Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Brautryðjandi í lægra lyfjaverði. Gerðu verðsamanburð! TÖLUVERT vantar upp á að fjárveitingar til framhaldsskóla í fjárlagafrumvarpi næsta árs séu í samræmi við fjölda nemenda sem stunda nám við skólana og reiknilíkan sem framlögin eiga að miðast við að mati skólameistara. Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólameistari og formaður Fé- lags íslenskra framhaldsskóla, segir að um niðurskurð sé að ræða í frumvarpinu. Ekki liggi nákvæmlega fyrir um hversu háa fjárhæð sé að ræða en ætla megi að hún geti verið á bilinu 600 til 800 milljónir kr. Áætluð útgjöld vegna kennslu í framhaldsskólum eru byggð á reiknilíkani fyrir fjárveitingar til í frumvarpinu sem reiknilíkanið gerir ráð fyrir. Yngvi Pétursson, rektor MR, segist ekki fá betur séð en að töluvert vanti upp á að fjárveit- ingar til skólans séu í samræmi við reiknilíkanið. „Hjá okkur virðist vera um að ræða vanmat um 50 nemendaígildi,“ segir hann og bendir á að fjöldi nemenda miðist við ákveðinn samning hverju sinni. Stjórnir Skólameistarafélags Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla ætla að óska eftir fundi með menntamálaráðherra vegna málsins. skólanna og svonefndum skóla- samningum sem menntamála- ráðuneytið hefur gert við skólana. Að mati skólameistarans sem rætt var við má gera ráð fyrir að nokkrum hundruðum fleiri nemendur séu við nám í framhaldsskólum en gert er ráð fyrir í framlögum til kennslu í framhaldsskólum í fjárlagafrum- varpi næsta árs. Segja stöðuna slæma „Staðan er mjög slæm. Okkur sýnist að það vanti heilmikið fé til þess að reka framhalds- skólana,“ segir Ingibjörg. Að sögn hennar virðist ekki vera lagt það fé til framhaldsskólanna Framhaldsskólamenn telja nemendur vantalda Auka þarf framlög um 6–800 milljónir  Telja/11 STARFSMENN fjarskiptastöðv- arinnar í Gufunesi stóðu í stórræð- um í gærkvöldi. Ráðist var í miklar björgunaraðgerðir til að ná ketti út úr holræsi, en hann hafði skrið- ið þar inn og fest sig. „Þetta er svona mannlegur þátt- ur sem við vorum að glíma við,“ segir Hafsteinn Guðmundsson vaktstjóri. „Við heyrðum í greyinu mjálma um sjöleytið og fórum að skoða nánar hvaðan mjálmið kæmi og heyrðum að það kom úr nið- urfalli á bílaplaninu. Við hringdum þá í Stífluþjónustuna Val Helga- son, og komu þeir með myndavél til að skoða ræsið. Kötturinn virt- ist fastur, við reyndum að toga hann út en allt kom fyrir ekki, svo við fengum gröfu hjá Ásberg verk- tökum sem eru að byggja hér á lóðinni og grófum niður á rörið bak við köttinn og mölvuðum það til þess að komast að honum. Við vissum að hann var með lífsmarki, enda svaraði hann þegar við köll- uðum á hann.“ Eftir þriggja tíma björgunar- aðgerðir náðist kötturinn loks út, sprækur en býsna máttfarinn og skítugur fress, Áki að nafni. Strax var haft samband við eiganda Áka og kom þá á daginn að hann hafði verið týndur í viku. Fagnaðarfundir „Við erum svo fjölskylduvæn hér hjá Landssímanum, við erum alltaf að bjarga mannslífum, en höfum aldrei lent í því að bjarga ketti áður. Hingað komu tveir hjálpsamir lögregluþjónar og tóku þátt í björgunarstarfinu og alls voru um tíu til tólf manns á svæð- inu þegar mest var, svo þetta var mikið samvinnuverkefni.“ Að sögn Írisar Bjargar Guð- bjartsdóttur, eiganda Áka, er líðan hans eftir atvikum góð. „Það er búið að baða hann og gefa honum að borða. Hann var glorsoltinn og virkilega lúinn. Það verður gleði- stund þegar synir mínir tveir vakna í fyrramálið. Þá förum við líka með hann á dýraspítalann til að láta skoða hann, gefa vítamín og láta lækni kíkja á hann.“ Fressinn Áki mjálmaði á hjálp Það voru fagnaðarfundir þegar Áki hitti eiganda sinn, Írisi Björgu, eftir viku aðskilnað í kulda og vosbúð. Áki húkir hræddur og kaldur inni í rörinu og mjálmar eftir hjálp. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjargvætturinn Ragnar Kummer lyftir Áka fagnandi upp úr skítugu og blautu ræsinu. Fjölmennt lið kom til bjargar STJARNAN í Garðabæ hefur til skoð- unar að leggja gervigras á aðalvöll félags- ins og óskaði eftir stuðningi KSÍ við þá aðgerð. Stjórn KSÍ hefur nú samþykkt að veita Stjörnunni þann stuðning þannig að leikir félagsins í öllum mótum á vegum KSÍ geti farið fram á gervigrasvellinum að því gefnu að hann uppfylli kröfur sem mannvirkjanefnd KSÍ gerir til slíkra valla. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, segir að þróunin á þessu sviði sé nú mjög hröð. „Bæði Evrópuknattspyrnusam- bandið og Alþjóða knattspyrnusambandið eru núna að nálgast þann punkt þar sem tekin verður ákvörðun um það að leyfa að spila á gervigrasi í Evrópukeppnum og heimsmeistarakeppnum, þ.e.a.s. á gervi- grasi sem uppfyllir þá staðla sem þeir munu gera kröfu um.“ Ör framþróun í íslenskri knattspyrnu „Við horfum fram til þess að það verði ör framþróun í íslenskri knattspyrnu þeg- ar heimilt verður að spila alla alvöruleiki á gervigrasi, gervigrasið er framtíðin í löndunum í kringum okkur. Þá eru menn að spila við sömu aðstæður hvort sem er í janúar eða ágúst. Þá er líka komið alvöru tækifæri til þess að fjölga verulega í deildum og spila lengur. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið í þróun sem mun hrinda af stað verulegri framþróun í knattspyrn- unni hér og er stutt í að verði að veru- leika,“ segir Eggert. Eggert segir þróunina hafa verið það hraða að undanförnu og gæðin á gervi- grasinu vera orðin það mikil að útlit sé fyrir að Evrópuknattspyrnusambandið og FIFA muni gefa leyfi fyrir því að keppt verði á gervigrasi í síðasta lagi árið 2005. Styttist í að keppt verði á gervigrasi TÓFUM hefur fjölgað hratt á Austurlandi að undanförnu og hafa þær ráðist á fé nálægt bæjum. Hafa bændur í Djúpavogs- og Breiðdalshreppum fundið haust- lömb sín illa til reika og vart með lífsmarki eftir dýrbíta og eru mjög uggandi vegna þeirra kinda sem enn eru á fjalli. Verður tófu vart á láglendi um allan landsfjórðunginn og hafa menn síðustu daga séð tófur skokka samhliða veginum yfir Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, en sérstaklega virðist áberandi hversu tófa fer nú nálægt mannabústöðum til sveita. Guðmundur Valur Gunnarsson, bóndi á Lindarbrekku í Hamars- firði, segist aldrei hafa vitað til þess áður að svo mikið væri um dýrbíta sem nú og kennir því um að tófu fari nú hratt fjölgandi og einn- ig minnkandi eljusemi við að eyða þeim. Dýrbítar ráðast á fé  Hröð/21 FRUMFLUTNINGUR á Split Sides, nýju verki eftir hinn heimsþekkta danshöfund Merce Cunningham, fór fram á þriðju- dagskvöldið í Brooklyn Academy of Music í New York. Verkið er fjörutíu mínútur, skiptist í tvo hluta og sjá tvær rokksveitir um tónlistina, breska sveitin Radiohead og Sigur Rós sem hér sést á mynd. Sigur Rós notaðist við ballettskó, sem búið var að setja hljóðnema í, til að fram- kalla tónlist sína. Radiohead mætti með kjöltutölvur og ýmiss konar hljóðskæla. Tónlistin var spunnin á staðnum af báðum sveitum. Ljósmynd/Jack Vartoogian Léku á ballettskó ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.