Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ á landi. Starfið hafi gengið vel. Hóp- urinn hafi átt að ljúka störfum 1. febr- úar nk., en muni væntanlega geta lok- ið þeim í desember. Engin merki séu um annað en að reglurnar eigi að geta gengið í gildi á réttum tíma. Gera þurfi ákveðnar ráðstafanir, fyrst og fremst í höfnum landsins. Þeir sem sjá um hafnirnar séu þegar farnir að undirbúa sig og hafi fengið drög að áætlunum þar að lútandi. Thomas sagði einnig aðspurður að það væri eitt af verkefnum stýrihóps- ins að áætla kostnað vegna þessara breyttu og hertu reglna. rekja til hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. 10–12 hafnir þurfi að taka upp þessar hertu öryggisráðstafanir. Að auki þurfi tíu aðrar hafnir ekki eins mikla öryggisgæslu, þar sem þær séu sér- hæfðar til dæmis hvað varði útflutn- ing á áli og fiskimjöli. Þá sé ekki ákveðið hver beri kostnaðinn af þess- um breytingum. Thomas Möller, formaður stýri- hóps um siglingavernd á vegum sam- gönguráðuneytisins, segir að verkefni hópsins sé að undirbúa innleiðingu þessara alþjóðlegu öryggisreglna hér REGLUR sem Alþjóðasiglingastofn- unin IMO, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, hefur sett gera ráð fyrir hertri öryggisgæslu, öflugri vörslu og girðingum við íslenskar út- flutningshafnir. Ef reglurnar verða ekki innleiddar hér fyrir mitt næsta ár verður ekki tekið á móti íslenskum kaupskipum sem sigla frá innlendum höfnum til erlendra eftir þann tíma. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu. Þar segir að að reglurnar verði að vera komnar í gagnið fyrir 1. júlí næsta sumar, en upphaf þessa máls megi Hertar reglur í höfnum Geitagerði | Aðalfundur skógrækt- arfélags Austurlands var haldinn laugardaginn 4. október sl. að Blön- dalsbúð, húsi félagsins í Eyjólfs- staðaskógi. Formaður félagsins, Orri Hrafnkelsson, gerði grein fyrir störfum stjórnar frá síðasta aðal- fundi og margþættum framkvæmd- um á árinu. Má þar nefna grisjun skógarins, sem Héraðsskógar sáu um undir verkstjórn Sigurðar Blön- dal. Stígar voru lagðir um svæðið og kurl lagt á. Jólatrjáaræktun hefur verið drjúgur tekjuliður í starfsemi fé- lagsins um árabil bæði inni og úti- jólatré. Þá fór fram samkeppni um gerð merkis fyrir félagið. Margar tillögur bárust og varð merki Ingunnar Þráinsdóttur, grafísks hönnuðar á Egilsstöðum, fyrir val- inu. Rekstur Blöndalsbúðar gekk vel og skilaði nokkrum hagnaði. Samið hafði verið við Sigurð Blön- dal um að afla heimilda og skrá sögu félagsins ásamt þeim Zóphóníasi Einarssyni og Skúla Birni Gunnars- syni, sem tilnefndir voru á fund- inum, en félagið var stofnað árið 1938. Góð afkoma Gjaldkeri félagsins, Zóphónías Einarsson, gerði grein fyrir reikn- ingum. Þar kom fram að rekstrar- hagnaður ársins nam kr. 253.630. Helstu tekjuliðir voru af sölu jóla- trjáa kr. 506.450-, ársgjöld kr. 104.000, lóðaleiga kr. 390.740 og leiga af Blöndalsbúð kr. 232.390. Styrkur frá Hreindýraráði kr. 16.440. Skuldlaus eign félagsins kr. 7.071.996. Í skýrslu Sigurðar Blöndal kom fram að greniskógur var grisjaður í fyrsta sinn í 14 reitum og í annað sinn í 5 reitum. Þá var kurlað og klofið í eldivið. Skurðir grafnir á 7 stöðum ofan við veg. Rutt var úr öll- um skurðruðningum. Nokkrar ung- ar stúlkur – vinnuflokkur Lands- virkjunar – tóku upp gamlar girðingar, enn fremur litlar plöntur, sem færðar voru í væntanlegat jóla- trjáasvæði. Settar voru upp litlar girðingar í reit 108 til þess að ala upp stórar lauftrjáplöntur til gróð- ursetningar hér og þar í skóginum. Eftir að hafa farið um skógar- svæðið í boði stjórnar og með leið- sögn umsjónarmanns má segja að hér beri allt vott um mikla grósku. Gróska í Skógræktarfélaginu Morgunblaðið/Guttormur Þormar Í Eyjólfsstaðaskógi: Blöndalsbúð, hús Skógræktarfélagsins. Hveragerði | Eins og alþjóð veit hefur gengi körfuknatt- leiksdeildar Hamars hér í Hveragerði verið æv- intýralegt á köflum. Deildin er rétt búin að slíta barns- skónum en engu að síður að hefja sitt fimmta ár í úrvals- deildinni. Önnur félög segja erfitt að koma hingað í bæ- inn til að keppa, því stuðn- ingur heimamanna er því- líkur að hávaðinn er oft langt yfir hættumörkum, segja spekingarnir að áhorfendur séu í raun sjötti leikmaðurinn. Stuðningsmenn liðsins eru fjölmargir og vilja láta gott af sér leiða. Hinn 7. október var formlega stofnað félag, sem hefur það að markmiði að styðja og styrkja liðið og um leið njóta þess að vera þátttakendur í ævintýrinu. Á fundinum var stjórn félagsins kjörin og hana skipa: Garðar Árnason formaður, Auðunn Guðjónsson gjaldkeri, Berglind Sigurðardóttir ritari, Jóna Guðjónsdóttir og Björn Indriðason varamenn. hvatti hún alla til að sýna kátínu og gleði í öllu íþrótta- starfi. Hún lauk máli sínu á því að brýna fyrir fólki að „sókn er besta vörnin“. Lárus Friðfinnsson, for- maður körfuknattleiks- deildar Hamars, sagði að deildin væri rekin þannig að aldrei væri meiru eytt en því sem væri aflað, það væru kjörorð stjórnarinnar. Hann sagði jafnframt að núna væri þetta orðin miklu meiri vinna en áður og stjórnin hætt að taka sér sumarfrí, líkt og áð- ur þekktist. „Hamar er orð- inn svo stór klúbbur að við getum ekki notað NBA- leikmenn, við sendum þá heim,“ sagði formaðurinn sem oft er kallaður pabbi körfuboltans hér í Hveragerði. Það kom nefnilega upp úr dúrn- um að leikmaður sem nýttist Hvergerðinum ekki í fyrravetur og var sendur aftur til síns heima í Bandaríkjunum komst nýlega að hjá liði í NBA-deildinni þar vestra. Í lok fundarins kom þjálfari liðsins, Pétur Ingvarsson, ásamt erlendu leikmönnum liðs- ins, þeim Chris Dade og Faheeem Nelson. Hann fagnaði stofnun stuðningsmannaklúbbs- ins og kynnti leikmenn liðsins, eins og það verður skipað í vetur. Áður en fundurinn hófst höfðu 64 skráð sig sem stofnfélaga og von var á fleirum. Til máls tóku Garðar Árnason, sem sagði m.a. að mark- mið klúbbsins væru að slá styrkari stoðum undir rekstur deildarinnar og ná að fjármagna annan útlendinginn, Auðun Guðjónsson, sem kynnti m.a. vinnureglur félagsins. Þeir Garðar og Auðunn önnuðust undirbúning stofnunar félagsins. Guðríður Aadnegaard, formaður Hamars, ávarpaði fundinn og sagði hún m.a. að starf Hamars myndi eflast og styrkjast með tilkomu stuðningsmannafélagsins og einnig Við getum ekki notað NBA- leikmenn, sendum þá heim Stuðnings- menn Hamars í Hveragerði stofna félag Fundargestir við stofnun stuðningsmannaklúbbs körfuknattleiksdeildar Hamars. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Búðardal | Meðlimir Starfsmannafélags Mjólkursamlagsins í Búðardal tóku sig ný- lega saman og ákváðu að fara út að borða. Það væri ekki til frásagnar fær- andi nema fyrir það, hve staðurinn var óvenjulegur. Þau fengu Sæferðir í Stykk- ishólmi til að koma siglandi til Búðardals þar sem fólkið sté um borð. Svo var siglt út á fjörðinn, var boðið upp á marg- réttaða veislumáltíð, sem innihélt meðal annars lunda og fjörulamb. Uppi á dekki gátu menn svo gætt sér á ígulkerjum, skelfiski og fleiru góðgæti sem starfs- menn sæferða höfðu veitt á leið til Búð- ardals. Matarveisla á Hvammsfirði Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Jarðböð | Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra tekur í dag fyrstu skóflustunguna að jarðböðunum í Mývatns- sveit, við Jarðbaðshóla. Undirbúningur að byggingu jarðbaða í Mývatnssveit hefur staðið frá árinu 1996 og nú hillir undir að sá draumur verði að veru- leika. Skv. frétt frá Baðfélagi Mývatns- sveitar er áætlað að opna böðin almenningi í maí 2004. Útgerð | Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson, útgerðarmaður á Ísafirði, hefur selt fyr- irtækinu Meirihlíð ehf. Baldur Árna ÞH 50, að því er segir á fréttavef BB á Ísafirði í gær. Fyrirtæki Aðalsteins Ómars keypti nýverið togskipið Oddgeir sem mun fram- vegis bera nafnið Baldur Árna. Pálmi Stefánsson á Ísafirði er í forsvari fyrir Meirihlíð. Hann segir ætlunina að gera skipið út á snurvoð frá Vestfjörðum. Eftir sé að ráða áhöfn og ekki hafi verið ákveðið hvenær skipið haldi til veiða. Aðspurður um framtíðarnafn skipsins sagði Pálmi það óákveðið ennþá.    Svikin rjúpa? | Í gær hefðu rjúpnaveiðar átt að hefjast hér á landi undir venjulegum kringumstæðum en umhverfisráðherra hef- ur bannað veiðar sem kunnugt er og Bæj- arins besta á Ísafirði segir frá því að þess vegna verði að öllu óbreyttu „svikin rjúpa“ á boðstólum á hinum árlegu villibráð- arkvöldum sem SKG veitingar á Ísafirði standa fyrir í næsta mánuði. Karl Ásgeirsson hjá SKG veitingum upp- lýsir að gamall maður hafi fært fyrirtækinu uppskrift að „svikinni rjúpu“ sem sé svaka- lega góð, „en hún kemur ekki í stað raun- verulegrar rjúpu og vonandi sjá alþing- ismenn að sér en annars verður þessi svikna á hlaðborðinu“, sagði Karl í viðtali við bb.is.       Sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Í einkasölu glæsileg 90 fm íb. á jarðhæð í 3ja hæða húsi. Stofa með útgengi út á hellulagða ver- önd í suðvestur og þaðan í ca 40 fm sérgarð sem stúkast af með trjám. Örstutt á leikvöll frá bak- garðinum. Vandaðar innréttingar, sérþvottahús, parket. Áhv. 7,3 millj. húsbréf. Verð 12,2 millj. Gullengi – glæsileg 90 fm íbúð á jarðhæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.