Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Það er verið að spjalla um það á kaffi- stofum bæjarins að brátt hljóti fast- eignaverð að lækka mjög vegna offramboðs á nýju húsnæði. Í farvatninu eru 400 nýjar íbúðir fyrir 1.100 manns á Egilsstöðum og nágrannasveitarfélagið Fjarðabyggð gerir einnig ráð fyrir byggingu fjölda íbúða á Reyðarfirði. Menn spyrja sig hvort þetta verði ekki of mikið þegar upp er staðið og fasteignaverð komi til með að lækka. Spek- úlant á einni kaffistofunni sagði að nú væri rétti tíminn til að selja á Egilsstöðum og kaupa lóð og byggja á Reyðarfirði. Selja síðan þar þegar eftirspurn eftir húsnæði ykist vegna uppbyggingar álvers og kaupa aftur á Egilsstöðum á lækkuðu verði. Bæj- aryfirvöld á Austur-Héraði og í Fjarða- byggð byggja þó áætlanir sínar á gaum- gæfðum mannfjöldaspám og hljóta að vita um það bil á hverju er von.    Á sunnudögum koma rútur, mismargar, ofan úr Kárahnjúkum með erlenda verka- menn sem eiga frídag á fjöllum. Eða öllu heldur frídag á Egilsstöðum. Þeim er varp- að fyrir róða í miðbænum, þar sem þeir vafra um í leit að einhverju til að gera. Hanga sumir framan við sjoppuna lengi dags, aðrir rölta á kaffihúsin og aura í bjór eða kaffibolla. Kaupfélagið selur þeim að- allega léttöl, tóbak og tyggjó, vattúlpur á tilboðsverði og ullarhúfugopa. Og það sem má ekki segja frá; sala tímaritsins Bleiks & blás hefur stóraukist, sem og sala annarra blaða af sama toga. Þær hafa ekki við að panta inn, stelpurnar í bóksölunni. Sumir furða sig á því af hverju verslunareigendur á Egilsstöðum hafa ekki búðir sínar opnar á sunnudögum og sömuleiðis á því að enginn skuli opna einhvers lags billjarðstofu, með ódýrum drykkjarföngum og smáréttum, spilum og spilakössum, dagblöðum og bók- um frá Ítalíu, Portúgal, Rúmeníu, Kína og þar fram eftir götunum. Svarið við þessu er líklega að þessir blessaðir menn eyða eins litlu og þeir komast af með og verslunareig- endur græddu sjálfsagt lítið á að hefja sunnudagsopnun. Svo að þeir Kára- hnjúkamenn vafra um miðbæinn, allsendis óvissir um hvert þeir ættu að fara og hvað helst að gera á sínum fjallafrídegi. Einhver ætti að bjóða þeim í skoðunarferð um svæð- ið. Af nógu er að taka og sjálfsagt vita þeir ekki mikið um land og þjóð. En kannski fara þeir bara bráðum í fjallafrí til Akureyr- ar í staðinn. Þar er víst eitthvað meira um að vera á sunnudögum. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN Bókmenntakvöldverður í Deigl-unni í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:30. Sænska ljóðskáldið Per Helge mun lesa upp úr ljóðum sínum og spjalla um lífið og til- veruna. Jóhann Árelíuz skáld frá Akureyri, sem lengi var búsettur í Svíþjóð og er nú annar tveggja bæj- arlistamanna höfuðstaðar Norðurlands, mun einnig lesa upp úr bók sinni, og eiginkona hans, Kerstin Venables, mun lesa ljóð Jóhanns ort á sænsku. Einnig mun ljóðskáldið Aðalsteinn Svanur Sig- fússon flytja ljóð sín. Þá verða kynntar hug- myndir að stofnun nor- ræns leshóps á Akureyri. Lesa ljóð í Deiglunni Vatnsdal | Þessi mynd er tekin í lundi þeim er fyrsti innfæddi Vatnsdælingurinn leit dagsins ljós en það var Þórdís dóttir Ingimundar gamla, þess er fyrstur nam Vatnsdal og frá er sagt í Vatnsdælasögu. Rétt fyrir of- an þennan lund er veiðihúsið Flóðvangur, vettvangur veiðisagna, afdrep veiðimanna og samkomuhús Vatns- dælinga og Þingbúa. Skemmtileg er sú tilviljun að tré- smiðjunni Stíganda á Blönduósi hefur verið falið það verk að breyta þessu húsi verulega á næstu mánuðum en fyrirtækið ber nafn skips Ingimundar gamla. Í for- grunni er minnisvarði um frumbyggjana en bakgrunn- urinn er fjallið sem af lítillæti er kallað fell og kennt við Jörund, þriðja hæsta fjall sýslunnar og gnæfir yfir öll- um dalnum, stórbrotið og síbreytilegt. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fjallið stóra sem fellsnafnið ber Nýtt hugtak varsvolítið í um-ræðunni manna á meðal á nýafstöðnu Um- hverfisþingi, sem lauk í gær. Þar er átt við SAS, þó alls óskylt flugfélaginu skandinavíska, enda hefur það ekkert að gera með umhverfismál á Íslandi svo vitað sé. Nei, þarna er átt við sérfræðingana að sunnan – og sá grunur læddist að blaðamanni að átt væri við hópinn sem fylgdi Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra á ferð hennar um landið í sumar til að skoða þau svæði sem tilnefnd voru til nátt- úruverndaráætlunar! SAS Neskaupstað | Fjöldi fólks kom saman á áttatíu ára afmæl- isfagnað íþróttafélagsins Þrótt- ar í Neskaupstað um helgina. Raunar varð félagið áttrætt hinn 5. júlí sl., en af ýmsum ástæðum var ekki haldið upp á daginn fyrr en nú. Hátíðin var haldin í íþróttahúsinu í Nes- kaupstað, þar sem boðið var upp á ýmsa leiki fyrir yngri kynslóð- ina og kaffiveitingar voru fyrir alla þá sem þiggja vildu. For- maður Þróttar er Björgúlfur Halldórsson. Þróttur í Neskaupstað áttræður Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hátíð AÐALFUNDUR Útvegsmannafélags Norðurlands, sem haldinn var nýverið, tel- ur línuívilnun veikja útgerðarfyrirtæki og byggðarlög á Norðurlandi og undirbýr fé- lagið nú opinn fræðslu- og umræðufund um sjávarútveg á Norðurlandi. Meðal umfjöllunarefna á aðalfundinum voru hugmyndir um línuívilnun og sam- þykkti fundurinn ályktun þar sem þeim er mótmælt. Í ályktuninni segir: „Aðalfundur Út- vegsmannafélags Norðurlands mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem uppi eru um tilfærslu aflaheimilda frá einum út- gerðarflokki til annars í formi svokallaðrar línuívilnunar. Í ljósi þess að heildarafli á Íslandsmiðum er takmarkaður er sýnt að slík mismunun mun leiða til þess að veiði- heimildir annarra verði skertar að sama skapi. Slík tilfærsla myndi skerða þær afla- heimildir sem nú eru til staðar á Norður- landi og veikja bæði útgerðarfyrirtæki og byggðarlög á svæðinu.“ Fundurinn minnir einnig á að mjög miklar aflaheimildir hafi verið fluttar til smábáta á undanförnum ár- um og við afnám línutvöföldunar hafi línu- skip fengið úthlutað aukaaflahlutdeild. Veikir útgerð og byggð á Norðurlandi Útvegsmenn mótmæla harðlega hugmyndum um línuívilnun Hornafirði | Lögreglan á Hornafirði tók tólf ökumenn í bænum á einni klukkustund sl. mánudag fyrir að nota ekki öryggisbelti, en sérstakt umferðaröryggisátak stendur yfir þessa viku á Höfn. Þetta kemur fram á fréttavefnum horn- .is og haft er eftir Jóni Garðari Bjarnasyni aðstoðarvarðstjóra að lögreglan muni á næstu vikum gefa öryggismálum í umferð- inni sérstakan gaum. „Við munum fylgjast grannt með ljósabúnaði, hraðakstri og ölv- unarakstri. Við höfum séð allt of mikið af alvarlegum slysum þar sem ekki var not- aður öryggisbúnaður.“ Sekt fyrir að nota ekki bílbelti er 5.000 krónur fyrir ökumann og farþega. Að auki fær ökumaður einn punkt í ökuferilsskrá. Ef börn yngri en 15 ára nota ekki viðeig- andi öryggisbúnað er sektin 15.000 fyrir hvert barn. Tólf teknir á klukkutíma ♦ ♦ ♦ Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is Penthouse 120 – 200 fm Viðskiptavinur hefur beðið okkur að leita fyrir sig að 120 – 200 fm penthouseíbúð á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðin þarf að vera í lyftuhúsi og hafa útsýni. Verðhugmyndir allt að 30 milljónir. Góðar greiðslur fyrir rétta eign. Tilbúinn kaupandi sem búinn er að selja sína eign. Vinsamlegast hafið samband við sölumenn Foldar í síma 552 1400 eða gsm hjá sölumönnum: Þorri 897 9757, Helgi 897 2451, Böðvar 892 8934, Ævar 897 6060 Við hjá fasteign.is höfum verið beðin að finna sérbýli í eftir- töldum hverfum fyrir ákveðinn, fjársterkan kaupanda sem þegar hefur selt sína eign. Um er að ræða staðgreiðslu og rúman afhendingartíma ef þess er óskað. Leitað er að raðhúsi, parhúsi eða einbýli í Árbæ, Selás- eða Salahverfi í Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir Sveinbjörn Halldórsson, sölustjóri á fasteign.is, í síma 590 0800 eða 690 0811. Raðhús - parhús - einbýli ÓSKAST SÍMI 5 900 800 Sveinbjörn Halldórsson sölustjóri. Egilsstaðaskóli hef-ur tekið uppkennslu í frönsku, til viðbótar við dönsku- og enskukennslu, í 9. og 10. bekk. Sigurður Ingólfsson kennir þeim sem áhuga hafa. Er þetta hugsað sem grunnur fyrir framhalds- skólanám. Parlez vous français?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.