Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vogum | Ákveðið hefur verið að gera smiðjunni Norma hf. að fjar- lægja byggingu sem fyrirtækið reisti á lóð sinni á iðnaðarsvæðinu í Vogum án tilskilinna leyfa. Samþykkt var nýlega í skipulags- og byggingarnefnd bókun um að Norma yrði gert að fjarlægja „ólög- lega byggingu sína (minni bygging norðan aðalbyggingar) innan þriggja mánaða […] vegna brota á skipulags- og byggingarlögum […].“ Fundargerðin hefur nú verið staðfest af hreppsnefnd. Jóhanna Reynisdóttir sveit- arstjóri segir að málið eigi sér nokkuð langan aðdraganda. Stjórn- endur fyrirtækisins hafi látið byggja skýli sem þeir kalli svo vegna stórverkefnis sem fyrirtækið vinni að, án þess að afla sér nauð- synlegra leyfa og hafi ekki orðið við óskum um að sækja um slíkt leyfi. Húsið verði væntanlega rifið fyrir áramót.    Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gert að rífa húsið Forvarnir | Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokk- anna í Reykjanesbæ standa sameiginlega að for- varnarfundi á Ránni í Keflavík í kvöld undir yfir- skriftinni „Frjálst Ísland“. Fundurinn hefst kl. 20. Hugmyndin er að vekja bæjaryfirvöld, Alþingi, skólastjórnendur, foreldra og alla þá sem tengjast börnum og unglingum í leik og í starfi til umhugs- unar um þá vá sem fylgir eiturlyfjum. Fjölmargir koma fram á fundinum. Meðal ann- ars lýsir fulltrúi tollgæslunnar í Leifsstöð barátt- unni við innflutning, fulltrúi Reykjanesbæjar greinir frá forvarnarstefnu bæjarins og Svavar Sigurðsson segir frá baráttu sinni við fíkniefna- djöfulinn. Þingmennirnir Hjálmar Árnason og Margrét Frímannsdóttir flytja erindi, fyrrverandi fíkill segir sögu sína og fundargestir fá tækifæri til að spyrja. Fundinum lýkur með því að Magni og Sævar úr hljómsveitinni Á móti sól taka lagið.    Sameiginlegur forvarnarfundur ungliða Atvinna kvenna | Félagsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á Suðurnesjum, sem hald- inn var nýlega, skorar á þingmenn og sveitarstjórnarmenn á Suður- nesjum að fara að hugsa til fram- tíðar í atvinnu- og heilbrigðismálum. Fram kemur í ályktun að sinnuleysi og ófremdarástand ríki í þessu efni og er sérstaklega bent á slæmt ástand í atvinnumálum kvenna. Reykjanesbæ | Stjórnstöð Öryggismiðstöðvar Íslands fékk 1125 útköll frá fyrirtækjum, stofn- unum, heimilum og einstaklingum í Reykjanesbæ fyrstu níu mánuði ársins. Öryggisverðir fyr- irtækisins þurftu að sinna 375 af þessum útköll- um. Mikill meirihluti útkallanna var afgreiddur í gegnum síma, eða 750, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Er það vegna þess öryggiskerfi hafa farið af stað vegna mannlegra mistaka eða gleymst hefur að setja kerfin á. Af þeim útköll- um sem þurfti að sinna voru sex þar sem kallað var eftir hjálp með neyðarhnappi, 21 útkall vegna bilana, 282 vegna innbrots og 49 vegna bruna. Viðbragðstími var um fjórar mínútur. Suðurnesjum | „Við teljum það einstakt að fá tækifæri til að koma menningunni á framfæri með þessum hætti,“ segir Kristján Páls- son, formaður Ferðamála- samtaka Suð- urnesja, sem í samvinnu við kirkjurnar standa fyrir menning- ardegi í kirkjum á Suðurnesjum næstkomandi sunnudag. Skipulög er dagskrá í guðs- húsunum átta frá klukkan 10 um morguninn og fram á kvöld. Mismunandi atriði eru í kirkj- unum, yfirleitt um það bil 40 mínútur á hverjum stað. Menningardagurinn verður settur í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd klukkan 10 og að lokinni athöfn þar tekur við dagskrá í Njarðvíkurkirkju og síðan koll af kolli og deginum lýkur síðan í Grindavíkurkirkju um kvöldið. Kristján segist ekki vita til þess að nokkuð þessu líkt hafi áður verið skipulagt og seg- ir þetta lið í því að fá fólk til að heimsækja Suðurnesin og njóta menningar og sögu svæðisins í litlu broti, eins og hann orðar það. Hallgrímur og Ellý Fimm af kirkjunum eru byggðar á 19. öld og er sú elsta, Kotvogskirkja í Höfnum, vígð 1864. Dagskráratriði eru gjarn- an helguð sögu eða starfi kirkn- anna, umhverfi þeirra eða ein- staklingum sem því tengjast. Sem dæmi má nefna að kirkju- kórarnir syngja lög eftir Stefán Thorarensen í Kálfatjarn- arkirkju og lög við ljóð Hall- gríms Péturssonar í Ytri- Njarðvíkurkirkju og Hvals- neskirkju. Fyrirlestrar eru um Magnús Á. Árnason listmálara í Njarðvíkurkirkju, um steinda glugga í Ytri-Njarðvíkurkirkju, um menningarsetur kirkna í Út- skálakirkju og um Guðríði og Hallgrím Pétursson í Hvals- neskirkju. Sagt verður frá áhrifum kefl- vískra tónlistarmanna á þróun tónlistar 20. aldar við athöfnina í Keflavíkurkirkju og flutt dag- skrá um Ellý Vilhjálms í tali og tónum í Kirkjuvogskirkju. Í Grindavíkurkirkju verður sýnt leikrit um Odd V. Gíslason prest og lækni. Kristján segir það vel við hæfi að hafa slíka dagskrá í kirkjunum þar sem hin forna menning landsmanna hafi varð- veist best í klaustrum og kirkjum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Jóhannesdóttir heldur fyrirlestur um Guðríði og Hallgrím Pétursson í Hvalsneskirkju. Menningin í litlu broti Kristján Pálsson Suðurnesjum | Sandgerðisbær hefur falið bæj- arstjóra að hefja viðræður við Hitaveitu Suð- urnesja um sölu á vatnsveitu bæjarins. Sveit- arstjórn Vatnsleysustrandarhrepps er að hefja sams konar viðræður og áður hafa Gerðahreppur og Grindavíkurbær samþykkt að óska eftir við- ræðum um sölu sinna veitna. Koma þessar við- ræður í kjölfar kaupa Hitaveitu Suðurnesja á vatnsveitu Reykjanesbæjar fyrr á þessu ári en kaupverðið var um 360 milljónir kr.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.