Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 21 fimmtudag, föstudag og laugardag Opið til kl. 16 laugardag Tilboð í 3 daga Okkar árlega hausttilboð Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 20% afsláttur TÓFU hefur fjölgað mjög á Austurlandi upp á síðkastið og verður hennar mikið vart á lág- lendi um allan fjórðung. Menn hafa síðustu dagana séð tófur skokka samhliða veginum yf- ir Fagradal, milli Egils- staða og Reyðarfjarðar, en sérstaklega virðist áber- andi hversu tófa fer nú ná- lægt mannabústöðum til sveita. Bændur í Djúpavogs- og Breiðdalshreppum eru að finna haustlömb sín illa til reika og vart með lífsmarki eftir dýrbíta og eru mjög uggandi vegna þeirra kinda sem enn eru á fjalli. Dýrbítarnir hafa farið í lömb nálægt bæjum og þekkja menn slíkt ekki til fleiri áratuga. „Það eru komin þrjú tilfelli hér í Djúpavogs- hreppi í haust þar sem tófur hafa drepið lömb,“ segir Guðmundur Valur Gunnarsson, bóndi á Lindarbrekku í Hamarsfirði. „Í tveimur tilfell- anna hafa menn keyrt fram á tófu sem hefur verið að drepa lamb og í því þriðja var það gangnamaður sem gekk fram á þar sem full- orðin tófa var að drepa haustlamb. Í öllum til- fellunum voru lömbin ennþá lifandi. Búið að éta úr þeim endagörnina og tófan að dunda við að sleikja blóðið úr þessu meðan eitthvað blæddi. Í einu tilfelllinu af þessum þremur var búið að naga göt aftan á báða bógana á lifandi lambi. Þetta er alveg hræðilegt.“ Dýrbítum fjölgar hratt Guðmundur Valur segist aldrei hafa vitað til þess áður að svo mikið væri um dýrbíta og kennir um að tófu fari nú hratt fjölgandi og einnig mjög minnkandi eljusemi við að eyða þeim. „Það eru svo sem ráðnir menn í grenja- vinnslu en því er ekki sinnt af sama krafti og var gert á árum áður,“ segir Guðmundur Val- ur. Hann segir nánast ekkert sjást til rjúpu og það, ásamt því að allur mófugl sé farinn, trú- lega vera hluta af skýringunni á því af hverju tófan ræðst á fé. „Ef kemst upp dýrbítur þá fjölgar þeim svo fljótt. Það leggjast auðvitað ekki allar tófur á fé, en hvolparnir læra hátt- arlagið af sínum foreldrum og svo framvegis og þannig getur orðið til heil kynslóð dýrbíta á stuttum tíma. Þetta er mjög hvimleitt og leið- inlegt að vita af þessu. Það eru enn fáeinar kindur á fjalli og vont að eiga von á því að ganga fram á þetta dautt eða hálfdautt.“ „Það hefur ekki verið rætt enn hvort sveit- arfélagið eigi að beita sér fyrir aukinni grenja- vinnslu en mér sýnist nú blasa við að það verði gert. Nú er verið að fjargviðrast út af rjúpu og banni á rjúpnaveiði. Ég held að það geti fátt spilað meira inn í stofnstærð á rjúpu en tófan, ef henni fjölgar svona. Hún tekur býsna mörg egg og unga yfir sumarið. Ég beini því þess vegna til umhverfisráðherra að láta rannsaka frekar samhengið þarna á milli. Það hafa verið tófur í lömbum hérna,“ segir Pétur Jónsson, bóndi á Þorvaldsstöðum í Breiðdal. „Þetta var svona líka 1935 eða 6, þá var rjúpnalaust og eins og núna, þegar sést ekki einn einasti fugl. Þá lögðust tófurnar á lömbin og ekki síður haustlömbin. Þetta hefur ekki gerst í þessum mæli síðan þarna um árið. Það voru tófur í mínu fé í fyrra og ég á von á að það byrji aftur. Ef tófur byrja á að bíta fé halda þær því áfram.“ Pétur fullyrðir að ef rjúpan verði ekki friðuð núna deyi hún hreinlega út. „Ég er kominn á áttræðisaldur og hef bara einu sinni áður á æv- inni séð svona lítið af rjúpu. Og svo eru hátt- settir menn farnir að tala um að friða tófuna. Það væri ægilegt.“ Hlífar Erlingsson, bóndi á Þorgrímsstöðum í Breiðdal, segist hafa misst á síðast í tófukjaft á föstudag. „Hún sprengdi hana sjálfsagt með því að elta hana. Það hefur orðið vart við það af og til á haustin að ær hafa legið dauðar eftir tófu, en það er langt síðan maður hefur orðið var við að tófan væri að drepa lömb. Tófunni fjölgar hratt. Það gengur illa að finna grenin í kvisti og moldarbökkum, þær hafa verið að leggja á allt öðrum stöðum en áður var meðan fé var smalað til húsa á hverjum degi á vet- urna. Nú er þetta allt í húsum fram á vor og þetta fælist ekkert frá,“ segir Hlífar. Ekki hafa allar tófur smekk fyrir lömbum Lárus Sigurðsson á Gilsá, oddviti Breiðdæl- inga, segir ömurlegt þegar tófan er að fara í fé við túnfótinn hjá bændum. Hann segist hafa séð þrjár bitnar rollur við Þorgrímsstaði innst í Breiðdalnum á svona 150 metra kafla við veg- inn. „Það er ekki ólíklegt að þær geti verið miklu fleiri sem búið er að ráðast á,“ segir Lár- us. „Bændur og aðrir sem til þekkja tala um að þetta sé ljótt. Eldri menn sem hafa lengi verið í tófuleit halda því fram að það séu bara sumar tófur sem leggist á lömb, aðrar ekki. Við hjá Breiðdalshreppi erum að setja mjög mikla peninga í grenjaleit og erum óánægðir með hvað nágrannasveitarfélögin hafa lítið gert í þessum efnum. Við erum að setja um og yfir milljón á ári í grenjavinnslu á meðan aðrir gera mjög lítið. Grenjaskyttan okkar er búin að fella fimm tófur síðustu tíu dagana og við munum biðja hann að vera á varðbergi áfram,“ segir Lárus oddviti að lokum. Ljósmynd/Páll Baldursson Dýrbíturinn skæður á Austurlandi: Bændur missa nú lömb í tófukjaft og er lítilli grenjavinnslu og hruni í rjúpnastofninum kennt um. Bændur finna lömb sín með lífsmarki en sund- urétin af dýrbítum Hröð fjölgun tófu á Austurlandi veldur áhyggjum Lárus Sigurðsson Dvergasteinn |Hugsanlega mun bæjarstjórn Seyðisfjarðar leysa til sín þann kvóta Útgerð- arfélags Akureyringa sem tengdur er rekstri frystihússins Dvergasteins. ÚA hættir vinnslu í frystihúsinu um næstu mánaðamót. Að sögn Tryggva Harðarsonar, bæjarstjóra á Seyðisfirði, myndi bæjarstjórn þá framselja kvótann til þess eða þeirra aðila sem tækju að sér bolfiskvinnslu frystihússins. Einhverjar viðræður munu vera í gangi um slíkt, en engar upplýsingar fást að svo stöddu um hverjir hafa sýnt rekstri Dvergasteins áhuga. Fjölgun |Íbúum fjölgar á Austur- Héraði samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um búferlaflutninga. Að- fluttur umfram brottflutta var 31 frá júlí til september, 36 frá apríl til júní og 7 manns frá janúar til mars. Alls eru þetta 74 einstaklingar sem flutt hafa á Austur-Hérað það sem af er árinu og er það mesta fjölgun á Austurlandi. Á síðasta ári fluttust 26 manns í sveitarfélagið. Rokkveisla Rokkveisla Brján (Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi) og Egilsbúðar verður frum- sýnd í Egilsbúð 25. október nk. Að sögn Guðmundar R. Gísla- sonar, framkvæmdastjóra Egils- búðar, fer miðasalan vel af stað og búið að bóka um 700 manns á þær fjórar sýningar sem fyrirhugaðar eru að svo komnu máli. Uppselt er á frumsýningu. Þema rokkveislunnar í ár er enska úrvalsdeildin í rokki. Um 30 tónlistarmenn, dansarar og aðstoð- arfólk taka þátt í uppsetningunni. Samkvæmt Guðmundi hafa rokk- veislur verið haldnar í Egilsbúð frá árinu 1989 og undanfarin ár hafa sýningarnar einnig farið inn á Broadway í Reykjavík og í fyrra til Færeyja. Er í skoðun að setja rokk- veisluna upp í Grænlandi næsta sum- ar. Sprettur sú hugmynd frá því þegar þingforsetar Íslands, Færeyja og Grænlands komu á Rokkveislu í Egilsbúð síðasta haust. Þá lýsti grænlenski þingforsetinn miklum áhuga á að fá Brján til Grænlands. Segir Guðmundur málið í athugun. Heilsuvika | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar gengst fyrir heilsuviku dagana 20. til 25. október nk. Er markmiðið að efla umræðu um bættan lífsstíl til frambúðar og tengist heilsuvikan orkuátaki Lata- bæjar sem gengur nú yfir landið. Meðal þess sem menn gera í heilsuviku er að skilja bílinn eftir og nota ganglimina, einn dagur er tileinkaður græn- metis- og ávaxtaneyslu, sjónvarpslaus fimmtudag- ur er endurvakinn og menn flytja skólastarf og at- vinnu eftir föngum út undir bert loft.    Hreindýr | Hreindýraveiði á Fljótsdalsheiði í haust var með því besta sem þekkist, segir á heimasíðu Hreindýraráðs. Voru hjarðirnar dreifðar og veður frábært. Þoka hamlaði veiðum víða á fjarðasvæðunum og vegna hita, sem lá í 18 til 20 gráðum allt veiðitímabilið, voru hjarðirnar mjög ofarlega og erfitt að eiga við þær. Í heild náðust 740 dýr af 800 dýra kvóta og er það talinn mjög góður árangur, sem að stórum hluta til er þakkaður góðum leiðsögumönnum. Von er á yf- irliti um veiðarnar á heimasíðu Hreindýraráðs í nóvember.    Samstarf | Bæjarráð Austur-Héraðs hefur sam- þykkt að stofna sameiginlega skóla- og fé- lagsþjónustu fyrir sveitarfélögin átta á norð- ursvæði Austurlands. Á sameiningin að taka gildi haustið 2005, ef öll aðildarsveitarfélögin sam- þykkja samstarfið. Þá er lagt til að þegar verði hafin vinna að sameiginlegri félagsþjónustu og barnavernd sömu sveitarfélaga. Þetta er hluti af svokölluðu Norðursvæðisverkefni sem und- irbyggir hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna á Norðausturlandi í framtíðinni.    Borhaus | Samskip hafa annast flutninga fyrir Impregilo S.p.A. til Kárahnjúkavirkjunar. Mesti kúfurinn af vélum og tækjum er kominn á virkj- unarsvæðið, en nú er í undirbúningi flutningur á 127 tonna þungum borhaus á svæðið. Samkvæmt upplýsingum frá innflutningsdeild Samskipa hafa menn verið að funda með Vegagerðinni og Verk- fræðistofu Austurlands varðandi þennan flutning og vegurinn frá Reyðarfirði og inn að Kára- hnjúkum verið mældur m.t.t. burðargetu. Það gæti tekið upp undir þrjá sólarhringa að flytja borhausinn uppeftir á um 40 metra löngu æki; tveir bílar fyrir framan, einn fyrir aftan og vagnar á milli. Borhausinn fer í skip í nóvemberbyrjun og er væntanlegur á virkjunarsvæðið í kringum mán- aðamót nóvember/desember.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.