Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 41 ÁKVEÐIÐ hefur verið að að fresta stækkun Grand hótels Reykjavíkur um eitt ár. Helgast frestunin af ýms- um utanaðkomandi aðstæðum svo og af þeirri miklu vinnu við endan- lega hönnun byggingarinnar. Útlit er fyrir því að endanlegar teikningar verði samþykktar á næstu dögum. Verkfræðihönnun er vel á veg komin og er fyrirhugað að fara í útboð á næstu mánuðum og að framkvæmd- ir geti hafist næsta haust. Ætlunin er að opna stækkað hótel í mars 2006. Einnig er ætlunin að fram- kvæma á næstu mánuðum ýmsar þær breytingar við eldri bygginguna sem flýta munu fyrir væntanlegri stækkun. Ástæða er til að lýsa furðu yfir ummælum í kynningarbæklingi fé- lagsins TR ehf. um Grand hótel Reykjavík. En þetta nýstofnaða fé- lag, TR ehf. sem stendur fyrir vænt- anlegri byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar á hafnarbakk- anum í Reykjavík og er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins, dylgjar um vangetu eigenda Grand hótels Reykjavíkur til að stækka það í bæklingi sem félagið hefur gefið út til kynningar á sínu verkefni. Er full- yrt að eigendur Grand hótels séu ófúsir eða óhæfir eða „unwilling or unable“ til að ráðast í stækkunina. Er óskiljanlegt að svo ósmekklega sé veist að eigendum Grand hótels. Eru dylgjur þessar brot á góðum viðskiptaháttum og TR ehf. til lítils sóma. Það er eitt að gefa út pésa um verkefni sem byggir á mikilli bjart- sýni og miklum væntingum en ann- að, í því skyni að gera verkefnið álit- legra, að vera með dylgjur og skítkast út í aðra sem eru starfandi úti í hinum harða heimi samkeppn- innar og hafa greitt fyrir sína að- stöðu fullu verði. Staðreyndin er sú að eigendur Grand hótels Reykjavíkur hafa vilj- að fara að öllu með gát og vanda framkvæmdir eins og kostur er. Unnið hefur verið með ýmsar tillög- ur um stækkun og þær þróaðar áfram í því skyni að vanda sem best til verksins enda er um kostnaðar- sama og viðamikla framkvæmd að ræða sem standa mun um ókomin ár. Sú aðgát og vandvirkni við stækk- unaráformin þýðir auðvitað alls ekki að eigendur Grand hótels Reykja- víkur séu „unwilling or unable“ til framkvæmda svo vitnað sé til skýrsl- unnar. Hvað varðar bækling TR ehf. og þær forsendur sem þar eru greindar um verkefni félagsins þá er bent á að í forsendum gætir mikillar bjartsýni. Sýnist nauðsynlegt að stjórnmála- menn og fagmenn gagnrýni forsend- ur verkefnisins á faglegan hátt áður en ráðist verður í framkvæmd sem nemur á annan tug milljarða. Ella kann illa að fara. ÓLAFUR TORFASON, f.h. Grand hótels Reykjavíkur hf. SIGNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, f.h. Húseignarfélagsins Sigtún 38 ehf. Dylgjur í kynningar- bæklingi TR ehf. Frá Ólafi Torfasyni og Signýju Guðmundsdóttur Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur Kringlan 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Firði, sími 555 4420 KRINGLUKAST fim - fös - lau - sun Nýtt kortatímabil 2.990 áður 4.990 st. 36-42 svartir/brúnir 3.990 áður 6.990 st. 40-47 svartir 2.990 áður 3.990 loðfóðruð gúmmístígvél st. 21-39 rauðir/bláir/svartir 2.990 áður 4.990 st. 36-41 brúnir Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: Kl. 11-18 mánudag-föstudags, kl. 12-16 laugardag Gallabuxna- tilboð 16. okt. 17. okt. 18. okt. 30% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.