Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
STÓRMYND HAUSTSINS
Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni.
Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.
Sýnd kl. 6.
SG MBLSG DV
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20.
6
Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni.
Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.
Sýnd kl. 8.
kl. 6 og 10.10.
Edduverðlaunl
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
Kl. 8 og 10. B.i. 14.
Sýnd kl. 10.15. B.i. 10.
Sýnd kl. 6 .
STÓRMYND HAUSTSINS
TÓMAS R. Einarsson bassaleikari gaf á dög-
unum út plötu sem ber heitið Havana. Eins og
nafnið gefur til kynna inniheldur platan tónlist
ættaða frá Kúbu, er nánar til tekið „íslensk/
kúbanskur latíndjass“ eins og Tómas orðar það
sjálfur en hann er höfundur allra laga. Platan
var hljóðrituð í Havanaborg en Tómasi til full-
tingis voru nokkrir af virtustu hljóðfæraleikurum
í Havana.
Til að fylgja eftir Havana er Tómas nú farinn
af stað í tónleikaferð um landið sem telur ferna
tónleika. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í
kvöld í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 20.30.
Tvennir tónleikar verða síðan á laugardag, hinir
fyrri í Safnahúsinu á Húsavík kl. 16 og síðari í
Ketilhúsi á Akureyri kl. 21.30.
Á þessum þrennum tónleikum leika með
Tómasi Kúbverjarnir César Hechevarría, sem
leikur á tresgítar, og Daniel Ramos trompet-
leikari auk Íslendinganna Davíðs Þórs Jóns-
sonar píanóleikara, Agnars Más Magnússonar
píanóleikara, Matthíasar M.D. Hemstocks
trommara og slagverksleikara og Helga Svav-
ars Helgasonar kongatrommara.
Íslensku Havanatónleikareisunni lýkur svo
með tónleikum á NASA í Reykjavík þar sem í
hóp hljóðfæraleikara bætast Samúel J. Sam-
úelsson básúnuleikari og Pétur Grétarsson
kongatrommari, auk óvæntra gestaspilara. Tón-
leikarnir á NASA hefjast kl. 20.30.
Havanatónar
í íslensku
hausthreti
Morgunblaðið/Sverrir
Frá æfingu íslensk-kúbönsku hljómsveitarinnar sem leika mun fyrir landann næstu daga.
Í TILEFNI af útgáfu hljómdisksins
Mixed Live Gusgus, sem er gefinn
út af fyrirtækinu Moonshine í
Bandaríkjunum, verður útgáfu-
partí á Sirkus í kvöld. Diskurinn er
upptaka af skífuþeytingum þeirra
félaga í Gusgus, President Bongo
og Buckmasters.
Diskurinn var tekinn upp síðast-
liðið sumar á Sirkus. Þessi diskur
er hluti af hjómdiskaröðinni „Mixed
Live“ sem Moonshine hefur gefið út
til nokkurra ára og er tilgangurinn
að færa heim í stofu þá stemningu
sem finna má á nokkrum helstu
skemmtistöðum heims.
Diskurinn með Gusgus hefur
óneitanlega talsverða sérstöðu þar
sem hann er ekki tekinn upp á risa-
stórum næturklúbbi heldur í suð-
rænni stemningu á heimilislegri
krá nyrst í Atlantshafi, segir Birgir
Þórarinsson, Biggi veira í Gusgus.
„Á disknum má finna lög með til-
vonandi Íslandsvinum, þeim Aaron-
Carl og Captain Comatose, sem
munu troða upp á Airwaves nú um
helgina. Einnig má þar finna magn-
aðan óútgefinn smell með Trabant,
„Nasty Boy“, lag með Hólmari Fil-
ippussyni, vini okkar í NewYork,
undir nafninu Mr. Negative og Gus-
gus-remix af laginu „Homoerotic“
með Aaron-Carl,“ segir Biggi.
Morgunblaðið/Arnaldur
Buckmaster og President Bongo stilla sér upp á Sirkus.
Suðræn stemning
á heimilislegri krá
Útgáfupartí á Sirkus
vegna Mixed Live Gusgus
ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson um
helgina.
BORGARLEIKHÚSIÐ: Hafdís
Bjarnadóttir og Voces Thules laug-
ardag kl. 15:15.
BROADWAY: Á móti sól laugar-
dag. Loveguru verður á staðnum.
BÚÁLFURINN, Hólagarði, Breið-
holti: Hermann Ingi Hermannsson
föstudag.
CACTUS, Grindavík: Spútnik
laugardag.
CAFÉ AMSTERDAM: Rokktríóið
Penta um helgina.
CAFÉ AROMA, Verslunarmið-
stöðinni Firði: Konukvöld föstudag.
Veislustjóri Björk Jakobsdóttir leik-
kona. Góðir landsmenn. Aðgangseyr-
ir 1.000 kr. Góðir landsmenn leika á
afmælinu laugardag. Kristjana Stef-
ánsdóttir syngur ásamt hljómsveit
lög Ellu Fitzgerald, Söru Vaughan og
Nancy Wilson sunnudag kl. 20:30. Kr.
1.000.
CATALÍNA: Halli Reynis um
helgina.
DE BOOMKIKKER, Hafnarstræti:
The Gig: Innvortis, Canora, Hero-
glymur, Mosquito fimmtudag. The
Gig: Hryðjuverk, Tvítóla, Everything
starts here, Kanis föstudag. The Gig:
Myrk, Sólstafir, Victory of death
laugardag.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað:
Bræðrabandalagið laugardag.
FAT SAM’S GYLFAFLÖT 5: Til-
þrif föstudag.
FELIX: Fyndnasti maður Íslands
fimmtudag. Dj Valdi föstudag. Dj Atli
laugardag.
FÉLAGSHEIMILIÐ SKRÚÐUR,
Fáskrúðsfirði: Bubbi Morthens
þriðjudag.
GAMLI BAUKUR HÚSAVÍK:
Hörður Torfason föstudag.
GAUKUR Á STÖNG: Airwaves
fimmtudag. Hip-hop-þema. TMC,
Bent & 7Berg, ESP, Mezzias Mc og
Bangsi, Forgotten Lores, O.N.E.,
Killa Kela with Mc Trip og Dj
Skeletrik og Lord of the Under-
ground. Airwaves föstudag. Day-
sleeper, Maus, Brain Police, Prosaics,
TV on the Radio, Captain Comatose,
Audio Bullys og Dj Alfons. Airwaves
laugardag. Ensími, Ricochets, Botn-
leðja, Einar Örn, Mínus og Eighties
Matchbox B-Line Disaster. Stebbi og
Eyfi með Simon og Garfunkel-dag-
skrá sunnudag kl. 22.
GLAUMBAR: Gunni Óla og Einar
Ágúst úr Skítamóral trúbadorast
fimmtudag. Atli nalögga fimmtudag.
Dj Bjarki föstudag. Dj Þór Bæring
laugardag.
GRANDROKK: Imanti, Tonik,
Santa Barbara, Skurken, Prince Val-
ium fimmtudag. Búdrýgindi, Dikta,
Sein, Miðnes, The Flavors, One
Rhino, 200.000 naglbítar, Tequila
Jazz föstudag. Guðjón Rúdolf, Anub-
is, Nilfisk, Innvortis Canora, Sign,
Dr. Spock, Solid IV, laugardag.
GRUNNSKÓLINN, Bakkafirði:
Hörður Torfason þriðjudag.
GRUNNSKÓLINN, Kópaskeri:
Hörður Torfason mánudag.
GRÆNI HATTURINN, Akureyri:
Hörður Torfason fimmtudag. Dans-
sveitin Sín um helgina, föstudag.
GULLÖLDIN: Stórsveit Ásgeirs
Páls um helgina.
HITT HÚSIÐ: Fimmtudagsforleik-
ur. Hljómsveit-
irnar Jan May-
en, Dikta og
Mínus fimmtu-
dag kl. 20. The
Underground
Festival laugar-
dag kl. 16.
Fram koma
Andlát, Dys,
Still Not Fallen,
Everything
Starts Here,
Hrafnaþing,
Fighting Shit, Brother Majere og
Hryðjuverk. Frítt inn.
HÓTEL ALDAN, Seyðisfirði:
Bubbi Morthens mánudag.
HÓTEL BORG: Hildir Hans og
Kári á Borgarbarnum laugardag.
Rekstrarsjón með línudansi sunnu-
dag kl. 16. Kaffi, terta og línudans
1.950 kr. Jói dans stjórnar.
HÓTEL HÉRAÐ, Egilstöðum:
Bubbi Morthens miðvikudag.
HÚNABÚÐ, Skeifunni 11: Hljóm-
sveit Hjördísar Geirs föstudag kl. 22
til 00:20.
HVERFISBARINN: Bítlarnir
fimmtudag. Þór Bæring föstudag. Dj
Villi laugardag.
HVÍTA HÚSIÐ, Selfossi: Skíta-
mórall laugardag.
HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Í
svörtum fötum laugardag.
IÐNÓ: Airwaves fimmtudag.
KViKT: Raftónar og -myndir í
rauntíma. Kira Kira, The Kilimanj-
aro Darkjazz Ensemble, Darri
Lorenzen, Telcosystems +dk, Bong-
Ra, Eboman. Myndbandaverk einnig
sýnd.
KAFFIHÚSIÐ SOGN, Dalvík:
Hörður Torfason laugardag.
KAFFI LIST: B-3 tríó í Djasstón-
leikaröðinni fimmtudag.
KAPITAL: Breakbeat is á Air-
waves. John B (Bretland) og Dj Leaf
(Svíþjóð) fimmtudag kl. 21 til 1.
KRÁIN, Laugavegi 73: Trúbadora-
keppni fimmtudag kl. 20.
KRINGLUKRÁIN: Gamli Holly-
wood-andinn endurvakinn föstudag.
Villi Ástráðs og co. sjá um diskóið.
Tíðarandatískusýning. Kynnir Jói
Sein. Veislustjóri Jana Geirs. The
Hefners leika diskólög laugardag.
MIÐGARÐAR, Grenivík: Hörður
Torfason sunnudag.
OPUS 7, Hafnarstræti 7: Ibiza
föstudag. Dj Brynjar alla helgina
föstudag.
PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Spútnik
fimmtudag.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Brimkló föstudag. Geirmundur
Valtýsson laugardag.
PRAVDA: Dj Bjarki og Dj Áki
föstudag. Dj Tommi og Dj Áki laug-
ardag.
SALKA, Húsavík: Gilitrutt alla
helgina.
SALURINN, Kópavogi: Útgáfu-
tónleikar með Valgeiri og Diddú
laugardag.
SJALLINN, Akureyri: Papar laug-
ardag.
STAPINN, Reykjanesbæ: Hljómar
laugardag.
VALHÖLL, Eskifirði: Land og
synir laugardag.
VITINN, Sandgerði: Geirmundur
Valtýsson föstudag.
VÍDALÍN: Airwaves laugardag.
Funk Harmony Park, Anonimous.
Thule kynnir: Ocolus Dormans, Thor,
Yagya, Exos. Breakbeat is á Air-
waves. Dj Panik frá Bretlandi og Dj
Ewok sunnudag kl. 21 til 1.
VÍNBARINN: Geir Ólafsson laug-
ardag.
FráAtilÖ
Hljómsveitin Dikta
leikur á Fimmtudags-
forleiknum í kvöld.