Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 23
TILBÚIN salöt eru sniðug fyrir minniheimili og yfirleitt jafn vítamínauðugog salat sem maður sker niður heima hjá sér. Endingin er hins vegar ekki sem skyldi, að því er fram kemur í könnun dönsku Neytendastofnunarinnar. Greint er frá nið- urstöðum í neytendablaðinu tænk + test og voru 15 tilbúnar salattegundir í pokum skoð- aðar síðastliðið sumar í dönskum verslunum. „Neytandinn hefur ríka ástæðu til tor- tryggni ef geymsluþol er sagt fimm eða sex dagar. Það kemur skýrt fram í at- hugun á endingu 15 tilbúinna sal- attegunda fram á síðasta geymsludag,“ segir tænk + test. Í niðurstöðum segir að sjö vörutegundir hafi fengið með- alútkomu eða góða útkomu og átta voru sagðar undir meðallagi. Voru sýnishornin geymd í kæli- boxi á leið úr versluninni og síðan í kæli fram á síðasta söludag, er þau voru grandskoðuð. Þrír sérfræðingar á vegum Neytendastofn- unarinnar lögðu mat á lykt, áferð, útlit, bragð og þéttleika. Auk þess var C-vítamíninnihald mælt, sem og magn örvera. Allt að helmingur ónýtur Sá hluti salatsins sem var sölnaður, slím- ugur eða á annan hátt ólystugur var tekinn frá og vigtaður. Í sumum pokunum var allt að helmingur innihaldsins talinn óætur og útkom- an sú að sex tegundir voru dæmdar afleitar eða undir meðallagi hvað ferskleika varðar. „Salat er viðkvæm vara sem getur eyðilagst við hálftíma hlé á réttri kælingu eða ranga geymslu í versluninni og heima. Því mælum við með því að neytendur reyni að velja fersk- ustu vöruna og neyti hennar helst sama dag. Salat þolir ekki ferð heim í heitum inn- kaupapoka og margra daga geymslu,“ er haft eftir einum rannsakenda Neytendastofnunar- innar. Er kallað eftir því að framleiðendur upplýsi neytendur um hvenær salatinu er pakkað svo þeir hafi vaðið fyrir neð- an sig þegar úrvalið er skoðað í grænmetishillum verslana. Lagt var mat á áferð, lykt, útlit og bragð þegar búið var að skilja skemmda hluta salatsins frá. Fimm af fimmtán tegundum reyndust í meðallagi eða þar fyrir ofan á síð- asta söludegi. C-vítamíninnihald var mælt strax eftir inn- kaup, en magn þess gefur vísbendingar um magn annarra næringarefna í salatinu, segir ennfremur. „Í góðu grænu salati eru 10 mg af C-víta- míni í 100 grömmum, sem er 1⁄6 af ráðlögðum dagskammti. Átta tegundir innihéldu 10–20 mg af C-vítamíni, tvær undir 5 mg og fimm tegundir innihéldu 5–10 mg. Magn C-vítamíns ræðst af grænmetinu sem valið er í pokann. Ef rauð paprika, grænkál eða brokkkál eru með salatinu er það vítamínríkt. Jöklakál inniheld- ur hins vegar lítið af C-vítamíni.“ Vítamíninnhaldið er hins vegar óstöðugt og fer fljótt fyrir bí ef salatið er ekki geymt rétt. Fínt skorið – færri fjörefni „Ef pokinn er opnaður og afgangurinn geymdur fram á næsta dag ríður á að loka hon- um og setja í kæli til þess að næringarefni tap- ist ekki. C-vítamín hverfur þegar salatið kemst í samband við súrefni. Einnig er gott að skoða hversu fínt skorið grænmetið er, því fínna, því meira af vítamínum tapast.“ Brynhildur Briem næringarfræðingur segir jákvætt að framboð á niðurskornu salati hafi aukist hér á landi, því það örvi neyslu á græn- meti. „Gallinn er hins vegar sá hvað það geymist stutt,“ segir hún. Brynhildur segir að í reglugerð nr. 588/1993 sé kveðið á um að á allar kælivörur sem hafa þriggja mánaða geymsluþol eða skemmra skuli jafnan merkja „pökkunardag“, því eigi neytendur auðvelt með að átta sig á því hversu fersk viðkomandi vara sé. Hvað tap á vítamínum áhrærir segir Bryn- hildur C-vítamíninnihald stöðugt meðan pok- inn sé lokaður. „Eitthvað af því fer forgörðum þegar það er skorið en alls ekki allt,“ segir hún. Geymsluþol salats í pokum ekki sem skyldi Morgunblaðið/Árni Torfason Best er að borða niðurskorið salat um leið og umbúðir eru opnaðar, samkvæmt athugun.  INNKAUP | Tilbúin salöt örva neyslu á grænmeti og eru sögð fremur vítamínrík Í sumum pokum var allt að helmingur inni- halds talinn óætur á síðasta söludegi. Danska neytendablaðið tænk + test fjallar um niðurskorið salat í pokum í októberhefti sínu. TENGLAR .................................................................. www.taenk.dk DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 23 BLÓMAVAL í Sigtúni efnir til „líf- rænnar helgar“ á Græna torginu föstudag og laugardag. Fjöldi fyr- irtækja verður með kynningar báða dagana og verður gefinn afsláttur af ýmsum vörum. Súsanna Einars- dóttir segir að matvörur frá Bio verði með 10% afslætti, einnig verð- ur 10% afsláttur af lífrænt ræktuðu tei. Sami afsláttur verður af lífrænni jógúrt frá Biobúi og niðursuðuvör- um og fersku grænmeti frá garð- yrkjustöðinni Sunnu, Sólheimum. Þá verður 10% afsláttur af safa og tei frá Heilsuhúsinu og afsláttur af líf- rænum ítölskum eplum, sem verða á 389 krónur kílóið að hennar sögn. Lífræn helgi í Blómavali Morgunblaðið/Arnaldur Kynning verður á lífrænum vörum í Blómavali í Sigtúni um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.