Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÓNUS Gildir 16.–19. okt. nú kr. áður kr. mælie.verð KF hangiframpartur með beini ............... 599 Nýtt 599 kr. kg KF hangilæri með beini ......................... 999 Nýtt 999 kr. kg Sjófryst ýsa roðflett .............................. 359 699 359 kr. kg Premier kartöflur í lausu ....................... 10 58 10 kr. kg 11-11 Gildir 16.–22. okt. nú kr. áður kr. mælie.verð Fjölskylduostur .................................... 775 968 775 kr. kg Mandarínuostakaka, 6-8 manna, 600 g 785 918 1.310 kr. kg Höfðingi, ostur, 150 g .......................... 269 336 1.790 kr. kg Stjörnu paprikuskrúfur, 150 g ............... 198 289 1.320 kr. kg Stjörnu ostastjörnur, 90 g ..................... 149 199 1.660 kr. kg FJARÐARKAUP Gildir 16.–18. okt. nú kr. áður kr. mælie.verð Lambahamborgarhryggur ..................... 889 1.265 889 kr. kg Brauðskinka ........................................ 599 998 599 kr. kg Rauðvínslegið lambalæri ...................... 898 1.389 898 kr. kg Úrb. hangilæri ..................................... 898 1.389 898 kr. kg Úrb. hangiframpartur............................ 1.139 1.628 1.139 kr. kg Coke 4x2 lítrar ..................................... 698 756 87 kr. ltr Spergilkál ............................................ 198 369 198 kr. kg HAGKAUP Gildir 16.–22. okt. nú kr. áður kr. mælie.verð SS Mexíkó lambahelgarsteik ................. 979 1.398 979 kr. kg Rauðvínslegið lúxuslambalæri............... 833 1.389 833 kr. kg Lambalæri, ófrosið af nýslátruðu ........... 798 998 798 kr. kg Lambahryggur, ófrosinn af nýslátruðu .... 798 998 798 kr. kg KRÓNAN Gildir 16.–21. okt. nú kr. áður kr. mælie.verð KS grand crue ofnsteik ......................... 799 1.199 799 kr. kg KS grand crue lúxus læri....................... 799 1.196 799 kr. kg Knorr indverskur karrýréttur ................... 167 209 167 kr. pk. Fil. Berio ólífuolía, extra virgin, 500 ml ... 339 375 678 kr. ltr NETTÓ Gildir 16.–29. okt. meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.verð Dönsk ofnsteik, Goði ............................ 899 1.298 899 kr. kg Dönsk lifrarkæfa, Goði.......................... 149 218 392 kr. kg Grísagúllas, Bautabúr........................... 699 1.076 699 kr. kg Bacon í bunkum, Bautabúr ................... 699 999 699 kr. kg FDB rauðkál ........................................ 97 129 135 kr. kg Hatting hvítlaukssnittubrauð ................. 199 255 100 kr. st. Hatting bóndabrauð m/kartöflum.......... 199 279 362 kr. kg NÓATÚN Gildir 16.–22. okt. nú kr. áður kr. mælie.verð Svínagúllas úr kjötborði ........................ 499 1.199 499 kr. kg Svínasnitsel úr kjötborði ....................... 599 1.299 599 kr. kg Svínarif úr kjötborði.............................. 299 599 299 kr. kg Batchelors bollasúpur, 6 tegundir.......... 129 199 129 kr. pk. Spaghetteria pastaréttir 5 br.teg., 155 g 139 199 900 kr. kg Batchel. krydduð hrísgrjón 120 g, 3 teg. 129 179 1.080 kr. kg SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 16.–22. okt. nú kr. áður kr. mælie.verð Kalkúnn 1. flokkur................................ 599 798 599 kr. kg Bayonneskinka, Kjötsel ......................... 629 898 629 kr. kg Ostapylsur........................................... 779 1.039 779 kr. kg Hangiálegg, sparnaðarp. ...................... 1.990 2.680 1.990 kr. kg Ítölsk ofnsteik...................................... 1.079 1.438 1.079 kr. kg Grand orange helgarsteik ..................... 1.189 1.398 1.189 kr. kg Amarettó grísahnakki í álb. ................... 933 1.098 933 kr. kg Eðalgrís cordon bleu ............................ 356 419 356 kr. kg Spægipylsa í sneiðum.......................... 1.766 2.078 1.766 kr. kg Rauð epli ............................................ 149 194 149 kr. kg Appelsínur .......................................... 99 147 99 kr. kg SPAR Bæjarlind Gildir til 20. okt. nú kr. áður mælie.verð Svínalæri ............................................ 288 449 288 kr. kg Svínagúllas ......................................... 668 958 668 kr. kg Svínasnitsel ........................................ 698 998 698 kr. kg Nanbrauð, garlic/coriander, 2 st. .......... 268 329 134 kr. st. Nanbrauð, traditional, 2 st.................... 268 303 134 kr. st. Frón stafakex, 200 g ............................ 119 149 595 kr. kg Gotti, ostur u.þ.b. 450 g....................... 912 1.013 912 kr. kg Höfðingi, 150 g ................................... 259 288 1.727 kr. kg Hopla jurtarjómi, 250 g ........................ 179 211 716 kr. kg ÞÍN VERSLUN Gildir 16.–22. okt. nú kr. áður kr. mælie.verð Saltkjöt frá Borgarnesi .......................... 539 674 539 kr. kg Villikryddað lambalæri ......................... 1.104 1.299 1.104 kr. kg Rauðvínsleginn grísahnakki .................. 615 769 615 kr. kg Daloon kínarúllur, 10 st. í pk................. 498 539 49 kr. st. Toro, lasagne ofnréttur.......................... 229 269 229 kr. pk. Hatting mini hvítlauksbrauð, 10 st. í pk.. 199 239 19 kr. st. Pantene sjampó, 200 ml ...................... 299 359 1.495 kr. ltr VERSLANIR Nettó eru með danska daga frá og með morg- undeginum til 29. október. Rúmlega 300 vörutegundir verða á tilboðsverði á meðan og segja Nettó-menn að allt að 50% afsláttur verði gefinn af venjulegu verði. Ýmsar vörukynn- ingar verða í verslununum og einnig er viðskiptavinum boð- ið að taka þátt í leik þar sem fjórir ferðavinningar eru í boði. Þín verslun er með 20% afslátt af saltkjöti og rauð- vínslegnum grísahnakka um helgina. Spar er með svínalæri á 288 krónur kílóið og afslátt af svínagúllasi og -snitseli. Svínarif úr kjötborði eru á 299 krónur kílóið í Nóatúni um helgina. Hagkaup eru með 30–40% afslátt af helgarsteik og rauðvínslegnu lambalæri. Þá er Bónus með kíló af premier- kartöflum á tíu krónur. Morgunblaðið/Sverrir Kíló af kartöflum á tíu krónur Kjöttegundir af ýmsu tagi eru meginuppistaðan í helgartilboðum matvöruverslana. Hangi- kjöt er á tilboðsverði í Fjarðarkaupum og Bónusi. Hagkaup eru með afslátt af lambakjöti og -helgarsteik og Krónan er líka með tilboð á steikum. Nóatún býður afslátt af svínakjöti úr kjötborði og Samkaup/Úrval eru með afslátt af kalkúni. Þá er Spar með tilboð á svínakjöti. Áfram tilboðsverð á kjöttegundum  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is SÆMUNDUR Kristjánsson mat-reiðslumaður Á næstu grösum notarrótargrænmeti nokkuð í sinni mat-argerð. „Kartöflur gefa þónokkra fyllingu í marga rétti. Sterkjan gefur jafn- vægi í ýmsa pottrétti, til að mynda, og kart- aflan hefur miklu fleiri eiginleika en margt rótargrænmeti. Kartöflur má sjóða, djúp- steikja, baka, mauka, hafa í mús eða súpu. Það má ofnbaka kartöflurétti, pönnusteikja, búa til skífur, franskar, teninga eða grat- ínera. Kartaflan getur tekið á sig ýmsar myndir og miklu fleiri en þetta,“ segir hann. Sæmundur kveðst taka premier-kartöflur framyfir rauðar, þar sem honum þyki þægi- legra að eiga við þær, eins og hann tekur til orða. „Bökunarkartöflur nota ég svo inn á milli. Ég matreiði líka talsvert af sætum kart- öflum, bæði appelsínurauðum og ljósum, en þær þola minni eldun en algengar kartöflur. Með þeim má nota múskat og ýmis indversk krydd og leika sér á ýmsa vegu. Með venju- legum kartöflum má nota salvíu, rósmarín og tímían og estragon í kartöflusalat, þá er ég að tala um ferskt krydd. Einnig má nota klettasalat eða basil-pestó og velta kartöflum upp úr því. Kartöfluteninga er hægt steikja á pönnu í ólífuolíu og hafa ofan á salat. Einnig er hægt að ofnbaka kartöfluteninga og blanda saman við kartöflumús, til þess að setja punktinn yfir i-ið.“ Indverskur kartöflu- pottréttur með spínati 800 g nýjar kartöflur, skornar í 4–6 bita eftir stærð 1 stk. laukur, skorinn í sneiðar 200 g spínat, hreinsað 5 stk. hvítlauksgeirar, hreinsaðir 3 sm miðlungsþykkt engifer, skrælt 2 stk. rauður chile-pipar, fræhreinsaður 1 tsk. turmerik 1 msk. svört sinnepsfræolía salt og pipar ferskur kóríander, gróft saxaður Kartöflur eru bakaðar í ofni, kryddaðar með salti og pipar. Hvítlaukur, engifer og chile-pipar ásamt smáolíu er sett í blandara og maukað. Sinnepsfræ eru ristuð í potti þar til þau eru farin að poppa, þá er olía sett í pottinn og laukur, síðan engifermaukið og þetta svitað aðeins. Þá er turmerikið sett í og síðan kart- öflurnar þegar þær eru tilbúnar. Smávatn er sett í pottinn til að bleyta í réttinum. Spínat er sett alveg í lokin og kóríander stráð yfir. Kartöflupottréttur með mangó og kókos 1 kg kartöflur, flysjaðar og skornar í bita 2 stk. mangó, hreinsað og skorið í sneiðar 1 dós kókosmjólk 1 msk. kóríanderfræ ristuð og möluð ½ msk. broddkúmenfræ, ristuð og möluð 1 stk. laukur, skorinn í sneiðar 1 stk. sítrónugras, skorið eftir endilöngu 1 stk. chile-pipar, fræhreinsaður slatti af myntu slatti af kóríander salt og pipar olía Annað mangóið er sett í blandara með kók- osmjólkinni og chile-piparnum. Kartöflur eru kryddaðar með salti og pipar og settar í ofn við 200 C°. Laukurinn og sítrónugrasið er sett í pott og svitað. Þá er þurrkryddið sett í sem og allt sem er í blandaranum og soðið smástund og smakkað til. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar í ofninum eru þær settar í pott- inn ásamt mangóinu og þessu blandað vel saman og leyft að taka í sig bragð. Þá er bara eftir að bera fram og strá fersku kryddjurt- unum yfir. Kartöflustappa með rósmarín og hvítlauk 1 kg kartöflur, skrældar 300 ml rjómi 8 stk. hvítlauksrif 3 stk. rósmarínstilkar salt og pipar Kartöflurnar soðnar í söltu vatni. Rjómi og hvítlaukur settur yfir til suðu. Soðið rólega í fímm mínútur, þá er rósmarín sett í og slökkt undir pottinum, lok sett á og þessu leyft að standa þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Þeg- ar kartöflurnar eru soðnar eru þær pressaðar með kartöflupressu ásamt hvítlauknum. Síð- an eru þær settar í pott, rjóminn er hrærður í með sleif og smakkað til með salti og pipar. Rétt er að vara við því að nota matvinnslu- vélar við kartöflumús. Slíkar vélar henta ekki því þær gera stöppuna límkennda. Kartöflusalat með mozzarella 500 g kartöflur, smáar, skornar í bita 1 stk. mozzarella-kúla, skorin í teninga 200 g agúrkur, skornar í teninga 100 g klettasalat, skorið í 3 sm lengjur 100 g basil- og furuhnetupestó salt og pipar Kartöflurnar eru soðnar í potti með hýði, ef þær eru nýjar, og síðan kældar og skornar til í báta eða bita. Öllu er síðan blandað saman við kartöflurnar. Kryddað til eftir smekk. Þetta er kjörið að gera deginum áður, þá draga kartöflurnar betur í sig bragðið. Kartaflan tekur á sig ýmsar myndir Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.