sár,“ sagði hann. Jarðskjálfti í Japan JARÐSKJÁLFTI sem mæld- ist fimm á Richters-kvarðanum skók Tókýó og önnur svæði í austurhluta Japans snemma í gær. Fimm manns slösuðust í hristingnum, að sögn yfirvalda í Japan. Jarðskjálftinn var nægilega öflugur til þess að í háum byggingum í Tókýó fynd- ist hann vel. Upptök skjálftans voru um 80 km undan norðaust- urströnd Tókýó-flóa, um 30 km austur af miðbæ borgarinnar. Bandaríkin beittu neitunarvaldi PALESTÍNUMENN lýstu í gærmorgun vonbrigðum sínum með þá ákvörðun Bandaríkja- stjórnar að beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna gegn samþykkt ályktunar sem hefði fordæmt gerð svo- nefnds aðskilnaðarmúrs sem ísraelsk stjórnvöld hafa ráðist í að reisa á Vesturbakkanum. Ísraelar lýstu hins vegar ánægju með afstöðu Banda- ríkjamanna. Þetta er í sjötug- asta og áttunda skipti sem Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu vegna ályktunartillagna þar sem Ísr- aelsstjórn er gagnrýnd Slaka á hassbanni ÞÝSKA þingið hefur samþykkt að slaka á fíkniefnalöggjöf í landinu að því er varðar hass- neyslu. Skv. lögum hefur neysla kannabisefna verið ólög- leg í Þýskalandi en nú vilja þýskir þingmenn slaka á þess- um lögum þannig að menn geti reykt hass í heimahúsum. Er m.a. bent á að þýsk lögregla hafi hvort eð er séð í gegnum fingur sér með neyslu slíkra efna, hafi ekki verið um því meiri neyslu að ræða. STUTT Sátt um stefnu Schröders Gerhard Schröder
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.