Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 6
KRISTINN Hallgrímsson, lögmaður Kaupþings-Búnaðarbanka, segir að bankinn hafi í nokkurn tíma haft grunsemdir um að bókhald Ferskra afurða á Hvammstanga væri ekki í lagi. Kristinn segir einnig að forsvars- menn félagsins hafi fyrr á þessu ári reynt að selja veðsettar kjötbirgðir út úr fyrirtækinu, en það hafi verið brot á skilmálum lánasamnings. Kristinn sagði að almennt séð tjáðu bankar sig ekki um málefni einstakra viðskiptamanna. Fyrirsvarsmenn Ferskra afurða og fleiri hefðu hins vegar tjáð sig um málefni félagsins síðustu daga. Það væri því óhjá- kvæmilegt fyrir bankann að bregðast við, ekki síst þar sem ágreiningur bankans og Ferskra afurða væri nú til meðferðar hjá Héraðsdómi Norður- lands vestra. Segir eignir hafa gufað upp „Bankinn hefur haft grunsemdir í nokkurn tíma um að bókhald Ferskra afurða væri ekki í lagi. Þegar fyrir- tækið óskaði eftir greiðslustöðvun fyrir þremur vikum var lagður fram árshlutareikningur fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem sýndi að fyrirtæk- ið átti eignir fyrir skuldum. Nú þrem- ur vikum seinna er upplýst að helm- ingur af eignunum er gufaður upp og skuldir eru orðnar tvöfalt hærri en eignir og það blasir við gjaldþrot upp á 150 milljónir að óbreyttu. Þarna er í raun og veru staðfest það sem bank- ann grunaði. Viðskiptasamband aðila byggist á ákveðnum lánasamningi þar sem bankinn tekur að sér að lána Ferskum afurðum ákveðna fjárhæð vegna slátrunar á sauðfé. Í þessu máli snýr málið einfaldlega þannig að skuldarinn hefur ekki staðið við skil- yrði og skilmála samningsins, auk þess sem ákveðnar fjárhæðir eru í vanskilum. Það er á þeim forsendum sem bankinn ákveður að gjaldfella lán og ganga að þeim tryggingum sem hann hefur. Allar vangaveltur um annarleg sjónarmið eiga ekki við.“ Sigurður Þórólfsson, bóndi í Fagradal, gagnrýnir í Morgunblaðinu í gær að Kaupþing-Búnaðarbankinn skyldi senda viðskiptavinum Ferskra afurða bréf þar sem þeir séu varaðir við því að eiga viðskipti við fyrirtækið. „Þetta er rangtúlkun hjá Sigurði,“ Lögmaður Kaupþings-Búnaðarbanka vísar gagnrýni á framgöngu bankans í máli Ferskra afurða á bug Reynt var að selja veðsett kjöt út úr fyrirtækinu sagði Kristinn. „Það sem gerðist er að það bárust staðfestar upplýsingar um að Ferskar afurðir væru farnar að selja kjötbirgðir sem voru veðsettar Kaupþingi-Búnaðarbanka til aðila út í bæ án þess að þeim væri gerð grein fyrir því að þetta væru veðsettar birgðir og samkvæmt lögum gæti bankinn gengið að kaupandanum ef ekki væri greitt beint til bankans. Það voru nokkrar tilkynningar sendar til stórra kaupenda þar sem var vakin athygli á að þeir væru að kaupa veð- settar kjötbirgðir og að það kallaði á ábyrgð að lögum ef þeir gengu ekki frá skilum með réttum hætti. Bankinn vill að sjálfsögðu að þessar birgðir komist sem fyrst í sölu og fyr- ir sem hæst verð. En ef um undanskot og hugsanleg veðsvik er að ræða verður bankinn að bregðast við. Bankinn hefur mótmælt áframhald- andi greiðslustöðvun með þeim rök- um að það þjóni engum tilgangi að halda þessu áfram.“ Sigurður bendir á að aðilar máls verji hagsmuni sína mjög hart í þessu máli, en hagsmunir bænda virðist vera algjört aukaatriði. Kristinn sagði að bændum væri heimilt að velja við hvaða afurðastöð þeir skiptu. Bank- arnir reyndu að tryggja hagsmuni sína með því að taka veð í birgðum. „Ef lántakinn kýs að ráðstafa fjár- hæðinni með einhverjum öðrum hætti þá getur það bitnað á bændum og það er það sem virðist hafa gerst í þessu máli. Það er verið að nota afurðalánið til að borga öðrum en bændum, nema að menn séu að selja kjötið á svo lágu verði að það dugi ekki fyrir kostnaði. Okkur sýnist að það sé verið að selja kjötbirgðirnar á mjög lágu verði.“ Morgunblaðið/Þorkell FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG verður byrjað að selja far- miða í sumaráætlun Iceland Ex- press en félagið hefur ákveðið að hefja flug tvisvar á dag, á morgn- ana og um miðjan dag, til London og Kaupmannahafnar frá og með 1. apríl 2004. Iceland Express hóf flug til Kaupmannahafnar og London 27. febrúar síðastliðinn og hefur flog- ið einu sinni á dag á hvorn áfanga- stað síðan, en talsmenn félagsins greindu frá fyrirhuguðum breyt- ingunum í gær. Fram kom að tvær Boeing 737-300 þotur breska flug- félagsins Astraeus muni sinna áætlunarfluginu frá og með næsta vori og að fjölga þurfi starfsfólki vegna tvöföldunar flugsins. Bæta þurfi við 15 starfsmönnum við þjónustu um borð og fjórum á flugvöllum hérlendis og erlendis og starfsmenn verði því 68 næsta vor. Jóhannes Georgsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, sagði að gert væri ráð fyrir að far- þegafjöldi á ári eftir breytinguna yrði rúmlega 330 þúsund en fyrir skömmu flaug eitt hundrað þús- undasti farþeginn með félaginu. Jóhannes gat þess að íslenskar flugáhafnir yrðu í farþegarými og félagið ætlaði í auknum mæli að ráða íslenska flugmenn en nú væru tveir íslenskir flugmenn hjá fyrirtækinu. „Við höfum verið mjög ánægðir með það gengi sem við höfum búið við og erum viðskiptavinum okkar ákaflega þakklátir fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt starf- semi okkar,“ sagði Jóhannes og benti á að sætanýtingin hjá Ice- land Express hefði verið um 60% í mars, 69% í apríl, liðlega 70% í maí, 86% í júní, um 94% í júlí og ágúst og 72% síðan í september. „Það er góður gangur í bókunum hjá okkur,“ sagði hann. Komið til móts við markaðinn Jóhannes sagði að félagið þyrfti að koma betur til móts við mark- aðinn, ekki síst með tengiflug í huga, og því hefði verið ákveðið að auka flutningsgetuna. Hann sagði að á síðasta áratug hefði orðið um 12% farþegaaukning til og frá landinu. Hún hefði staðið í stað 2001 og 2002 en aukningin hefði verið um 17% frá því í febr- úar í ár og ætti Iceland Express 84% í þeirri aukningu. Lækkað verð á meðalfargjöldum ætti stór- an þátt í þessari aukningu og verðstefna fyrirtækisins yrði óbreytt. Þegar félagið hóf göngu sína var gert ráð fyrir að 40% farþega yrðu erlendir ferðamenn. Jóhann- es sagði að það hefði gengið eftir varðandi Kaupmannahafnarflugið en í Londonfluginu hefðu 60% bók- ana komið frá útlöndum og það væri einn mikilvægasti árangurinn til þessa. Morgunblaðið/Ásdís Sigurður I. Halldórsson, stjórnarformaður Iceland Express, Jóhannes Georgsson framkvæmdastjóri og Ólafur Hauksson, talsmaður félagsins, greina frá fyrirhugaðri fjölgun ferða hjá félaginu næsta sumar. Tíðari ferðir hjá Iceland Express MATTHÍAS Halldórsson aðstoðar- landlæknir mun hafa með höndum athugun Landlæknisembættisins á láti barns á Landspítalanum eftir fæðingu á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja, en í athugun er hvort rekja megi andlát barnsins til rangrar læknismeðferðar. Matthías sagði í samtali við Morg- unblaðið að Sigurður Guðmundsson landlæknir myndi ekki koma að með- ferð málsins vegna tengsla hans við það, en eiginkona hans er forstöðu- maður Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja. Matthías, sem veitir kvartana- og kærusviði Landlæknisembættisins forstöðu, er ráðherraskipaður og ekki ráðinn af landlækni. Matthías sagðist einnig hafa óskað eftir áliti lögmanns Landlæknisemb- ættisins á því hvort embættið gæti unnið áfram að málinu. Þó að hann væri ráðherraskipaður þá væri hann undirmaður landlæknis og því þyrfti að meta hvort undirmannsregla gerði það að verkum að hann teldist vanhæfur til þess að fjalla um málið. Það gæti verið og þess vegna hefði verið óskað eftir lögfræðiálitinu til þess að leiða það í ljós. Aðstoðar- landlæknir fer með málið SIGFÚS Karlsson, skoðunarmaður ársreiknings Ferskra afurða á Hvammstanga, segist ekki telja að fyrirtækið geti greitt allar skuldir sín- ar. Hann segist telja skynsamlegast að fyrirtækið fengi greiðslustöðvun og í framhaldi af því yrði reynt að ná samkomulagi við Kaupþing-Búnaðar- banka um að nýta birgðirnar og búa til aukin verðmæti úr þeim. Í fram- haldinu yrði leitað eftir nauðasamn- ingum við lánadrottna. Sigfús sagði að 23. september sl. hefðu skuldir Ferskra afurða verið 297,6 milljónir. Hann sagði að skuld- irnar væru eitthvað hærri vegna þess að afurðareikningar bænda og ógreidd opinber gjöld hefðu ekki ver- ið vaxtareiknuð. Kjötbirgðir metnar lágt Sigfús sagði að samkvæmt matinu frá 23. september væru eignir 150,8 milljónir. Hann sagðist í þessu mati hafa tekið ákvörðun um að meta kjöt- birgðir mjög lágt. Matið væri byggt á sömu aðferð og Kaupþing-Búnaðar- banki notar til að meta birgðir inn í af- urðalánakerfi sitt til greiðslu afurða- lána. „Ástæðan fyrir því að ég tók ákvörðun um að meta þetta svona lágt er sú að ég vil að menn geri sér fulla grein fyrir því að ef fyrirtækið verður gjaldþrota þá er þetta blákalt mat á eigunum. Verðmæti eigna gæti jafn- vel verið minna. Ef hins vegar fyrirtækið fær áframhaldandi greiðslustöðvun og fær leyfi til að gera nauðasamninga er hægt að búa til úr þessum kjötbirgð- um, sem eru metnar á 63,6 milljónir, verðmæti sem eru 120-140 milljónir. Á þessu stigi er hins vegar ekki hægt að meta birgðirnar svo hátt því að það á eftir að leggja vinnu í þær.“ Sigfús vann mat á birgðunum í júní og þá voru þær metnar mun hærra. Hann sagði í gær að í þessu mati Skoðunarmaður ársreiknings Ferskra afurða Ferskar afurðir eiga ekki fyrir skuldum hefðu aðrar reikningsaðferðir verið lagðar til grundvallar. M.a. hefði hlut- fall óunninna og unninna afurða verið allt annað en í matinu sem gert var í september. Sigfús sagði að í júlí, ágúst og sept- ember á þessu ári hefði Búnaðar- bankinn tekið megnið af innkomu Ferskra afurða upp í afurðalán og þar með gert fyrirtækinu ókleift að standa í skilum. Það hefðu því hlaðist upp vanskil og kostnaður. „Í júní var sala fyrirtækisins 31 milljón og bank- inn tekur þá 10 milljónir upp í afurða- lán. Í júlí er veltan 31,4 milljónir og bankinn tekur 21,2 milljónir. Í ágúst er veltan 33 milljónir og þá tekur bankinn 12,5 milljónir. Í september tekur steininn úr. Þá komu inn á reikninginn samtals 30,7 milljónir og þar af tekur bankinn 29,2 milljónir. Þessar tölur sýna að það eru engir peningar eftir til að gera eitt eða neitt,“ sagði Sigfús. Bílar á rekstrarleigu Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innri- Fagradal, furðar sig í Morgunblaðinu í gær á því hvernig bifreiðaeign fé- lagsins er skráð í bókhaldi, en það keypti tvo jeppa, sendibíl og flutn- ingabíl á síðasta ári, en bifreiðaeign í bókhaldi er metin á aðeins 4,4 millj- ónir. Sigfús sagði að þarna gætti mis- skilnings. Jepparnir hefðu verið tekn- ir á rekstrarleigu og ætti því ekki að eignfæra þá í bókhaldi. Aðspurður vildi Sigfús ekki tjá sig um hvers vegna stjórnendur fyrirtækisins væru að kaupa stóra jeppa ef fyrir- tækið stæði svona illa. Sigfús sagðist telja að það væri talsvert meira verðmæti í fyrirtækinu en eignaskrá sem lögð var fram 23. september segði til um. Hann sagðist telja skynsamlegast að fyrirtækið fengi greiðslustöðvun og í framhaldi af því yrði reynt að ná samkomulagi við bankann um að búa til aukin verð- mæti úr birgðunum. Síðan yrði leitað eftir nauðasamningum. Héraðsdóm- ur Norðurlands vestra mun í næstu viku taka afstöðu til þess hvort greiðslustöðvun verður framlengd. Búnaðarbankinn er andsnúinn því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.